Dagblaðið Vísir - DV - 15.08.1998, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 15.08.1998, Blaðsíða 2
LAUGARDAGUR 15. ÁGÚST 1998 DV Vesturfarasetrið á Hofsósi í kröggum: Milljónatugi vantar - svo reksturinn komist á sléttan sjó, segir framkvæmdastjórinn „í sumum efnum gengur rekstur Vesturfarasetursins ágætlega. í öðr- um mætti hann ganga betur,“ segir Valgeir Þorvaldsson, bóndi að Vatni og frumkvöðuil Vesturfarasetursins á Hofsósi í Skagafirði, í samtab við DV. Hann segir að rekstur Vestur- farasetursins sé mjög erfiður vegna skulda og nánast ómögulegt að reka það áfram við þær aðstæður að allar tekjur þess fari í fjármagnskostnað. „Við erum að fást við ailt of þungan bagga vegna uppbyggingarinnar,“ segir Valgeir. Hann telur að setrið hafi kostað alls um 60 milljón krónur í heildina, en 20-30 miiljónir króna vanti til að reksturinn komist á slétt- an sjó. Vesturfarasetrið er í eigu hlutafé- lagsins Snorra Þorfinnssonar ehf., en meðal eigenda þess eru ýmis þekkt fyrirtæki, svo sem Sjóvá-Almennar, Kassagerð Reykjavíkur, Skeljungur og fleiri. Valgeir er framkvæmdastjóri Vest- urfarasetursins og segir hann að þrátt fyrir mjög góða aðsókn og góð- ar viðtökur gesta, þá sé framtíð set- ursins ótrygg og stór hluti af starfi hans felist í því að semja við lánar- drottna í þeirri von að fleiri aðilar komi að því að styrkja það. „Það var ailtaf hugmyndin frá upphafi að þeir aðilar sem stýra fjármagni í landinu tækju á málum með okkur. Það hef- ur tekist að nokkru leyti en það vant- ar bara fleiri," segir hann. Hann tel- ur að framtíð setursins velti á því að fleiri styrktaraðilar komi að málinu og leggi því fé. Aðsóknin hafi verið góð í sumar og um 5-6 þúsund manns komiö í heimsókn en fúllur aðgangseyrir er 350 krónur. „Hver einasti maður sem komið hefur hér inn er ánægður með það starf sem hér er unnið. Ég held að það yrði mikið tjón ef við neyddumst til að loka,“ sagði Valgeir Þorvaldsson.-SÁ Guðrún Karlsdóttir og barnabarn hennar, Friðrik Þór Ólason, sem bund- inn er hjólastól. DV-mynd S Vagnstjóri hjá SVR: Neitaði að aðstoða - sagði okkur að taka leigubíl, segir Guðrún Karlsdóttir „Drengurinn, sem er bamabam mitt, er oft hjá mér uppi í Gaukshól- um. Hann var þar í gær en eftir hádeg- ið þurftum við saman í bæinn og ætl- uðum að taka strætisvagn nr. 12 eins og svo oft áður. Það er stundum nokk- uð erfitt að koma hjólastólnum upp í vagnana og vagnstjóramir hafa alltaf aðstoðað mig við að lyfta hjólastólnum upp í vagninn. Vagnstjórinn sem ók hins vegar vagni nr. 12 kl. sjö mínútur gengin í tvö í gær neitaði hins vegar aðstoð sinni og sagði að við ættum frekar að taka leigubíl en að vera að ferðast i strætó," segir Guðrún Karls- dóttir prentsmiður, amma Friðriks Þórs Ólasonar, fjórtán ára fatlaðs drengs sem bundinn er við hjólastól. „Ég get ekki annað en sagt frá þessu því að mér fmnst þetta vera svo gróf og ruddaleg framkoma af hálfú vagnstjór- ans að það taki ekki nokkm tali,“ seg- ir Guðrún. „Ég veit að bílstjóramir eiga að hjálpa fólki sem er með bama- vagna inn í vagnana og ég held að þeir hljóti að geta hjálpað fótluðum á sama hátt líka. Þeir hafa alltaf gert það áður og tekið á móti okkur meö hjálpsemi. Þetta er í fyrsta sinn sem ég verð fyrir svona viðmóti frá vagnstjóra," segir Friðrik Þór Ólason við DV. Ekki náðist í Lilju Ólafsdóttur, for- sfjóra SVR, en