Dagblaðið Vísir - DV - 27.07.1998, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 27.07.1998, Blaðsíða 4
4 MÁNUDAGUR 27. JÚLÍ 1998 / Fréttir Húsbíll með bý flugu að fyrirmynd „Ég tel að bíllinn sé tákn um helstu auðlindir sem íslendingar eiga í dag, vistvæna orkugjafa og mannauð," sagði Hjálmar Ámason alþingismað- ur í gær þegar afhjúpaður var vist- vænn húsbíll sem fimm nemendur Myndlista- og handíðaskóla íslands hafa hannað og smíðað. Bjöm Bjama- son menntamálaráöherra afhjúpaði bílinn í Nauthólsvík í gær. Útlit bilsins er afar sérstætt en grunnhugmyndin er byggð á útliti og likamsgerð býflugu. BíIIinn átti að vera umhverfisvænn og í akstri á að fara sem minnst fyrir honum. Á tjald- stað bæði lengist hann hins vegar, breikkar og hækkar. Hann er knúinn rafmagni en hönnuðimir ganga út frá því að í honum verði efnarafall sem framleiðir orkuna sem knýr hann áfram. Tilurð þessa bíls er sú að árið 1997 bauð Stokkhólmsborg Myndlista- og handíðaskólanum að taka þátt í sam- keppni um gerð húsvagns eða húsbíls ásamt 14 öðrum listaskólum í tilefni af því að Stokkhólmur er menningar- borg Evrópu í ár. Bíllinn verður sýnd- ur ásamt hinum 14 bílunum og vögn- unum í Stokkhólmi 15.-24. ágúst. Sér- stök dagskrá verður tengd umhverfis- vænum bilum og taka myndlistar- nemamir þátt í henni og sýna bílinn víös vegar um borgina. Hjálmar Árnason alþingismaður ásamt myndlistarnemunum sem hönnuðu húsbílinn frumlega fyrir aftan þá. DV-mynd S Hönnuðfrnir Sigriður Heimisdóttir og Sigurjón Pálsson höfðu umsjón með hönnun og smíði bílsins en hann er byggður á undirvagni lítils rafknú- ins sendibíls af Subarugerð sem Hjálmar Ámason alþingismaður út- vegaði frá Finnlandi. Að sögn Þórdís- ar Aðalsteinsdóttur, eins nemend- anna sem hönnuðu og smíðuðu bil- inn, er yfirbygging hans úr trefia- plasti og er í nokkrum hlutum. Á fialdstað færast hliðar bílsins út, þak- ið er opnað og nýtt loft úr fisléttum en þéttum loftbelgjadúk myndar nýtt þak og innanrými margfaldast. Smíði bílsins hefur tekið sjö mán- uði. Þeir sem hönnuðu og smíðuðu bílinn era, auk Þórdísar, þau Guð- mundur Lúðvík Grétarsson, Sigríður Pálsdóttir, Guörún Margrét Jóhanns- dóttir, Þorgerður Jörundsdóttir og Jón Öm. Kostnaður við verkefnið hefur verið rúmar þrjár mifljónir, að sögn Hjálmars Ámasonar alþingis- manns. Auk Stokkhólmsborgar hafa veitustofiianir Reykjavíkur styrkt verkefnið myndarlega en því til við- bótar hafa fiögur ráðuneyti, Lands- bankinn, Landsvirkjun, Samskip og Olíufélagið hf. styrkt það með ýms- um hætti. -SÁ Mikil fjölgun þeirra sem stunda kajakasiglingar: Slys eru fátíð Þeir Baldur Pétursson og Þorsteinn Guðmundsson, formað- ur kajakafélagsins Brokeyjar, taka sig vel út í bátunum, hvort sem er á láði eða legi. DV-mynd Hilmar Þór Mikil aukning hefur orðið í kajakasiglingum nú í sumar, m.a. í Nauthólsvík. Að sögn Þorsteins Guðmundssonar, formanns kajaka- félagsins Brokeyjar, stimdar fólk á öllum aldri kajakaróðra. Þó eru flestir ræðaramir karlmenn á aldr- inum 30-50 ára. Þorsteinn segir að slys séu fátíð meðal kajakamanna og öryggisbún- aður þeirra sé