Dagblaðið Vísir - DV - 27.07.1998, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 27.07.1998, Blaðsíða 12
12 MÁNUDAGUR 27. JÚLÍ 1998 Spurningin Borðar þú allan mat? Helga S. Magnúsdóttir bókari: Já. ívar Orri Ólafsson, 9 ára: Veit það ekki. Mér finnst Kínamatur vondur. Kolbeinn Þorbergsson, 6 ára: Nei, mér finnst kjötboJlur, fiskibollur og lasagna vont. Leifur Þorbergsson, 9 ára: Nei, mér finnst banani og hafragrautur vondur. Eva Sumarliðadóttir safnvörður: Ég borða flestan mat. Kristin Guðmundsdóttir húsmóð- ir: Já. Lesendur Barnaníðingar og nauðgarar - verðlaun og friðhelgi til frambúðar? Barnaklám og dreifing þess frá lokuðu fangelsi - hversu víðtæk er þá starf- semin utan veggja þess - í opnu þjóðfélaginu? Haraldur Jónsson skrifar: Það er í meira lagi undarlegt hve íslenskir fjölmiðlar eru hikandi við að taka harkalega á málefnum barnaníðinga, nauðgara og annarra ofbeldismanna sem eru þjóðfélaginu hættulegir. Enn þá undarlegra hvernig dómstólar lita á mál þess- ara manna. Þeir sem verða uppvísir að kynferðisofbeldi hvers konar fá strax verndarhulu yfir sig. Þar er hið opinbera fremst í flokki en svo fylgja fjölmiðlarnir flestir eftir i sama farvegi. Ég segi eins og pistlahöfundurinn Illugi Jökulsson í morgunútvarpi rásar 2 sl. fimmtudag vegna 25 þús- und króna sektar sem alþekktum barnaníðingi í fangelsi var gert að greiða fyrir dreifingu barnakláms úr fangelsinu; - og svo voru menn að rífa hár sitt vegna 100 króna sektar sem Halim A1 hinum tyrk- neska var gert að greiða! Við íslendingar höllum dálítið undir flatt þegar rætt er um ofstopa- menn, fjárglæframenn og níðinga. Kannski vegna eðlislægra tilinn- ingatengsla með atferli þessara manna. Eða hver var hvatinn að flótta okkar frá Noregi í árdaga? Voru það ekki sífelldar útistöður gegn lögum og rétti? Já, fjölmiðlarnir; þeir eru skondnir í meira lagi. Ekki sá ég neins staðar birt nafn barnaníð- ingsins á Litla-Hrauni nema í DV. Morgunblaðið þagði þunnu hljóði í frétt sinni af málinu. Og enn hef ég ekki séð neina alvöruumfjöllun um þetta mál nema í blaðinu Degi sem mér var bent á að lesa (fímmtud. 23. þ.m.). - En í fullri alvöru: Má ekki refsa þessum mönnum dug- lega og varanlega? Er t.d. vönun ekki full mannúðleg fyir þá? Ég bara spyr. Eða á að verðlauna þá og gefa þeim friðhelgi til frambúð- ar með þykjustudómum réttarkerf- isins? Athugasemd frá Lyfju: Varnarefni í ginseng langf undir hámarksgildum Ingi Guðjónsson, framkv.stj. Lyfju, skrifar: í tilefni af skrifum um varnarefni í hinu þýska ginsengi frá Gintec sem Lyfja flytur inn skal eftirfarandi tekið fram. Þær upplýsingar sem hafa kom- ið fram í fjölmiðlum hvað þetta varðar eru ekki komnar frá Hollustuvernd ríkisins eða Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur. Þær eru komnar frá keppinaut Lyfju og eru liður í þeirri rógsherferð sem hann hefur stundað undanfarið. Upp á eigin spýtur hefur hann túlkað niðurstöður mælingar á vamarefnum í ginsengi hjá Hollustu- vemd og sent