Dagblaðið Vísir - DV - 15.08.1998, Blaðsíða 25

Dagblaðið Vísir - DV - 15.08.1998, Blaðsíða 25
LAUGARDAGUR 15. ÁGUST 1998 útlönd 25 Brátt er þess minnst að eitt ár er síðan Díana, prinsessa af Wales, lét lífið í bílslysi í París: Fleiri vefsíður tileinkaðar prinsessu fólksins en Kristi ímyndir eiga til að fölna með tím- anum en ímyhd Díönu heitinnar, prinsessu af Wales, er enn kristalls- tær og lifandi, um ári eftir dauða hennar. Imynd Díönu er afar sterk meðal bresku þjóðarinnar, að mati sagnfræðinga, félagsfræðinga og kirkjunnar manna. Sumir ganga svo langt að áhugi þeirra á Díönu jaðrar við sértrú. Hins vegar eru margir sem eru mjög afhuga öllu er viðkemur Díönu og með tímanum hafa þeir orðið ófeimnari við að lýsa skoðun- um sínum á því sem þeir kalla Díönuáráttuna. Allir vilja græða Áhuginn á Díönu birtist i mörg- um myndum. Netið er þar engin undantekning. Er fullyrt að hún slái við sjálfum frelsaranum þegar kem- ur að fjölda vefsíðna sem tileinkað- ar eru henni. En áhuginn birtist líka i hefðbundnari myndum en misgeðfelldum þar sem nafn hennar er notað til að selja hluti eins og postulín, bangsa og jafnvel smjör- líki. Þá eru ótaldar bækurnar um Díönu, p rinsessu fólksins eins og Tony Blair, forsætisráðherra Breta, kallaði hana. Allir vilja græða. Þótt Díana sé dáin og grafin er hún reglulega á forsíðum dagblaða og timarita um allan heim, ekki síst „æsifréttablaðanna" sem sökuð voru um að hrekja hana í dauðann. í sjónvarpsþáttum hefur margsinnis verið fjallað um bílslysið í undir- göngum Parísar og aðdraganda þess og jafnvel meint samsæri sem á að hafa legið að baki. Þá má sjá áhrif- in af dauða Díönu í auknum vin- sældum námskeiða í háskólum sem fjalla um dauðann og þjóðfélagið. Nú, þegar ár er liðið frá slysinu, má búast við mikilli Díönubylgju í fjölmiðlum um allan heim. Þessi umfjöllun er aðeins smábára í því mikla ölduróti. Eins og Elvis Mánudaginn 31. ágúst verða fánar dregnir í hálfa stöng á óllum opin- berum byggingum að skipan Elísa- betar drottningar. Þeim, sem ekki syrgðu Díönu kann að finnast þetta fulllangt gengið, jaðra við móður- sýki. „Við erum stöðugt vitni að óhefl- aðri og og lítt þroskaðri tilfinninga- semi. Þetta Díönumál er ekkert annað en árátta," segir klerkur einn í York. Hann sagðist eiga von á að Díönuæðið muni réna með tíman- um en í ákveðnum hópum yrði hún áfram tilbeðin og fá sömu stöðu og Elvis Presley og Graceland í hugum Elvisaðdáenda. David Hope, erkibiskup af York, varaöi nýlega við því að Díana yrði tekin í guðatölu. Tilefni varnaðar- orða hans var þegar bróðir Diönu, Spencer jarl, opnaði Díönusafn ásamt kapellu hærri gröf hennar. „Fólk má ekki enda í tilbeiðslu. Við verðum að halda lífi okkar áfram og varast að hengja okkur á ímyndina," segir biskup. En það eru ekki allir kirkjunnar menn sem tala á þessum nófum. Björtu hliðarnar þykja þær að Díana hefur fengið fólkið til að fara í kirkju, þó ekki sé til annars en árita minningarbók um hana. Aðrir telja viðbrögðin við dauða Díönu endurspegla aukinn áhuga Breta á andlegum málefnum og