Dagblaðið Vísir - DV - 15.08.1998, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 15.08.1998, Blaðsíða 14
LAUGARDAGUR 15. AGUST 1998 Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: EYJÓLFUR SVEINSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ÖSSUR SKARPHÉÐINSSON Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjóri: PÁLL ÞORSTEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift: ÞVERHOLT111,105 RVÍK, SÍMI: 550 5000 FAX: Auglýsingar: 550 5727 - RITSTJÓRN: 550 5020 - Aðrar deildir: 550 5999 GRÆN númer: Auglýsingar: 800 5550. Áskrift: 800 5777 Stafræn útgáfa: Heimasíða: http://www.skyrr.is/dv/ Visir, netútgáfa Frjálsrar fjölmiölunar: http://www.visir.is Ritstjórn: dvritst@centrum.is - Auglýsingar: dvaugl@centrum.is. - Dreifing: dvdreif@centrum.is AKUREYRI: Strandgata 25, sími: 462 5013, blaðam.: 462 6613, fax: 461 1605 Setning og umbrot: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Filmu- og plötugerð: l'SAFOLDARPRENTSMIÐJA HF. - Prentun: ÁRVAKUR HF. Áskriftarverð á mánuði 1800 kr. m. vsk. Lausasöluverð 160 kr. m. vsk., Helgarblað 220 kr. m. vsk. DV áskílur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins f stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Einkaleyfi og útboð Liöin er sú tíð, aö einu fyrirtæki var gefiö einkaleyfi á smásölu mjólkur og mjólkurvóru í Reykjavík. Þessi kreppuarfur var lagöur niður, þegar hversdagsleg hag- fræði hélt innreið sína í þjóðmálin og menn áttuðu sig á, að einkaleyfi eru þjóðhagslega óhagkvæm. Þannig hafa einkaleyfi í farþegaflugi verið lögð niður, bæði innanlands og milli landa. Afnám þeirra var enn harðsóttara en í mjólkinni, því að stjórnmálamenn allra flokka gættu hópum saman sérhagsmuna einkaleyfis- hafans og neituðu að gæta almannahagsmuna. Enn eru til leifar einkaleyfa. Til dæmis eru sérleyfi veitt til fólksflutninga með áætlunarbílum, þótt hagfræð- in segi, að þau leiði til hærri fargjalda. Slík sérleyfi yrðu aldrei tekin upp nú á tímum, en skrimta enn, af því að erfitt er að losna við gamla hagsmunagæzlu. Stundum hafa fjölþjóðlegir samningar og samtök kom- ið íslenzkum almannahagsmunum til hjálpar gegn sér- hagsmunum. Þannig neyddust ráðamenn þjóðarinnar til að afnema einkaleyfi í farþegaflugi og þannig verður barizt gegn einkaleyfi íslenzkrar erfðagreiningar. Einkaleyfum er stundum skipt upp milli margra aðila eftir ákveðnum reglum. Sérleyfi áætlunarbíla og leigu- bíla eru gömul dæmi um það. Þekktasta dæmið er kvót- inn í sjávarútvegi, þar sem auðlindum hafsins var skipt upp og þær gefnar þröngum hópi útgerðarfyrirtækja. Innan ýmissa stjórnmálaflokka er vaxandi andstaða við þetta framsal auðlinda, stofnuð hafa verið samtök gegn því og boðað nýtt stjórnmálaafl með andstöðu við kvótann að hornsteini. Engum blöðum er um að fletta, að einkaleyfi kvótakerfisins á í vök að verjast. Svo snýst dæmið snögglega við. Ráðamenn þjóðarinn- ar hafa ákveðið að gefa afkvæmi bandarísks fyrirtækis einkaleyfi til að reka miðlægan gagnagrunn heilbrigðis- mála. Þar á ofan gerist það enn furðulegra, að almenn- ingur styður gjöfina samkvæmt skoðanakönnun. Þetta einkaleyfi er í ætt við hin gömlu og úreltu einka- leyfi, sem rakin voru hér að ofan og jafngildir því, að rík- ið taki upp afturhvarf til fortíðar og veiti til dæmis ein- um aðila einkaleyfi til rekstrar útvarps og sjónvarps. Enda stenzt einkaleyfið tæpast fjölþjóðareglur. Einkaleyfi íslenzkrar erfðagreiningar er óskylt einka- leyfum þeim, sem uppfmningamenn geta sótt um hjá þar til gerðum emkaleyfastofum hins opinbera. íslenzk erfðagreining hefur ekki sótt um einkaleyfi af því tagi, enda er ekki um neina uppfinningu að ræða. Ef ráðamenn þjóðarinnar telja, að veiting einkaleyfis geri miðlægan gagnagrunn heilbrigðismála