Dagblaðið Vísir - DV - 15.08.1998, Blaðsíða 46

Dagblaðið Vísir - DV - 15.08.1998, Blaðsíða 46
LAUGARDAGUR 15. ÁGÚST 1998 Til hamingju með afmælið 15. ágúst 90 ára Guðrún Ólafsdóttir, dvalarheimilinu FeUskjóli, Grundarfirði. 85 ára Guðjón Magnússon, Ánahlíð 14, Borgarnesi. 80 ára Guðrún S. Guðmundsdóttir, Hátúni 12, Reykjavík. Hannes Guðmundur Árnason, Víkurbraut 26, Höfn. Jón Pálmason, Ölduslóð 34, Hafnarfirði. Hann er að heiman. Magnús Þór Helgason, Kirkjuvegi lc, Keflavik. 75 ára Ingólfur Á. Guðmundsson, Norðurbraut 25b, Hafnarfirði. 70 ára Liija Áma Sigurðardóttir, Köldukinn 3, Hafnarfirði. Maður hennar er Sigurður Kristjánsson. Þau taka á móti ættingjum og vinum í Kiwan- ishúsi Eldeyjar, Smiðjuvegi 13a Kópavogi kl. 17.00 í dag. Eiríkur Magnússon, Hólmatungu, Egilsstöðum. Lilja Árný Egilsdóttir, Austurgötu 3, Hofsósi. Ólafur Halldórsson, Tunguvegi 36, Reykjavík. Þórann B. Sigurðardóttir, Sólvangsvegi 1, Hafnarfirði. 60 ára Birna Bjarnadóttir, Skúlagötu 40a, Reykjavík. Gimnhildur Hannesdóttir, Vitateigi 2, Akranesi. Jóhann Jóhannesson, Breiðvangi 45, Hafnarfirði. Þorbjörg Daníelsdóttir, Víghólastíg 21, Kópavogi. 50 ára Ágústa Guðmundsdóttir, Grófarseli 20, Reykjavík. Áslaug B. Hafstein, Bakkagerði 16, Reykjavík. Bjarai Finnsson, Glæsibæ 10, Reykjavik. Erna Reinhardtsdóttir, Asparfelli 10, Reykjavík. Guðjón Gunnarsson, Hrafnhólum 8, Reykjavík. Hjálmar Hermannsson, Eyrarbraut 22, Stokkseyri. Jón Bragi Bjarnason, Skildinganesi 29, Reykjavík. Pétur Pétursson, Njálsgötu 35, Reykjavík. Sigurbjörg F. Gísladóttir, Lyngholti 19, Keflavík. Sigurður Einar Lyngdal, Aöallandi 1, Reykjavík. Þorbjörg Björasdóttir, Fljótaseli 8, Reykjavík. 40 ára Anna Rósa Traustadóttir, Móabarði 29, Hafnarfirði. Ágúst Gunnarsson, Grundarbraut 3, Ólafsvík. Einar Eggertsson, Njörvasundi 37, Reykjavík. Eiríkur Ingimagnsson, Engihjalla 1, Kópavogi. Gísli Haraldsson, Hverfisgötu 104, Reykjavík. Ingibjörg T. Pálsdóttir, Þórdísarstöðum, Eyrarsveit. Kristján O. Kristjánsson, Háagerði, Grímsneshreppi. Margrét Haraldardóttir, Kirkjubraut 37, Akranesi. Svanhildur Bára Jónsdóttir, Borgarvegi 48, Njarðvík. Þorsteinn Helgason, Skaftahlíð 8, Reykjavík. Þorvaldur Óskarsson, Víkurbraut 14, Grindavík. Olafur Ketilsson Ólafur Ketilsson, fyrrv. áætlana- bílstjóri, lengst af búsettur í Svana- hlíð á Laugarvatni, nú til heimilis að Kópavogsbraut la, Kópavogi, er níutíu og fimm ára í dag. Starfsferill Ólafur fæddist að Álfsstöðum á Skeiðum og ólst þar upp. Hann fór alfarinn úr foreldrahúsum tuttugu og flmm ára. Ólafur var á togurum nokkrar vetrarvertíðir. Hann tók bílpróf 1928, festi kaup á vörubifreið það vor og hóf þá akstur fyrir kaupfélag- ið á Minni-Borg í Grímsnesi ásamt vöruflutningum fyrir bændur í