Dagblaðið Vísir - DV - 27.07.1998, Blaðsíða 40
Jókertölur ^
vikunnar: w
Vinningstölur laugardaginn: 25.
10 16 20 29
ÍC'/ V' V V.,.
Vinningar
1. 5 af 5
2. 4 af 5+'
4. 3 af 5
Fjöldi
vinninga
Vinnings-
upphæð
4.800.480
118.490
7.800
A hAV
Rsn
iFRÉTTASKOTIÐ
SI'MINN SEM ALDREI SEFUR
Hafir þú ábendingu eöa vitneskju um frétt,
hringdu þá í síma 550 5555. Fyrir hvert
fréttaskot, sem birtist eöa er notað í DV,
greiöast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotiö
í hverri viku greiðast 7.000. Fullrar nafnleyndar
er gætt. Viö tökum viö fréttaskotum allan
sólarhringinn.
550 5555
MÁNUDAGUR 27. JÚLÍ1998
Víöa um borg:
Mikið um
öfugugga
Lögreglunni í Reykjavík hafa að
undanfórnu borist margar tilkynn-
ingar um afbrigðilega hegðun
manna á opnum svæðum. Svo virð-
ist sem gott veður auki á þörf þess-
ara manna til að sýna sig. Helst hef-
ur verið kvartað yfir svona hegðun
í Elliðárdalnum, í Árbæ, Fossvogin-
um, Grafarvogi og í Breiðholti. Lög-
reglan í Reykjavík brýnir fyrir for-
eldrum að vera vakandi yfir undar-
legri hegðun manna nálægt börnum
eða unglinum og tilkynna lögregl-
unni tafarlaust um slíkt.
-GLM
-j, Mýrdalsjökull:
Katla kyrrlát
Skjálftavirkni heiur verið lítil
yfir helgina í Mýrdalsjökli og í gær-
kvöld var enginn á skjálftavakt,
hvorki hjá jarðeðlisfræðideild Veð-
urstofunnar né hjá Raunvísinda-
stofnun.
Reynir Ragnarsson, lögreglumað-
ur í Vík í Mýrdal, sagði í gærkvöld
að enginn sérstakur viðbúnaður
væri. Væri skjálftavirknin í síðustu
viku aðdragandi einhvers konar
^lliamfara í Kötlu þá teldu fræðimenn
að sá aðdragandi gæti orðið talsvert
langur, eða mánuðir til ár. -SÁ
Flugleiöir bregðast viö taprekstri undanfarinna missera:
Skemmdir urðu á hverasvæði við Kerlingarfjöll er útlendingar á stórum ferðabíl óku inn á það og festust um helgina. Lögregla og björgunarsveitarmenn að-
stoðuðu ásamt staðarhöldurum viö að ná bílnum upp. Engin viðurlög eru við verknaði sem þessum. Sjá nánar á bls. 2. DV-mynd Óttar
Miðborgin:
Gleri grýtt
Allra leiöa leitað til
að styrkja ímyndina
- nýtt nafn ekki á dagskrá, segir Einar Sigurösson framkvæmdastjóri
Að sögn lögreglunnar í Reykjavík
var helgin róleg þótt talsvert væri af
fólki í miðborginni aðfaranótt laug-
ardags og sunnudags. Ein minni
háttar likamsárás var þó kærð.
Fómarlambið fékk í höfuðið flösku
sem hent hafði verið upp í loftið.
Flöskukastarinn fannst ekki. Tals-
-^vert algengt mun vera að fólk fái
flöskur og glerbrot í sig um helgar
þegar gestir koma út af skemmti-
stöðum með drykki í glerflöskum
með sér.
-GLM
Þórsmörk:
Ógnaði með hnífi
Til átaka kom á milli tveggja
manna í Þórsmörk aðfaranótt
sunnudagsins sem endaði með því
að annar maðurinn dró upp hníf og
ógnaði hinum. Að sögn lögreglunn-
ar á Hvolsvelli var hnífmaðurinn
horfinn af vettvangi er lögreglan
*%om á svæðið er vitað er hver átti í
hlut. Málið er enn í rannsókn.
