Dagblaðið Vísir - DV - 15.08.1998, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 15.08.1998, Blaðsíða 6
6 * mönd LAUGARDAGUR 15. AGUST 1998 stuttar fréttir Dökk útlit Grænfriðungar draga upp held- ur dökka mynd af ástandi um- hverfismála árið 2000. Þeir segja að 25 þúsund tegundir plantna og dýra gætu þá heyrt sögunni til, ef ekkert verður að gert. Fjölmenni hjá Castro Fidel Castro Kúbuleiðtogi hélt upp á 72 ára afmæliö sitt á fimmtudag. Sama dag birtu stjórnvöld í landinu tölur yfir fjölda ferðamanna sem sækja landið heim. Skemmst er frá því að segja að þar gengur allt eins og í lygasögu því fyrstu sjö mánuði ársins komu þangað meira en 800 þús- und ferðamenn. Vegaræningjar teknir Lögreglan í Lyon í Frakklandi ,hefur handtekið átta unga menn sem grunaðir eru um að hafa ráð- ist á og rænt ökumenn á af- skekktum þjóðvegum. Þá eru þeir grunaðir um að hafa nauðgað konu á sjötugsaldri, Kratar meö forustuna Þýskir jafnaðarmenn hafa enn forskot á flokk Kohls kanslara samkvæmt nýjustu skoðanakönn- unum. Margir kjósendur hafa þó ekki enn gert upp við sig hverj- um þeir greiða atkvæði sitt í kosningunum í næsta mánuði. Fleiri dráp í Alsir Sextán óbreyttir borgarar í Al- sír féllu í árásum skæruliða bók- stafstrúarmanna í fyrrinótt, að sögn opinberu alsírsku fréttastof- unnar APS. Kannski á laugardögum Svo kann að fara að áfengis- verslanir í Svíþjóð verði opnar á laugardögum, ef félagsmálaráð- herrann fær einhverju ráðið. Sænska „rikið" hefur verið lokað á laugardögum í sextán ár. Kabila fær rafmagn Lífið í Kinshasa, höfuöborg lýð- veldisins Kongó, þriðja stærsta , lands Afríku, komst í samt lag aftur í gær eftir tæplega sólarhrings raf- magnsleysi. Uppreisnar- mönnum sem berjast gegn 'Laurent Kabila j forseta er kennt um að hafa valdið rafmagnsleysinu. Forsetar í símanum Clinton Bandaríkjaforseti og Jeltsín Rússlandsforseti ræddust lengi við í síma í gær. Clinton hvatti starfsbróður sinn til að taka ærlega'til hendinni á næstu dögum svo koma mætti rúss- nesku efnahagslífi í samt lag. Danmörk: Hægir á góðærinu Heldur hefur verið að draga úr uppsveiflu undanfarinna ára í dönsku efhahagslífi. Það er einkum útflutningsiðnaður Dana sem hefur fengið að kenna á efnahagskrepp- unni í Asíu. Þá hefur launaskrið í dönsku atvinnulífi einnig verið meira en í samkeppnislöndunum, það rýrir samkeppnisstöðuna. Þetta má lesa út úr hálfsárs milliuppgjöri og efnahagsspám danskra banka og hagsmunasamtaka. Samtök iðnað- arins í Danmörku spá því að áfram muni draga úr hagvexti á þessu ári og því næsta og hann verði 2-2,5% á ársgrundvelli. Ríkisstjórnin er heldur bjart- sýnni í efhahagsspám sínum en iðn- aðargeirinn. Spámenn hennar reikna með því að hagvöxtur verði 2,5%. Enn bjartsýnni eru samtök launþega sem telja að hann verði minnst 3,1%. -SÁ Clinton undir feld vegna Lewinsky-málsins: Ihugar að viður- kenna náin kynni Bill Clinton Bandaríkjaforseti íhugar nU hvort hann eigi að viður- kenna einhvers konar náin kynni við Monicu Lewinsky þegar hann ber vitni fyrir