Dagblaðið Vísir - DV - 15.08.1998, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 15.08.1998, Blaðsíða 17
LAUGARDAGUR 15. ÁGÚST 1998 17 svona gerðum við ekki. Túrismi gengur út á að láta ferðamenn eyða peningum en þarna er við- horfið allt annað. Við reyndum að komast að því hver meðallaun í Mosvku væru. Túlkurinn sagði okkur að t.d. ritarar hjá hinu opin- bera væru með um 200 dollara á mánuði sem eru um 14.000 krónur. Hún sagði jafnframt að fólk sækti mjög í vinnu hjá erlendum fyrir- tækjum því þá væru launin miklu hærri.“ Síðasta daginn þurftu Anna og Hilmar pening og fóru í banka um hálftíu um morguninn. Hilmar rétti gjaldkeranum passann og 50 dollara seðil og bað hann að skipta. Gjaldkerinn varð flaumósa og vísaði honum í burtu. Hilmar fór þá til næsta gjaldkera en allt fór á sömu leið og svo koll af kolli. Hilmar sótti því túlk og bað hann að athuga málið. Ástæðan fyrir þessu var einföld. Það voru ekki til neinar rúblur i bankanum og gjaldkerarnir áttu ekki von á þeim fyrr en klukkan 11! Annað sem Önnu og Hilmari þótti eftirtektarvert var að hvergi Islenska fjölskyldan hafði góðan tíma til að skoöa sig um í Moskvu og sjá m.a. hinar geysistóru, skreyttu byggingar sem prýða borgina. Hilmar Ævar, Anna Heiða og Hilmar Ævar yngri við veglega klukku í Moskvu. Hjónunum datt í hug að láta soninn standa uppi á brún klukkunnar svo hann sæist betur á mynd- inni. En hann var ekki fyrr kominn þar upp en öryggisverðir þustu að úr öllum áttum og tilkynntu að þetta væri bannað. Hilmar með 6 metra langa veiðistöng sem hann fékk í verðlaun. Slíkar stang- ir eru notaðar við veiðar í Miðjarðarhafinu. Á þeim er ekkert hjól, heldur er girnið bundið í endann, sett á flotholt og spúnn. „Svo fær maður sér bara bjórkönnu, sest niður og bíður í rólegheitum," sagði Hilmar. DV-mynd E.ÓI. á almennum snyrting- um var salernispappír að sjá. í sirkus sem þau heimsóttu var hvori slíkur pappír né hand- þurrkur. Skýringin er sú að svo mikill skort- ur er enn hjá fólki að það hirðir allan pappír um leið og hann er sett- ur fram. „Við þóttumst þó viss um að þetta væri með öðrum hætti á Moskvuflugvelli sem er alþjóðlegur flugvöllur með mikilli umferð. Við gáðum að því að gamni okkar og þá gaf á að líta. Rúllurnar voru á stöngum á vegg fyrir framan dyrnar. Biðraðir voru við sal- ernin og fólk þurfti fyrst að fara og ná sér í pappír og fara síðan inn. Það lá við að það væri flautað ef einhver tók of mikið. Þrátt fyrir svona at- riði virtist okkur borg- in fremur vestræn. Miðað við þá ímynd sem Moskva hafði verið í augum okkar áður en við fórum, að hún væri grá og dimm borg, fólk- ið gengi um þungbúið með uppbretta kraga og skýluklúta, hokið und- an okinu, þá mættum við allt öðru. Fólkið var léttklætt, brosandi og alúðlegt. Þarna virtust allir brosa nema þeir sem höfðu einhverja ábyrgð, t.d. öryggis- verðir og bankastarfs- menn. Þeim stökk aldrei bros á vör. Túlk- urinn sagði það talið bera vott um léttúð og kæruleysi ef fólk í ábyrgðarstörfum væri skælbrosandi.“ Sjónvarpið virðist gegna stóru hlutverki í daglegu lífi Moskvubú- ans ef marka má það sem bar fyrir augu Önnu og Hilm- ars. „Við tókum eftir því að hvar sem við fórum var fólk að horfa á sjónvarp allan liðlangan daginn. Klukkan tíu á morgnana mátti sjá öryggisverði sem sátu og horfðu á sjónvarpið. Það er mikið af íburð- armiklum skemmtiþáttum og svo virðist sem verið sé að hafa ofan af fyrir fólkinu." Það kom Önnu og Hilmari því ekki á óvart þegar fram kom að CCC-Blitz hefur áhuga á að fram- leiða fleiri þáttaraðir með erlend- um gestum. Þar munu íslendingar vera ofarlega á blaði. Þess vegna voru Hilmar og Anna beðin leyfis til að fá að vísa útvöldum á tölvu- netfangið þeirra ef fólk vildi fá staðfestingu því líklega yrði erfitt að fá fólk til að trúa því að því stæði til boða frí ferð til Moskvu! Ef einhvern langar til að vita meira þá er netfangið hjá Önnu og Hilmari: ah@mmedia.is -JSS é^Listasmiðjan keramikhús Höfiim flutt starfscmi okkar iir Hafiiarfirði í Skcifitna 3a Reykjavík. Verið velkomin luíWÍ' „iif síiti Skcifan 3a 108 Reykjavik Siini: 588-2108 Útsala Sumarúlpur - Heilsársúlpur Stuttar og sídar kápur Mörkinni 6 - sími 588 5518 Haustsprengja Heimsferða til Benidorm 2. og 9. sept. frá kr. 29.932 Nú getur þú tryggt þér hreint ótrúlegt tilboð Heimsferða í haustsólina til Benidorm í haust og smellt þér í eina viku eða tvær til þessa vinsæla áfangastaðar frá aðeins 29.900 kr. ✓ Ibúðargisting í hjarta Benidorm, þaðan sem er örstutt á stöndina, og veitinga- og skemmtistaðir allt í kring. Og á meðan á dvölinni stendur nýtur þú traustrar þjónustu fararstjóra Heimsferða allan tímann. Verð kr. 29,932 M.v. hjótt með 2 börn, 2-11 ára, vikuferð Mariscal, 2. og 9. sept. Verð kr. 39.932 M.v. hjón með 2 börn, 2-11 ára, 2 vikur Mariscal, 2. og 9. sept. Verðkr. 39.960 M.v. 2 í íbúð, vikuferð 2. eða 9. sept. HEIMSFERÐIR £ Austurstræti 17, 2. hæð, sími 562 4600 www.heimsferðir.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.