-GLM
Hjá Flugleiðum leita menn nú
leiða til að kynna fyrirtækið og hasla
því völl á erlendum mörkuðum svo
eftir sé tekið og styrkja ímynd þess.
Breskt ráðgjafarfyrirtæki tekur þátt í
þessari vinnu og meðal þess sem
fjallaö er um er hvort breyta eigi ein-
kennum félagsins á einhvern hátt,
svo sem einkennislitum, einkennis-
merki. „Þetta er þáttur í eðlilegu
markaðsstarfi. Við fórum ásamt
breska ráðgjafarfyrirtækinu ofan í
saumana á því hvernig fyrirtækið er
kynnt á erlendum mörkuðum þess.
Þetta er viðamikil vinna, svokölluð
branding-vinna, og að henni koma
stjórnendur fyrirtækisins og þeir
sem starfa við markaðssetningu
þess,“ segir Einar Sigurðsson, fram-
kvæmdastjóri Flugleiða.
Einar segir að um sé að ræða
hugmyndavinnu þar sem menn
velta því fyrir sér og á milli sín
hvers konar imynd fyrirtækið skuli
hafa og hvernig henni verði komið
á framfæri. Sterkur orðrómur hefur
verið um að breyta eigi algerlega
nafni Flugleiða og taka upp nýtt
nafn. Einar segir að það sé ekki á
dagskrá og hafi aldrei verið, enda sé
nafnbreyting þvílíkt stórmál að hún
verði ekki gerð frá einum degi til
annars. Alþekkt sé hins vegar að
ýmsum einkennum fyrirtækja, svo
sem einkennismerkjum og -litum,
sé breytt smám saman yfir lengri
eða skemmri tíma en kollsteypur
eins og nafnbreytingar séu annað og
meira mál.
Afkoma félagsins á fyrri hluta árs-
ins hefur verið verri en gert var ráð
fyrir. Einar segir að i því efni verði
að taka tillit til þess að uppbygging
hjá félaginu hefur verið mjög mikil.
Einnig séu aðstæður Flugleiða um
margt sérstæðar í samanburði við
önnur ílugfélög. Heimamarkaður fé-
lagsins sé mjög lítill og á honum
miklar árstíðasveiflur. Á hinn bóg-
inn hafi reksturinn á hinni nýju
áætlunarleið milli Evrópu og Minn-
eapolis í Bandaríkjunum gengið vel
síðan hún var opnuð, jafnvel betur
en áætlanir gerðu ráð fyrir, en af-
komutalna sé að vænta í næsta mán-
uði.
Breytt ferðamynstur
Einar Sigurðsson segir að svo
virðist sem ferðamynstur erlendra
ferðamanna á íslandi sé að breytast
umtalsvert, auk þess sem ferða-
mannatiminn hefur verið að lengj-
ast. í stað þess að sækja í skipulagð-
ar hópferðir um landið kjósi erlend-
ir ferðamenn í vaxandi mæli að
ferðast á eigin vegum. Þannig hafi í
sumar verið mjög mikil eftirsókn
eftir bílaleigubílum og allir bílar
hjá Bílaleigu Flugleiða og öllum
helstu bílaleigum í stöðugri leigu og
upppantaðir fram á haustið. -SÁ
Veðrið á morgun:
Skýjað
að mestu
Á þriðjudag verður fremur
hæg norðaustlæg eða breytileg
átt og skýjað að mestu. Þoku- eða
súldai'bakkar verða við norður-
og austurströndina og sums stað-
ar skúrir suðaustanlands. Hiti
verður 6 til 10 stig við norður- og
austurströndina en annars 11 til
18 stig að deginum.
Veðrið í dag er á bls. 45.
Pantið í tíma!
4
dagar í Þjóðfaátíð
FLUGFÉLAG ÍSLANDS
Pantanir i sima 750 3030