mikill. Hann telur því ekki að kajakaróður sé hættu- legri íþrótt en margt annað. „Við eram í heilgöllum sem eiga að þola mikinn kulda og svo erum við að sjálfsögðu í flotvestum. Okkar ör- yggisbúnaður er mun meiri heldur en t.d. þeirra sem róa árabátum. Við eram líka í góðu sambandi við þau fyrirtæki sem leigja og selja kajaka og þau benda fólki oft á að koma til okkar til að læra undir- stöðuatriðin. Við kennum fólki hér í Nauthólsvíkinni á sumrin en erum í Laugardalslauginni á vetuma." Góðærið hefur áhrif Kajakafélagið Brokey er tuttugu ára gamalt um þessar mimdir. Þor- steinn kann ekki neina eina skýr- ingu á þeirri fiölgun félaga sem orð- ið hefur í sum- ar én nefiiir þó tvennt: „Ég held einfald- lega að fólki spái alltaf meira og meira í það að njóta náttúrannar og því vill það ein- hvers konar af- þreyingu sem býður upp á ná- lægð við nátt- úrana. Einnig gæti góðærið spilað inn í. Fólk hefur nú e.t.v. meiri tíma til að hugsa um eitthvað annað en brauðstritið." -GLM Þjóðin er vitlaus Gallup hefur efnt til skoðanakönnunar og birt niðurstöður henn- ar. Spurt var um af- stöðu þjóðarinnar til fiskveiðistjórnunarinn- ar, kvótans og veiði- leyfagjalds. Næstum þrír fiórðu aðspurðra segjast á móti kvótan- um og með veiði- leyfagjaldi. Þessi niður- staða gengur þvert á þá stefnu sem ríkt hefúr hjá stjómvöldum og öllum málsmetandi mönnum sem hafa vit á sjávarútvegi. Þeir eru með kvóta og á móti gjaldi. Þessi könnun segir auðvitað ekki neitt. Nema þá það eitt hversu nauðsynlegt það er að hafa ríkisstjórn sem hefur vit fyrir þjóðinni og eiga sér máttarstólpa i stórmálum sem hafa þrek til að gera rétt þótt þjóðin haldi að verið sé að gera rangt. Hvert stórmennið á fætur öðru, allt frá forsæt- isráðherra niður í blaðafufltrúa Landssambands islenskra útvegsmanna, hefur bæði í ræðu og riti ítrekað margsinnis að kvótinn sé forsenda fyrir góðærinu og að veiðileyfagjald mundi fara með dreifbýlið og sjávarútveginn á hausinn. Það hefur meira að segja verið sýnt fram á að OECD telji fiskveiðistefnu íslendinga þá bestu í heimi. Og margir fleiri í útlöndum hafa sagt það og Þorsteinn Pálsson hefur sagt það og Halldór Ásgrímsson hefur sagt það og Davíð hefur sagt það, og þegar þessir menn segja að fiskveiðistefn- unni megi ekki breyta þá hafa þeir rétt fyrir sér. Enda era þetta mennimir sem hafa innleitt góð- ærið til lands og sjávar og þeir njóta gífurlega vinsælda og hvers vegna ætti þá að taka mark á einhverri fljótfæmislegri og raglingslegri könn- un hjá GaUup? Af hverju ættu þeir aö hafa rangt fyrir sér í fiskveiðistjómun þegar þeir hafa rétt fyrir sér í öOum öðrum málum sem snerta þjóðarhag? Dagfari treystir á að ráðamenn og máttarstólp- ar láti ekki bugast við þessa skoðanakönnun. Hún er ómarktæk og sannar bara það sem Dag- fari og þeir máttarstólpamir hafa aUtaf sagt, að þjóðin hefur ekki vit á svona málum. Könnunin sannar að almenningur fylgist ekki með og veit ekki hvað honum er fyrir bestu. Hins vegar má segja að þessi könnun sé atlaga að þjóðarhag og nú verður Davíð að tala við Þor- stein og Þorsteinn við HaUdór og HaUdór