Dagblaðið Vísir - DV - 15.08.1998, Blaðsíða 49

Dagblaðið Vísir - DV - 15.08.1998, Blaðsíða 49
I>V LAUGARDAGUR 15. ÁGÚST 1998 gsonn 57:. Vilhjálmur Einarsson sýnir í Ráð- húsinu. Vilhjálmur framlengir Vilhjálmur Einarsson hefur undanfarna daga sýnt verk sín í Ráðhúsi Reykjavíkur. Sýningunni átti að ljúka um siðustu helgi en Vilhjálmur hefur nú ákveðið að framlengja hana fram á þriðjudag. Verk Vilhjálms eru fjölbreytt að gerð þótt viðfangsefnið sé yfirleitt íslensk náttúra og landslag. Sýningar Klósett Hlynur Hallsson opnar sýningu í dag á almenningssalerninu und- ir kirkjutröppunum á Akureyri. Sýningin nefnist klósett og sam- anstendur af minnismiðum, text- um og litlum teikningum. Al- menningssalernið er staðsett í Listagilinu og í næsta nágrenni er Listasafnið á Akureyri, Ketilshús- ið og Deiglan þar sen sýningar eru í gangi. Sýning Hlyns er bæði á kvenna- og karlaklósettinu en eðli- lega hafa konur eingöngu aðgang að hluta sýningarinncir og karlar að hinum hlutanum. Leitin að snarkinum Nú fer hver að verða síðastur að taka þátt í leitinni að snarkinum. Þrettán listamenn frá Berlin og Reykjavík voru sendir í ferðalag til að leita að kvikindinu og fengu ekkert í hendurnar nema alautt og alhvítt sjókort. Sýningunni lýkur á morgun. Handverksmaöur viö störf i Árbæjar- safni. Handverksdagur Á morgun verður handverksdag- ur í Árbæjarsafni. Á handverksdegi eru kynnt handverk fyrri tíma. Hvemig hjuggu menn grjót í hleðsl- ur eða hlóðu veggi úr torfi? Hvem- ig voru verkfæri smíðuð í eldsmiðju? Einnig verður útskurður sýndur, siifur steypt í mót og gull- smiður smiðar skart. Til staðar verða einnig söðlasmiður, netagerð- armaður, úrsmiður, veggfóðrari og prentari. Að venju verða kaffiveit- ingar í Dillonshúsi. Samkomur Danskir dagar í Stykkishólmi Fjölbreytt dagskrá er á Dönskum dögum í Stykkishólmi sem hófúst í gær. í dag verður til að mynda far- iö í gönguferð um bæinn með leið- sögn, list- og sögusýningar, hand- verkshús og markaðstjald. Sjávar- kvikindaker verður niður við höfn- ina og risaleiktæki við íþróttamið- stöðina. Götuleikhús verður á ferð- inni og ratleikurinn á sínum stað. Á sunnudaginn verður meðal annars Leikfélagið Grímnir á sviði með ýmsar uppákomur og boðið verður upp á útsýnisflug. Tólf Ijóðskáld Verk tólf íslenskra ljóðskálda verða kynnt á dagskrá í Norræna húsinu í dag kl. 16. Þau ljóðskáld sem verða viðstödd og lesa úr eigin ljóðum eru Ingibjörg Haraldsdóttir, Gerður Kristný, Steinunn Sigurðar- dóttir, Þóra Jónsdóttir, Elísabet Jökulsdóttir, Hallfríður Ingimund- ardóttir, Vilborg Dagbjartsdóttir og Linda Vilhjálmsdóttir. Sést til sólar í höfuðborginni Yfir suðurströnd landsins er 980 mb. lægð sem hreyfist fremur hægt til austurs. Veðríð í dag í dag verður hæg vestanátt og skýjað með köflum allra vestast. Norðan til verður norðvestankaldi og súld eða rigning. Smáskúrir