verðmætari en ella, geta þeir reynt að bjóða út leyfið og afhent þeim, sem bezt býður. Það er algild aðferð markaðshagkeríis- ins til að fmna, hvert sé verðgildi hlutanna. Útboð eru eina hagfræðilega rétta aðferðin til að finna hversu verðmætar ríkis- eða þjóðareigur eru. Þannig er skynsamlegt að bjóða út veiðikvótann og gagnagrunn- inn, svo og að haga útboðsreglum þannig, að sem allra flestir geti boðið í hann sem allra hæst verð. Hitt er svo annað mál, hvort ríkið á það, sem það hyggst gefa gæludýri sínu frá Delaware í Bandaríkjun- um, en ætti að bjóða út. Samkvæmt lögum frá í fyrra eiga sjúklingar upplýsingar í sjúkraskrám sínum, en ekki hinar opinberu stofnanir, sem geyma skrárnar; Sé um að ræða verðmæta eign, sem ríkið má ráðskast með, er ekkert vit í öðru en að efna til útboðs gagna- grunnsins á þann hátt, að sem allra hæst tilboð berist. Jónas Kristjánsson Alþjóðlegt stjórnleysi Sjaldan hefur hlutverk Sameinuðu þjóðanna í alþjóðastjórnmálum verið eins óljóst og nú. Á dögum kalda stríðsins gekk hagsmunapólitík risa- veldanna fyrir stjórnmálastarfi þess- ara heimssamtaka. Sameinuðu þjóð- irnar urðu oft og tíðum að hentugum áróðursvettvangi á 5., 6. og 7. áratugn- um. Níkíta Khrústjoff, leiðtogi Sovét- ríkjanna, tók agndofa þingheim í kennslustund í mannasiðum árið 1960 með því að taka af sér annan skóinn og berja honum í borðið til að láta óá- nægju sína í ljósi. Og það var í Örygg- isráði Sameinuðu þjóðanna sem Bandaríkjamenn mótmæltu fyrst inn- rás Sovétmanna í Ungverjaland árið 1956 og skýrðu frá því að Sovétmenn hefðu komið fyrir kjarnorkuvopnum á Kúbu árið 1962. Á 7. áratugnum brá svo við að fyrrum nýlenduríki Vestur- veldanna nýttu sér nýfengið frelsi í krafti meirihluta síns á allsherjar- þinginu til að vekja athygli á baráttu- málum sínum. Oftar en ekki var mál- flutningi þeirra beint gegn Bandaríkj- unum og bandalagsríkjum þeirra. Smáríkin (og Sovétmenn) unnu vissu- lega áróðurssigra á alþjóðavettvangi með þessu herbragði, en pólitísk áhrif Sameinuðu þjóðanna sém stofhunar minnkuðu að sama skapi. í Bandaríkj- unum tók að bera á harðri andstöðu gegn Sameinuðu þjóðunum og hún lif- ir enn góðu lífi. Bandarísk stjórnvöld verða ávallt að taka tillit til þessarar hugarfarsbreytingar, ekki síst eftir að repúblikanar náðu meirihluta á Bandaríkjaþingi. Hlutverk Sameinuðu Eftir endalok kalda stríðsins hafa stórveldin lítið gert til að skilgreina verksviö Sameinuðu þjóðanna, ekki síst eftir þá gagnrýni sem kom fram eftir afskipti þeirra af átökum í Bosníu og Sómalíu. Clinton og Kofi Annan takast í hendur í höfuðstöðvum SÞ. Reuter þjóðanna Eftir að kalda striðinu lauk hafa stórþjóðirnar átt í stökustu erfiðleik- um með að skilgreina verksvið Sam- einuðu þjóðanna. í upphafi gætti mik- illar bjartsýni: George Bush, fyrrver- andi Bandaríkjaforseti, boðaði nýja al- þjóðaskipan og í tíð sinni sem sendi- herra Bandaríkjanna hjá Sameinuðu þjóðunum lýsti Madeleine Albright yfir því að dagar samstóðunnar væru runnir upp í Öryggisráðinu. Fyrrver- andi andstæðingar stóðu saman að því að brjóta á bak aftur innrás Saddams Husseins í Kúveit. Og fyrr en varði voru Sameinuðu þjóðirnar farnar að hafa bein afskipti af ófriði 1 Angóla, Sómalíu, Kampútseu, Bosníu, Mósam- bík, Georgíu og víðar. Einn stór galli var á gjöf Njarðar: Þessar aðgerðir voru af allt öðrum toga en tíðkast höfðu í friðargæslustarfi Sameinuðu þjóðanna fram að þessu. Áður fyrr var meginmarkmiðið að koma í veg fyrir átök milli ríkja með samþykki deiluaðila. Nú gekk umboðiö mun lengra: Liðsveitir undir stjórn Sameinuðu þjóðanna tóku aö sér að friðþægja ein- ræðisherra, hryðjuverkamenn og leiðtoga þjóðar- brota. í sumum tilvikum endaði þetta með skelfingu, eins og í Sómalíu, Bosníu og