Dagblaðið Vísir - DV - 15.08.1998, Blaðsíða 29
37
JL>V LAUGARDAGUR 15. ÁGÚST 1998
Qklgarviðtalið
/embley er væntanleg eftir helgi frá virtu plötufyrirtæki:
Alda kynntist Malcolm fljótlega eftir að hún kom til London 1989 og síðan
hafa þau eytt nóttu og degi í að koma sér áfram í tónlistinni. Árangur erfið-
isins virðist loksins vera að skila sér. DV-mynd Vífill Prunner
sig á því hver syngur það,“ segir
Alda en hún hefur verið að fá góða
dóma í tónlistartímaritum að und-
anfornu. Þannig segir í einu þeirra
að lagið Real Good Time sé mest
grípandi lag ársins í Bretlandi. í
nýjasta hefti tímaritsins Smash Hits
fær lagið hæstu einkunn og í Live &
Kicking, sem er vinsælt rit á meðal
unglinga í Bretlandi, er sérstaklega
mælt með laginu sem helsta smell
sumarsins.
Wembley eins og hvert
annað „gigg"
En hvernig skyldi það hafa kom-
ið til að hún söng á Wembley við
einn stærsta íþróttaviðburð Breta á
ári hverju, leikinn um Góðgerðar-
skjöldinn? Hún segir ástæðuna lík-
lega liggja í því hvað lagið fékk
mikla spilun í Bretlandi í kringum
HM. Ósjálfrátt hafi það verið tengt
við fótboltann án þess að það hafi
verið ætlun þeirra Malcolms. Beiðn-
in kom á faxi frá Wembley til plötu-
fyrirtækis hennar og að sjálfsögðu
sagði hún já!
„Þetta var alveg meiri háttar
reynsla og á eftir að hjálpa mikið
við markaðssetninguna. Annars var
ég mest hissa á hvað allir i kringum
mig voru stressaðir, einkum fólkið
frá plötufyrirtækinu. Það ætlaði
ekki að trúa því að það væri komið
á Wembley. Ég fann ekki fyrir
neinu stressi. Þetta var eins og
hvert annað „gigg“ hjá mér,“ segir
Alda sem fengið hefur góða reynslu
í því í sumar að syngja fyrir framan
þúsundir manna. Um hverja ein-
ustu helgi hefur hún komið fram á
útitónleikum um allt Bretland
ásamt nokkrum öðrum listamönn-
um. Tónleikarnir kallast Road Show
og að sögn Öldu mæta á bilinu 40-60
þúsund manns á hverja þeirra.
Þeim er sjónvarpað og útvarpað
beint um Bretland.
„Það er rosalega erfltt að komast
að á tónleikum sem þessum. Þú
verður t.d. að hafa gott plötufyrir-
tæki á bak við þig og eitthvað til að
selja,“ segir Alda sem á dögunum
söng fyrir 60 þúsund manns í Leeds.
Hún segir tilfmninguna hafa verið
stórkostlega að heyra alla taka und-
ir með henni og syngja Real Good
Time.
23. ágúst er
„D-dagurinn"
Eins og kom fram í upphafi er
breiðskífa væntanleg frá Öldu hjá
Wild Star. Platan inniheldur ellefu
lög og kemur út um miðjan nóvem-
ber næstkomandi og skömmu áður
kemur út önnur smáskífa. Upptök-
um vegna þesscirra platna er lokið.
Alda og Malcolm semja öll lögin á
breiðskífunni utan eitt og á smáskíf-
unni eiga þau allt efnið. En fyrst er
það smáskífan Real Good Time sem
kemur í búðir í London 17. ágúst,
eða núna eftir helgina. Skiljanlega
er Alda spennt yfir því.
„Sérstaklega bíð ég spennt eftir
breska listanum sem kemur út 23.
ágúst, sunnudaginn eftir viku. Sjálf
fæ ég að vita útkomuna tveimur
dögum áður og get varla beðið. Það
eru allir búnir að segja okkur að
lagið stökkvi beint í hóp fimm efstu
en ég reyni að halda mér enn á jörð-
inni,“ segir hún.
