Dagblaðið Vísir - DV - 15.08.1998, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 15.08.1998, Blaðsíða 26
26 %igt fólk ¦ --2------------------ LAUGARDAGUR 15. AGUST 1998 „Okkur langaði til að vinna við tónlist í sumar. Þess vegna bárum við úpp til- lögu við íþrótta- og tómstundaráð Reykjavíkurborgar og Hitt húsið. Hún gekk út á að við myndum vera á launum hjá Reykja- víkurborg, eins og um bæjarvinnu væri að ræða. En í stað þess að reyta arfa myndum við æfa saman i tvo mánuði og ljúka því tímabili með tónleikum. Samningar tókust, við erum búnar að æfa í sumar og bráð- um kemur afrakstur- inn í ljós." Þetta sögðu fjórar eldhressar ungar stúlkur, þær Sólrún Sumarliðadóttir, Stund milli strfða í Tónlistarskólanum, f.v.: Álfheiður Hrönn, Sólrún, Valgerður og Hildur. DV-mynd E.OI. að spila sömu tón- list i kirkju og á kaffihúsi. Við þessu hafa þær séð og verða með margvis- leg verk á efhis- skránni eftir því hvað hentar hverju sinni. Tónlist þeirra á að höfða að miklu leyti til ungs fólks. Og nú nálgast tónleikarnir óð- fluga. Þá þarf að undirbúa vel, t.d. hvað varðar auglýs- ingar, útvegun á húsnæði og fleira á þeim nótum. „Það er mikil vinna fólg- in í þessu, en þetta er allt að skríða saman," sögðu stúlkurnar fjórar hvergi bangn- ar. Umræddir tón- leikar verða þann Fjórar stúlkur vildu velja sumarvinnuna sjálfar: Valgerður Ólafsdóttir, Alfheiður Hrönn Hafsteinsdóttir og Hildur Ár- sælsdóttir: Þær ákváðu í vetur að út- vega sér sumarstarf sem sameinaði það tvennt að vera launað og ánægju- legt - og það tókst. Þær settu saman strokkvartett, sem hlaut heitið Anima, sem er latneskt heiti yfir anda, sál, eitthvað sem er lifandi. Það tók þær langan tíma að finna nafn og voru skoðanir mjög skiptar þar til þær duttu niður á Anima. Það var samþykkt einróma. Helgarblaðið hitti þær stöllur snemma morguns í vikunni í hús- næði Tónlistarskólans, en þar hafa þær haft æfingaraðstöðu í sumar. Þær hafa allar stundað nám við Tón- listarskólann undanfarin ár, auk þess sem þær hafa verið í menntaskóla- námi. Hinu síðarnefnda hafa þær all- ar lokið, nema Hildur sem á eftir tvö ár í MH. Þær þekktust því úr tónlist- inni, en höfðu þó aldrei spilað fjórar saman áður. Þær sögðu að samstarfið í sumar hefði verið gott. „Það hefur þó gengið á ýmsu, því þetta er svo náið samstarf. Okkur hefur lent sam- an og stundum hefur allt farið í háa- loft. Ef fjórar manneskjur vinna sam- an á hverjum einasta degi, og þurfa að einbeita sér eins og einn maður, þá getur komið upp pirringur." Nóturnar fuku Þær sögðu að það væri mesta furða hve vel þeim hefði gengið að halda sig inni við æfingarnar í góða veðrinu í sumar. „Við gerðum raunar eina tilraun til þess að æfa úti. En þá kom rok og nóturnar fuku. Við náðum þeim og reyndum þetta ekki aftur." Það er ekki alveg gefið að það henti 19. ágúst nk. í ÍR-húsinu, öllum opnir og aðgangur ókeypis. Þann 22. ágúst verður svo menningarnótt í Reykja- vík. Þá mun Anima spila á ýmsum stöðum í borginni, svo sem kirkjum, fyrirtækjum og kaffihúsum, frá kl. 13.00-23.30 um kvöldið. Þar með er sumarstarfinu að mestu lokið, og vetrarpuðið tekur við. Sólrún og Val- gerður ætla að halda áfram í Tónlist- arskólanum og hvíla sig á öðru námi. Álfheiður Hrönn fer út til Bandaríkj- anna, þar sem hún fer í háskóla og verður einnig í tónlistarnámi. Hildur heldur áfram í MH. -JSS Hún tók sér frí frá hagfræðinni í Háskóla íslands: Kennir við „sjómannaskóla" í Ghana Guörún Mjöll er nýfarin til Ghana þar sem hún ætlar að kenna í eitt ár. DV-mynd E.