Dagblaðið Vísir - DV - 27.07.1998, Blaðsíða 31

Dagblaðið Vísir - DV - 27.07.1998, Blaðsíða 31
MÁNUDAGUR 27. JÚLÍ 1998 39 Fréttir Gula hjólið í Reykjanesbæ: Vistvænt og heilsubætandi DV, Suðurnesjum: Skúli Skúlason, forseti bæjarstjórnar Reykjanesbæjar, Ólafur Thordersen bæjarfulltrúi, Björk Guöjónsdóttir bæjarfulltrúi, Stefán Bjarkason, íþrótta- og tómstundafulltrúi, og Gísli Hlynur Jóhannsson, framkvæmdastjóri Þroskahjálpar á Suöurnesjum, voru þau fyrstu sem hjóluðu á gulu hjólunum ásamt krökkum í Reykjanesbæ. DV-mynd Ægir Már „Viö rennum blint í sjó- inn með hverjir muni nota hjólin en við höfum trú á því að almenningur eigi að geta notað þau,“ sagði Skúli Skúlason, forseti bæjar- stjórnar Reykjanesbæjar. Reykjanesbær er fyrsta bæjaifélagið á íslandi sem tekur í notkun hið svokall- aða gula hjól sem hefur gef- ist vel bæði í Bandaríkjun- um og Evrópu. „Það eiga allir bæjarbúar þessi gulu hjól sem verða ellefu talsins tÚ að byrja með. Þau verða í fyrstu höfð í níu biðskýlum hjá almenningsvögnum í bæjarfélaginu. Hugmyndin er að þeir sem þurfa að bregða sér á milli staða geti gripið hjól og skilið það eftir á næstu biðstöð. Hjólið er vistvænt og heilsubætandi og við hvetjum íbúa til að notfæra sér þau,“ sagði Skúli. Atvinnuleysistrygginga- sjóður og Reykjanesbær hafa styrkt umrætt verkefni. Tveir starfsmenn hafa und- anfarið unnið við að gera upp gömul hjól sem gefín voru í verkefnið og munu þeir fylgjast með hjólunum. Forsvarsmenn bæjarins telja að notkun hjólanna muni hvetja bæjarbúa til áframhaldandi hjólreiða á eigin hjóli, auka samábyrgð í bæjarfélaginu og þeir telja að notkun á ónýtum hjólum og þjófnuðum á hjólum bæj- arbúa muni fækka, svo eitt- hvað sé nefnt. -ÆMK HB hf. Akranesi: Styrkir fatlaða DV, Akranesi: Haraldur Böðvarsson hf. og íþróttasamband fatlaðra hafa gert með sér samning um samstarf og stuðning HB við ÍF vegna þátttöku fatlaðs íþróttafólks á ólympíuleik- unum í Sydney árið 2000. Árangur fatlaðra íþróttamanna hefur vakið athygli á undanfömum ámm og hafa þeir unnið glæsta sigra, bæði á ólympíuleikunum og öðmm stórmótum fyrir fatlaða. Nú þegar er undirbúningur fyrir ólympíuleikana í Sydney hafinn, m.a. með stuðningi Haraldar Böðv- arssonar. Fram undan er þátttaka í stór- mótum fatlaðra, s.s. heimsmeistara- móti fatlaðra í sundi, frjálsum íþróttum og borðtennis. Því er þessi stuðningur HB ómetanlegur fyrir íþróttamenn sem með langtíma- markmiðum búa sig undir þátttöku á ólympíuleikum fatlaðra. Samningur HB og ÍF gildir fram yfir ólympíuleika fatlaðra í Sydney eða til ársins 2001. Það er ástæða til þess að hvetja fleiri fyrirtæki til að gera slíkt hið sama og HB gerði því fatlaðir íþróttamenn hafa unnið mörg og stór afrek á undanfórnum árum og vissulega er rétt að hvetja þá til enn frekari dáða. -DVÓ Haraldur Sturlaugsson, framkvæmdastjóri HB hf., og Sveinn Áki Lúövíks- son, formaöur fþróttasambands fatlaöra, undirrita samstarfs- og styrktar- samninginn. DV-mynd Daníel Skálanes, KróksQaröarnesi: Þekktast fyrir óbarinn harðfisk DV.Vestfjörðum: „Það hefur verið verslun hér frá því vegurinn var lagður hér um 1952. Kaupfélag Króksfjarðar hefur rekið þessa verslun frá upphafi. Ég hóf störf við verslunina 1972 og tók svo við úti- bússtjórastarfinu af tengdafóður mín- um 1977 og hef sinnt því síðan," sagði Katrín Ólafsdóttir, útibússtjóri Kaup- félags Króksfiarðar í Skálanesi. Kaupfélag Króksfjarðar hefur frá upphafi rekið verslunina á Skálanesi, milli Kollafjarðar og Gufufjarðar. Fyrsti útibússtjóri verslunarinnar var Jón Jónsson, bóndi í Skálanesi, sem sinnti starfmu þar til tengdadóttir hans tók við. Verslunin í Skálanesi er einna þekktust fyrir harðfiskinn sem seldur er þar óbarinn í heilum strengslum og lausri vigt. í versluninni er þannig fiskur kallaður „alvöru harðfiskur". Allar götur frá opnun verslunarinnar hefúr verið steinn utandyra til að berja fiskinn á eftir smekk hvers og eins og lánar verslunin ferðalöngum slaghamar til verksins sem er orðinn slitinn af áralangri þjónustu við við- skiptavini. Unga fólkið sem nú leggur land und- ir fót stoppar líkt og foreldrar og af- amir og ömmurnar í þessari vinalegu smáverslun þarna í strjálbýlinu enda margt annað að fá en harðfisk og reyktan rauðmaga. Verslunin hefur á boðstólum allt það sem lítil kaupfélög geta boðið, auk þess að vera með bens- ínsölu sem er nú að verða sjaldgæfara í strjálbýlinu eftir að farið var að stefna að því að fækka óarðbærum bensínstöðvum. „Ég er búin að heyra það allt frá þvi að ég byrjaði 1972 að til stæði að loka bensínsölunni hérna svo að ég er löngu hætt að trúa því. Margt ferða- fólk sem hefur verið á síðustu bensín- dropunum þykir hafa himin höndum tekið þegar það kemur héma enda langt á milli bensínstöðva. Það er líka gaman að sjá hvað maður þekkir svip- mótið á mörgu ungmenninu sem kem- ur hér við eftir að vera oft búin að sjá þau koma sem böm með foreldrum sínum. Verslunin gengur vel, þetta er þó auðvitað fyrst og fremst sumar- verslun enda strjálar ferðir hér að vetrum en maður veit ekki hvað verð- ur með framtíðina. Það er mokað hérna hálfsmánaðarlega ef ekki er mikill snjór.“ -GS KAlPFliIAG khóksijarmh C'TIBU Hjöruliðskrossar Viðurkenndir bílavarahlutir. 60 hyikí CO-ENZYME Katrín Olafsdóttir, útibússtjóri Kaupfélags Króksfjaröar í Skálanesi, hefur undanfarinn aldarfjóröung þjónaö feröamönnum jafnt sem sveitungum sín- um. DV-mynd GS Viðvarandi æska fj^ii LJheilsuhúsið Skólavörðustíg, Kringlunni, Smáratorgi og Skipagötu 6, ARtireyri Subaru Impreza GL '96, ek. 38 þús. km, 5 g., álfelgur, spoiler, saml., CD. Verð 1.150.000. MMC Galant GLSi Super Saloon '91, ek. 112 þús. km, ssk., rafdr. í öllu, sóllúga, álfelgur. Verð 870.000. Toyota Touring GLi '93, ek. 65 þús. km, 5 g., álfelgur, rafdr. rúður, fjarst. saml., þjófav. Verð 1.080.000. Land Rover Discovery dísil '97, ek. 25 þús. km, 5 g. Verð 2.390.000. ATH. skipti. Toyota Landcruser VX '93, ek. 144 þús. km, ssk., sóllúga, álfegur, samlæs. Verð 3.300ÚOC ATH. skipti. Ákv. bílalán. \ NYJA BiLAHOLLIN \ J

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.