Dagblaðið Vísir - DV - 15.08.1998, Blaðsíða 4
4
fréttir
LAUGARDAGUR 15. ÁGÚST 1998 J3'V
Yfirdýralæknir ráðleggur Norðlendingum nánast að vakta folaldsmerar:
stuttar fréttir
Lækning komi skjótt
- ef þær veikjast, annars fer illa - fyrirbyggjandi að láta hrossin drekka
„Á meðan sóttin gengur yflr
þarna fyrir norðan verður að
auka eftirlit þar með hrossum.
Það þarf að fylgjast mjög vel með
merum sem eru kastaðar. í raun
að vaka yfir þeim dag og nótt eins
og nýbornum ám. Ef þær verða
klumsa vegna hitasóttarinnar á
að hafa samband við dýralækni
strax. Það er lækning við sóttinni
en hún þarf að koma skjótt. Ann-
ars getur farið illa,“ sagði Halldór
Runólfsson yfirdýralæknir við
DV um hitasóttina sem nú herjar
illa á folaldsmerar í Húnavatns-
sýslum og víðar á Norðurlandi.
í kjölfar fréttar DV í vikunni
um a.m.k. 30 dauðar folaldsmerar
í A-Húnavatnssýslu, þar af sex á
einum bæ, ræddi Halldór við
dýralækna nyrðra. „Þetta er
óskemmtilegt. En þetta er eins og
vitað var að mjólkandi merar
gætu farið verst út úr hitasótt-
inni,“ sagði Halldór. „Við vorum
búnir að vara við þessu. Það er
„Það er lækning við sóttinni en hún þarf að koma skjótt," sagði Halldór
Runólfsson yfirdýralæknir um hitasóttina sem nú herjar illa á folaldsmer-
ar í Húnavatnssýslum og víðar á Norðurlandi. DV-mynd Birgir
mikilvægt að fylgjast með hross-
unum sem allra best.
Það er mjög fyrirbyggjandi at-
riði að hrossin fái nóg af vatni.
Þau þurfa að drekka mjög mikið.
Þegar hrossin fá sóttina stífna
þau upp, það lokast á þeim kjaft-
urinn og þau geta hvorki drukkið
né étið.
Þá þarf að koma kalki í hrossin
- vatnið og AB-mjólk eru fyrir-
byggjandi aðgerðir. Sýklalyf hafa
hins vegar ekkert að segja í þenn-
an vírus sem aðra nema önnur
veiki sé komin með hitasóttinni,“
sagði Halldór.
Hann sagði að þótt sóttin virð-
ist leggjast verr í hross fyrir norð-
an en hún gerði þegar hún geisaði
sunnanlands þá sé ekki um það
að ræða að hitasóttarvírusinn sé
að breyta sér. „Menn vissu fyrir-
fram að sóttin gæti lagst verst í
folaldsmerar," sagði yfirdýra-
læknir.
-Ótt
Útflutningur til nokkurra Asíulanda
- flskur sem hlutfall af heildarútflutningi er sýndur sem % -
íslendinpr eiga í vaxandi mæli viöskipti við Asíuþjóðir:
Utflutningur til
Taívans og Kína
eykst mikið
Úflutningur á fiskafurðum til Taí-
vans hefúr aukist jafnt og þétt á síð-
ustu þremur árum eftir því sem fram
kemur í skýrslu Hagstofu íslands um
útflutning Islendinga. Árið 1995 var
flutt út fyrir 1858 milljónir, árið 1996
fyrir 1972 milljónir og á síðasta ári
nam útflutningur alls 2041 milljóna
króna. Er fiskur langstærsti hluti alls
útflutningsins, eða 99,1 prósent. Búist
er viö að útflutningur komi til með að
aukast jafnt og þétt á næstu árum,
ekki síst eftir komu taívönsku sendi-
nefndarinnar hingað til lands og vænt-
anlega fór íslenskrar viðskiptasendi-
nefhdar til Taívans í lok október. Vit-
að er að Taívanar hafa mikinn áhuga
á íslenskum sjávarafurðum og ekki
síst tölvuhugbúnaði tengdum sjávarút-
vegi. Útflutningur til Japans hefur
dregist nokkuð saman frá árinu 1995
en þá nam hann 13.232 mifljónum.
