Dagblaðið Vísir - DV - 27.07.1998, Blaðsíða 36

Dagblaðið Vísir - DV - 27.07.1998, Blaðsíða 36
44 MÁNUDAGUR 27. JÚLÍ 1998 DV nn Ummæli Voldugasta trú samtímans "Voldugasta trú samtlmans er sú að hlutabréf og skyldir pappírar hljóti að hækka í verði í bráð.“ Árni Berg- mann rithöf- undur, í DV. Maður hefur rétt á að gagnrýna „Við höfúm gefið út ýmsar yfirlýsingar um sveitaballa- böndin en maður skilur alveg af hverju þau eru að þessu, gæjamir eru auðvitað að reyna að lifa á þessu, en mað- ur hefur samt alveg rétt á að gagnrýna tónlistina." Kristinn Júníusson, í hljóm- sveitinni Vinyll, í DV. Sverrir um Finn „Varðandi Finn sjálfan þá læt ég mér i léttu rúmi liggja hvorum megin á klakki hann klúkir eða rassi ríður.“ Sverrir Her- mannsson, fyrrv. banka- stjóri, í DV. Skapi næst að tala um dauðarefsingu „Þegar fregnir bárust af því aö íslendingar kunni að vera þátttakandur í þeim svokall- aða „iðnaöi" sem svívirðir bleiuböm, þá er mér skapi næst að fara að tala um dauöarefsingu." Iltugi Jökulsson, á rás 2. Amerísk menning „Þó undur, ÍDV. Kaninn telji enn að magn sé betra en gæði, þá spratt fleira úr amerísku sverði en kók, Camel og kommúnista- hræðsla." Auður Har- alds rithöf- fjölmiðlaumfjöllun Jarðskjálftahætta á íslandi -j J j /, j j‘ r J J- DV <* t ■ Svæði þar sem vænta má vægra skjálfta Svæði þar sem vænta má öflugra skjálfta Jón Gröndal umferðaröryggisfulltrúi á Suðurnesjum: Leitast við að hafa gott samstarf við vegfarendur DV, Suðurnesjum: Peningana í betra málefni „Ef hið opinbera telur sig hafa fé umleikis umfram það sem nauðsynlegt er á að nota \ tækifæriö og lækka álögur á almenning." Illugi Gunnarsson, formað- ur Heimdallar, í umfjöllun um Húsverndunarsjóð, í DV. „Hlutverk okkar er margþætt. Meðal þess helsta má nefna að vinna að því að koma í veg fyrir umferðar- slys og bæta umferðarmenningu á mínu svæði í nánu samstarfi við Slysavarnafélag íslands, Umferðar- ráð, umferðaröryggisnefndir, lög- reglu og auk þess að vera tengiliður við sveitarstjórnir, Vegagerðina, heilbrigðisyfirvöld, slökkvilið og aðra þá sem tengjast umferðarörygg- ismálum vegfarenda," sagði Jón Gröndal sem var ráðinn umferðarör- yggisfulltrúi á Suðumesjum frá júní og verður Jón í starfinu út ágústmán- uð. Jón hefur haft I nógu að snúast í sínu nýja starfi og verið áberandi á Suðurnesjum í að sinna því af mikl- um krafti. Vegfarendur á Suðurnesj- um hafa greinilega tekiö eftir um- ferðaröryggisfulltrúa sínum. Slysa- varnafélag íslands og Umferðarráð skipuðu 6 umferðaröryggisfulltrúa sem starfa í hinum ýmsum landshlut- um í sumar. Það er ðhætt að fagna þeirri ákvörðun Slysavarnafélags ís- lands og Umferðarráðs að skipa full- trúana sem þekkja sitt svæði manna best. Starf Jóns felst í að bæta um- ferðaröryggi og fræðslu til almenn- ings. „Við leitumst við að eiga gott samstarf við vegfarendur og aðra íbúa á svæðinu. Þá vinnum við að því að koma á framfæri upplýsingum um slysagildrur og ábendingum sem varða umferðaröryggi til almenn ings og opinberra aðila og vinna að því að koma upp upplýsinga- banka um umferðarmál, t.d. á bókasöfnum." Jón segir að í Jón Gröndal. DV-mynd Ægir Már sumar verði lögð mikil áhersla á ör- yggi bama í bílum og notkun bílbelta og munu skipulega vinna að fræðslu og eftirliti með því. Þá segir Jón að einnig verði unnið að hraðamæling- um í samvinnu við Umferðarráð og lögreglu. Sérstaklega verður notkun bílbelta könnuð i Garði, Grindavík og Sandgerði og segir Jón að 80% séu beltislaus innanbæjar. En hvernig líkar Jóni nýja starfið? „Þetta er mjög gefandi og skemmti- Maður dagsins legt. Það er tekið á öllum þáttum slysavarna. Þá er ég í miklu sam- bandi við umferðarnefndimar í bæjarfélögunum. Við vinn- um saman að því að koma úrbótum til leiða. Þá er það mjög gefandi að kynn- ast þessum einstöku deild- um Slysavarnafélagsins og fólkinu í þeim og virkja þessar deildir ásamt lög- reglu og skipuleggja átak.