Dagblaðið Vísir - DV - 27.07.1998, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 27.07.1998, Blaðsíða 15
MÁNUDAGUR 27. JÚLÍ 1998 15 7000 bækur í hers höndum Þau fáheyrðu tíð- indi bárust mér til eyma nýverið í við- ræðum við tvo bandaríska prófess- ora af þýskum og austurrískum ætt- um, að sérlega verð- mætt bókasafn Goethe-stofnunarinn- ar á íslandi, sem lögð hefur verið niður, lægi undir skemmd- um í rakri bráða- birgðageymslu sem borgaryfirvöld hefðu góðfúslega útvegað, eftirað hafnað hafði verið boði Hins ís- lenska bókmenntafé- lags um að taka bókasafnið í sína vörslu þartil fundinn væri fyrir það öruggur og varanlegur sama- staður. Forsagan Forsaga málsins er einkar fróð- leg. Þegar átökin um Goethe-stofh- unina stóðu sem hæst, tók hópur þýskukennara sig til og stofnaði svonefnt „Hollvinafélag þýska menningarsetursins á íslandi" í því augnamiði að ná til sín téðu bókasafni og einhverju af fjár- magninu sem áður gekk til stofn- unarinnar. Það tókst með þeim ágætum að „hollvinir“ kræktu sér í 70.000 mörk (2,8 milljónir króna), sem mun vera ætlunin að nota til að reka hér einhverskonar þýska menningarstarfsemi. Sú starfsemi, ef nokkur verður, hlýtur að verða í skötulíki, meðþví Goethe-stofn- unin var rekin fyrir 350.000 mörk árlega og var ódýrust allra Goethe- stofnana. Það var meirihluti í Fé- lagi þýskukennara sem stóð að stofnun hinna nýju samtaka, en þýskudeild Háskóla íslands átti þar engan hlut að máli, þó annað væri látið í veðri vaka af tals- manni „hollvina". Fyrir þeim fara þrjár íslenskar konur og tveir þýskir karl- menn. Goethe-stofn- unin, sem starfaði á íslandi rúman aldar- fjórðung, var menn- ingarfyrirtæki og átti verulegan þátt í víð- tækum og vaxandi menningarsamskipt- um íslendinga og Þjóðverja. Félag þýskukennara hefur aldrei verið orðað við menningarviðleitni af neinu tagi og nærtækt að líta svo á að „Holl- vinafélagið" hafi bein- línis verið stofnað til höfuðs menningar- samskiptum þjóð- anna. Til þess bendir meðal annars meðferðin á þeim 7000 verðmætu bókum sem nú liggja undir skemmdum í rakri bráðabirgðageymslu við Lindar- götu. (Hún var áður notuð af Hinu íslenska bókmenntafélagi, sem ekki treystist til að geyma þar bækur). Pólitísk afglöp Þetta einkennilega mál á sér pólitískan aðdraganda. Eitt af fjöl- mörgum axarsköftum íhalds- stjómar Kohls kanslara var að hlíta tillögum glámskyggnra ráð- gjafa og leggja niður Goethe-stofn- unina á íslandi. Hefur stjórnin ekki enn fengist til að gangast við því fánalega gönuhlaupi, þó hart hafi verið að henni lagt á sam- bandsþinginu í Bonn. Allar horfur eru á að kratar og aðrir félags- hyggjuflokkar í Þýskalandi fari með sigur af hólmi í kosningunum í september. Þá er viðbúið, og reyndar næsta víst, að reynt verði að bæta fyrir afglöp fyrri stjóm- valda og endurreisa stofnunina eða koma á fót annarri áþekkri. Hins vegar hefur „Hollvinafé- lagið“ trúlega mjög takmarkaðan áhuga á þvílíkri bragarbót, því þá mundi það missa 70.000 marka spón úr sínum aski. Af þeim sök- um vinna „hollvinir" nú ötullega að því bakvið tjöldin að fá samn- ingsbundinn rétt til að taka að sér hlutverk Goethe-stofnunarinnar. Það væri að fara úr öskunni í