Hann fór svo niður í 12.369 mifljónir
árið 1996 og svo afla leið niður í 8.696 á
síðasta ári. Mikil samkeppni er á fisk-
markaðnum á heimsvísu og er talið að
sífellt fleiri sæki inn á Japansmarkað.
Skýrir það hina miklu lækkun á þessu
markaði. Úflutningur hefúr verið að
aukast til Kina jafnt og þétt síðustu ár,
aílt frá 164 milljónum árið 1995 upp í
526 milljónir árið 1997. Skv. heimildum
DV hefur svo enn frekari aukning orð-
ið á útflutningi til Kína fyrri hluta
þessa árs. íslensk sendinefnd mun
einnig heimsækja Kína í lok október.
Aðallega er um að ræða sölu á
rækju og loðnu. íslensk fyrirtæki hafa
ekki átt í miklum viðskiptum við
Kóreuog hafa þau farið minnkandi
síðustu ár og eru ekki bundnar mikl-
ar vonir við þann markað. -hb
Taívanska sendinefndin fyrir framan höfuðstöðvar ísienskra sjávarafurða.
Mikill áhugi er hjá Taívönunum á frekari viðskiptum við ísland. DV-mynd S.
Apple-umboðið hf.:
Var metið á
50 milljónir
Samkvæmt heimildum DV mátu
eigendur Apple-umboðsins við-
skiptavild fyrirtækis síns upp á
rúmlega 50 milljónir króna í upp-
hafi samningaumleitana ACO hf.
um kaup eða samruna fyrirtækj-
anna. Bjami Ákason, framkvæmda-
stjóri ACO, vildi í morgun hvorki
staðfesta né afneita þessari tölu.
Eins og fram hefur komið tókust
samningar ekki og málinu lyktaði
þannig aö ACO fékk umboðið beint
frá Evrópudeild Apple en Apple-um-
boðið hf. hefur veriö lýst gjaldþrota
ásamt Radíóbúðinni og Bónus rad-
íói sem eru í eigu sömu aðila.
Fyrsta Apple-tölvusendingin til
ACO kom til landsins með flugi í
nótt og er væntanleg í verslun fyrir-
tækisins nú í dag. Bjami segir að
viðbrögð Apple-Macintosh-eigenda
við nýjum umboðsaðila Apple hafl
verið mjög sterk og jákvæð og fólk
hafl greinilega beðið hinnar nýju
tölvulínu með mikilli eftirvænt-
ingu. -SÁ
Hagyrðingamót
á Seyðisfirði
DV, Seyöisfirði:
Hið árlega landsmót hagyrðinga
verður haldið í Herðubreið á Seyðis-
flrði 15. ágúst nk. Nafnkunnir hag-
yrðingar víðs vegar af landinu
munu kveða hver annan í kútinn
svo stíft að menn munu vart vatni
halda. Hákon Aðalsteinsson verður
veislustjóri og sýndi hann fram-
kvæmdastjóram Á Seyði hvemig
vemir menn snara fram vísu án þess
að roðna hið minnsta og fær hún að
fljóta með.
Gamla kroppinn gleddi mest
glaður mjög ég yröi
ef ég gœti faðmaó flest
fljóð á Seyðisfirói.
Árni Mathiesen:
Ein af mörgum
hugmyndum
„Þessi hugmynd er ein af mörgum
sem hafa verið ræddar. Ég útiloka
hana ekki. Ég veit ekki hversu lík-
leg hún er en ákvörðun verður tek-
in í samhengi við aðrar ákvarðanir
varðandi sölu á bönkunum. Meira
er ekki hægt að segja um þetta mál
að svo stöddu," segir Ámi
Mathiesen alþingismaður aðspurður
um kaup íslandsbanka á Búnaðar-
bankanum. -RR
Búist er við að um eða yfir 200
manns komi á mótið. 1 boði verður
28 rétta hlaðborð, söngur, glens og
grín að hætti Seyðfirðinga en Vík-
ingasveitin frá Hafnarfirði mun sjá
um danstónlistina,
Fjöimargar listsýningar era víða
um Seyðisfjaröarkaupstaö en þeim
lýkur 16. ágúst.
