Dagblaðið Vísir - DV - 27.07.1998, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 27.07.1998, Blaðsíða 22
30 MÁNUDAGUR 27. JÚLÍ 1998 Gen kattanna kortlögð Visindamenn við banda- rísku krabbameinsstofnunina eru byrjaðir að kortleggja gen kattanna, að því er fram kem- ur í tímaritinu Science. Genakortið verður ekki eins nákvæmt og það sem til er af genum mannsins. Engu að síð- ur reikna visindamennimir með þvi að hafa af því töluvert gagn. Kettir þjást nefnilega af mörgum erfðafræðilegum sjúk- dómum sem einnig plaga mennina, svo sem sykursýki og ákveðnum tegundum krabbameins. Vonir standa til að með þessu móti verði hægt að finna kattagenin sem eiga sök á sjúkdómunum og að það auðveldi leitina að samsvar- andi genum í mönnum. Nýjar stjörnuþok- ur uppgötvaðar Tveir utvarpsstjörnusjón- aukar, annar i Hollandi en hinn í Ástralíu, hafa uppgötv- að 143 stjömuþokur sem áður sáust ekki fyrir Vetrarbraut- inni okkar. Það var Patricia Henning, stjömufræðingur við háskól- ann í Nýju-Mexíkó, sem skýrði frá þessu á þingi bandarískra stjarnvísindamanna fyrir nokkru. Um það bU fjórðungur hins þekkta alheims sést ekki fyrir ryki í Vetrarbrautinni, stjömuþokunni þar sem jörðin er meðal annars. ÚtUokað er að sjá nokkuð af þessu með optískum stjörnusjónaukum. Marijúana getur skaðað genin í mannfólkinu Það getur verið dýrt spaug að reykja marijúana. Vísinda- menn við læknadeild Texashá- skóla hafa komist að þeirri niðurstöðu að marijúanareyk- ingar geti valdið genastökk- breytingum sem síðan verða kveikjan að krabbameini. „Áhættan við að reykja . marijúana er alveg jafn mikU og af sígarettureykingum," segir Marinel Ammenheuser, aðalhöfundur greinarinnar um rannsóknimar sem birtist í vísindaritinu Mutation Rese- arch. í grein vísindamannanna kemur fram að áhrif marijúana eru sérstaklega skaðleg fóstrinu. Hætta er á fæðingargöUum og að bamið fái krabbamein i æsku. Nýlegar kannanir gefa tU kynna að vaxandi fjöldi ung- lingar telur marijúana vera til- tölulega skaðlaust efni, saman- borið við tóbak og áfengi. Ammenheuser bendir á að margar ungu kvennanna sem tóku þátt í rannsókninni hefðu sagt stoltar frá því að þær reyktu ekki sígarettur, heldur eingöngu marijúana. Lengi er von á einum. Tveir risa- stórir forsögulegir jarðskjáUtar, sem urðu nærri þeim stað þar sem Los Angeles borg er nú, þykja enn ein vísbendingin um að svipaður skjálfti gæti orðið í hjarta þessarar fjölmennu borgar. Vísindamenn segja í rannsókn sem birtist í tímaritinu Science að tveir risaskjálftar á bUinu 7,2 tU 7,6 stig á Richter hafi orðið á þessum slóðum á síðustu fimmtán þúsund árum. Þetta gengur þvert á þær skoðan- ir manna að Sierra Madre misgeng- ið, sem er nítján kílómetra norðan Vísindamönnum í Bandaríkjun- um hefur nú tekist að rækta heila- frumur á tilraunastofu og nota þær síðan við meðferð á parkinsonsjúk- dómseinkennum í rottum. Notaðar voru stofnfrumur, það er ósérhæfðar frumur sem geta orðið að hvaða frumum sem er í líkaman- um, öfugt við frumur sem er ætlað að verða til dæmis lifrarfrumur eða húðfrumur. Þetta er í fyrsta sinn sem tekist hefur að rækta ákveðna tegund heilafrumna og fá þær til að lifa og starfa þegar þær hafa verið fluttar yfir í lifandi heila. Vísindamennimir, undir forustu Ronalds McKays við stofnun sem fæst við taugasjúkdóma og heila- við Los Angeles, geti valdið jarð- skjálftum af þessari stærð. „Enginn hefur sýnt svona fram á að áður fyrr hafi öflugir jarðskjálft- ar riðið yfir,“ segir Charles Rubin, jarðfræðingur við Central Was- hington háskólann, sem leiddi rann- sóknina. „Fólk ætti að gera sér grein fyrir því að stærri skjálftar eru mögulegir." Jarðskjálftarnir tveir voru sex sinnum öflugri en Northridge skjálftinn sem varð í San Fern- andodalnum norðvestur af miðborg Los Angeles árið 1994. Þá létust 60 manns og tjónið af völdum skjálft- blóðfall, tóku stofnfrumurnar úr heilum rottufósturvisa og ræktuðu þær á tilraunastofunni. Þær höguðu sér eins og taugafrumur, tengdust innbyrðis og framleiddu dópamín og önnur efni sem heilinn framleið- ir. Þessu næst var