Dagblaðið Vísir - DV - 15.08.1998, Blaðsíða 27

Dagblaðið Vísir - DV - 15.08.1998, Blaðsíða 27
LAUGARDAGUR 15. ÁGÚST 1998 idðtal 27 'Sf.esPA Jt Vandaðar & ódýrar Þrepadælur Brunndælur Nýjungar hjá Vald. Poulser Siióurlnmlsbriiul 10. Sitni 568 6499 l'ux 568 0539 Hvimasiðu httpi/wimv.poulsvn th—Btriffiiirnrr TmiMMíttr „í sögunni bar dauða móðurinnar og heimiiiskattarins að með furðulegum hætti. Sumir sem lesið höfðu söguna veltu fyrir sér hvort móðir mín væri látin og hvort ég hefði átt kött.“ DV-mynd E.ÓI. Einar Örn Gunnarsson rithöfundur styrktur á þýsku listasetri: Já. það, en við hvað vinnurðu? Undanfarna þrjá mánuöi hefur Einar Örn Gunnarsson dvalið á listamannasetri í Schöppingen í Þýskalandi. Hann er hér heima í stuttan tíma áöur en hann heldur aftur til Þýskalands og klár- ar seinni helming styrktíma- bilsins. Á hverju ári er sjö rit- höfundum og sjö myndlistar- mönnum boöiö aö dvelja á setrinu og er Einar einn þeirra en alls bárust 606 um- sóknir frá 19 þjóölöndum um styrkinn. Rithöfundar hljóta sex mánaóa laun en mynd- listarmenn níu. Frá því árið 1991 hefur Einar Örn verið meira og minna búsettur í Kaupmannahöfn. Eftir hann hafa komið út þrjár skáldsögur, Næðing- ur, Benjamín og Draugasinfónían, en um næstu jól kemur skáldsagan Tár paradísarfuglsins út hjá Ormstungu. Tár paradísarfuglsins hefur verið þýdd á þýsku og verður gefin út í Þýskalandi á næsta ári. „Ég heyrði fyrst af listamannasetr- inu í Schöppingen þegar ég var á ferðalagi með vini mínum, Ásgeiri Smára Einarssyni myndlistarmanni, í tilefni af opnun sýningar hans í ná- grannaborginni Bocholt. Ég hafði unnið töluvert að undirbúningi þeirrar sýningar og ritað texta í sýn- ingarskrá. Við Ásgeir Smári dvöldum í Schöppingen í fáeinar nætur, hann á Kúnstlerdorf en ég á hóteli þar skammt frá. Mér leist vel á staðinn og varð mér úti um umsóknargögn. Eitt af því sem óskað var eftir í um- sókn var hluti af verki sem umsækj- andi væri að vinna að. Ég tók brot af leikverki sem ég var með í smíðum og fékk gamlan skólabróður og vin, Daníel Edelstein, til að þýða það. Það kom mér skemmtÚega á óvart þegar mér var tilkynnt að ég hefði hlotið þennan styrk.“ Ný mið Einar Örn hefur fram að þessu lagt mesta áherslu á skáldsöguform- ið en hefur nú leitað á ný mið. Hann er að skrifa leikrit. „Mig hefur lengi langað til að skrifa leikrit og kvikmyndahandrit. Ég hef skrifað fjórar skáldsögur og því finnst mér skemmtileg tilbreyt- ing að fást við leikritun. Þetta er ólíkt form með öðrum áherslum. Á tímabili var ég kominn á þá skoðun að breyta leikverkinu í skáldsögu þar sem mér fannst ég ekki þekkja eðli leikhússins nægjanlega þó ég hafi lesið töluvert af leikritum, far- ið í leikhús og markvisst kynnt mér leikhúsið. í skáldsögunni má matreiöa atrið- in ofan í lesandann með því að lýsa beinlínis umhverfi, aðstæðum og jafnvel tilfinningum persóna. Við leikritun verður slikum aðferðum aðeins beitt með takmörkuðum hætti. Þar býr svo margt á milli lín- anna, í hinu ósagða. Ég hef skrifað handrit að stutt- mynd ásamt Jónasi Knútssyni kvik- myndagerðarmanni og við höfum fengið það þýtt yfir á ensku, dönsku og þýsku. Handritið er unnið upp úr smásögu sem ég skrifaði á sinum tíma og fjallar um ungan myndlista- mann sem