Dagblaðið Vísir - DV - 27.07.1998, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 27.07.1998, Blaðsíða 7
MÁNUDAGUR 27. JÚLÍ 1998 7 Drengjabankinn 1 viöskiptalíflnu eru menn enn að taka bakföll yfir ótrúlegri sölu Sig- urðar Gísla Pálmasonar og fjöl- skyldu á Hagkaupi til Drengjabank- ——i ans og Kaupþings. \ Innan Hagkaups stóðu menn á önd- jr W\ inni þangað til búið p 'i’H var að skrifa undir \ ' 4 og voru ekki seinir \* GU' Æ að skála í kampa- \&.. mi i jol kyldan yB'' M þykir hafa selt á gM—------^ hárréttum tíma og fengið ótrúlega gott verö. Margir telja hins vegar að Bjarni Ármannsson og félagar í Drengjabankanum taki mikla áhættu með að biða með sölu á bréf- um í hinum nýja fyrirtæki fram á haust. Samkeppnisaðilar eru á fljúg- andi ferð og menn benda á að Eirík- ur Sigurðsson í 10-11 búðunum rífi til sín aukna hlutdeild á markaðn- um. Það kunni því að reynast þraut- in þyngri að selja í haust... Nýr varaformaður Friðrik Sophusson er varla fyrr horfinn af vettvangi pólitíkurinnar en sjálfstæðismenn eru famir að velta fyrir sér hugsanlegu varafor- mannsefni. Nýr varaformaður verð- ur kjörinn á lands- fundi flokksins í byrjun mai-s og hafa nöfn Bjöms Bjarnasonar og Geirs Haarde heyrst öðrum nöfnum oftar í því samhengi. Nafn Vilhjálms Egilssonar heyrist nú æ oftar nefnt til sögunnar. Telja marg- ir aö fulltrúar flokksins af lands- byggðinni muni fylkja sér að baki Vilhjálmi en hann þykir manna lík- legastur í að sætta þau ólíku sjónar- mið sem ríkt hafa í flokknum meðal landsbyggðarmanna og þeirra sem koma af höfuðborgarsvæðinu. Staða Vilhjálms í Verslunarráðinu mun koma að góðum notum í þessu máli... Slagari í Iðnó Leikritið Rommí setti allt á annan endann þegar Leikfélag Reykjavíkur tók það til sýninga fyrir nokkrum ámm. Vinsældir leikritsins voru ótrúlegar og var það sýnt nær fjögur ár samfleytt í Iðnó þar sem þau Sigríður Hagalín og Gísli Halldórsson þóttu fara á kostum í að- alhlutverkunum. Nú er í undirbún- ingi ný uppfærsla á þessu leikriti í Iðnó og eru leikararnir ekki af verri end- anum. Gengið hefur verið frá því Guðrún Ásmundsdóttir og Erling- ur Gíslason fari með aðalhlutverk- ið en leikstjórnin verður í höndum Magnúsar Geirs Þórðarsonar. Slegist um sæti... Mikil átök eru í uppsiglingu í Al- þýðubandalaginu í Reykjavík en þar á bæ munu menn fljótlega fara að takast á um hverjir muni skipa sæti flokksins á sameigin- legum framboðslista vinstri flokkanna i Reykjavik. Innan raða alþýðubanda- lagsmanna óttast menn helst að Bryndís Hlöðvers- dóttir taki stefn- una á fyrsta sæti en hún mun nú sækja fast að listaskipan verði ákveðin í prófkjöri. Telja menn harð- an prófkjörsslag við Svavar Gests- son ekki vel til þess fallinn að halda friðinn í flokknum og vona nú sem mest að Bryndís sætti sig við annað sætið. Flestir er að vísu sammála um að Svavar sé fyrir fram sterkari í fyrsta sætið en í