gætu komið sunnanlands. Hitinn á land- inu verður á bilinu 6 til 13 stig, hlýj- ast á Suður- og Suðvesturlandi þar sem ætti einnig að sjást til sólar. Kaldast á Norður- og Norðaustur- landi. Sólarlag í Reykjavík: 21.44 Sólarupprás á morgun: 05.21 Síðdegisflóð í Reykjavík: 24.41 Árdegisflóð á morgun: 00.41 Veðrið kl. 6 í morgun: Akureyri súld 9 Akurnes skýjaö 13 Bergsstaöir rigning 8 Bolungarvík rigning 6 Egilsstaöir Kirkjubœjarkl. léttskýjaö 14 Keflavíkurflugvöllur skýjaö 10 Raufarhöfn þoka í grennd 9 Reykjavík skúr 10 Stórhöföi skýjaö 10 Bergen úrkoma í grennd 15 Helsinki rign. á síð.kls. 13 Kaupmannahöfn skýjaö 18 Osló skýjaö 17 Stokkhólmur 19 Algarve þokumóöa 25 Amsterdam skýjaö 21 Barcelona heióskírt 30 Dublin rigning 18 Halifax léttskýjaö 16 Frankfurt léttskýjaö 19 Hamborg skýjaö 19 Jan Mayen rigning 8 London skýjaö 25 Luxemborg léttskýjaö 23 Mallorca léttskýjaö 30 Montreal heiöskírt 18 New York skýjaö 23 Nuuk alskýjaö 8 Orlando þokumóöa 26 París léttskýjaó 24 Róm léttskýjaö 30 Vín léttskýjaö 24 Washington alskýjaó 23 Winnipeg heiöskirt 14 Kaffi Reykjavík: Fjölbreytt danstónlist Hljómsveitin 8villt hefur undan- -farin tvö kvöld skemmt á Kaffi Reykjavík við góðar undirtektir og hún verður þar einnig í kvöld. 8villt leikur fjölbreytta danstón- list, meðal annars diskó, rokk og lög úr vinsælum söngleikjum, Gre- ase og Rocky Horror Picture Show, svo að dæmi sé tekið. Hljómsveitina skipa: Regína, Kata, Bryndís og Lóa Björk sem sjá um sönginn, um hljóðfæraleikinn sjá Andri Hrannar á trommur, Sveinn á gítar, Daði á hljómborði og Árni Óla á bassa. Rokkað í Úthlíð Rokkhljómsveit Eyjólfs Krist- jánssonar ætlar að skemmta á dansleik í Úthlíð í kvöld. í hljóm- sveitinni er valinn maður í hverju rúmi, tónlistarmenn sem kunna lagið á að koma upp góðri stemn- ingu en þeir eru auk Eyjólfs, sem syngur og leikur á gítar, Björn Skemmtanir Jörundur, sem leikur á bassa og syngur, Sigurðui' Gröndal, sem spilar á gítar, og Bergsteinn Björg- úlfsson (Besti) sem slær trommur. 8villt á fullu á útidansleik. Arnar Geir Litli drengurinn sem er með stóra bróður á mynd- inni hefur fengið nafnið Arn- ar Geir. Hann fæddist á Sjúkrahúsi Vestmannaeyja 19. febrúar síðastliöinn kl. Barn dagsins 17.30. Við fæðingu var hann 12 merkur og mældist 52 sentímetrar. Foreldrar hans eru Elísabet Hrefna Sigur- jónsdóttir og Gísli Gunnar Geirsson. Bróðir Amars Geirs heitir Gísli Rúnar og á hann afmæli í dag, er orðinn fjögurra ára. Fjölskyldan býr i Vestmannaeyjum. Myndgátan Ber góðan ávöxt Myndgátan hér aö ofan lýsir orðtaki. Hjörleifur Valsson, sem er á myndinni, leikur ásamt félaga sfnum, Havard Öi- erorset, á Akureyri. Fluga á Akureyri Hjörleifur Valsson og Havard Öi- eroset verða með tónleika í húsi Karlakórs Akureyrar/Geysis á morgun kl. 16. Á tónleikunum verður tónlist í léttari kantinum, m.a. austur-evrópsk