Dagblaðið Vísir - DV - 27.07.1998, Blaðsíða 23

Dagblaðið Vísir - DV - 27.07.1998, Blaðsíða 23
MANUDAGUR 27. JULI 1998 31 Loftsteinsleit á Grænlandi í síðustu viku lagði sjö manna leiðangur vísindamanna á Græn- landsjökul til að leita að loft- steini sem féll þar til jarðar 9. desember síðastliðinn. í leiðang- urshópnum, sem stjórnað er af dönskum verkfræðingi sem unn- ið hefur á Grænlandi með danska hernum, eru stjörnufræðingur og fjarskiptasérfræðingur, auk manna sem vanir eru fjalla- og jöklaklifri. Áætlað er að leiðang- urinn standi i fjórar vikur en allt veltur þó á veðri sem er mjög breytilegt á þessu landsvæði. Rok, rigning og þoka geta sett strik í reikning leiðangurs- manna. Til að byrja með verða tekin snjósýni til að reyna að staðsetja hrapstaðinn betur. Nú er vitað að hann er á ákveðnu 50 ferkm svæði á jöklinum, nærri þorpinu Paamiut, en hringinn þarf að þrengja enn meir ef takast á að finna eitthvað sem talandi er um. í byrjun ágúst eru svo mestar lík- ur á að hægt verði að finna stóra hluta úr steininum því þá nær bráðnun jökulsins hámarki. Þetta var enginn smáhlunkur sem féll til jarðar í lok síðasta árs því samkvæmt mælingum danskra visindamanna var hann á bilinu 30 til 100 tonn að þyngd þegar hann kom inn í gufuhvolf jarðar. Gervihnettir bandaríska hersins staðfestu síðar mælingu Dananna. Fyrsti leiðangurinn að hrap- staðnum var farinn í lok júní en þá komust menn lítt áleiðis vegna veðurs og annarra hindr- ana. Hins vegar tókst þeim þá að ná sýnum sem staðfestu að þeir væru ekki langt frá sjálfum lend- ingarstaðnum. -KJA Á Grænlandi leitar nú sjö manna hópur aö 30 til 100 tonna loftsteini sem féll þar í desember síðastliönum. y Umdeildar tilraunir á öpum: 1145 desíbela hávaða Mikil mótmæli hafa verið við Kaliforníuháskólann í San Francisco í Bandaríkjunum vegna tilrauna sem dr. David nokkur Chung fyrirhugar að gera þar á sex öpum. Tilraunirn- ar byggjast á að svæfa apana og láta þá dúsa í allt að 145 desíbela hávaða í tvær klukkustundir. Siðan hyggjast rannsakendur drepa apana að nokkrum mán- uðum liðnum og kryfja heila þeirra. Þannig er ætlunin að rannsaka hvernig heili þeirra breytist í kjölfar þess skaða sem verður við hávaðann og hvernig mögulegt sé að „endurþjálfa" apaheilana til að bæta fyrir skaðann. Ýmsir liffræðingar, sem vinna með apa og önnur svipuð dýr, hafa fordæmt tilraunirnar og segja þær ómannúðlegar og til- gangslausar. Betri aðferðir þekkist nú þegar til að rannsaka heyrnarskaða að þeirra mati og því algerlega ónauðsynlegt að leggja þessar pyntingar á apana. Almenningur komst fyrst á snoðir um tilraunirnar þegar dr. Chung ætlaði að kaupa feikilega öfluga hátalara sem venjulega eru notaðir fyrir hljómleika á íþróttaleikvöngum. Eiganda raf- tækjabúðarinnar, sem Chung leitaði til, fannst fyrirætlanir hans hins vegar svo ógeðfelldar að hann neitaði að selja honum græjurnar og gerði dýravernd- unarsinnum aðvart. Eftir það hafa mótmæli við háskólann verið daglegt brauð. Ekki er hins vegar enn vitað hvort há- skólayfirvöld afturkalla leyfi Chungs til rannsóknarinnar í kjölfar þeirra. -KJA Sex apar í San Francisco eiga ekki gott í vændum ef dr. David Chung fær aö ráöa. Leitað að lífi í geimnum - NASA vinnur að fimm ára áætlun Fyrir stuttu hélt NASA, geim- rannsóknarstofnunin í Bandaríkj- unum, ráðstefnu þar sem saman voru komnir rúmlega 100 sérfræð- ingar í geimrannsóknum. Umfjöll- unarefnið var líf úti í geimnum og var niðurstaða ráðstefnunnar að spumingin væri ekki hvort til væri líf úti í geimnum heldur miklu frek- ar hvernig mannkynið ætti að finna það. í kjölfarið er byrjað að vinna að fimm ára áætlun um hvernig að rannsóknunum skuli staðið. „Við vitum að sumt af því sem við tölum um núna og næstu 20 árin hljómar eins og vísindaskáldsaga í eyrum margra,“ segir David Morri- son, sérfræðingur hjá NASA og stjórnandi ráðstefnunnar. „Eitt af verkefnum okkar er að fá fólk til að trúa því að um veruleika sé aö ræða.“ Undir yfirborði eins af tunglum Júpiters hefur fundist vatn sem eykur líkur á aö þar sé líf að finna. Undanfarin ár hafa ýmsar upp- götvanir gefið vísbendingar um að í geimnum sé að finna líf. Til dæmis hafa vísindamenn komist að því að hér á jörðinni eru til lífVerur sem lifa við gífurlega erfiðar aðstæður. 1 ísklöppum á Suðurskautinu, í hver- um og inni í grjóti hafa fundist harðgerð lifsform. Ekki er ólíklegt að líf sé að finna á plánetum sem annars virðast ekki til þess fallnar að hýsa líf fyrst hægt er að lifa á svo óheppilegum stöðum. Vísbendingar hafa einnig fundist í geimnum. Geimfarið Galíleó fann merki um vatn undir yfirborði Evr- ópu, eins fylgitungla Júpíters. Einnig hafa nýlega fundist plánetur utan okkar eigin sólkerfis og er það álit vísindamanna að líf geti jafnvel fundist á sumum þeirra. -KJA MMC Space Wagon '93,5 d., ssk., ek. 98 þús. km, grár. > Verð 1.260.000. MMC Lancer 4x4 st. '97,5 d., 5 g., ek. 17 þús. km, i vínrauður. Verð 1.490.000. Skoda Felica LSi '97,5 d. 5 g., ek. 18 þús. km, svartur, álfelgur. Verð 680.000. VW Golf GL '95,5 d., 5 g. ek. 61 þús. km, grænn. Verð 930.000. MMC Lancer GLXi '91,5 d., ssk., ek. 86 þús. km, \ brúnn. Verð 660.000. VW GolfCL '89,3 d., 5 g., ek. 84 þús. km, grár, einn eigandi. Verð 390.000. Toyota Litace '91,5 d., 5 g. ' ek. 98 þús. km, rauður. Verð 590.000. Borgartúni 26, símar 561 7510 & 561 7511 i * \

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.