ÓI. Það er stór ákvörðun að standa upp af skólabekk í Háskóla íslands í miðj- um klíðum og fara úr landi. Og svo bætir hugmyndaflugið um betur, því hér er ekki verið að tala um skreppitúr til Norðurlanda heldur ársdvöl í Afríkuríkinu Ghana. Guð- rún Mjöll Sigurðardóttir ætlar að hafa þennan háttinn á og verður raunar nýfarin frá Fróni þegar þetta kemur fyrir augu lesenda. Það er á vegum Alþjóðlegra ung- mennaskipta, AUS, sem hún fer í þennan leiðangur. Um er að ræða vinnuskipti ungmenna og mun hópur ungs fólks fara til hinna ýmsu staða veraldar á vegum samtakanna á þessu ári. Guðrún Mjöll er sú eina sem fer til Ghana, nánar tiltekið hafn- arborgarinnar Tema. En hvers vegna þangað? „Ég sótti um Afríku nánast eins og hún leggur sig. Mig langaði að fara þangað til að kynnast menningu, gild- ismati fólksins og upplifa nýja lifhað- arhætti. Ég vildi því fara á staðinn til að vinna með fólkinu í einhvern tíma til þess að komast inn í daglegt líf þess. Ég hafði engan áhuga á að fara þangað sem ferðamaður." Hellingur af sprautum Þótt ekki væru nema tveir dagar í brottfór þegar helgarblaðið ræddi við Guðrúnu Mjöll, þá var hún sallaróleg yfir því langa ferðalagi sem fram und- an var. „Ég held að ég átti mig ekkert á þvi enn hvað það er að vera þarna í heilt ár. Þess vegna sækir enginn efl um réttmæti þessarar ákvörðunar að mér. Raunar eru allir hissa á því hvað ég er róleg. En auðvitað er ég svolitið kvíðin, maður væri ekki al- veg heilbrigður ef það væri ekki." Hún var búin að vera á þönum við undirbúninginn undanfarna daga, fara í „helling af sprautum" og lesa sér til um fyrirheitna landið. Þá hafði hún haft samband við fólk, sem hafði áður farið til Ghana á vegum AUS. Hún hefst handa fljótlega eftir að hún kemur út. Fyrst fer hún á tveggja vikna tungumálanámskeið. „Vonandi verð ég heppin og fæ að læra það tungumál sem talað er í Tema. Opin- bera tungumálið er enska, en svo eru 46 tungumál í gangi í landinu og þar af eru 9 skrifleg. Af þessum 9 eru 6 kennd. Ég hef mikinn áhuga á að læra eitthvert tungumál landsmanna og geta fylgst með því sem er að ger- ast í kringum mig." Ferðaþránni svalað Eftir tungumálanámið fer Guðrún Mjöll að kenna í skóla einum í Tema. „Hann heitir Marine Preparatori School. Ég hef verið að grínast með að þýða þetta sem stýrimannaskóla. En líklegast verð ég að kenna í grunnskóladeildinni. Ég mun búa með breskri stelpu heima hjá skóla- stjóranum. „Þegar Guðrún Mjöll hefur upp- frætt Ghanabörn um tíma ætlar hún að snúa heim og taka aftur til við hagfræðina. „Mér líkar vel í henni, þó ég hafi alltaf verið með hugann við ferðalög." -JSS ... í prófíl Erna Kaaber fréttamaður Ema Kaaber var nýlega ráðin ritstjóri Stúdenta- blaðsins en hún hefur ver- ið í afleysingum í sumar á fréttastofu Bylgjunnar og Stöð 2. Hún er í Prófíl. Fullt nafn: Erna Guðrún Kaaber. Fæðingardagur og ár: 23.05.73. Maki: Enginn. Börn: Emilía Sara Ólafs- dóttir. Starf: Fréttamaður, verð- andi ritstjóri. Skemmtilegast: Að tala við fólk og lesa bækur. Leiðinlegast: Að vaska upp. Uppáhaldsmatur: Humar og krabbi. Uppáhaldsdrykkur: Vatn. Fallegasta manneskjan: Dóttir mín. Uppáhaldslíkamshluti: Augun. Hlynnt eða andvíg ríkis- stjórninni: Fer eftir mál- efhum. Með hvaða teiknimynda- persónu myndir þú vilja eyða nótt: Skugga. Uppáhaldsleikari: Hilmir Snær. Uppáhaldstónlistarmaður: Sade. Sætasti stjórnmálamaður- inn: Ögmundur Jónas- son. Uppáhaldssjónvarpsþátt- ur: Frasier. Leiðinlegasta kvikmynd- in: Man ekki hvað hún heitir, ég slökkti á henni þegar hún var hálfhuð. Sætasti sjónvarpsmaður- inn: Get ómögulega gert upp á milli allra þessara myndarlegu starfsfé- laga. Uppáhaldsskemmtistaður: 22. Hvað ætlar þú að verða þegar þú verður stór: Ró- leg og yfirveguð.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.