prófkjöri getur þó alltaf brugðið til beggja vona... Umsjón Kjartan Björgvinsson Netfang: sandkom @ff. is Fréttir Fleiri strákar en stelpur slasast á leikskólum: strákarnir sig ítrekaö Sömu meiða Á árunum 1990-1996 voru 213 börn (130 drengir (61%) og 83 stúlkur (39%)) lögð inn á Sjúkrahús Reykja- víkur eftir að hafa slasast í skólum og/eða dagvistun. Um er að ræða 2% allra barna. Fjöldi þeirra sem meiða sig án þess að þurfa að leita læknis- aðstoðar er margfalt meiri. Sem dæmi má nefna að á tíma- bilinu slösuðust 407 0-4 ára drengir en 295 stúlkur eftir að hafa dottið. 37 drengir og 24 stúlkur fengu að- skotahlut í auga og 53 drengir og 25 stúlkur fengu áverka frá öðrum vegna ofbeldis. Hins vegar klemmdust fleiri stelpur. Þær voru 110 en drengirnir 102. Það sem af er þessu ári hafa 5 strákar og 1 stelpa af leikskólanum Heiðarborg þurft að leita til heilsu- gæslustöðvar vegna meiðsla. Börn- in eru á aldrinum 1-6 ára. „Einn strákurinn hlaut sprungu á sköfl- ung,“ segir Ingibjörg Jónsdóttir að- stoðarleikskólastjóri, „annar var með blæðingu og bólgu í nefi, þar sem annar strákur hafði sparkað í nefið á honum, sá þriðji fékk sprungu í hönd þar sem annar hafði sparkað í hann, sá fjórði datt á gluggakistu og skarst á höfði og sá fimmti meiddist á baki þegar hann datt af dúkkuborði. Stelpan gleypti pening." Ingibjörg segir að strákar séu líka í miklum meirihluta þegar um minni meiðsl er að ræða. „Þetta er um ein stelpa á móti um sjö strák- um. Þeir eru náttúrlega fyrirferðar- meiri að eðlisfari. Þeir eru meira í fótbolta og grófari leikjum. Stelp- urnar dunda sér meira.“ í sumum tilfeflum eru það sömu strákarnir sem meiða sig endurtek- ið og nefnir Ingibjörg að það séu einn til tveir strákar sem fái oft gat á höfuðið. „Ég vil taka fram að það eru fleiri strákar en stelpur í leik- skólanum." -SJ NU GETUM VIÐ BOÐIÐ TAKMARKAÐAN FJOLDA ■ ■i.. ■ '''V< \\ \ ■— ÍL ^ M ií'ÍL M BALENO SEDAN ÁLFELGUR - HEILSÁRSDEKK - FJARSTÝRÐ SAMLÆSING - GEISLASPILARI Vökva/veltistýri • Rafmagn í rúðum og speglum 2 loftpúðar • Aflmikil 16 ventla vél • Dagljósabúnaður Styrktarbitar í hurðum • Samlitaðir stuðarar Hæðarstillanleg kippibelti • Upphituð framsæti í,/sK í SUMA«; BALENO SEDAN EXCLUSIVE frá 1.265.000 kr. $ SUZUKI —------- I SUZUKI BÍLAR HF Skeifunni 17. Sími 568 51 00. Heimasíða: www.suzukibilar.is SUZUKI SÖLUUMB0Ð: Akranes: Ólafur G. Ólafsson, Garðabraut 2, simi 431 28 00. Akureyri: BSA hf.: Laufásgötu 9, simi 462 63 00. Egilsstaðir: Bila- og buuélasalan hf„ Miðási 19, simi 471 20 11. Hafnarfjörður: Guðvarður Eliasson, Grænukinn 20, simi 555 15 50. ísafjörður: Bilagarður ehf.,Grænagarði, simi 456 30 95. Keflavik: BG bílakringlan, Gröfinni 8, simi 421 12 00. Selfoss: Bilasala Suðurlands, Hrismýri 5, simi 482 37 00. Hvammstanga: Bila- og búvélasalan, Melavegi 17, sími 451 26 17.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.