Dagana 15. og 16. ágúst verður
aukasýning á þríviðum verkum
leikskólabarna á Austurlandi sem
unnin era úr mjölpokum, fiskiköss-
um og umbúðum utan af neysluvör-
um heimilanna. Verkin voru send
inn til sýningar á menningardegi
barna. Þátttakendur vora frá leik-
skólanum Hádegishöfða í Fellabæ,
Sólvöllum á Seyðisfirði og leikskól-
anum á Djúpavogi.
Ný stjórn ísiandspósts
Bjöm Jósef
Amviðarson,
sýslumaður á
Akureyri, er
orðinn stjómar-
formaður ís-
landspósts hf.,
en Jenný Stefan-
ía Jensdóttir,
fráfarandi formaður, hefur látið af
setu í stjóminni að eigin ósk þar
sem hún er að flytjast úr landi.
Jón Ásbergsson framkvæmda-
stjóri hefur tekið sæti í stjóm fyr-
irtækisins.
Hross með Norrænu
Tuttugu og fjögm- hross vom flutt
út með ferjunni Norrænu sl.
fimmtudagsmorgun. Flest hafa ver-
ið seld til Danmerkur en nokkur
fara til Þýskalands. Hrossin vom öll
í 10 daga í sóttkví vegna hrossasótt-
arinnar. Bylgjan sagði frá
22,5 milljóna gróði
Hagnaður af rekstri Lyfiaversl-
unar íslands hf. var 22,5 mifljónir
króna á iyrstu sex mánuðum ársins
samkvæmt árshlutareikningi 30.
júní 1998. Það er í samræmi við
rekstraráætlun ársins. Á sama tíma
í fyrra nam hagnaðurinn 24,4 millj-
ónum. Morgunblaðið sagði frá.
Gleraugu á Esjuna
Stefán Geir Karlsson myndhst-
armaður hefur sótt um styrk til
þess að setja risastór gleraugu á
Esjuna. Tilefnið er að Reykjavík
verðm' ein af menningarborgum
Evrópu árið 2000.
Tilboðið gott
í Morgun-
komi Fjárfest-
ingarbanka at-
vinnulifsins
segir að í fljótu
bragði virðist
kauptilboð ís-
landsbanka í
Búnaðarbanka
vera nokkuð gott. íslandsbanki
bjóði verð sem samsvari 1,82 sinn-
um bókfært eigið fe. Bankastjóri
Fjárfestingarbankans er Bjami Ár-
mannsson.
Heimboð bænda
Bændur á 24 bæjum viðs vegar
um landið bjóða heim öllum sem
koma vilja til þeirra á sunnudag-
inn kl. 13-20. Þetta er fimmta sum-
arið sem shkt heimboð stendur.
Þaö er hugsað til þess að gefa þétt-
býlisbúum innsýn í búrekstur og
sveitalíf, segir í frétt frá Upplýs-
ingaþjónustu landbúnaðarins.
Breytingar í New York
Flugleiðir
verða að flytja af-
greiðslu sína á
Kennedyflugvehi
í New York á
næstunni. Verið
er að breyta hús-
inu þar sem hún
er nú. TO boða
stendur að vera þar áfram eða að
semja við annað flugfélag um að
taka við afgreiðslunni. Rætt hefur
verið við flugfélög um það, m.a.
British Airways, að sögn Einars
Sigurðssonar framkvæmdastjóra
við viðskiptavef Vísis.
270 stöðvaðir
Lögreglan í Reykjavík stöðvaði
270 ökumenn í umferöarátaki sem
stóð frá klukkan 01.30 til klukkan
03.00 í nótt. Fimm ökumenn reynd-
ust ökuskírteinislausir, einn var
staðinn að því að aka gegn rauðu
Ijósi og þrír voru grunaðir um ölv-
un við akstur. Einn þeirra mældist
undir leyfflegum mörkum en
ákæra verður gefin út á hendur
hinum tveimur.
Kolrassa í Manchester
íslenska hijómsveitin Bellatrix,
sem margir þekkja undir nafhinu
Kolrassa krókríðandi, mun á næst-
unni spha á tónlistarráðstefiiunni
In the City sem haldin er árlega í
Manchester í Englandi. Sam-
kvæmt fréttatilkynningu frá Beha-
trix hafa sveitir eins og Oasis,
Elastica og Kula Shaker vakið
fyrst á sér athygli á In the City-ráð-
stefnunni í Manchester. -SÁ