Dagblaðið Vísir - DV - 15.08.1998, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 15.08.1998, Blaðsíða 15
30 "V LAUGARDAGUR 15. ÁGÚST 1998 15 Stórfiskavalsinn Vinir mínir undrast stundum ástríðuna sem heltekur mig í hvert skipti sem Þingvelli og stóra urriða ber á góma. En eftir aldarfjórðung er konan mín farin að sœtta sig við maka sem hefur hreistraða kynja- fiska á heilanum. Kanski eru þeir lykill að góðu hjónabandi. Það var pabbi gamli, sem 82 ára gamall er enn að vonast eftir mér í Sjálfstœðisflokkinn, sem kom mér á bragðið. Partur af ævintýraheimi bemskunnar var gamla reykhúsið á Klambratúninu þar sem hann vann, skammt þar frá sem nú trónir stytt- an af Einari Ben. Fjögurra eða fimm ára hnokki fékk ég stundum að eyða dagsstimd með honum inn- an um kjötlœri sem héngu yfír snarkandi glœðum og stóra karla sem brýndu eggvopn í erg og gríð. Einhvers staðar í kófinu var ker- ald fullt af rennandi vatni og inni í svelgnum flutu gríðarstórir svart- doppóttir fiskar með svera stirtlu og djúpan bol. Það sagði pabbi að vœru mestu fiskar í heimi. Þeir vom stór- urriðar af djúpinu utan við Sand- eyna í Þingvallavatni. Ég gleymdi þeim aldrei. Engeyjarœttin og ág Löngu, löngu síðar stóð ég langt sumarkvöld undir vegg á Gríms- stöðum á Fjöllum og söng um póst- inn sem Halldór Laxness sagöi í kvœðinu að hefði gist þar. Forlög réðu að þeir sem kyrjuðu með mér voru synir Sveins Benediktssonar, sem líkt og faðir þeirra um sína daga em nú meðal helstu athafna- manna landsins. Sveinn átti jarðir við Þingvalla- vatn og kvöldið langa á Fjöllum sögðu þeir Sveinssynir mér frá- bærar sögur af hinum hreistruðu kynjaverum. Það kom í ljós að þeir bjuggu líka yfir því sem ég hafði lengi sóst eftir: Stórmerkum mynd- um af löngu horfnum stórfiskum. Á því kvöldi ákvað ég að leggja mitt litla lóð á vogarskálar þeirra sem vildu halda minningu merkasta urriðastofns veraldar á lofti og skrifa um hann svolitla bók. Þannig átti Engeyjarœttin frumburðar- réttinn að Urriöadansi mínum sem fjallaði um ævi og ástir stórurriðans í Þingvallavatni. Ekki er mér ör- grannt um að þeir bræður hefðu kosið að ég helgaði mig skrifúm um urriða þaðan í frá. Steinbörn Ingólfur gamli Ottesen I Miðfelli gat ekki dulið söknuðinn í röddinni þegar hann talaði um urriðana sem hann sá forðum œrslast eins og silfraða stálfleyga upp úr vatninu þegar hlýnaði á vorin. Hamfaraþjóðin miðar tímatal sitt við voveiflega atburði eins og eld- gos og plágur. Ég hafði ekki lengi setið á skrafi við hinn 87 ára gamla oddvita í Miðfelli þegar ég varð þess áskynja að hann skipti tíðindum í héraði eftir því hvort þeir gerðust fyrir eða eftir virkjun. Virkjunin i Efra-Sogi árið 1959 fór nefnilega hamforum í lífríki vatnsins sem aldrei hefur náð sér að fullu síðan. Þegar ánni var lokað með steinvegg og vatnið flutt um jarðgöng niður í Steingrímsstöð var í bókstaflegri merkingu skorið á Íífsþráð eins merkasta og stórvaxn- asta urriðastofns sem enn hefur fundist. Ingólfur sagði mér að á árunum eftir virkjun