lifir í blekkingarveröld." Aðeins Laxness Einari Erni finnst viðhorf til þeirra sem skrifa hérlendis i marga staði undarlegt. „Þegar verið var að prenta aðra skáldsögu mina kom kona í heim- sókn til foreldra minna. Hún er að mörgu leyti fulltrúi ríkjandi við- horfa. Ég tilkynnti henni stoltur að skáldsaga eftir mig væri væntanleg á markaðinn og þá spurði hún tóm- um augum: „Já, en fyrir utan það. Við hvað vinnurðu?" Fáir líta á skáldskaparskrif sem fag. Það er eins og menn geti ekki valið sér rit- höfundarstarfið sem hvert annað starf líkt og blaðamennsku eða múr- araiðn. íslenska þjóðarsálin hefur aðeins átt einn rithöfund á þessari öld og það er Halldór Laxness. Þjóö- in sér og skynjar bókmenntir í gegnum verk hans. Stundum ber á þeirri skoðun að sá sem tekur sér penna í hönd og párar skáldsögu sé að reyna að verða nýr Laxness. Þessa viðhorfs gætir ekki í mynd- listinni, það er að menn séu grunað- ir um að reyna að verða nýr Kjarval eða Svavar Guðnason. Stór hluti íslendinga hefur óskaplega þröngt sjónarhorn á bókmenntir þó að þetta sé bóka- þjóðin mikla. Ég hef það oft á til- finningunni að vel skrifaðar bankabækur séu teknar langt fram yfir allar aðrar bækur. ,Áttu kött?1 í þessu litla samfélagi eiga lesend- ur áberandi erfitt með að skilja að höfund og verk. Ég rak mig skemmtilega á það árið 1986 þegar smásaga min Bréf til Mömmu kom út. Sagan fjallaði um geðveikan mann sem skrifaði látinni móður sinni játningabréf. Þegar hún kom út fékk ég undarlegustu spurningar um líf mitt og sögusagnimar voru með ólíkindum. í sögimni bar dauða móðurinnar og heimiliskattarins að með furðulegum hætti. Sumir sem lesið höfðu söguna veltu fyrir sér hvort móðir mín væri látin og hvort ég hefði átt kött. Það gefur augaleið að fátt er óhollara fyrir unga höfunda en að vinna í slíku umhverfi. Af þeirri ástæðu hef ég meðal annars haldið mig fyrir utan landsteinana stóran hluta hvers árs.“ -sm Húsbréf Utdráttur húsbréfa Nú hefur farið fram útdráttur húsbréfa í eftirtöldum flokkum: 1. flokki 1991 - 27. útdráttur 3. flokki 1991 - 24. útdráttur 1. flokki 1992 - 23. útdráttur 2. flokki 1992 - 22. útdráttur 1. flokki 1993 - 18. útdráttur 3. flokki 1993 1. flokki 1994 1. flokki 1995 1. flokki 1996 2. flokki 1996 3. flokki 1996 16. útdráttur 15. útdráttur 12. útdráttur 9. útdráttur 9. útdráttur 9. útdráttur Koma þessi bréf til innlausnar 15. október 1998. Öll númerin verða birt í Lögbirtingablaðinu. Auk þess eru númer úr fjórum fyrsttöldu flokkunum hér að ofan birt í dagblaðinu Degi laugardaginn 15. ágúst. Upplýsingar um útdregin húsbréf liggja frammi hjá Húsnæðisstofnun ríkisins, á Húsnæðis- skrifstofunni á Akureyri, í bönkum, sparisjóðum og verðbréfafyrirtækjum. CHÚSNÆÐISSTOFNUN RÍKISINS HÚSBRÉFAOEILD • SUÐURLANDSBRAUT 24 • 108 REYKJAVÍK • SÍMI 569 6900 e»REMBRðNirVmilÁUNI IMfii þá myndi hann Saeðanna vesna láta framkalla sínar myndir hjá MYNDSÝN ílÉé . 'Sm&' hlsir með! Samdægurs á höfuðborgarsvæöinu ^ Myndgýh Umboðsmenn um land allt: Bókabúð Böðvars, Hafnarfirði Skalli, Selfossi Skalli, Laugalæk Skalli, Hraunbæ Stjarnan, Langholtsvegi Bóksala Stúdenta Gullnesti, Grafavogi Vídeóljónið, Dunhaga Bókabúðin Hlemmi Toppmyndir, Breiðholti
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.