eld- inn, því til þess era þeir því mið- ur með öllu van- hæfir. Eina skynsamlega lausnin sýnist vera sú að bíða með alla samn- ingsgerð framm- yfir kosningar í september, en vinda bráðan bug að því að bjarga bókasafninu áðmen allt er komið í söggugt óefni. Spurningin er einungis, hver eigi að hafa vit fyrir „hollvin- um“. Er það þýska sendiráðið? Eða geta islensk stjómvöld með einhverju móti skorist í leikinn og afstýrt óbætanlegum skaða og ófyrirgefanlegu menningar- hneyksli? Sigurður A. Magnússon Lokun Goethe-safnsins mótmælt fyrr á árinu. Kjallarinn Sigurður A. Magnússon rithöfundur „Félag þýskukennara hefur aldrei veríð oröaö við menningarvið- leitni afneinu tagi ognærtækt að líta svo á að „Hollvinafélagiðu hafí beinlínis verið stofnað til höfuðs menningarsamskiptum þjóðanna. “ Óheftar veiðar Sverris Hermannssonar í Morgunblaðinu þann 15. júlí síðastliðinn var vitnað í ræðu sem Sverrir hélt á frægiun frmdi á ísa- firði nú á dögunum. í tilvitnun- inni kom fram útfærsla á stefnu Sverris í málum bátaflotans. Hélt ekki vatni Morgunblaðið hefur eftirfar- andi orðrétt eftir Sverri: „Togarar yrðu eingöngu þar fyrir utan [30 mílurnarj með óbreyttar veiði- heimildir frá því sem nú er og þeim gert að veiða þær að mestu leyti [!], framsal yrði óheimilt nema sérstaklega stæði á. Ári eft- ir upptöku fríveiðanna sam- kvæmt þessu yrði á grundvelli þess, sem þá liggur fyrir, kveðið á um aflahámörk þriðja árs hins nýja kerfis og uppboðsleiga á hon- um öllum hafin með þeim hætti sem ég áður lýsti. Á reynslu þess- ara tveggja ára yrði byggð ákvörð- un um áframhaldandi einkarétt bátaflotans til veiða innan 30 mílna og þá ef til vill með aflatak- mörkunum." Ekki er hlaupið að því að fá botn í hvað Sverrir ætlast fyrir. Er hann virkilega að opna fyrir þann möguleika að sókn bátaflot- ans innan 30 mílna verði óheft? Ef svo er þá mun sú stjómun einungis leiða til þess að fleiri og fleiri bát- ar bætast við meðan hagnast má af þessum veiðum þangað tO grípa verður til aðgerða. Rétt eins og þegar Skrapdagakerf- inu var komið á í því augnamiði að takmarka sókn. Eða heldur einhver að stóra út- gerðarfyrirtækin taki ekki þátt í þessu kapphlaupi? Skrapdagakerf- ið hélt ekki vatni og var lagt nið- ur. Sverrir Hermannsson og félag- ar í ríkisstjórn íslands árið 1983 komu kvótakerfmu á í staðinn, einmitt til að koma í veg fyrir þá sóun og óhagkvæmni sem eru óhjákvæmi- legir fylgifiskar óheftrar sóknar. Mótsagnir í mál- flutningi Sverris Því er erfitt að trúa, jafnvel þótt Sverrir eigi í hlut, að meining- in sé að leggja til óheft- an aðgang. En hvað þá? Eina færa leiðin er sú að þeir sem eiga báta fái einkarétt til þess að róa. Og engir geti bæst í hópinn án þess að kaupa bát af þeim sem fá veiðileyfi úthlutað i upphafi. Og mun þá verða auðveld- ara fyrir nýliða að komast inn í kerfið? Bátur með veiðileyfi mun ekki kosta það sama og bátur án leyfis. Leyfið mun kosta jafnmikið og kvótinn kostar nú, að þvi gefnu að veiðarnar verði jafnhagkvæmar. Verðmæti leyfisins mun endur- spegla, alveg eins og kvótinn gerir, verðmæti þess að fá að veiða. Sami kostnaður og áður mun því fylgja því fyrir nýliða að hasla sér völl í greininni. Hugmynd Sverris