hefðu stundum gengið í netin síðla hausts urriðahrygnur með stóran, hvítan kökk í kviðnum. Þœr höfðu snúið úr djúpinu með kviðfylli af eldrauðum hrognum til að heyja stórbrotna ástaleiki í ánni þar sem þœr fœddust. En þá var búið að girða fyrir ána með steinvegg og hrygningarstöðv- arnar horfnar. Þœr þurftu straum- vatn til að hrygna í og hrognin breyttust í andvana steinböm. Svo hvarf urriðinn og Ingólfur sá þetta ekki ffamar. Stórfiskur Bretans Ingólfur mundi eftir 32 punda urriða sem var tekinn á stöng í Efra-Sogi af breskum veiðimanni. Ég fann aldrei neitt meira um þennan mikla fisk og lagði ekki í að taka hann inn á lista sem ég bjó til yfir stœrstu fiskana úr vatninu. En aúðvitað hafði Ingólfur rétt fyrir sér. Það kom í ljós þegar Björgvin Jónsson í Glettingi hringdi í mig rétt áður en hann dó. Snemma á öldinni var Jón faðir hans leiðsögumaður breskra veiði- manna sem komu til að glíma við tröllin í Efra-Sogi. Björgvin sagði að faðir sinn hefði oft sagt sér söguna af því þegar einn Bretinn náði að landa 32 punda urriða í Efra-Sogi. Björgvin var viss á því að fjöl- Laugardagspistill Össur Skarphéðinsson ritstjóri skylda Nielsens, kaupmanns á Bakkanum, hefði átt mynd af ferlík- inu og tekið hana með sér þegar hún flutti aftur til Hafnar. „Þú get- ur fundið hana á einhverju háalofti í Kaupmannahöfn,“ sagði Björgvin og kvaddi. VeiðimaMnn mikli Einn af mestu veiðimönnum íslandssögunnar var efalítið Jón Ögmundsson í Kaldárhöfða. Hann skráði hjá sér þá atburði úr lífi hversdagsins sem honum þóttu merkastir. Það þótti hins vegar aldrei sérlega merkilegt að veiða stóra urriða í Kaldárhöfða. Þegar hann veiddi stærsta urriða sem íslendingur hefur fengið á stöng, nokkrum dögum áður en seinni heimsstyxjöldin hófst, gat hann þess ekki fyrr en fjórum dögum síðar. í dagbókinni 31. ágúst 1939 stendur þessi hógværa setning: „Samtals höfum viö veitt á sjöunda þúsund silunga þessa 3 mánuöi ... Stœrsti urriöinn sem viö fengum á stöng var 13 kg en þaö var langþyngsti urriöi sem ég hef dregiö. “ Dagbók Jóns er ómetanleg heimild um urriðann sem nú er að mestu horfinn úr Þingvallavatni. Þar er að finna hógværar færslur, þar sem Jón kveðst hafa „skroppið í ána“ og á einu kvöldi lágu þá kannski 30 eða 40 urriðar. Bræð- umir vissu nákvæmlega hvar stóru urriðamir vom og hvemig átti að veiða þá. Úr dagbókinni má lesa að stundum veiddu þeir tugi urriða milli 10 og 20 pund að þyngd. Síðasta veiðifærslan er dagsett í september árið 1945. Þá kveðst Jón hafa fengið á milli 10-20 stóra urriða. Þyngdarinnar er ekki getið nema á tveimur. Þeir voru 20 og 24 punda þungir! Menn sögðu að Jón i Kaldárhöföa gæti veitt hvaða fisk sem var. Efst í Efra-Sogi lágu oft gríðarlegir dólgar í vari og tóku enga beitu. Þá gat enginn veitt nema Jón. Einu sinni kom Óskar í Kaldárhöfða heim I eldhús til Pálínu konu sinnar með Jóni bróður. Þeir höfðu séð feykistóran urriða í Amarhylnum og ætluðu að fá sér kaffi áður en þeir legðu í tröllið. En bræðumir gleymdu sér á spjalli. Þegar Pálina