Dagblaðið Vísir - DV - 27.07.1998, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 27.07.1998, Blaðsíða 6
MÁNUDAGUR 27. JÚLÍ 1998 6 í Bílrúðufilmur Setjum litaða filmu í bílrúður. Sun-Gardfilma m/ábyrgð. Vönduð vinna. Ásetning með hitatækni. Fréttir Tugmilljónir í uppkaup á völdum íbúðum á snjóflóðasvæði í ísaQarðarbæ: Galopin reglugerð Gerir glerið 300% sterkara. Vörn gegn innbrotum- fárviðri- jarðskjálfta. Tryggingafélögin mæla með filmunni. sólar (og öryggisfilma) á rúður húsa Stórminnkar hita, glæru og upplitun Eykur öryggi gegn innbrotum, fárviðri og eldi. GLÓI hf. sólar- og öryggisfilma. Dalbrekku 22, Símar 544 5770 & 544 5990 Ford Mondeo st. '94, ssk., vínrauöur, ek..79 þús. km. Verö 975.000. Ford Escort st. '98, 5 g., grænn, ek. 9 þús. km. Verö 1.350.000. Honda Prelude EX '92, ssk., 2 d., ek. 60 þús. km. Verö 1.250.000. Honda CRV RVSI '98, ssk., 5 d., ek. 3 þús. km. Verö 2.580.000. Honda Accord '83, ssk., 4 d., ek. 170 þús. km. Verö 100.000. Honda Accord '87, ssk., 4 d., ek. 178 þús. km. Verö 370.000. Honda Clvic GLi '91, ssk., 4 d., ek. 63 þús. km. Verö 570.000. Honda Civic LSi '95, 5 g., 3 d., ek. 48 þús. km. Verö 1.350.000. Honda Civic LSi '97, 5 g., 4 d., ek. 5 þús. km. Verö 1.450.000. Hyundai Accent '96, 5 g., 4 d., ek. 31 þús. km. Verö 770.000. BMW 518i '88, ssk., 4 d., ek. 100 þús. km. Verö 430.000. BMW 518i '91, ssk., 4 d., ek. 129 þús. km. Verö 1.050.000. Daihatsu Charade '91, 5 g., 5 d., ek. 110 þús. km. Verö 350.000. Daihatsu Charade '92, 5 g., 3 d., ek. 105 þús. km. Verö 340.000. Mazda 323 F '92, 5 g., 5 d., ek. 75 þús. km. Verö 720.000. Mazda 323 GLXi '92, ssk., 4 d., ek. 66 þús. km. Verö 750.000. MMC Lancer 4x4 '96, 5 g., 5 d., ek. 62 þús. km. Verö 1.250.000. MMC Lancer 4x4 '91, 5 g., 5 d., ek. 135 þús. km. Verö 680.000. Nissan Sunny STW '95, 5 g., 5 d., ek. 34 þús. km. Verö 1.090.000. Opel Astra STW '97, 5 g., 5 d., ek. 30 þús. km. Verö 1.280.000. Renault 19 '94, 5 g., 4 d., ek. 47 þús. km. Verö 860.000. Toyota Carina GLí '94, ssk., 4 d., ek. 60 þús. km. Verö 1.200.000. Toyota Hilux SR5 '91, 5 g., 2 d., ek 89 þús. km. Verö 980.000. [RjHONDA NOTAÐIR BÍLAR Vatnagöröum 24 Sími 520 1100 - sem kveður á um að kaupa megi treysti íbúar sér ekki að búa í húsum sínum Ákveöiö hefur veriö aö Ofanflóöasjóöur láni ísafjarðarbæ tugmilljónir til að kaupa upp íbúöir. Lánin eru veitt á grund- velli reglugeröar sem kveöur á um aö kaupa megi hús af fólki sem ekki treystir sér til aö búa þar áfram. Nýlega voru tilbúnir varnargaröar ofan við Flateyri sem kostuðu rúmlega 400 milljónir króna. Þrátt fyrir garðana fara uppkaupin fram. Nú stefnir í málaferli vegna þeirra sem ekki er keypt af en meöal þeirra húsa sem hafnað var er raöhúsaendi sem stendur eftir af 6 íbúða raöhúsi sem snjóflóðiö mannskæöa eyðilagöi 1995. DV-myndir Rögnvaldur Ágreiningur er nú uppi um gildis- svið reglugerðar sem fjallar um lán- veitingar til sveitarfélaga vegna íbúðakaupa á snjóflóðasvæði í fram- haldi af því að ísafjarðarbær hefur samið við eigendur fjögurra húsa á snjóflóðasvæðinu