Rúanda. Sameinuðu þjóðirnar voru engan veginn í stakk búnar til að sinna þessi nýja hlutverki sínu, enda höfðu þær hvorki fjármagn né mannafla til þess. Meðan á kalda stríðinu stóð höfðu liðsveitir Sameinuðu þjóðanna ekki heimild til að beita vopnavaldi. Hvernig var unnt aö ætlast til þess að þær væru skyndilega færar um slíkt eftir að því lauk? Qfíoðanir annarra Blóraböggull í alþjóðamál- um? Erlend tíðindi Að undanförnu hefur samstaða stórþjóðanna í Öryggisráðinu tek- ið að molna. Það á ekki síst við um aðgerðir í Bosníu, írak og Kosovo. Bandaríkjamenn vilja hvorki né geta tekið að sér lög- regluhlutverk í alþjóðamálum, þótt þau séu eina risaveldið í breyttum heimi. Það hefur lika komið í ljós að forræði þeirra á heimsvísu eru takmörk sett, eins og kjarnorkusprengingar Indverja og Pakistana ber glóggt vitni um. Bandaríkjamenn björguðu vissu- lega málum í Bosníu og áttu allan heiðurinn af Dayton-samkomulag- inu. En þeir hófu ekki bein af- skipti af stríðinu fyrr en tvö hund- ruð þúsund manns höfðu látið lífið og þrjár millj- ónir flúið heimili sín. Atlantshafsbandalagið býður heldur ekki upp á neina töfralausn í alþjóðamálum. Þótt friðargæslustarf NATO í Bosníu hafi tekist betur en flestir þorðu að vona hefur bandalagið ekkert aðhafst enn í Kosovo. Aðildarríki NATO segjast þurfa samþykki Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna til að skerast í leikinn. En þar sem Rúss- ar eru mótfaUnir valdbeitingu hefur ekki verið leit- að eftir umboði þess enn. Það er því komin upp pattstaða í alþjóðakerfinu. Frá sjónarhóli stórveld- anna gæti eitt mælt með því: Það má alltaf gera Sameinuðu þjóðirnar að blóraböggli, ef jafnilla fer í Kosovo og Bosníu. - Svo er því haldið fram að sag- an endurtaki sig ekki... ¦ Valur Ingimundarson vllja fá að vera í friöi „Aðeins nokkrum dögum eftir að fulltrúadeildin sam- þykkti orðalag frumvarps um leynd yfir læknisfræðileg- um upplýsingum, orðalag sem margir gagnrýndu sem ófulmægjandi og veikt, berst okkur óskyld frétt sem gef- ur okkur til kynna hversu víðtækar áhyggjur manna af vernd persómmpplýsinga á upplýsingaöldinni eru orðn- ar í Bandaríkjunum. Hæstiréttur Minnesotaríkis stað- festi rétt manna í ríkinu til friðhelgi einkalífsins. Minnesota er því 48. rikið sem viðurkennir einhvers konar friðhelgirétt sem leyfir lögsókn á hendur þeim sem láta af hendi upplýsingar um einkahagi fólks í leyf- isleysi, jafnvel þótt upplýsingamar séu réttar." Úr forystngreln Washington Post 11. águst. Efi og óöryggi „Kjell Magne Bondevik forsætisráðherra (Noregs) finnst ósanngjarnt að ríkisstjórnin sé dregin til ábyrgðar fyrir lækkandi gengi krónunnar og þar með fyrir þær miklu vaxtahækkanir sem hafa orðið á tD- tölulega skömmum tíma. Hann bendir á að efnahag- skreppan í Asíu og lágt olíuverð hafi haft áhrif á gengi krónunnar. Hætta er á að forsætisráðherrann horfi fram hjá því hver áhrif það hefur á markaðinn að við búum við ríkisstjórn sem sáir efa og óöryggi um efna- hagsstefnuna." Úr forystugrein Aftenposten 13. águst. Hættulegar hugmyndir „Stjórnvöld hafa ekki tryggt nægilega öryggi banda- rískra borgara á erlendri grundu, sérstaklega ekki í Afríku þar sem hætta á hryðjuverkum var talin lítil. Það á ekki að vera stórmál að verja sem nemur rúmu prósenti af útgjöldum til varnarmála til að auka öryggi sendiráðanna. En forðumst hugmyndir um að Banda- ríkin eigi að grípa til hefndaraðgerða, jafnvel án nægra sannana um aðúd að tilræðunum í Afríku, og að leyfa eigi CIA að myrða hugsanlega gjörningsmenn. Lýðræð- isríki sem beita hryðjuverkum eiga á hættu að ekki verði lengur greint á milli þeirra og hryðjuverkamann- anna." Úr forystugrein The New York Times 12. águst
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.