tilkynningar til fjöl- miðla í æsifréttastíl. Álit Hoilustuverndar ríkisins er varðar niðurstöðu úr mælingu þess- ari liggur nú fyrir og er sem hér seg- ir: „Varðandi varnarefni þau sem greindust í ginseng frá Lyflu hf. skal tekið fram að ADI gildi fyrir hexaklórobenzen er mjög lágt eða 0,0006 mg/kg (skv. Merck Index), há- marks ráðlagður dagskammtur af ginseng er hins vegar aðeins 3 belgir á dag eða 900 mg, þannig að dagleg inntaka á hexaklórobensen miðað við ofangreinda mælingu væri langt frá hættumörkum. Þar sem engin há- marksgildi eru fyrir varnarefni í ginseng, magn vamarefna er langt frá hættumörkum og aðeins er um eitt sýni að ræða, sem tekið er af sam- keppnisaðila LyQu hf., mun Hollustu- vernd ríkisins ekki grípa til neinna aðgerða varðandi umrætt ginseng." Þess skal hér getið að umrætt ginseng er skráð sem náttúrulyf í Þýskalandi. Hámarksgildi á hexaklór- óbenzen í náttúrulyfjum í Þýska- landi, þ.m.t. ginseng er 0,1 mg/kg. Addipharma framkvæmdi próf á varnarefnum í umræddu ginsengi, m.a. hexaklóróbenzen og mældist það 0,009 mg/kg eða langt undir hámarks- gildum. Keikó hvikar hvergi Guðm. Rafn Geirdal skólastj. skrifar: Sá sérstæði viðburð- ur gerðist fyrir nokkrum vikum síðan að Davíð Oddsson, for- sætisráðherra okkar, kom með tilkynningu um það í fjölmiðlum að Keikó mætti flytja til landsins á sínar heima- slóðir. Hann hefði feng- ið umfangsmeiri heil- brigðisvottun en nokk- ur annar hvalur fyrr og síðar. Mikill áhugi hefur gripið landsmenn um þetta dýra dýr og hafa Vestmannaeyingar einkum brosað út að eyrum fyrir að hafa hreppt hnossið. Mikill viðbúnaður hefur verið. Stórar flutningavélar hafa lent á Keflavíkurflugvelli, heil bila- lest flutt búnaðinn og ristastór akk- eri notuð til að festa allt niður. Þann 10. september næstkomandi rennur stundin upp, von er á hetj- unni miklu til landsins. En spurn- ingin er, liflr hann þetta af? Verður þetta of kalt fyrir vesalinginn sem er vanur dekri við sólarstrendur? Verður hann ekki bara einmana, kallinn? Verður hann kannski bara drepinn? Núverandi formaður Sjó- mannasambandsins hefur a.m.k. borið fram þá ósk, að sjá Keikó dauðan. Og hvaða áhrif hefur „Willý“ á hina miklu hitaumræðu undanfarinna ára um hvalaveiðar gagnstætt hvalaskoðun? Ýmsir telja nefnilega að þeir hafi tapað leiknum sem vilja kvelja grey hvalina með aflmiklum skutl- um sem stungið hefur verið í offorsi í þessi stóru dýr með heitt blóð og sársaukataugar rétt eins og við höfum. Og vinningurinn fari til þeirra sem vilja yfir- vegaðar ferðir með inn- lenda sem erlenda ferðamenn út á sundin blá til að skoða þessar yndislegu og fallegu skepnur, þessi undur náttúrunnar sem hafa fengið að synda óáreitt (svona nokkum veginn) eftir að hvalafriðun komst á. Þökk sé Alþjóða hvalveiðiráðinu. Ég legg eindregið til að við fógnum Keikó og leggjum allar árar í bát til að auka þá ábatasömu iðju sem hvalaskoðunarferðir eru þegar orðnar. Ljótt er Sigtúnshúsið Auðunn hringdi: Svakalega var ljótt að sjá