breytir þar engu um. Hún er hins vegar til þess fallin að gera fiskveiðastjómun hér á landi þyngri i vöfum og draga úr hagkvæmni sjávar- útvegs. Nú eru 15 ár síðan Sverrir og félagar hans í ríkisstjórn fs- lands komu kvóta- kerfinu á fót. Ef sú er raunin að nú vilji Sverrir úthluta einkarétti til veiða með þeim hætti sem hér hefur verið lýst, hlýtur sú spurning að vakna hvort Sverrir sé ekki kom- inn í algera mótsögn við sjálfan sig. Eins og aðrir and- stæðingar kvótakerflsins talar Sverrir um „gjafakvóta" - þótt ekkert hafi verið geflð og ekkert þegið. Yrði þá ekki allt eins hægt að tala um „gjafaleyfl"? í það minnsta verður forvitnilegt að fylgjast með því hvort félögum Sverris í Samtökum um þjóðar- eign hugnist að fylgja honum eftir í þessu máli. Ingvi Hrafn Óskarsson „Eins og aðrir andstæðingar kvétakerfísins talar Sverrir um „gjafakvéta“ - þótt ekkert hafí verið gefíð og ekkert þegið. Yrði þá ekki allt eins hægt að tala um „,gjafaleyfíu?u Kjallarinn Ingvi Hrafn Óskarsson háskólanemi Með og á móti Framkvæmdir viö Há- göngumiðlun Þorsteinn Hilmars- sonf upplýsinga- fulltrúl Landsvlrkj- Fagra- lón fslendingar eru heppnir að geta nýtt vatnsorku til raforku- framleiðslu því að það er bæði umhverfis- væn og hag- kvæm aðferð. Það þarf þó að vanda til hvernig að því er staðið. Við Hágöngur eru mjög góð- ar aðstæður fyrir lón sem hefur litla um- hverfisröskun unar‘ í för með sér. Þama er gróðursnautt og svæð- ið hefur til þessa verið langt utan alfaraleiðar. Framkvæmdirnar eru þegar famar að hafa örvandi áhrif á ferðamennsku um svæðiö. Fólk má ekki láta þaö blekkja sig að andstæöingar framkvæmdanna kalli nafhlaust hverasvæöi „Fögruhveri“. Lón geta verið jafnfalleg og áhugaverð fyrir ferðamenn og flallavötn. Hver veit nema nýja lónið hljóti heit- ið „Fagralón" - eftir hverunum. Skamm- sýni „Þarna er verið að manngera náttúru landsins. Fulllangt hef- ur verið gengið í þá átt. Verið er að fórna áður óspilltu um- hverfi. Slíkt umhverfi er að verða ómetanlegt í ljósi þess að ferðavenjur og neysluvenj- ur okkar era að breytast. Það er ekki víða sem hægt er að finna óspillt land, hartnær hvergi á þessu svæði. Það má segja að þarna hafi komið í ljós hversu lftið er oft hugsað fram í tímann þegar ver- ið er að vinna við skipulagn- ingu svona framkvæmda. í ljós kom við ítarlegri rannsóknir, sem gerðar vora að kröfu Nátt- úruverndar ríkisins, að hvera- svæðið er mun öflugra en menn gerðu sér áður grein fyrir. Landsvirkjun er að búa til lón sem drekkir þessu svæði. Það mun í framtíðinni verða á lóns- botni. Þá mun lónið hafa verulega mikil umhverfisáhrif. Það er ákaflega grunnt. Vatnsborðs- sveiflur hafa mikil áhrif. Ef vatnið lækkar kemur mikið land upp á þurrt. Vegna þessa geta skapast mjög alvarleg rof- vandamál. Landið þarna á svæðinu er þess vegna mjög óheppilegt sem lónsstæði. -sf Jóhann Þórsson, líffræóingur og stjórnarmaöur í Náttúruvcrndarfé- lagl íslands. Kjallarahöfundar Athygli kjallarahöfunda er vakin á því að ekki er tekið við greinum í blaðið nema þær ber- ist á stafrænu formi, þ.e. á tölvu- diski eða á Netinu. Netfang ritstjórnar er: dvritst@centnun.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.