sigaunatónlist, austurlensk þjóðlagatónlist ásamt þekktri popp-, rokk- og diskótón- list. Efnisskráin spannar lög allt frá Abba og Boney M. til Lennys Kravitz og Van Morrisons í nýstár- legum útsetningum. Þá munu þeir einnig leika frumsamið efni. Hjör- leifur Valsson hefur á síðasta ára- tug verið búsettur í Noregi og Tékklandi, Havard er Norðmaður sem útskrifaðist frá Listaskóla Pauls McCartney í júlí og hafa þeir félagar getið sér gott orð fyrir framúrskarandi hæfileika og hefur verið gerður góður rómur að tón- leikum þeirra. í. Tónleikar Tríó Óskars Guðjónssonar á Jómfrúnni Elleftu sumardjasstónleikarnir á veitingahúsinu Jómfrúnni verða í dag kl. 16. Að þessu sinni leika Óskar Guðjónsson saxófónleikari, Gunnlaugur Guðmundsson kontra- bassaleikari og Einar Scheving trommuleikari. Tónleikamir fara fram á Jómfrúartorginu á milli Lækjargötu, Pósthússtrætis og Austurstrætis ef veður leyfir en annars inni á Jómfrúnni. íslensk verk frumflutt á Húsavík Á morgun verða tónleikar á Húsavík þar sem meðal annars verða frumflutt þrjú verk eftir ís- lensk tónskáld: Svein Rúnar Sig- urðsson og Helga Pétursson. Að öðru leyti er efnisskráin fjölbreytt. Flytjendur eru þrjár ungar tónlist- arkonur, Jóhanna Gunnarsdóttir, píanó/söngur, Lára Sóley Jóhanns- dóttir, fiðla og Sigurveig Gunnars- dóttir, gítar/söngur. Stúlkurnar þrjár hafa starfað saman um nokk- urt skeið og fengu tvær þeirra Hvatningarverðlaun forseta ís- lands á síðasta ári. Stúlkunum til aðstoðar á tónleikunum verða Sveinn Rúnar Sigurðsson á píanói, Kristín Þóra Haraldsdóttir á fiðlu, Magnús Halldórsson á trommum og Kristinn Guðnason á bassa. Mæðgur á tónleikum Mæðgumar og fiðluleikararnir Eva Mjöll Ingvarsdóttir og Andrea Kristinsdóttir, níu ára, ásamt Peter Maté á píanói halda tónleika í Stykkishólmskirkju í dag kl. 17. Á morgun verða svo síðustu tónleik- arnar í sumartónleikaröð kirkj- unnar, þá koma fram Marta Guð- rún Halldórsdóttir, sópran, og Örn Magnússon á píanó. Þeir tónleikar heflast einnig kl. 17. Gengið Almennt gengi LÍ14. 08. 1998 kl. 9.15 Eininq Kaup Sala Tollnenai Dollar 71,570 71,930 71,490 Pund 116,240 116,840 118,050 Kan. dollar 47,160 47,460 47,570 Dönsk kr. 10,5110 10,5670 10,5130 Norsk kr 9,4110 9,4630 9,4840 Sænsk kr. 8,8290 8,8770 9,0520 Fi. mark 13,1650 13,2430 13,1790 Fra. franki 11,9390 12,0070 11,9500 Belg. franki 1,9405 1,9521 1,9434 Sviss. franki 48,0000 48,2600 47,6800 Holl. gyllini 35,5000 35,7100 35,5400 Þýskt mark 40,0400 40,2400 40,0600 ít. líra 0,040510 0,04077 0,040630 Aust. sch. 5,6870 5,7230 5,6960 Port. escudo 0,3909 0,3933 0,3917 Spá. peseti 0,4713 0,4743 0,4722 Jap. yen 0,493500 0,49650 0,503600 írskt pund 100,330 100,950 100,740 SDR 94,810000 95,38000 95,300000 ECU 78,8800 79,3600 79,1700 Símsvari vegna gengisskráningar 5623270
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.