Dagblaðið Vísir - DV - 27.07.1998, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 27.07.1998, Blaðsíða 8
/ Útlönd MÁNUDAGUR 27. JÚLÍ 1998 Stuttar fréttir r>v Lögregluþjónar féllu í þinghúsinu í Washington: Morðinginn ' batavegi Obuchi lofar skattalækkun- um á næstunni Keizo Obuchi, verðandi forsæt- isráðherra Japans, hefur sagt Madeleine Alhright, utanríkisráð- herra Bandaríkjanna, að hann sé staðráðinn í að lækka skatta fljót- lega og auka ríkisútgjöld til að hressa upp á japanskt efnahagslíf. Bandarískir embættismenn skýrðu frá þessu í gær. Obuchi og Albright ræddust við á Filippseyjum þar sem þau sitja fund samtaka ríkja í Suðaustur- Asíu. Embættismennirnir sögðu að Obuchi hefði sagt Albright að- hann ætlaði að lækka skatta um 42 milljarða dollara og auka út- gjöld ríkisins um 70 milljarða dollara. Starr vill Clin- ton í vitnastúku Líklegt þykir að Bill Clinton Bandaríkjaforseti beri vitni fyrir ákærukviðdómi sem rannsakar hvort hann hafi framið ljúgvitni þegar hann þvertók fyrir að hafa átt í kynferðislegu sambandi við lærlinginn Monicu Lewinsky. Lögmenn Clintons vonast eftir að samkomulag náist við saksóknar- ann Ken Starr. er a Maðurinn sem drap tvo lögreglu- þjóna í skotárás í bandaríska þing- húsinu í Washington á fóstudag er á batavegi á sjúkrahúsi. Hinn 41 árs gamli fyrrum geðsjúklingur, Russell Eugene Weston, hlaut fjölda skot- sára þegar lögreglan svaraði í sömu mynt. Hann hefur nú verið ákærður fyrir morð og á yfir höfði sér dauða- refsingu. Þingmenn í Washington báru í gær lof á lögregluþjónana tvo sem féllu þegar Weston reyndi aðj brjóta sér leið inn í þinghúsið og kölluðu þá hetjur. Minningarathöfn um þá verður haldin í þinghúsinu í vik- unni. Lögregluþjónarnir hétu John Gibson, 42 ára, þriggja bama faðir, og Jacob „J.J.“ Chestnut, 58 ára, fimm bama faðir. Tuttugu og fjögurra ára gömul kona, Angela Dickerson, sem var í Nyrup ekki með fé í endurbætur Ósætti er komið upp milli Pouls Nyrups Rasmussens, for- sætisráðherra Danmerkur, og Jonathans Motzfeldts, formanns heimastjórnarinnar á Grænlandi, um fjárframlög dönsku stjórnar- innar til endurbóta á opinberum húsakosti á Grænlandi. Nymp var í heimsókn þar um helgina. Þegar Poul Nyrup var sýnd nið- umidd skólabygging i Qaqortoq sagði hann einfaldlega: „Hún lítur ekkert verr út en margar danskar skólabyggingar." Grænlenska heimastjórnin tel- ur að á næstu flmm árum verði að gera við byggingar fyrir um 26 milljarða íslenskra króna. skoðunarferð um þinghúsið og særðist í árásinni, fékk að fara heim af sjúkrahúsi í gær. Dick Gephardt, leiðtogi demó- krata í fulltrúadeild Bandaríkja- þings, sagði að kistur lögregluþjón- anna yröu í þinghúsinu þar sem al- menningur gæti vottað þeim virð- ingu sína. Weston var vel þekktur meðal bandarískra löggæsluyfirvalda og Clinton forseta var talin stafa ein- hver ógn af honum, að vísu ekki mikil. Weston hafði búið í bjálka- kofa í Montana. Hann var lagður inn á geðsjúkrahús gegn vilja sín- um. Hann sagðist hafa vitneskju um eitthvað misjafnt í fari Clintons. Heimildarmenn segja að Weston hafi verið einfari og að hann hafi borið kala til stjórnvalda. Dan Nichols, talsmaður lögregluliðs þinghússins, sagði í gær að talið væri að Weston hefði verið einn að verki en rannsókn skotárásarinnar væri enn í gangi. Talsmaðurinn Blóðug árás Rauðu kmeranna í nyrsta hluta Kambódíu vörpuðu skugga á þingkosningarnar sem fóru fram í landinu í gær. Að öðru leyti var ótrúlega friðsælt í landinu og kjósendur flykktust á kjörstaði til að velja sér leiðtoga. Sjö óbreyttir borgarar, tveir stjórnarhermenn og einn skæruliði féllu í árásinni. Ekki var talið að hún mundi hafa nokkur áhrif á gang kosninganna. Leifamar af Rauðu kmerunum, sem voru undir stjórn Pols Pots heitins, halda til í hæðunum við landamærin að Taílandi. Hun Sen, leiðtogi núverandi stjómar, vonast til að Kambódíski þjóðarflokkur hans (CPP) haldi völdum eftir kosninarnar. Hun Send rændi völdum af helsta keppi- sagði að fleiri einkennisklæddir lög- regluþjónar yrðu I þinghúsinu frá og með deginum i dag. Lögreglan hefur lokað veginum að kofa Westons í Montana. Margir nágranna hans vora hissa á að hann hefði átt þátt í árás eins og þeirri sem hann gerði í þinghúsinu. Gamli skólastjórinn hans sagðist muna