Grímsnesi, Biskupstungum og Laugardal. Ólafur fékk sérleyfl fyrir fólks- flutninga til Laugarvatns og einnig til Gullfoss og Geysis 1932, og ók síð- an milli Reykjavíkur og Laugar- vatns í áratugi. Hann er löngu orð- inn góðkunn þjóðsagnapersóna fyr- ir glaðværð sína, hnyttin tilsvör og gætiiegan akstur. Árið 1988 kom út ævisaga Ólafs, Á miðjum vegi í mannsaldur. Ólafur flutti í Kópavoginn 1988 og hefur átt þar heima síðan. Fjölskylda Kona Ölafs var Svanborg Þórdís Ásmundsdóttir, f. 11.2. 1905, d. 4.4. 1988, húsmóðir. Foreldrar Svan- borgar voru Ásmundur Eiríksson, bóndi og oddviti á Neðra-Apavatni í Grímsnesi, og k.h., Guðrún Jóns- dóttir frá Skógarkoti í Þingvalla- sveit, húsfreyja. Ólafur Og Svanuurg eignuðust þrjár dætur, Ásrúnu, Kötlu Kristínu og Elfu, og einn kjörson, Börk, sem öll búa í Reykjavík og Kópavogi. Systkini Ólafs urðu tíu en níu þeirra komust á legg. Foreldrar Ólafs voru Ketill Helgason, b. á Álfs- stöðum, f. í Skálholti 11.10. 1871, d. 11.3. 1965, og k.h„ Kristín Hafliðadóttir frá Birnustöðum á Skeiðum, f. 26.6. 1874, d. 18.1. 1943. Ætt Faðir Ketils var Helgi, b. í Skál- holti og Drangshlíð undir Eyjafjöll- um, Ólafsson, b. í Skálholti, Helga- sonar. Móðir Helga var Ingiríður Einarsdóttir, b. á Bryðjuholti og konu hans, Guðrúnar, systur Halldóru, langömmu Bjama Þorsteinssonar, prests og tónskálds á Siglufirði. Guðrún var dóttir Kolbeins, prests og skálds í Miðdal, Þor- steinssonar. Móðir Ketils var Valgerður Eyjólfs- dóttir, b. í Vælugerði í Flóa. Foreldrar Kristínar voru Hafliði Jónsson, b. á Birnu- stöðum, frá Auðsholti í Biskups- tungum, og kona hans, Sigríður Brynjólfsdóttir frá Bolholti á Rang- árvöUum. Ólafur verður að heiman á afmæl- isdaginn. Ólafur Ketilsson. Anna Sigríður Einarsdóttir Anna Sigríður Einarsdóttir, for- stöðumaður Bókasafns Hafnarfjarð- ar, Meðalbraut 2, Kópavogi, varð fimmtug í gær. Starfsferill Anna fæddist í Reykjavík og ólst þar upp. Hún lauk kennaraprófi frá KÍ 1968, stúdentsprófi þaðan 1969, BA-prófi í bókasafnsfræði og uppeld- isfræði við HÍ í ársbyrjun 1981, hóf nám við Söngskólann í Reykjavík 1982 og lauk þaðan 5. stigs prófi 1985. Anna hefur sótt nokkur námskeið í bókasafnsfræði hér á landi og erlend- is, m.a. á vegum Félags bókasafns- fræðinga og Nordfolk um starfsemi almenningsbókasafna, tölvumál og varðveislumál. Anna var stundakennari í Laugar- nesskólanum í Reykjavík 1969, starf- aði hjá Flugfélagi íslands í London 1969-72, var bókavörður á Bókasafni Veðurstofu ís- lands með námi 1977 og í hálfu starfi þar 1981-83, kennari og kynnir hjá Mjólkursamsölunni í Reykjavík 1983-85, bóka- vörður í hlutastarfi á Bóka- safni Hafharfjaröar haustið 1984, deildarstjóri flokkun- ar og skráningar þar 1984-91, skjalavörður Bæj- arskrifstofu