aukinn trú- arhita. Þannig „bjargaði" minning- in um Díönu ófáum vakningafund- www.itn.is/leppin ipppin Im.1 ¦sport Ekkcrt Kottin ¦ nnyinn iivilur sykur! „Eftir að hafa prófað Carbo Lode hloðslu- kolvetni og notað Squeezy gelið í maraþoni er ekki aftur snúið" Imjóllur Gissurarson íslandsmeistarí í maraþoni 1995,1996 og 1997 „Úr meðalmennsku i toppinn með orkudrykk frá Leppin" Leppin sport vörumar fást um allt land I [þróttavöruverslunum, Hagkaupum/Nýkaupum og líkamsræktarstöövum. : i JARÐVEGSWÖPPUR Vmsar stæróir, bensín eða dísíI M!€á|iBI)g v Skútuvogl 12A, s. 5681044 ímyndir eiga til að fölna með tímanum en ímynd Díönu heitinnar, prinsessu af Wales, er enn kristallstær og lifandi, um ári eftir dauða hennar. Símamynd Reuter um hjá heittrúarsöfnuðum í London. Skipuleggjandi vakningasam- koma í London segir að eftir dauða Dlönu hafi fólk verið ófeimnara við tilfinningar sínar og verið móttæki- Erlent fréttaljós legra fyrir boðskap um náungakær- leika, gjafmildi og skyldur gagnvart þeim sem minna mega sín. Snobbað gegn Díönu Flestir sem vettlingi geta valdið hafa tekið þátt í Díönu-æðinu á einn eða annan hátt. Og erm reyna menn. Þanngi mun Gordon Brown, fjár- málaráðherra Breta, hafa lagt til að gerður yrði sérstakur Díönugarður við Kensingtonhöll, þar sem hún bjó. Sumum finnst sú hugmynd fá- ránleg, bæði íbúum í nágrenninu, sem óttast umferðaröngþveiti hvern dag, og hinum, sem benda á að Diana hafí ekki haft neinn áhuga á garðrækt. Hins vegar sé Karl Breta- prins, maðurinn sem hún kvaldist með í mörg ár, í því að tala við blómin. Mitt i öllu Díönuæðinu eru marg- ir sem gangast upp í að vera á móti henni, hreykja sér af því að hafa ekki lagt blóm utan við heimili hen- nar eftir slysið eða minnst hennar á nokkurn hátt. í þessum hópi eru margir menntamenn og menningar- spirur. Tony Walter félagsfræðing- ur að það sé beinlinis snobbað fyrir þessari afstöðu í sumum menning- arhópum. „Það sýnir einfaldlega hve margt mennta- og menningar- fólk er úr takt við timann," segir Walter. Brandari Fjöldi grínista sem hafa atvinnu af uppistandi hafa gert sér mat úr dauða Díönu. Á Edinborgarhá tíðinni á dögunum veltu grinarar sér upp úr Diönu við misjafna hrifhingu. Einn gerði stólpagrín að jarðarförinni og fólkinu sem sótti hana. Þó grínið hafi hlotið misjafnar móttökur er gamanleikrit sem byggir á mýtunni um samband Díönu og Karls frumsýnt í Edinborg um þessar mundir. Sá er leikur Karl segir að ári eftir hið hörmulega slys sé hlátur kannski þaö sem fólk þurfi á að halda. Þó að minningin um Díönu kunni að fblna verður fólk minnt á hana svo lengi sem synir hennar Vilhjálmur og Harry lifa. Þeir eru nær daglegt umfjöllunarefni fjölmiðla. Vilhjálmur, 16 ára, næstur í erfðaröðinni á eftir Karli, föður sínum, þykir nauðalikur móður sinni. Er talið að hann muni öðrum fremur halda minningu hennar á lofti. Reuter o.fl. Eykur blóðstreymið út í fínustu æðarnar É . ^5£ L 'jíiro 7» heilsuhúsið Skólavöröustíg, Kringlunni, Smáratorgi og Skipagötu 6, Akureyri
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.