Dagblaðið Vísir - DV - 27.07.1998, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 27.07.1998, Blaðsíða 13
J MANUDAGUR 27. JULI 1998 Fréttir DV ^ Kaup á nýju prestssetri á Skagaströnd valda óánægju meðal íbúanna: Ibúar telja sig hafða að fíflum -11 hús auglýst til sölu en systir oddvitans hreppti hnossið og náði að selja og samsæriskenningum íbúanna til fóðurhúsanna. Það var faglega staðið að þessu máli og fagmenn fengnir til að skoða og meta þau hús sem komu til greina. Það er því ekkert óeðlilegt á ferðinni. Það var fyrst boðið í annað hús en tilboðinu var hafnað. Því var ákveðið að kaupa þetta hús enda telj- um við þetta mjög góð kaup. Ég veit ekki til þess að það sé neitt samband á milli prestssetrasjóðs og oddvita Skagastrandar," segir Guðmundur Þór Guðmundsson, formaður stjómar prestssetrasjóðs, aðspurður um málið. -RR Mikil óánægja er meðal margra íbúa á Skagaströnd eftir að prests- setrasjóður keypti nýtt prestssetur þar í síðustu viku. Konan sem seldi prestssetrasjóði húsið er systir oddvit- ans og dóttir fyrrverandi oddvita. Hún hafði árangurslaust reynt að selja húsið þar sem hún var að flytja til Reykjavíkur. Ellefu hús voru auglýst til sölu sem Nýja prestssetrið á Skagaströnd sem prestssetra- sjóður keypti á dögunum. Húsið var keypt af konu sem er systir oddvita staðarins og dóttir fyrrver- andi oddvita en hún hafði reynt að selja húsið tölu- verðan tíma. Mikil óánægja er meöal margra íbúa Skagastrandar vegna þessara kaupa. DV-mynd Birgir væntanlegt prestssetur enda hafa margir íbúar Skagastrandar hug á að flytja burt. Margir ibúanna, sem DV ræddi við, telja það klíkuskap að kona í valdamestu ætt Skágafjarðar hreppti hnossið og náði að selja sitt hús. Margir íbúar eru einnig óánægðir með hvernig staðið var að málum og gagnrýna Biskupsstofu og prestssetra- sjóð fyrir að hafa ekki einu sinni skoðað öll húsin sem vom til sölu. Þá telja margir að óþarfi hafi verið að kaupa nýtt prestssetur þar sem gamla setrið hafi verið fullnægjandi íbúðar- hús. Samkvæmt heimildum DV fór sóknarnefndin fram á að fá nýtt prestssetur til að auðveldara væri að laða nýjan prest til staðarins. I maí og júni var auglýst í flölmiðlum eftir prestssetri á Skagaströnd. Margir íbú- ar Skagastrandar hugsuðu sér þá gott til glóðarinnar og voru ellefu hús aug- lýst til sölu. í síðustu viku keypti prestssetra- sjóður hins vegar húsið að Hólabraut 30 fyrir 8,2 milljónir. Samkvæmt upp- lýsingum frá Biskupsstofu vora að- eins átta af ellefu húsum sem auglýst voru skoðuð. Sumarleikur Biskupsstofu „Ég auglýsti mitt hús en það var ekki einu sinni skoðað. Maður hefur það auðvitað á tilfmningunni að þetta hafi verið ákveðið fyrirfram," segir einn íbúa Skagastrandar í samtali við DV. „Ég kalla þetta ekkert annað en leikaraskap því það var alltaf vitað að húsið að Hólabraut 30 yrði keypt. Það er skítalykt af þessu máli,“ segir ann- ar Skagstrendingur sem er mjög ósátt- ur við gang mála. Annar viðmælandi DV, sem auglýsti hús sitt til sölu, segir: „Það hefur verið óánægja meðal íbúa hér á Skaga- strönd út af þessu máli. Það myndaðist óþarfa spenna á milli margra íbúa sem vildu selja. Eft- ir á flnnst manni þetta bara hafa verið sýndar- mennsku hjá Biskups- stofu. Ég held að það hafi aldrei staðið til að kaupa annað hús en þetta. Mörgum ibúum líður eins og þeir hafi hreinlega verið hafðir að flflum,“ segir Skag- strendingurinn. Sá hef- ur sent símskeyti til Biskupsstofu þar sem hann óskar henni til hamingju með nýja prests- setrið og þakkar fyrir „sumarleikinn á Skagaströnd". Gamla húsið nógu gott Margir Skagstrendingar vilja meina að það hafi ekki vérið ástæða til að kaupa nýtt hús fyrir prestinn og gamla húsið hafl verið alveg nógu gott. Skagstrendingar benda á að hús- ið sé nú auglýst til sölu fyrir 6,5 millj- ónir. „Það er ansi há upphæð ef það var ekki íbúðarhæft," segir einn við- mælenda DV. Séra Guðmundur Karl Brynjarsson, nýskipaður sóknarprestur á Skaga- strönd, sagði í samtali við DV að hann hefði ekki sett fram neinar sérstakar óskir eða kröfur varðandi húsnæði og hann hefði alveg getað sætt sig við gamla prestssetrið. 22 hús eru til sölu á Skagaströnd og mörg hús munu standa tóm á næst- unni þar sem íbúar þeirra eru að flytja burt. Hvernig gengur að selja er hins vegar önnur saga. „Ég held að flestir ætli að flytja þó þeir geti ekki selt hús sín,“ segir einn af viðmælend- um DV á Skagaströnd. „Ég kannast aðeins við óánægju einhverra íbúa Skagastrandar vegna þessa máls en ég vísa allri gagnrýni Toyota Corolia 1600 XLi '97, rauður, rafdr. rúður, samlæs., 2 x air bag., ek. 25 þús. km. Verð 1.250.000. Land Rover Discovery V-8 3500i '91, livítur, 7 manna, 2 toppl., rafdr. rúður, saml.. álfelgur, dráttarb.. kom á götuna '94. Ek., 91 þús. km. ekki tjónabíll. Verð 1.590.000. Fiat Bravo SX160016 V '98, svartur, breyttur af Impetus, ABS, spoiler, álfelgur o.fl. Ek. 15 þús. km. Einn með öllu. Verð 1.590.000. Ath. skipti. BIVIW730Í '87, svartur, 17“ álfelgur, þjófav., smurbók. ABS, rafdr. rúður, dúndur græjur, ek. aöeins 116 þús. km. Verð 1.340.000. Renault Megane RT Classic '9 steingrásans., 4 d., ssk., viðarmælaborð, fjarst. útv/segulb., rafdr. rúður, fjarst. saml., álfelgur, ek. 23 þús. km.Verð 1.420.000. /’// B o!iCi Funahöfða 1 Sími 587-7777 Fax 587-3433 Bráðvantar bíla, tjaldvagna og fellihýsi. Huseign tíl sölu! Til sölu er á Skagaströnd einbýlishús 134 að stærð. V el við haidin eign ásamt glæsilegum garði og útsýni yfír 4 sýslur í góðu skyggni. Helstu kostir eignarinnar eru: Myndi henta einkar vei sem prestbústaður, er miðsvæðis milli vinnustaða prests, þ.e. kirkju og Jdrkjugarðs, Aðeins 40 metra vegalengd til núverandi sóknamefndarfonnanns. F.inrig hentar staðsetning eignarmnar vel fyrir flóttafóli, ÍOO meöarfrá þjóðveginum úr bænum. Gæti einnig hentað vel garðyrkjufræðingj, sem mnnái sóma sér vel í garðinum og jafnframt nágrannagörðum og stutt er í skógrxkt Skagstrendinga. Tilboð í eignina óskast fyrir 10. maf. 124% þagmælskn heitið að hætd sannra Skagstrendinga. Uppiýslngar í síma 452 2656 á mílH kl.17 og- f 9. íbúi á Skagaströnd setti þessa augiýsingu í blaöið Gluggann sem dreift er inn á öll heimili í Austur-Húnavatnssýslu. í GALTAIÆ KJARSKÖGI Verslunarmannahelgin 31. júlí • 3. ágúst íiiit'*1 nk*1 AÐGONGUMEDI A MOTIS0L SCHEVIMG SA6A KLASS MALADRENGIRNir SPUR DÓRA OG BEMMI STREETBALL GÖTULEIKHÚS ELDGLEYPIR SÖNGVARAKEPPNI PALMI MATTHÍASSOf TÖFRAMAÐUR TÉVOLÍ LEIKTÆKJALAND HESTAR Frítt fyrir börnin Sætaferóir BSÍ og SBK ý forsala til 29. júlí 4- í Seglagerðinni og Everest G ó ð a FLUGELDAR VARÐELDUR 0.M.FL skemmtun Munið, Kvöldvökur Barnaböll Ökuleikni Veitingahús Verslun íssala Gæsla I afsláttur í forsölu f

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.