á Flateyri um að bærinn kaupi húsnæði þeirra fyrir 33,6 milljónir króna. Ofanflóðasjóð- ur hefur þegar veitt samþykki sitt fyrir kaupunum og Byggingarsjóður ríkisins mun síðan veita ísafjarðar- bæ lán fyrir kaupunum samkvæmt heimild í umræddri reglugerð, þótt aðeins ein umsókn hafi verið lögð fram formlega hjá Byggingarsjóðn- um. í reglugerðinni sem hér um ræðir felst heimild fyrir Byggingarsjóð ríkisins að veita sveitarstjóm lán til íbúðakaupa á svæði þar sem tjón hefur orðið af völdum snjóflóða eða skriðufalla og íbúar treysta sér ekki til að búa í íbúðarhúsnæði sínu. Lánið til sveitarstjómarinnar getur numið allt að 90% af kaupverði íbúðarinnar og er það bundið því skilyrði að ekki sé raunhæft að íbúðin seljist á frjálsum markaði. Reglugerðin er galopin og ekki er kveðið á um neinar hreinar línur til samþykkis uppkaupum húsa, aðrar en þær að íbúar treysti sér ekki að búa í húsunum. Deilumar sem nú eru uppi lúta að því að aðeins nokk- ur hús á hættusvæðinu hafa verið keypt upp en ekki öll. Hafa nokkrir húseigendur farið þess á leit við bæjaryflrvöld að þau kaupi einnig hús þeirra en enn sem komið er hef- ur ekki verið greitt úr því máli. Kaupin á íbúðunum fjórum era gerð með ákveðna reglugerð í huga sem veitir Byggingarsjóði ríkisins heimild til að veita sveitarstjóm- um tímabundið lán til íbúðar- kaupa á svæðum þar sem tjón hef- ur orðið af völdum snjóflóða og íbúar treysta sér ekki lengur til að búa í ibúðarhúsnæði sínu. Þá er það enn fremur skiiyrði að sala húsnæðisins sé ekki raunhæf á frjálsum markaði. Hafa kaup þessi verið í gangi á síðustu vikum. Samkvæmt heimildum DV keypti Ofanflóðasjóður einnig þrjú hús á Flateyri um síðustu áramót en um þau kaup fer ekki eftir reglugerð- inni. Húsin á aö selja aftur Reglugerðin var sett í þeim til- gangi að auðvelda sveitarfélögum að kaupa upp hús á snjóflóðasvæði. Uppkaupin á húsunum í ísafjarðar- bæhafa hins vegar sætt harðri gagnrýni og bent hefur verið á að um 400 milljónum hafi verið varið í byggingu varnargarða á sama svæði. Varnargarðamir era nú til- búnir í sama mund og verið er að kaupa undan þeim húsin. Að sögn Magnúsar Jóhannessonar, ráðu- neytisstjóra í umhverfisráöuneyt- inu, sem einnig á sæti í Ofanflóða- sjóði, er hugmyndin sú að hægt verði að nýta þessi hús síðar og sveitarfélagið setji þau þá í sölu. „Þarna var um að ræða flmm til sex hús á hættusvæðinu á Flateyri sem íbúamir höfðu misst alla trú á að búa í vegna sífelldra rýminga. Ákveðið var að kaupa þau af þeim þar sem nokkuð liði þangað til vamargarðarnir yrðu tilbúnir og mun varla um það að ræða að reglu- gerðin eigi að gilda víðar en á Flat- eyri.