ákærukviðdómi á mánudag. Þetta kom fram í blaðinu New York Times í gær. Heimildarmenn sem standa nærri forsetanum sögðu sjónvarps- stöðinni NBC í gær að helstu ráð- gjafar Clintons væru flestir að komast á þá skoðun að forsetinn ætti að viðurkenna einhvers konar samband við Lewinsky. Forsetinn hefur hins vegar ekki enn ákveðið sig. Clinton sagði í vitnisburði vegna málsins sem Paula Jones höfðaði gegn honum fyrir kynferðislega áreitni að hann hefði ekki átt í kyn- ferðislegu sambandi við Lewinsky. Sá framburður byggðist á tiltekinni skilgreiningu dómarans á hvað kynferðislegt samband væri. Að sögn New York Times telja ráðgjaf- ar forsetans að sú skilgreining nái ekki yfir ýmsar athafnir, svo sem munnmök. Því gæti forsetinn hald- ið fast við fyrri orð sín. Heimildarmaður úr herbúðum Lewinsky sagði NBC að það gæti haft öfugar afleiðingar miðað við það sem ætlað var. Embættismenn í Hvíta húsinu vildu ekkert tjá sig um fréttir þess- ar í gær. „Það verða miklar vangaveltur þangað til á mánudag og við mun- um ekkert tjá okkur um þær," sagði embættismaður við frétta- mann Reuters. Ráðgjafar forsetans eru á einu máli um að hann eigi að ávarpa þjóðina og segja henni allt af létta eftir framburð sinn á mánudag þar sem vitnisburði hans yrði ein- hvern veginn lekið út til fjölmiðla. Flestir Bandaríkjamenn mundu ekki missa trúna á forsetann þótt hann viðurkenndi að hafa haft kynmök við Lewinsky, að því er kemur fram í skoðanakönnun CNN. Á moöan Islendingar hafa þurft aö dúöa sig eins og aö hausti nú síöustu daga hafa ítalskir sóldýrkendur brugöiö á leik á baðströndum landsins. Þessi mynd var tekin á ströndinni viö borgina Ravenna. Almennur frídagur var á ítal- íu í gær og því margt um manninn vio sjóinn. Á ítölskum babströndum tíökast sá siöur að gusa vatni yfir náungann honum aö óvörum og það fékk þessi unga og föngulega kona aö reyna. Henni varð sjálfsagt ekki meint af. Dómstóll í Burma sneri við blaöinu: Útlendingar reknir úr landi Dómstóll í Burma sneri heldur betur við blaðinu í gær þegar hann leysti átján útlendinga úr haldi skömmu eftir að mennirnir höfðu verið dæmdir til fimm ára fangelsis- vistar fyrir að dreifa áróðursritum fyrir lýðræðissinna í höfuðborginni Rangoon. Sjónarvottar sögðu að dómstóln- um hefði borist bréf frá innanríkis- ráðuneyti Burma um að fangarnir skyldu látnir lausir. „Þeim var sleppt til að stuðla að góðum samskiptum Burma og land- anna sem tengdust málinu," sagði sjónarvottur. Skilyrði fyrir lausn fanganna var að þeir brytu ekki aftur af sér. Gerðu þeir það þyrftu þeir að taka út fulla refsingu. Sendiráðum við- komandi var falið að flytja mennina úr landi á sunnudag. Aðstandendur átjánmenninganna lýstu yflr ánægju sinni með lausn þeirra. Lýðræðissinninn og stjórnarand- stöðuleiðtoginn Aung San Suu Kyi hefur setið i bifreið sinní frá þvi á miðvikudag þegar herinn meinaði henni að heimsækja stuðningsmenn sína úti á landi. Hún heftir nú feng- ið sólhlífar, garðstóla og timarit sér til hægindaauka. É%'n& Kauphallir og vöruverð erlendis ----------- New York 7000 DowJoncs J J Á London Frartkfurt FT-SE100 5500 *í> 5000 4000 - m7'3. M J J A 4000 • 2000 5458,22 M J J Á Hong Kong Nlkkol HangSong 20000 150 140" 15123,93 7224,69 A M J J i:í¥Htt:iíi rfiirwri5].