Dagblaðið Vísir - DV - 15.08.1998, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 15.08.1998, Blaðsíða 10
10 ssur LAUGARDAGUR 15. AGUST 1998 Herrifflar pússaðir upp fyrir keppni Hins íslenska byssuvinafélags: Rosalegir hólkar! Elsta byssan í keppninni var frá 1900, smíöuö i Þýskalandi af Mauser fyrir sænska herinn. Eigandinn heldur hér stoltur á henni, Karl Bjarnþórsson, kallaður Karl Gústaf af félögunum. Riffillinn er úr sænsku gæðastáli, cal. 6,5x55, af gerðinni Mauser M96. Hiö íslenska byssu- vinafélag, HIB, nefnist félagsskapur áhuga- manna um skotíþrótt- ina og skotveiöi sem starfrœktur hefur verið á höfuðborgarsvœðinu síðastliðin sex ár. Þetta er ekki fíölmennur hóp- ur, meðlimir aðeins 32 og allt karlar, enda eru inntökuskilyrði nokkuð ströng. Nýirfélag- ar eru teknir inn einu sinni á ári og þá ferfram leynileg kosning hjá þeim semfyrir eru. Nokk- ur dœmi eru um að umsóknum hefur verið hafnað af ýmsum ástœðum! Meðlimir HIB koma úr öllum áttum og rœður eng- inn klíku- skapurför. Sáyngsti er prítug- ur og sa elsti um sjötugt. greinum, llkt og í öllum keppnum frá 1992, var Eiríkur Björnsson tannlæknir. í verðlaun var glæsileg- ur farandbikar sem Landhelgisgæsl- an gaf HÍB á sínum tíma. Það er fall- byssukúla á standi. Gripurinn er svo þungur að hann hefur verið uppi á hillu hjá Eiríki öll þessi ár, honum hefur ekki fundist taka því aö mæta með hann í mótið! „Þetta eru rosalegir hólkar sem taka mikið á en eru ótrúlega ná- kvæmir miðað við aldur. Maður er búinn í öxlunum eftir kannski 60-70 skot yfir dag- inn,' sagði Jó- hann Vil- hjálmsson byssusmiður í samtali við helgarblaðið en hann er einn af forvíg „Við erum í þessu fyrst og fremst til að skemmta okkur og öðrum. Við virkjum alla í félaginu og menn verða að hafa áhugann fyrir hendi. Við erum alls ekki í þessu til að berjast fyrir aukinni byssueign, eins og sumir virðast oft halda. Frekar viljum við gera það erfiðara að menn fái byssuleyfi. Það eru allt of mörg byssuleyfi gefin út í dag," sagði Sigurður. Óhefðbundið félag Starfsemi HÍB er vissulega óhefð- bundin og þeir sögðu markmiðið einmitt vera það að bjóða upp á eitt- hvað annað en skotfélögin væru með. Sem dæmi um þetta halda þeir „svartfuglakvöld" og leigja víkinga- skipið íslending undir veisluhöld. Meðal sérstakra gesta í siðustu Félagið stend- ur fyrir fjöl- mörgum uppá- komum, bæði opnum sem og ein- göngu fyrir meðlimi. Gildir þá einu hvort um er að ræða skotkeppnir, veiðiferðir eða villibráðarkvöld. Eitthvað er að gerast nánast í hverj- um mánuði. Þannig fara fram í dag árlegir Skemmtiskotleikar á at- hafnasvæði Skotfélags Reykjavíkur Leirdal þar sem öllum er heimil þátttaka. Elsta byssan frá 1900 Á dögunum fór einnig fram árleg, opin keppni, þ.e. herrifflakeppni. Þangað mættu 11 filefldar skyttur með fornar byssur sem allar voru eldri en frá siðari heimsstyrjöld. Sú elsta var frá árinu 1900 af Mauser- gerð og sést nánar á einum af með- fylgjandi myndum. Keppt var í þremur greinum. í fyrsta lagi var skotið standandi af 100 metra færi, þá standaði af 300 metra færi með opnum sigtum og loks liggjandi af 300 metra færi með sjónauka. Sigur- vegari í samanlögðum þremur Eiríkur Bjömsson tannlæknir sigraði samanlagt í her- rifflakeppninni og það ekki í fyrsta sinn. Hann hefur ætíð sigrað frá því keppnin var fyrst haldin fyrir sex árum. Eiríkur fýrar úr rússneskum Sniper-riffli frá Mos- in Nagart. Riffillinn var notaður í seinni heimsstyrjöld- inni og er sá eini hér á landi, að því best er vitað. ismönnum Hins íslenska byssuvina- félags. Við hittum hann að máli ásamt tveimur öðrum forsprökkum, þeim Sigurði Stefnissyni, tilvonandi formanni, og Arnari Lúðvíkssyni, fráfarandi formanni. Af hjartans lyst Þeir lögðu á það ríka áherslu að félagar í HÍB væru fyrst og fremst í þessu fyrir sportið, eða eins og Arn- ar minnti á hvert markmið allra skotfélaga væri: Að iðka veiði og skotsport af hjartans lyst. Keppendur á opinni herrifflakeppni Hins íslenska byssuvinafélags. Engin byssa yngri en síðan í seinni heimsstyrj- öldinn, flestar af gerðinni Mauser. Nokkrar skyttur mættu ekki til keppni, sem láta hana annars ekki fram hjá sér fara, en hér eru keppendurnir, frá vinstri: Gissur Skarphéðinsson, Kristmundur Skarphéðinsson, Jón Guðmundsson, Haf- steinn Pálsson, Hannes Haraldsson, Sigfús Tryggvi, Jóhann Vilhjálmsson, Arnfinnur Jónsson, Sigurður Stefnisson, Eiríkur Björnsson og Karl (Gústaf) Bjarnþórsson. DV-myndir S Ein þriggja greina f keppninni var að skjóta liggjandi með sjónauka á 300 metra færi. Hér munda þeir Gissur, Eiríkur, Jón og Jóhann riffl- ana. Einbeitingin leynir sér ekki í andlitunum. veislu var leikkonan Ólafía Hrönn Jónsdóttir og sögðu þeir aldrei að vita nema að Lolla ætti eftir að ger- ast félagi i HÍB. Hún uppfyllti ýmis upptökuskilyrði! Næsta stórveisla HÍB er upp- skeruhátíð skotveiðimanna sem þeir eru að undirbúa á Broadway í haust í samráði við eigendur veit- ingastaðarins. Þar er von á 600 manns og án efa má búast við ein- hverri vænni villibráð á matseðlin- um. Eins og áður sagði fara Skemmtiskotleikar HÍB fram í dag í Leirdalnum. Þeir hefjast kl. 9.30 og eru opnir öllum skyttum. í keppn- ina hafa mætt allt að 40 manns. Hér er óhefðbundin keppni á ferðinni þar sem skyttum er gert eins erfitt fyrir og hægt er. Sem dæmi var keppendum eitt árið gert að taka armbeygjur á milli skota og hlaupa um með gervigæsir. Þeir sem mæta í dag munu án efa sjá skemmtileg og óvenjuleg tilþrif. -bjb
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.