við Davíð og saman verða þeir að bera saman bækur sínar við máttarstólpana í sjávarútveginum og allir verða þeir síðan á ganga á fund Hannesar Hólmsteins tU að finna mótleik gegn GaUupkönn- uninni og þeirri fáránlegu niðurstöðu sem hún kemst að. Fiskveiðistjórnuninni verður ekki breytt. Stjórnendum landsins verður ekki breytt. Nú er það helst til ráða að breyta þjóðinni eða breyta um þjóð. Svona vitleysu geta menn ekki hlustað á. Dagfari Stuttar fréttir r»v Stjóri Sinfóníunnar Þröstur Ólafsson hag- fræðingur var ráðinn fram- kvæmdasfióri Sinfóníuhljóm- sveitar íslands á sfiórnarfúndi hljómsveitar- innar á laugardag. Þröstur hefur störf þann 1. september næstkom- andi. Aðrir umsækjendur Aðrir umsækjendur um starfið vora Amór Jónsson, Ármann Öm Ármannsson, Ásgeir Eiríksson, Btjánn Ingason, Jóhanna E. Sveinsdóttir og Siguröur Gústavs- son. Samkvæmt fréttatilkynningu frá sfióm Sinfóníuhljómsveitar- innar fékk Þröstur Ólafsson þrjú atkvæði en Amór Jónsson tvö at- kvæði. Endaði á Ijósastaur Ung stúlka, sem grunuð er um ölvun, ók á ljósastaur í Ártúns- brekku í Reykjavík á sjötta tíman- um á laugardagsmorgun. Sam- kvæmt heimildum Bylgjunnar meiddist stúlkan lítið en fiarlægja þurfti bifreiðina með kranabíl. Ljósastaurinn skemmdist einnig mikiö. Skilar átta milljörðum Fjárlög þessa árs gera ráð fyrir því að sala hlutabréfa ríkisins í ýmsum fyrirtækjum skili 7,7 milljörðum króna. Þegar hefur verið selt fyrir rúman milljarö. Búast má við því að sala á hlutum rikisins í Islenskum aðalverktök- um og Fjárfestingarbanka at- vinnulífsins í haust skili því sem á vantar og rúmlega það. Mikilvægt að selja í fréttum Rikisútvarps- ins kom fram að formaður nefndar um einkavæðingu, Hreinn Lofts- son, er á þeirri skoðun að eitt mikOvægasta verkefni einkavæð- ingar sé salan á viðskiptabönkum í eigu ríkisins. Það skýrist á næstu vikum hvort leitað verður heimfldar Alþingis um sölu á hlut ríkisins i Búnaðarbanka og Landsbanka. Vilja á Akranes Þrettán af tuttugu starfsmönn- um Landmælinga íslands hafa þegar samþykkt að starfa í nýjum höfuðstöðvum fyrirtækisins á Akranesi samkvæmt heimOdum RÚV. Starfsemi þar hefst formlega um næstu áramót. Örtröð á Laugaveginum Að sögn lögreglunnar í Reykja- vík virðist ríkja mikil stemning á Laugaveginum. Opnað var fyrir bilaumferð eftir endurbætur á milli Frakkastígs og Barónsstígs á laugardag og hefur bílaumferð veriö gífurleg. Að sögn lögregl- unnar hefúr hún þó gengið stórá- faflalaust fyrir sig. Samkeppni Þór Gunnarsson, formaður Sambands íslenskra sparisjóða, segir í Morgunblaðinu að forystu- menn Landsbankans óttist vel- gengni sparisjóðanna á síðustu áram. Því hafi verið reynt að gera eignarfyrirkomulag þeirra tor- tryggOegt í nýlegri skýrslu Lands- bankans. Aðskilnaður Hjálmar Ámason al- þingismaöur veltir því upp í grein í Morg- unblaðinu „hvort ekki sé tímabært að skOja að röd og kirkju og þar meö afhema opin- bera ríkistrú með beinum afskipt- um Alþingis og ríkissfiómar af hinni lúthersku kirkju“. Hjálmar vifl umræðu um þessi mál. -JP

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.