vel eftir honum, hann hefði verið góður strákur, meðalnáms- maður. „Hann lenti ekki í neinu klandri, ekki í framhaldsskólanum. Ég hefði aldrei trúað þessu upp á Rusty,“ sagði skólastjórinn fyrrverandi. Dagblaðið Miami Herald sagði frá því að Weston hefði talið að alrikis- stjórnin hefði komið fyrir jarð- sprengjum á landareign hans í Montana. Faðir hans sagði í viðtali við blaðið að Weston væri geðsjúk- ur og að hann hefði flækst á milli Montana, þar sem hann leitaði að gulli, og heimilis fjölskyldunnar í Illinois. naut sinum og með-forsætisráð- herra, Norodom Ranariddh prins, í júlí á síðasta ári. Ranariddh ætlar að reyna að end- urtaka óvæntan sigur flokks síns, FUNCINPEC, í kosningunum árið 1993. Hun Sen ítrekaði í gær að hann mundi segja af sér þegar í stað ef flokkur hans tapaði kosningunum. Ranariddh lýsti ánægju sinni með kjörsóknina og sagðist viss um að flokkur hans mundi fara með sigur af hólmi. Um 5,4 milljónir manna voru á kjörskrá. Kosið var um 122 þingsæti og voru 39 flokkar í framboði. Taln- ing atkvæða hófst í morgun en end- anleg úrslit verða ekki kunn fyrr en næstkomandi laugardag. í dag kann þó að verða ljóst hvert stefnir. Enginn vill vera hjúkka Aldrei hafa færri nemendur sótt um að læra hjúkrunarfræði í Danmörku en fyrir næsta skólaár. Ljóst er að ekki tekst að fylla öll pláss, einkum í skólum úti á landsbyggðinni. Danska blaðið Aktuelt sagði frá þessu í gær. Afmæli í Sergei Kírij- enkó, forsætis- ráðherra Rúss- lands, varð 36 ára í gær. Hann hefur aðeins setið á forsætis- ráðherrastóli í fjóra mánuði og hafa þeir reynst honum nokkuð erfiðir. Víst þykir að komandi mánuðir reynist honum einnig þungir í skauti. Helsta afrek hans til þessa er að sannfæra vestræna fjármálamenn um að hann geti hrint efnahagsumbótum í fram- kvæmd. Tuttugu myrtir í Alsír Uppreisnarmenn bókstafstrú- aðra múslíma myrtu tuttugu manns í tveimur aðskildum árás- um aðfaranótt sunnudagsins. Sendinefnd á vegum SÞ er nú í Alsír að kynna sér ástandið. Vopnahlé á enda Ezer Wizman, forseti Israels, batt enda á 25 daga gamalt vopna- hlé í deilu sinni við Benjamin Netanyahu forsætisráðherra í gær þegar hann varaði við átök- um við Palestínumenn vegna þrá- teflisins í friðarferlinu. Líknarmorð rannsökuð Frönsk hjúkrunarkona ku hafa játað að hafa aðstoðað um 30 manns yím móðuna miklu. Konan reyndi að fyrirfara sér þegar hún frétti að hún væri undir smásjá yfirvalda. Vénstre á fleygiferð Vinsældir íhaldsflokksins Venstre í Danmörku hafa aukist mjög að undanfórnu og nýtur hann nú mests fylgis allra flokka, ef marka má kannanir. Blásýrumorö í Japan Japanska lögreglan hefur hafið umfangsmikla rannsókn á blá- sýrueitruðum karrí- og hrís- grjónarétti. Fjórir létust og tugir eru veikir. Vopnin kvödd í Bissá Stjórnvöld í Afríkuríkinu Gíneu-Bissá og uppreisnarmenn sömdu um vopnahlé í gær og féllust á að hefja viðræður til að binda enda á borgarastríð sem hófst fyrir 50 dögum. Fagnar fundarboði Leiötogi Tsjetsjena, sem vilja losna undan yfirráðum Rússa, fagnar boöi Jeltsins Rússlandsfor- seta um viðræður viö Kíríhenkó forsætisráðherra. Blair stokkar upp Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, mun væntanlega kynna fyrstu uppstokkun stjórnar sinnar í dag. Bhutto hvergi bangin Benazir Bhutto, leiðtogi stjórnarand- stöðunnar í Pakistan, sneri heim í gær og gerði lítið úr fréttum þess efnis að hún yrði senn handtekin vegna ásak- ana um spillingu. Bhutto sagðist hvergi bangin. Eiginmaður henn- ar er í fangelsi í Pakistan og sviss- nesk yfirvöld hafa ákært hann fyrir peningaþvætti. Fannst lifandi Austurrískur námamaður sem var innilokaður i samfallinni námu í rúma viku náðist aftur upp á yflrborð jarðar síðdegis í gær, heill á húfi. Björgunarmenn fundu hann fyrr um daginn. 15% afslánur 15% afsláttur af öllum vörum* Verslið ódýrt fyrir verslunarmannahelgina. Regnfatnaður, flíspeysur o.fl. á frábæru verði. SPORTVORUVERSLUNINI SPARTA Laugavegi 49 • Sími 551 2024J *ekki af tilboðsvörum Jane Margret Dow frá Arlington í Virginíu leggur blóm á tröppur þinghúss- ins í Washington þar sem geöveikur maöur skaut tvo lögregluþjóna til bana á föstudag. Símamynd Reuter Arás varpar skugga á kosningarnar í Kambódíu Moskvu

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.