Dagblaðið Vísir - DV - 15.08.1998, Blaðsíða 23

Dagblaðið Vísir - DV - 15.08.1998, Blaðsíða 23
LAUGARDAGUR 15. AGUST 1998 útivist 23 Helgarblað DV reynir sig í þjóðaríþrótt Norðmanna - kerfisbundnum flækingi um fjöllin: Með brúnostinn í báðum vösum DV, Bieshestamógi: Nútíminn veður yfir okkur ef eng- inn berst á móti. Unglingarnir verða soOinum í bæjunum að bráð ef enginn kennir þeim nægjusemi, úthald og þolgæði smalans. Langsetur á kaffi- húsum gera fólkið að máttlausum aumingjum; linjulegu illgresi sem ferst í næsta stormi. Þvi verður að berja sjálfsaga fjallabóndans inn i hvern þjóðfélagsþegn ef ekki á illa að fara. Þetta er ástæðan fyrir að allt fjall- lendi Noregs er nú útstikað í hæfileg- um dagleiðum með sæluhúsum á milli svo hægt sé að skóla æsku landsins í fornum dyggðum. Hundruð sæluhúsa og hundruð dagleiða á fjöllum. Engir smalar feta þessar slóðir lengur en norskir unglingar eru reknir á fjöll ár' hvert til að berjast á móti nútímanum og borgarmenningunni og læra þögla undirgefni. Hrökkbrauð og undirgefni Tugir þúsunda Norðmanna eru vet- ur, sumar, vor og haust á keríisbundu ráfi um fjöllin og nú i sumar slóst út- sendari DV i hópinn, hlaðinn krökk- brauði, brúnosti og nægilegri undir- gefni til að dragast um fjöllin með tólf kiló á bakinu, tíu tíma á daga fimm Norðmenn kalla þetta að ganga „frá hyttu til hyttu". Það er hluti af upp- eldi hvers Norðmanns að fremja þessa dáð minnst einu sinni á ári - annars verður hann að spilltum bæjarbúa og gleymir því að hann er fæddur smali og að hlutskipti hans er að vera smali á ný þegar nútíminn er farinn. Tilgangslausar fjallaferðir er ekki alveg sérnorskt fyrirbæri þótt hvergi hafi þær ná viðlíka fullkomnum og í Noregi. Svíar gera þetta líka, Sviss- lendingar og jafnvel íslendingar en baráttan við borgarmenninguna hefur staðið harðast og lengst í Noregi. Komst til byggða að segja frá Til skamms tíma hafa veitingahús- in í Ósló verið lokuð á sunnudögum en allir fjallakofar opnir. í Noregi er borgin vond og fjöllin góð og þvi betri sem þau eru hærri og eyðilegri. Því eiga allir góðir menn helst alltaf að vera á fjöllum. Þetta uppátæki er að sjálfstögðu ekkert grín fyrir síðvamba kaffihúsa- mann sem varla hefur brugðið bak- poka á hrygg sér. Því er afrekið þeim mun meira að hafa komist til byggða aftur og geta sagt frá. Að í Ferðamannaskarði í 1350 metra hæð. Hér eru skaflar í lautum allt sumarið og klappirnar berar. Niðri í dölunum er gróðursældin hins vegar oft mikil, í það minnsta á íslenskan mælikvarða. DV-myndir Gísli Kristjánsson stofan í Storgata 3, í miðbænum, og síminn þar er 47 22 82 28 00. Netfang- ið er http://www.turistforeningen.no Skipulag er dyggð Fyrsta synd Islendingsins var auð- vitað að setja þennan viðbjóðslega brúnost (og kókflöskurnar) í vasana og ætla svo að æða af stað án frekari umhugsunar. „Þetta reddast örugg- lega einhvern veginn," er viðkvæði Is- lendingsins. Norðmaður- inn setur brún ostinn í bakpok- ann (skilur kókið eftir heima) og mælir fyrirhug- aða gönguleið í Alvaran mætir göngumanni Skipulag og regla er sem sagt höf- uðdyggð fjallaferðafólks og svo auðvit- að að vita hvert menn eru að fara. Nú hefst sem sagt alvaran. Útlendingar sem hyggja á norska fjallaferð hefja för venjulega með lestar- eða rútuferð frá Ósló upp í fjöllin. í Noregi eru nokkrir staðir öðrum Og þá er að leggja í hann. Hefja bar- áttuna við grjótið og urðirnar og sjá hvort fornar dyggðir vakna ekki til lífsins þegar bakpokinn fer að síga undan sjálfum sér og fæturnir flytjast fram meira af vana en mætti og vilja. Grösupir dalir og berar klappir Greinarhöfundur hvílir lúin bein við Grettistak hestamóg. . Hreindýrahvolfi við Bess- hrökkbrauðum og hitaeiningum. Öll ferðin er skipulögð frá hrökkbrauði til hrökkbrauðs - forsjá er dyggð því annars kemur nútíminn, agalaus og ruglingslegur og tekur okkur. þekktari