“ Síðar í sumar kemur út bæklingur sem verið er að vinna að varðandi þær hættur sem geta verið til staðar í leikskólum. Það er óhætt að segja að starf fulltrúans sé yfir- gripsmikið. „Fólk er hvatt til að hafa samband og benda á hættulega staði þar sem betur má fara í öryggismál- um vegfarenda." Jón hefur aðsetur á bæjarskrifstofunni i Grindavík. Jón Gröndal er kennari að mennt og hef- ur kennt við grunnskólann i Grinda- vík í 27 ár. Jón var í 8 ár i bæjar- stjórn í Grindavík. Hver man ekki eftir tónlistarkrossgátunni sem lengi var á rás 2 og var geysilega vinsæl en það var Jón sem sá um hana og var stundum í léttum dúr kallaður Kross- gátu-Jón. Þá var Jón deildarstjóri í 2 ár í stórmarkaðinum Sam- kaupum í Njarðvík. Eig- inkona Jóns er Dórothea Emilsdðttir og eiga þau þrjú börn: Hauk Geir, 22 ára, kokk á Hótel Húsavík, Heiðu, 18 ára, nema við Menntaskólann í Kópavogi, og Bene- dikt, 11 ára. -ÆMK Flakk- feröir standa fyrir reiö- túr á morgun. Reiðtúr og æfingaflug Flakkferðir sem eru sam- starfsverkefni Jafningja- fræðslunnar, Samvinnu- ferða-Landsýnar, Eurocard og Landsbanka íslands standa fyrir ýmsum uppá- komum sem hafa það mark- mið að gefa fólki á aldrinum .16-25 ára tækifæri á að skemmta sér á mjög vægu verði innan lands sem utan í vímulausum ferðum. Er um margs konar ferðir að ræða, eins og til að mynda: laser tag, rafting (bátaróður í flúð- um) í Jökulsá austari, köfun, svifflug og fallhlífarstökk. "Þegar ungt fólk hefur mætt í tvær innanlandsferðir býðst því að komast í utanlands- ferðir sem eru flestar á betra verði en Tveir fyrir einn. Næstu ferðir á vegum Flakkverða eru útreiðatúr með íshestum annað kvöld og æfingaflug á miðviku- dagskvöld og stóra ferðin er svo 4. ágúst þegar farið verð- ur til Ibiza. Samkomur Nið'r á höfn Reykjavíkurborg stendur fyrir kynningu á hugmynd- um sem bárust í samkeppni sj á varútvegsráðuneytisins um veggspjald með textan- um: Hafið - Líf á okkar ábyrgð. Kynningin er í tjaldi á Fræðslutorginu á Mið- bakka kl. 13-19 alla daga Myndgátan Stríðsær (herskár). EyþÓR.- Myndgátan hér að ofan lýsir orðtaki. Kirkjan í Stykkishólmi er vett- vangur tónlistarflutnings á mánu- dögum. Verk frá fyrri tím- um leikin á orgel Með miklum myndarbrag hefur verið haldið úti tónleikahaldi á mánudögum í Stykkishólmskirkju og eru næstu tónleikamir í kvöld. Fyrstu tónleikarnir voru 15. júní þar sem söngkonurnar Ágústa Sigrún Ágústsdóttir og Þórunn Guðmundsdóttir komu fram. 29. júní var það klassískur strengja- kvartett sem lék og 13. júlí var það Mosaic-gítarkvartettinn frá Spáni sem lék fyrir gesti í Stykkishólms- kirkju. Tónleikar í kvöld er það Friðrik Vignir Stefánsson, organisti í Grundar- firði, sem leikm’ á orgel kirkjunn- ar verk frá fyrri tímum. Friðrik Vignir er i fremstu röð íslenskra organista og hefur meðal annars tekið þátt í sumartónleikum í Hallgrímskirkju síðustu ár. Næstu tónleikar verða svo 10. ágúst. Þá koma fram Áshildur Haraldsdóttir flautuleikari og Pi- erre Marabia píanóleikari. Þau hafa komið fram víða um lönd saman og hvort í sínu lagi en Ás- hildur er að öllum likindum besti þverflautuleikari okkar um þess- ar mundir. Bridge Það getur stundum verið mikill vandi að henda rétt af sér í vöm- inni. Þegar þetta spil kom fyrir í Ólympíumótinu á Ródos árið 1996 vom a-v ekki nægilega samstiga i vörninni. Sagnir gengu þannig, suð- ur gjafari og n-s á hættu: 4 K65 Á43 •f 1073 4 G1082 * D1092 * D52 * - * ÁK9543 N V A S * uö/4 «4 KG876 -f 42 4 D7 4 Á3 W 109 •f ÁKDG9865 4 6 Suður 1 ♦ 3> 4 ♦ 6-f Vestur Norður 3 4 pass pass 3 grönd pass 5 -f p/h Austur pass pass pass Útspilið var laufás og siðan lítið lauf sem sagnhafi trompaði. Hann spiiaði tígli á tíuna, trompaði lauf, spilaði hjcirtaás og renndi síðan tíglum í botn. Vestur taldi sig þurfa að halda valdi á spöðunum og henti hjörtum því hæsta laufinu varð hann einnig að halda. Austur varð því að halda valdi á hjörtum. Áöur en síðasta tíglinum var spilað var staðan þessi: 4 K65 10 * D109 ♦ - * K G87 ■ K * A3 W 10 -f 6 4 - Vestur varð að halda laufi og henti þess vegna spaða. Þá gat sagn- hafi hent lauftíunni og austur varð að halda í hjartakónginn og henti einnig spaða. Sagnhafi fékk þvi 3 síðustu slagina á spaða. ísak Öm Sigurðsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.