Hafnarfjarðar 1992 og yfirbókavörður Bókasafns Hafnarfjarðar frá hausti 1992. Anna hefur verið félagi i Félagi bókasafnsfræðinga, Bókavarðafélagi íslands, Félagi Almennings- og skóla- safnvarða, í stjóm FAS 1989-92 og formaður 1991-92, í stjóm Félags bókasafnsfræðinema 1977-78, í stjórn Þjónustumiðstöðvar bókasafna 1985-96 og for- maður þar 1988-91, er einn af stofnendum mál- freyjudeildarinnar Mel- korku og var þingskapa- leiðari hennar 1983-84. Fjölskylda Anna giftist 4.10. 1969 Hrafni Andrési Harðar- syni, f. 9.4. 1948, bóka- safnsfræðingi og starfs- manni hjá SKÝRR. Hann er sonur Harðar Þórhalls- sonar, f. 5.7. 1916, viðskiptafræðings, og Guðrúnar Ólafar Jónasdóttur Þór, f. 19.4. 1919, ritara. Börn Önnu og Hrafns: Hörn, f. 15.9. 1972, með 8. stigs-próf frá Söngskól- anum í Reykjavík og verkfræðingur frá HÍ en maður hennar er Þórður Ólafur Þórðarson laganemi og er son- ur þeirra Hrafn Þórðarson, f. 14.1. 1994; Leifur, f. 31.12.1974, d. 11.8.1975. Systkini Önnu eru Sturla Einars- son, f. 16.11.1940, húsasmíða- og hús- gagnameistari í Reykjavík; Dúfa Sylvía Einarsdóttir, f. 13.7. 1946, tón- listarkennari í Reykjavik. Fóstursystir Önnu er Maja Jill Einarsdóttir, f. 28.10. 1966, húsmóðir og starfsmaður við leikskóla, búsett í Reykjavík. Foreldar Önnu Sigriðar em Einar Sturluson, f. 10.6. 1917, söngkennari og hjúkrunarmaður við Elli- og hjúkrunarheimilið Grund, og f.k.h., Unnur Dóróthea Haraldsdóttir, f. 24.1. 1922, húsmóðir og bankafulltrúi í Reykjavík. Anna er í útlöndum um þessar mundir. Anna Sigríður Einarsdóttir. Hlöðver Kjartansson Hlöðver Kjei , hdl., Flókagötu 6, Hafnar- firði, er fimmtugur í dag. Starfsferill Hlöðver fæddist á Flateyri við Önundarijörð og ólst upp í Önundar- firði og Súgandafirði. Hann var í Bamaskólan- um á Flateyri, Héraðs- skólanum að Núpi 1962-64, lauk stúdents- prófi frá MA 1968, hóf nám í lagadeild HÍ haust- ið 1969 og lauk embættisprófi í lög- fræði í ársbyrjun 1975. Hlöðver varð héraðsdómslögmaður 1979 og er lög- giltur fasteigna- og skipasali frá 1988. Hlöðver var fulltrúi hjá ríkissak- sóknara í Reykjavík 1975, fulltrúi hjá bæjarfógetanum í Keflavík, Grinda- vík og Njarðvík og sýslumanninum í Gullbringusýslu frá árslokum 1975. fulltrúi hjá bæjarfógetanum í Hafn- arfirði, Garðabæ og á Seltjarnamesi og sýslumanninum í Kjósarsýslu frá ársbyrjun 1976, skipaður fulltrúi þar 1978 og skipað- ur aðalfulltrúi þar 1983-86. Hlöðver hefur rekið eig- in lögfræðiskrifstofu i Hafnarfirði, svo og fast- eigna- og skipasölu um tíma, í félagi við Guð- mund Kristjánsson hæsta- réttarlögmann frá 1986. Hlöðver var búsettur á Flateyri fram til náms i HÍ, síðan í Reykjavík og loks í Hafnarfirði frá 1977. Hlöðver sat í stjórn og var formaður Félags héraðsdómara um tíma, sat í stjórn og samninga- nefnd Stéttarfélags lögfræðinga i rík- isþjónustu 1975-86, í yfirkjörstjóm Hafnarfjarðar við sveitarsjórnar- kosningar 1990, formaður sóknar- nefndar Víðistaðasóknar í Hafnar- firði 1988-92, og í laganefnd Lög- mannafélags íslands 1990-95. Hann var félagi í Lionshreyfingunni 1979-93 og IOOF (Oddfellowreglunni) frá 1988. Fjölskylda Hlöðver kvæntist 6.10. 