litlum frumuklös- um sprautað inn í heila lifandi rottna sem dópamínframleiðslu- svæðið hafði verið fjarlægt úr. Rott- ur sem þannig er ástatt fyrir þróa með sér einkenni Parkinsonssjúk- dómsins. Þegar frumunum hafði verið sprautað inn í rottuheilana dró verulega úr sjúkdómseinkenn- unum. Hjá flestum rottum batnaði hreyfigeta þeirra um 75 prósent eft- ir áttatíu daga. Vísindamennirnir segja að til ans var metið á marga milijarða dollara. Forsögulegu skjálftarnir voru líka enn öflugri en annar skjálfti í San Fernandodalnum. Sá varð 1971 og varð 64 að bana. Tjónið sem hann olli var svo metið á rúman hálfan milljarð dollara. í skjálftanum 1971 hreyfðist jörð- in um hálfan annan metra en í hin- um fornu skjálftum hreyfðist hún meira en fimm metra. Rubin bendir á að bylgjurnar frá skjálftunum í Northridge og San Fernando hafi farið í burt frá borg- inni. Annað yrði upp á teningnum þessa hafi þeim ekki tekist að rækta nógu margar frumur til að þær geri verulegt gagn. „Við erum búnir að opna dymar en enn er ekki ljóst hvort hægt verður að koma trukki þar í gegn,“ segir McKay. Niðurstöður rann- sókna hans eru birtar í tímaritinu Nature Neuroscience. Hann telur hins vegar að fram- þróunin verði ör og að hann geti byrjað á tilraunum á mönnum inn- an tveggja eða þriggja ára. Tilraunir era þegar hafnar á um tvö hundruð sjúklingum sem fá heilafrumur úr fósturvísum sem annaðhvort var eytt eða létust í móðurkviði. Erfitt er hins vegar að fá slíkar frumur. ef skjálfti yrði á sama stað og for- sögulegu skjálftarnir tveir. Orkan úr þeim skjálfta myndi fara rakleið- is í átt að Los Angeles miðri. Við rannsóknir sínar studdist Rubin meðal annars við loftmyndir af Los Angeles frá því á þriðja ára- tug aldarinnar. Á þeim mátti sjá hvar fyrri skjáiftar höfðu rifið yfir- borð jarðarinnar. Uppgötvun Rubins og félaga hans kemur ekki að neinum notum við að spá fyrir um hvenær næsti jarð- skjálfti verður. Rubin segir hins vegar að hún sýni fram á nauðsyn þess að vísindamenn og verkfræð- ingar taki líkumar á öflugum jarð- skjálfta með í reikninginn þegar hættumat er gert fyrir svæðið. „Við ættum að hafa þetta í huga þegar við leiðum hugann að skjálftahættu," segir jarðfræðingur- inn Charles Rubin. Rtusýra í mjólk- urvörum gegn kólesteróli Fitusýra sem finnst i osti og mjólk kann að koma í veg fyrir að kólesteról safnist fyrir í æð- unum í okkur og stífli þær. Enn sem komið er eru þó ekki neinar vísbendingar um að þetta virki í mönnum, að því er David Kritchevsky, næringar- fræðingur við Wistar-stofnunina í Fíladelfiu, segir. Tilraunir með kanínur sýna aftur á móti að fitusýra þessi, CLA, dregur úr fituútfellingum í æðum um þrjá- tíu prósent. Kanínur eru mikið notaðar við rannsóknir á kól- esteróli. Kritchevsky segist ekki vita til þess að neinar rannsóknir hafi verið gerðar á áhrifum CLA í mönnum. Hins vegar benda al- gjörar frumrannsóknir til að fitusýran geti komið að liði við að stöðva vöxt æxla. „Hún myndast í vömb kýrinn- ar,“ segir Kritchevsky um fitu- sýruna. Við rannsóknirnar gaf Kritchevsky kanínunum mikið magn CLA-fitusýrunnar. Hún reyndist draga úr því að kól- esterólið settist innan á æða- veggina, eins og áður segir, en heildarmagn kólesteróls í blóði kanínanna minnkaði aftur á móti ekki neitt. Kritchevsky segir að tilraun- irnar endurspegli ekki á neinn hátt eðlilegt mataræði manna. „Magnið sem ég gaf þeim var mjög mikið ef það væri í matar- æði okkar,“ segir hann. Ekki mælir Kritchevsky með því að fólk fari að háma í sig feitan ost, heldur mælir hann með hófsemi í mataræði, að ekki sé nú talað um fjölbreytn- ina og jafnvægið milli ólíkra fæðutegunda. Öflugir jaröskjálftar geta leikiö nútímabyggingar ansi grátt, eins og þessi mynd frá Tyrklandi ber með sér. Vísinda- menn í Bandaríkjunum hafa komist aö því aö öflugir jarðskjálftar riöu yfir Kaliforníu á forsögulegum tíma þar sem Los Angeles er nú og telja því ekki óhugsandi að aftur skjálfi á svipuöum slóöum. Ræktuðu heilafrumur fyrír með- ferð á parkinsonsjúkdóminum

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.