Aðspurð hvort draumurinn sem
hún hafði með sér í farteskinu til
London væri að rætast segist Alda
vona það. Hún vill þó sjá til þar til
breski listinn birtist þann 23. Útlitið
sé að minnsta kosti gott. „Kannski
Þekkirðu Björk?
Tónlistarbransinn í London er
líklega einn sá erflðasti í heimi.
Þangað streyma listamennirnir og
taka þátt i stóra lottóinu. Alda seg-
ist aldrei hafa farið út hefði hún vit-
að hversu erfitt þetta er.
„Að fá einhvem til að hlusta á
demóið er erfitt og að fá plötusamn-
ing er enn erfiðara. En þó að hann
sé í höfn þá er heimsfrægðin ekki
handan við hornið. Margir kubbar
í púsluspilinu verða að hitta sam-
an á sama tíma.“
Hvort það hafi hjálpað henni
eitthvað að vera frá íslandi líkt og
Björk segist Alda varla geta sagt
það. Það hljómi kannski áhugavert
í nokkrar sekúndur en síðan ekki
meir. Plötusamningar komi ekki
sjálfkrafa með því að segjast vera
frá íslandi. Þú verðir að hafa eitt-
hvað fram að færa.
„Ég er búin að vera í viðtölum í
blöðum, útvarpi og sjónvarpi og
allir vilja tala um ísland. Mér
finnst það líka skemmtilegt og geri
mikið mál úr því. Ég tala oft um
tröll og íslendingasögurnar og allir
halda að sjálfsögðu að ég sé snar-
rugluð," segir Alda og hlær en
vegna hársins hefur tröllaímyndin
fest við hana. Til marks um það
hefur hún alltaf lítil tröll með sér í
ferðatöskunum
Af skiljanlegum ástæðum kynn-
ir eða markaðssetur hún sig ekki
undir fullu nafni, Alda Björk Ólafs-
dóttir, heldur notar eingöngu Alda.
Hún segir Bretana eiga nógu erfitt
með að bera það fram. „Björk“
Albúm smáskífunnar sem væntanleg er í
plötuverslanir í Bretlandi eftir helgina. Nú þegar hafa selst hátt f
200 þúsund eintök af plötunni f forsölu þannig að lagið á eftir að ná hátt á
breska listanum. Þeir sem vilja fræðast nánar um Öldu geta kynnt sér
heimasíðu hennar. Slóðin er: http://www.alda.is
stendur að sjálfsögðu ekki i þeim.
Alda er stundum spurð hvort hún
þekki ekki nöfnu sína en reyndar
finnst henni minna um það en hún
átti von á.
„Þegar lætin byrjuðu hjá mér hélt
ég að allir myndu spyrja um Björk
en svo hefur ekki verið. Enda er
Björk bara Björk og ég er bara Alda.
Svo einfalt er það.“
Söng fyrir Stormsker
„Bara Alda,“ segir hún, stúlkan
sem fæddist í Kópavoginum 1966
en ólst upp í Reykjavík. Hún er elst
þriggja barna Ólafs Þórs Tryggva-
sonar og Svanhvítar Erlu Hlöð-
versdóttur, sem eitt sinn ráku
verslunina VPK í Vesturgötu.
Systkinin eru Sigrún Björk og
Hlöðver Þór. Þrettán ára fluttist
hún með fjölskyldunni til Svíþjóð-
ar og bjó þar um skeið. Kom aftur
til íslands og byrjaði snemma að
syngja með hinum ýmsu hljóm-
sveitum. Árið 1987 stofnaði hún
Stjórnina með Grétari Örvars, eins
og áður sagði, en einnig var hún í
sveitum með tónlistarmönnum
eins og Mána Svavarssyni og
Sveini Kjartanssyni. Þá hefur hún
sungið mörg lög fyrir Sverri
Stormsker, t.d. Bless, Búum til
betri börn og Vömbin þagnar. Eft-
ir að hún flutti til London hefur
hún ekkert unnið með íslenskum
tónlistarmönmnn, að undanskildu
einu lagi sem hún söng fyrir
Stormskerið.