^ $/t M™j J ™ : $^_M j j Áj $/t m j j *M $/t _M,j _j_ A tunnaM J J A ŒZ3 Karl Bretaprins segist sakna hennar Geri Karl Bretaprins skrifaði Geri I Halliwell hjartnæmt bréf þegar j hún yfirgaf kvennasveitina | frægu Kryddpí- I urnar og sagð- | ist mundu sakna hennar, að því er breska blaðið Mirror skýrði frá í gær. „Kæra Geri. Ég vildi bara skrifa þér fáeinar línur og segja | þér hversu mjög það hryggði mig I að þú skyldir yfírgefa hinar stelp- [ urnar í Kryddpíunum. Ég renni í I grun að ég sé ekki sá eini sem finnur til hryggðar," sagði Karl meðal annars í bréfl sinu. Geri var ávallt mjög kumpán- leg þegar þau Karl hittust á góð- gerðarsamkomum. Hún lagði í vana sinn að reka honum remb- ingskoss og einu sinni kleip hún ; hann í rassinn. Lengstu göngín Norðmenn eru stórtækasta gangagerðarþjóð veraldar. Á I milli bæjanna Aurland og Lærdal Ií Vestur-Noregi er verið að sprengja 24,5 km löng göng sem verða tilbúin árið 2001 (lengdin [: svarar til fimm og hálfra Hval- ;., fjarðarganga). Þetta veröa lang- I lengstu jarðgöng heims. Fyrst I var sprengt í þessum göngum 15. I mars 1995. í byrjun nýrrar aldar verður erfiðasti farartálminn á leiðinni frá Óslð til Björgvinjar orðinn einn sá auðveldasti. í stað þess að aka yfir Filefjell verður ekið í gegnum fjallgarðinn. Gervitungl er notað til að fylgjast með stefhu bormanna inni í fjallinu og ekki meira en 15 sm frávik verður á stefnunni þegar endar ná saman. Lengstu veggöng heims eru nú Gudvanga í Noregi, 11,4 km, Mont Blanc í Frakklandi, 11,6 km, Arlberg í Austurriki, 13,9 km, og St. Gotthard í Sviss 16,9 km. Nýnasístar þramma samt Danskir nýnasistar ætla að í halda kröfugöngur í dag þótt I bæði lögregluyfirvöld og dóms- | málaráðuneyti landsins hafi bannað göngur þeirra í Koge, Kaupmannahöfn og Hróarskeldu. „Þetta eru samhæfðar pólitísk- i ar aðgerðir gegn okkur og því 1 verðum við að finna einhver ráð. Við vitum ekki enn hvað það veröur, enda mundum við ekki segja frá því fyrirfram," sagði Jonni Hansen. Dómsmálaráðuneytið úrskurð- 1 aði I gær að bann lögregluyfir- I valda í Koge við fyrirhugaðri fjöldagöngu nasista um bæinn bryti ekki í bága við ákvæði stjórnarskrárinnar um funda- frelsi. Albríght til sprengjustaða Madeleine Albright, utanríkis- ráðherra Bandaríkjanna, ætlar til Kenýa og Tansaníu um helgina og skoða verksum- merki eftir sprengjutilræð- in þar í síðustu viku sem urðu um 250 manns aöbana. Rannsóknarmenn frá banda- rískti alríkislögreglunni FBI leita nú á tilræðisstaðnum í Naíróbí í Kenýa að vísbendingum um hverjir hafi staðið að sprengjutil- ræðunum. Svæðið hefur verið girt af með hárbeittum vír og gæta kenýskir hermenn þess. Fimm menn eru nú í haldi lögreglu vegna tilræö- isins en enginn hefur enn verið ákærður.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.