1973 Svein- björgu Hermannsdóttur, f. 25. 12. 1946, hjúkrunarfræðingi og húsmóð- ur. Hún er dóttir Hermanns Guð- mundssonar, f. 12.6. 1917, póst- og símstöðvarstjóra á Suðureyri við Súgandafjörð og á Akranesi, nú bú- settur í Reykjavík, og k.h., Þórdísar Ólafsdóttur, f. 2.5. 1922, d. 2.7. 1982, húsfreyju og verslunarmanns. Börn Hlöðvers og Sveinbjargar eru íris Björk, f. 25.2.1973, húsmóðir en sambýlismaður hennar er Ægir Finnbogason matreiðslumaður og eru börn þeirra Finnbogi Ernir, f. 18.1. 1996 og Emilía Karen, f. 16.4. 1998; Hulda Kristín, f. 18.8. 1975, nemi; Kjartan Arnald, f. 12.2. 1980, nemi; Pálmar Þór, f. 27.12.1984. Dóttir Hlöðvers frá því áður er Guðrún Þorgerður, f. 15.6.1967, skrif- stofumaður, gift Reyni Jónssyni pípulagningamanni og er sonur þeirra Eyþór, f. 12.2. 1993. Systkini Hlöðvers eru Guðvarður, f. 5.5.1941, bókari í Þorlákshöfn; Sig- urlaug Svanfríður, f. 28.4. 1943, hús- móðir í Garðabæ; Berta Guðný, f. 23.6. 1945, húsmóðir í Reykjavík; Sól- veig Dalrós, f. 14.6. 1951, skrifstofu- maður í Reykjavík; Elín Oddný, f. 16.10. 1954, kennari í Bessastaða- hreppi. Foreldrar Hlöðvers voru Kjartan Ólafsson Sigurðsson, f. 21.9. 1905, d. 25.6. 1956, verkamaður á Flateyri, og Guðrún Pálmfríður Guðnadóttir, f. 9.9. 1916, d. 28.8. 1997, húsfreyja og verkakona á Flateyri. Ætl Foreldrar Kjartans voru Sigurður Jóhannsson, bóndi á Gilsbrekku í Súgandafirði, og k.h., Guðbjörg Ein- arsdóttir húsfreyja. Foreldrar Guðrúnar Pálmfríðar voru Guðni Jón Þorleifsson, bóndi í Botni i Súgandafirði, og k.h., Al- bertína Jóhannesdóttir, húsfreyja. Hlöðver og Sveinbjörg taka á móti gestum í Skútunni að Hólshrauni 3 í Hafnarfirði i dag, laugardaginn 15.8., frá kl. 18.00. Þau bjóða ættingja og vini vel- komna og vonast til að sjá sem flesta. Hlöðver Kjartansson. Matthea K. Guðmundsdóttir í tilkynningu um gestamóttöku afmælisgrein um Mattheu K. námkvæm tímasetning á móttök- sem birtist í blaðinu í gær með Guðmundsdóttur, féll niður í lokin unni. Tilkynningin er því birt hér aftur og Matthea beðin velvirðingar á mistökunum. í tilefni afmælisins býður Matthea öllum ættingjum og vinum til tjaldsamkomu í bakgarðinum að Bugðulæk 13, laugardaginn 15.8. frá kl. 17.00 og frarn eftir. Klæðið ykkur eftir veðráttunni. Munið eftir dreif- býlistúttunum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.