Hörður Gíslason, að- stoðarmaður hennar, sagði að megin- reglan væri sú að SVR flytti ekki hjóla- stóla, heldur ræki sérstaka þjónustu á þessu sviði fyrir borgina, Ferðaþjón- ustu fatlaðra. Rök fyrir því að taka ekki hjólastóla í strætisvagna væm þau helst að erfitt væri að koma hjóla- stólum inn í vagnana, þá verði að festa í bílinn. Sé einstaklingur í hjólastól einn á ferð sé auk þess spuming um ábyrgð á því að skilja hann eftir á áfangastað í misjöfnu tíðarfari og við misjafnar aðstæður. Nú flytja strætisvagnar böm í bama- vögnum. Spurður um muninn á því að flytja bam í bamavagni í fylgd fúllorð- ins eða bam í hjólastól í fylgd fullorðins sagði Hörður það vera erfiða spumingu og vitnaði aftur til þeirrar reglu SVR sem hann sagði vera meginreglu, að fyr- irtækið flytti ekki hjólastóla. -SÁ Bókmenntaverðlaun Tómasar: Borgin bak við orðin verðlaunuð Bjarni Bjarnason rithöfundur tekur hér við verðlaununum úr hendi Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur borgarstjóra. DV-mynd Teitur í gær vom afhent bókmenntaverð- laun Tómasar Guðmundssonar í þriðja sinn. Alls bárust 33 handrit í sam- keppnina; skáldsögur, smásögur, leik- rit og ljóð. Dómnefnd um verðlaunin, sem skipuð var Soffiu Auði Birgisdótt- ur bókmenntafræðingi, Steinunni Jó- hannesdóttur rithöfúndi og Helga Ing- ólfssyni rithöfundi, var sammála um að óvenjumikið hefði borist af góðum handritum og hefði hún gjaman viljað verðlauna fleiri en eitt handrit. Það var þó skáldsaga Bjama Bjamasonar, Borgin bak við orðin, sem hreppti verðlaunin að þessu sinni. í yfírlýs- ingu frá dómnefnd kemur ffarn að sag- an sé „sérstæð og bæði áleitin og spennandi". En það sem sérlega vakti aðdáun dómnefndar var „hinn vandaði og persónulegi stíll sem einkennir alla ffásögnina." Bjami Bjamason hefur áður getið sér gott orð á sviði skáldskaparins og skemmst er að minnast skáldsögu hans, Endurkomu Maríu, sem kom út árið 1996 og var tilnefhd til íslensku bókmenntaverðlaunanna. Bjami hlaut 300.000 krónur í verð- laun og hann hefur þegar gert samning við Vöku-Helgafell um útgáfú bókar- innar. -ÞHS Taívanska sendinefndin vill meiri viðskipti við ísland: Viljum kaupa hrogn, kavíar og lýsi DV, Vestnrlandi: Taívanska sendinefndin, sem hefur verið stödd hér á landi undanfama daga, heimsótti útgerðar- og fisk- vinnslufyrirtæki Haraldar Böðvarssonar hf. á Akra- nesi í gær en afurð eins frystitogara fyrirtækisins er flutt til Taívans. Sendi- nefndin heimsótti einnig matvælafyrirtækið ís- lenskt-franskt eldhús og smakkaði á framleiðslu fyrirtækis- ins en að því búnu fór hún til Stykkishólms og skoðaði sjávarút- vegsfyrirtækið Sigurð Ágústsson hf. DV náði tali af Yung-Teh Lin, deildarstjóra i sjávarútvegsdeild landbúnaðarráðuneytisins í Taívan, sem var að vonum ánægður með dvölina á íslandi. „Þið ís- lendingar hafið töluvert af náttúrulegum auölindum í fiski og fiskiðnaður ykkar er mjög þróaður. Við höf- um skoðað mikið af fyrir- tækjum og okkur hefur lit- ist vel á það sem þið hafið að bjóða. Nú þegar kaupum við af ykkur grálúðu og loðnu og við höfum skoðað þau fyrirtæki sem eru með þá framleiðslu. Af öðrum vörum sem við höfum áhuga á eru hrogn, kavíar og þá erum við spenntir fyrir lýsi. Eins höfum við verið að leita að skurðar- vélum. Við höfum ekki séð skurðar- vélar sem henta okkur, við skerum fiskinn ekki beint heldur á ská