hvemig Sigtúnshúsið nafntogaða er farið að ofan. Þakið og þak- skeggið sérstaklega. Dæmigert fyrir hús sem eigendur hafa látið drabbast niður þar til allt er kom- ið i óefni. Líklega hafa þeir svo treyst á styrk frá Húsfriðunar- sjóði til endurbóta. Nú er allt fyr- ir bí, vegna klúðurs í umsókn og tengsla eins eigenda við sjóðinn. Allt er þetta með eindæmum en minnh- á að herða þarf eftirlit með svona opinberum styrkjum sem menn þykjast geta sótt í og hafa gert ótæpilega gegnum árin. Stöð 2 slappast í fréttaflutningi Elin Guðmundsdóttir hringdi: Stöð 2 sem lengst af hefur verið mín uppáhaldsstöð vegna frétta- flutnings, er nú farin að slappast verulega. Það á við í öllum grein- um fréttanna. í gærkvöld (22. júlí) var t.d. tilkynnt að síðar í frétta- tíma yrði fiallað um byggðir Vest- ur-íslendinga en það varð ekki. Engin ástæða tilgreind í fréttalok. Oftar en ekki geymir Stöð 2 aðal- frétt eða safaríkt viðtal þar til rétt fyrir kl. 20.00 að fréttir Sjónvarps hefiast, liklega til að ginna ein- hverja til að horfa ekki á þær. Fréttafíklum til ómældrar ar- mæðu. Stöð 2 verður að standa sig betur og hafa sitt og sínar fréttir á þurru, óháð öðrum fréttum, t.d. Ríkissjónvarpsins. Hringbrautar- Ijósin Ágúst hringdi: Það er varla akandi lengur um Hringbrautina vestanverða, þ.e. frá Melatorgi að sjávarsíðunni, vestur úr. Umferðarljósin eru alls staðar svo vanstillt að til vand- ræða horfir í akstrinum. Hvergi eru þau samstillt þannig að t.d. tvö eða þrjú sýni grænt í senn svo ökuhæft sé eftir götunni, austur eða vestur. Maður skal þurfa aö stoppa við hvert einasta umferð- arljós, og gangbrautarljós þar að auki. - Hér er ekki tæknin að verki. Er ekki hægt að koma þessu fyrir líkt og á samfelldu göt- unum Kalkofnsvegur - Sæbraut, sem eru sífeUt vel ökufærar vegna samstiUtra ljósanna? Flugleiðir missa hæð Hluthafi skrifar: Haft hefur verið á orði um nokkurt skeið í blaðadálkum að Flugleiðir leiti nú að hæfasta manninum í viðskiptalífinu tU að taka við forystu hjá Flugleiðum hf. Ekki skal ég dæma nema óbeint um forystuleysi hjá því fyr- irtæki en tel þó að skortur á byr undir vængi félagsins stafi ekki af öðru en því að þar séu of margir og vanhæfir ffamkvæmdastjórar sem valdi ekki því tUskUda verk- efni að vera stuðningsmenn og ráðgjafar forstjóra. Hann tekur aldrei réttar ákvarðanir ef upp- lýsingastreymi frá framkvæmda- stjórum er á skjön við raunveru- leikann og jafnvel kolrangt. Hverjir kjósa Sverri? Þorlákur hringdi: Margir velta því fyrir sér tU hvaða kjósenda Sverrir Her- mannsson sé að höföa þegar hann hyggst bjóða ffam til Alþingis næsta vor. Eru það kjósendurnir sem ósköpuðust hvað mest yfir af- glöpum hans varðandi sjálftöku í laxveiðisölunni tU Landsbank- ans? Hafa þessir kjósendur nú snúiö við blaðinu og segja sem svo: skítt með afglöp Sverris, hann er ekki verri en hinir? Eða eru yfirleitt einhverjir sem myndu kjósa Sverri sem fram- bjóðanda á ný?

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.