“ Samkvæmt reglugerðinni er Byggingarsjóði heimilt að lána sveitarstjóm til kaupa á húsi á snjó- flóða- og skriðusvæði en sveitar- stjórn ber að endurgreiða lánið um leið og hún selur húsið. Ef hús selst ekki innan flmm ára er það hins vegar keypt með stuðningi Ofan- flóðasjóðs af sveitarfélaginu og ann- aðhvort eyðilagt eða nýtt til sumar- dvalar. -kjart Hús á snjóflóðasvæði á Flateyri fást ekki keypt upp þrátt fyrir loforð: Gengið fram hjá tveimur lögfræðingur kannar stöðu eigendanna Hjallavegur 2, ysta húsið í raðhúsa- lengju þeirri sem snjóflóðið á Flateyri sópaði burt 26. október 1995, er ekki meðal þeirra húsa sem ísafjarðarbær hefúr fengið lán til að kaupa af íbúum sínum. Ástæðan er sú að Ofanflóða- sjóður flokkar húsið, sem nú stendur eitt eftir, eingöngu sem styrkingar- hæft og telur það ekki uppfylla nauð- synleg skilyrði til þess að ísafjarðar- bær fái lán til að kaupa upp húsið. Lán eins og hér um ræðir er veitt með heimild í reglugerð sem á að gera sveitarfélögum kleift að kaupa íbúðar- húsnæði á svæðum þar sem veruleg hætta er á snjólflóðum og skriðufóll- um og íbúamir treysta sér ekki til að búa lengur í yegna slíkrar hættu. Fyr- ir liggur að eigendur hússins að Hjallavegi 2 treysta sér engan veginn til að búa í því lengur og er málið nú í athugun hjá lögfræðingi þeirra. Að sögn Halldórs Halldórssonar, bæjar- stjóra ísafjarðarbæjar, hafa bæjaryflr- völd farið þess á leit við Ofanflóðasjóð með bréfi 29. júní að hann endurskoði flokkun sina og samþykki húsið sem uppkaupahæft. Því erindi hefur ekki enn verið svarað. Gengiö fram hjá fleiri húsum Hjallavegur 2 er ekki eina húsið sem ekki hefur fengist keypt upp sam- kvæmt reglugerðinni. Húsið við Unnarstíg 6 hefúr heldur ekki fengiö samþykki Ofanflóðasjóðs en þrátt fyrir það hefur Ofanilóðasjóð- ur þegar samþykkt uppkaup á húsi við Unnarstíg 4 sem er næsta hús við hliðina. Hjallavegur 2 er eina íbúöin sem eftir stóö af 6 íbúða raöhúsi eftir aö snjó- flóðið féll haustiö 1995. Ofanflóöasjóöur fellst ekki á aö kaupa Unnarstíg 6 þrátt fyrir aö eigendur treysti sér ekki til aö búa þar. Hreppsnefnd Flateyrarhrepps fal- aöist upphaflega eftir því í desem- ber 1995 að Ofanflóðasjóður keypti bæði húsin og hefur allar götur síð- an verið til viðræðu um að þau hús yrðu keypt. í greinargerð sem unn- in var fyrir bæjarstjóra ísafjarðar- bæjar, Kristján Þór Júlíusson, í apr- íl 1997 og síðar var afhent félags- málaráðuneytinu kemur fram að eigendur umræddra húsa hafl alltaf haft 100% ástæðu til að trúa því að mál þeirra yrðu leyst með því að hús þeirra yrðu keypt upp, aúk þess sem málið yrði unnið hratt og vel. Samkvæmt heimildum DV fengu eigendumir, sem sjálfir vilja ekki tjá sig um málið, munnleg loforð fyrir að hús þeirra yrðu keypt upp. 13 mánuðum síðar era hús þessi enn óseld. Ekki er Ijóst hvaða forsendur ráða því að Hjallavegur 2 og Unnarstígur 6 fást ekki keypt upp. Gunnar Torfason, verkfræðingur og starfsmaður Ofan- flóðasjóðs, segir sér ekki vera kunn- ugt um að formleg beiðni hafi komið frá ísafjarðarbæ um uppkaup á þess- um húsum, né þá að eigandi Hjalla- vegar vildi selja hús sitt. „Það liggur hins vegar fyrir óformleg viljayfirlýs- ing sveitarstjómar þessa efnis og ég held að Ofanflóðasjóður muni ekki standa í vegi fyrir kaupum á þessum húsum ffekar en öðrum," sagði Gunn- ar. -kjart ( ( ( ( ( ( ( ( ( ( ( ( ( I ( ( ( ( ( ( ( ( ( ( ( i ( ( i í

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.