þar sem byrjunarreitir þess- ara fjallferða. í okkar tilfelli varð Haukeliseter - Haukahlíðasel - fyrir valinu. Það er í ríflega 900 metra hæð og kjörinn stað- ur, hvort sem ætlunin er að leggja á Sehadalsheiðarnar í suðri eða Harð- angursöræfin í norðri. Rútan ferð tvisvar á dag, er sex klukkustundir upp í selið og farið kostar um 2.500 ís- lenskar krónur. Annar viðlika upphafsreitur er Hjerkinn í þúsund metra hæð á Dofra- fjöllum og venjulega er farið þangað ef ganga á í Jötunheimunum, enn eitt vinsælt göngusvæði í Noregi. Til Hjerkinn er farið með lest á svipuðum kjörum og í rútunni til Hauka- hlíðasels - nema lestin fer þrisvar á dag. Hollráð reyndra göngugarpa Flest göngufólk skipuleggur sínar ferðir sjálft en nýtur aðstoðar norska ferðafélagisns - DNT. Á skrifstofum félagsins er auðvelt að nálgast gögn um allar gönguleiðir og fá hollráð um fyrirkomulag ferðarinnar, göngukort, næturstaði og útbúnað. í Ósló er skrif- Þegar komið er yfir þúsund metra hæð í Noregi verður landslagið áber- andi eyðilagt og gæti minnt á ísland ef bergið sjálft væri ekki allt annað. Hér eru berar, gráar klappir, grastoppar á milli - en ekkert hraun. Göngufærið er því yfirleitt gott, nema menn velji mikið brattlendi að klöngrast í. Inn á milli er komið niður í gróður- sæla dali og hér vaxa tré upp í allt að 900 metra hæð. Niðri í dölunum eru gömlu selin sem í mörgum tilfellum hafa verið endurbyggð sem sæluhús og standa opin félögum í norska ferða- félaginu og systurfélögum þess í öðr- um löndum, þar á meðal á íslandi. í sæluhúsunum eru líka matarbirgðir fyrir ferðalangann og allt greitt með því að fylla út gíróseðil á staðnum. Það er í sjálfu sér markmið í slík- um ferðum að lifa við þröngan kost. í fjallakofunum eru fá þægindi og hreinlætisaðstaða eins fátækleg og frekast má vera - þ.e. hrörlegur kam- ar á berangri. Það er hluti af uppeld- inu að forðast þægindi borgarlifsins. Veðurlag á þessum vestur-norsku fjöllum er með ýmsu móti eins og við er að búast. Þvi er ráðlagt að hafa með sér vatnsheldan klæðnað og án góðra gönguskóa ætti enginn að fara á fjall. Miðað við íslenskar aðstæður er veð- urlagið þó aðgerðalítið og milt og sjaldan til trafala. Dagleiðir á fjöllum Dagleiðirnar taka yfirleitt sex til tiu tíma og er þá miðað við gönguhraða venjulegs fólks. Göngugarpar fara þessar leiðir á skemmri tíma. Algengt er að ætla sér eina viku í ferðirnar. Þá er fjallamennskan farin að siast inn i fólk og enginn saknar þess leng- ur að hafa ekki komist í bað dög- um saman. Oft er gott að hafa með sér veiðistöng því veiðivötn eru mörg á norska hálendinu. Nýr, steiktur silungur eða urriði er afbragðs viðbót við einfalt fæðið í fjallakof- unum. -Gísli Eristjánsson Audi 80 '86-90 11.700 Audi 100 '82-90 10.900 Charade '88 5.600 CitroenAX 5.400 Citroen BX 5.900 Fiat Uno '88 3.600 Fiat Uno '89 5.500 Fiat Panda 5.100 Fiat Pinto 7.600 Fiat Tibo 6.450 Ford Transit '93 7.800 Ford Escort '86-'90 4.400 Ford Sierra '88 10.200 Lada Samara 5.800 Skoda Favorit 5.600 Lancer '85-88 6.400 Lancer '89-92 6.800 Suzuki Vitara 7.300 Mazda323'86-'87 5.700 Peugeot 205 4.400 Peugeot 309 6.100 Peugeot 405 6.300 Renault 19'93-94 7.800 Pajero '92- 6.800 Pathfinder '87- 6.900 Trooper '87- 6.200 Opel Kadett '85-'90 4.800 Opel Astra '91-94 6.450 Opel Astra '95- 7.200 Opel Corsa '83-'90 4.800 Opel Corsa '93- 7.600 Nissan Sunny '88-91 6.600 Nissan Sunny '93- 7.600 Toyota Corolla '85-'87 6.100 Toyota Corolla '88-'91 6.600 Toyota Corolla '93 7.600 VW Golf '84-'91 2.850 VW Golf '92 8.600 VW Polo '90 4.600 Mikið úrval stefnuljósa Afturljós á japanska pickupa, verð 3.400. Afturljós á vörubíla. Ljósabretti fyrir kerrur, verð 3.300 o.fl. Póstsendum samdægurs Gi varahlutir Hamarshöfða 1 sími 567 6744 Flest stærri vatnsföll, sem og minni sprænur, eru brúuð með hengibrúm.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.