spurði hvort þeir héldu að sá stóri myndi bíða eftir þeim svaraði Jón sallarólegur að honum litist nú ekki svo á að þessi fiskur væri á fórum! Svo snöruðust bræðumir upp í hyl. Eftir hálftíma komu þeir aftur, forblautir, og Jón snaraði 21 punda urriða á borðið. Svo hélt hann áfram að drekka kaffið. Umhverfisslys Virkjunin í Efra-Sogi eyðilagði hinn einstæða urriðastofn árinnar og murkaði lífið hægt og bítandi úr öðmm urriðastofnum um vatnið. Hún slæmdi líka hrammi sínum á hina sérstöku bleikju Þingvalla- vatns. Þegar urriðinn hætti að tempra hina smágerðu murtu komst stofn hennar úr jafnvægi eins og bændur við vatnið þekkja best. Virkjunin hálfeyðilagði lika kuðungana sem kuðungableikjan lifir á og bar fyrir vikið ekki barr sitt áratugum saman. í hinum mikla straum sem steyptist niður hrikaleg gljúfur Efra-Sogs var einnig uppspretta mýbitsins sem stundum stóð eins og blár strókur úr ánni. Séra Jón Bachman skrifaði árið 1840 að þar væri að finna „auga þaö upp úr hvörju kemur á sumrin þaö mikla mýbit sem orölagt er í Grafningnum og meö Soginu um allt land. “ Skyrhvítar fiturendur Mýið var mikilvæg fæða fyrir bæði urriðann og bleikjuna. Ingólfur gamli í Miðfelli sagði að það hefði verið óhemju fóður í flugunni. „Silungurinn varð svo skemmtilega feitur af henni, alveg rákóttur af fitu sem lá í hvítum lögum eins og skyr á milli vöðvanna," sagði hann mér. Hann taldi engan mat á jarðríki eins góðan og smár urriði, svona 3-4 punda. Flugan gaf honum bragðið, sagði gamli veiðimað- urinn. Vísast var það rétt. Þingvallasilungurinn, bæði urriði og bleikja, varð frægur af bragðinu sem mýflugan bjó honum. Allt breyttist í vatninu með tilkomu virkjunarinnar. Ekki bætti heldur úr skák að meðan hún var í byggingu bilaöi bráðabirgðastífla í mynni útfallsins í aftakaveðri sem gerði á þjóðhátíðardaginn 1959. Yfirborð vatnsins snarlækkaði á örskömmum tíma og dauð seiði lágu eins og hráviði út með öllum ströndum. Það er því tæpast efamál að virkjunin í útfalli Þingvallavatns er mesta umhverfisslys á lýðveldistím- anum. Hún greip inn í gangvirki lífsins í vatninu á öllum stigum. Þingvallavatn hefur aldrei náð sér síðan. Að sönnu er ekki við neinn sérstakan að sakast. Virkjunin var barn síns tíma og menn vissu einfaldlega ekki betur í þá daga. Það gera þeir hins vegar í dag. Skaðann er jafnframt hægt að bæta. Það er hægt að opna aftur fyrir Efra-Sog og örugglega verður það gert einhvem tíma í framtiðinni. Þá dygðu leifar urriðans sem enn er í vatninu til að ná upp hinum gömlu heimsfrægu stofnum. Virkjunin skiptir ekki lengur neinu máli fyrir raforkuframleiðslu landsmanna. Ef einhver mann- dómur er í Landsvirkjun þá á hún að sjá sóma sinn í að gera það sem fyrst. Framkoma fyrirtækisins við lífríki Þingvallavatns hefur verið svartur blettur á heiðri hennar sem einungis er hægt að þvo af með því að leggja virkjunina af. Það má ekki dragast úr hömlu. Ella tapast síðustu leifar hinnar hreistruðu undravera að eilifu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.