en ef svoleiðis vélar væru til staðar þá myndum viö kaupa þær. Þá höfum Yung-Teh Lin, deild- arstjóri í landbún- aðarráðuneyti Taív- Taívanska sendinefndin í húsnæöi HB hf. DV-mynd Daníel við áhuga á að kaupa flskiker. Það sem þið þurfið helst að huga að er gæði og verð sem er mjög mik- ilvægt. Heimsóknin hefur verið góð og ég vonast til þess að við getum aukið viðskiptin við ísland. Taívan- ar geta aftur á móti selt íslending- um beint alls kyns tækjabúnað sem í dag er fluttur frá okkur t.d. til Bandaríkjanna og annarra landa og svo seldur hingað til lands. Þá get ég nefnt til dæmis tölvubúnað og alls kyns tækjabúnað," sagði Yung- Teh Lin. -DVÓ stuttar fréttir Sótt í bankabréf Hlutabréf í ís- landsbanka hækkuðu um 12,6% í átta viöskiptum í gærmorgun fyrir alls 6,9 milljónir króna. Svo virðist sem fjárfestar hafi trú á að samningar takist milli íslands- banka og ríkisstjómarinnar um kaup bankans á öllu hlutafé Búnað- arbanka íslands hf. Viðskiptavefúr Vísis sagði frá. Maöur slasast í bílveltu Maður var fluttur lítiUega meiddur á slysadeUd eftir bQveltu á mótum Hringbrautar og Njarðar- götu í hádeginu. Samkvæmt upp- lýsingum lögreglunnar í Reykjavík eru tUdrög slyssins óljós en bUinn þurfti að draga í burtu með krana- bU. Afskrifar hlutafé Vegna erfiðleika í upphafi rekstrar hefur stjóm Lyfjaverslun- ar íslands hf. ákveðið að byija að afski'ifa hlutafiáreign sína í lit- háska fyrirtækinu Dsanta UAB á þessu ári, verði ekki horfúr á arö- bærum rekstri tU framtíðar hjá því í árslok. Bókfært verð eignarhlutar Lyfjaverslunar tslands hf. í Dsanta UAB er nú 136 mUljónir króna sem er 25,91% hlutafjár í félaginu. Morgunblaðið sagði frá Tjaldað á bílastæöi Útlendingar sem gist höfðu á tjaldsvæðinu í Laugardal tóku sig þaðan upp á fóstudagsnótt og fluttu á efra bUastæði Kringlunnar þar sem lögregla hafði afskipti af þeim. Jaröboranir í gróða Hagnaður Jarðborana á fyrstu sex mánuðum ársins var 33,6 milljónir en var á sama tíma í fyrra 30,6 millj- ónir. HeUdarveltan fyrstu sex mán- ' uðina var 264,5 miUjónir og jókst um 22%. Viðskiptavefur Vísis sagði frá. Skuldabréfaútboö Landsbanki íslands mun sjá um skuldabréfa- útboð Samherja fyrir hálfan mUIjarð króna. Bankinn sölu- tryggir sölu skuldabréfanna og verður sótt um skráningu á VL Samheiji mun nota fjármagnið tU að fjármagna kaup á 49,5% eignarhlut í Deutsche Fischfang Union GmbH. Kafbátur Kanadískur kafbátur lagðist við Faxagarð í gær. Áhöfn hans tekur þátt í fjölþjóða NATO-æf- ingu og verður hér á landi í fjóra daga. Vísir sagði frá. Hagnaður Afkoma Tanga hf. á Vopna- firði batnaöi á fýrstu sex mánuð- um ársins 1998 miðað viö fyrstu 6 mánuði ársins 1997. Hagnaður fyrstu sex mánuði 1998 nam 85,3 milljónum króna en 49,5 mUIj- óna króna hagnaður varð af rekstrinum fyrstu 6 mánuöi árs- ins 1997. Fær námsstyrk Þorsteinn Pálsson sjávar- útvegsráð- herra afhenti í gær tveimur námsmönnum styrki tfi fram- haldsnáms. Hærri styrkur- inn, 750 þúsund krónur, var veittur Ólöfu Ýrr Atladóttur sem er í meistaranámi í Bretlandi. Myndarugl Þau leiðu mistök urðu í DV í gær að birt var röng mynd með frétt um nýja brú yfir öxará við ValhöU. Myndin sýnir hins vegar tölvuteikningu af tveimur fyrir- hugðum göngubrúm, yfir Öxará við Almannagjá. Beðist er velvirð- ingar á þessum mistökum. SÁ/JHÞ/RR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.