Músík og aftur músík
„Ég hef eingöngu einbeitt mér að
ferlinum í London. Við Malcolm
höfum fórnað gríðarlega miklu til
að ná þangað sem við höfum náð.
Lífið snýst um músíkina, ekkert
annað kemst að. Oft hefur á móti
blásið en við höfum aldrei gefist
upp. Þau hafa verið nokkur nei-in
sem við höfum fengið að heyra og
væntingar oft breyst í vonbrigði.
Éinhvern veg-
inn höfum við staðið
upp og haldið áfrarn," segir Alda
sem þessa dagana heyrir mun oft-
ar en áður ,já“ þegar í völundar-
hús tónlistarmarkaðarins er kom-
ið.
Eftir að á plötusamning er kom-
ið hjá stóru fyrirtæki líkt og Wild
Star þá mætti ætla að þrýstingur
aukist um að þau komi stöðugt
með nýja og nýja smelli. Alda seg-
ist ekki óttast þennan þrýsting,
þau Malcolm eigi heilan helling af
lögum á lager auk þess sem hann
sé mjög klár lagahöfundur.
Getur ekki verið betra
Fyrst svona vel gengur sem sóló-
isti er ekki fráleitt að spyrja hvort
það hafi verið mistök að eyða
fyrstu árunum í London með öðr-
um í hljómsveit. Alda er ekki sam-
mála þessu og telur þetta hennar
örlög. Hún hafi þurft að ganga I
gegnum þessa reynslu til að kom-
ast á þann stað sem hún er á núna.
„Ég tek allt öðruvísi á hlutunum
núna en ég gerði áöur. Syng á tón-
leikum og fer í viðtöl án þess að
vera vitund stressuð. Ég er heldur
ekki viss um hvað hefði gerst hefði
ég fengið stóra tækifærið fyrir
fimm árum. Þá hefðum við líklega
ekki haft frábæra plötu tilbúna,“
segir Alda.
Hún segist varla geta lýst því
hvað þau voru heppin að ná samn-
ingi við Wild Star. Þetta sé eina
fyrirtækið sem geti tryggt tónlist-
armanninum mikla spilun í út-
varpi, þ.e. á stöðinni Capitol Radio.
„Plötufyrirtæki eins og Warner,
Sony, IMA eða Virgin geta alls
ekki tryggt þér mikla útvarpsspil-
un í Bretlandi. Wild Star á þar
vinninginn,“ segir Alda sem er að-
eins ein þriggja söngkvenna sem
eru á samningi hjá fyrirtækinu.
Það er stefna Wild Star að hafa fáa
en góða listamenn á sínum snær-
um. „Þetta getur ekki verið betra,“
segir söngkonan íslenska og hefur
líklega aldrei áður verið jafn ham-
ingjusöm.
Verkefnin fram undan hjá Öldu
og Malcolm eru æði mörg. Fyrir
utan viðtöl í fjölmiðlum eru það
tónleikar og aftur tónleikar því
fylgja þarf útkomu smáskífunnar
eftir af fullum krafti. Skömmu eft-
ir að við töluðum við hana fór hún
til Skotlands vegna upptöku fyrir
sjónvarpsþátt og í dag lá leiðin til
Þýskalands til að koma þar fram á
tónleikum í beinni útsendingu.
Alda reiknar með að vera með
annan fótinn í Þýskalandi á næst-
unni til að koma sér á framfæri
þar.
„Kannski kemst ég til íslands
einhvern tímann í haust til að
anda að mér fersku lofti áður en
lætin byrja á ný vegna breiðskíf-
unnar,“ segir þessi eldhressa söng-
kona sem áreiðanlega hefur ekki
sungið sitt síðasta. -bjb