Dagblaðið Vísir - DV - 15.08.1998, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 15.08.1998, Blaðsíða 22
22 ^sérstæð sakamál LAUGARDAGUR 15. ÁGÚST 1998 en skyndilega benti hann á sand- bakka í gili og sagði: „Ég held að það sé þama!“ Þyrlan lenti og undir þunnu sand- lagi fannst likið af Lindu Sobek. í fyrstu varð ekki séð á hvem hátt hún hafði látist. Hvergi var neina áverka eða hnífstungur að sjá. Var því ljóst að bíða yrði niðurstöðu rannsóknar réttarlækna. Eitt var þó ljóst. Saga Ratbuns um að hann hefði fyrir slysni ekið á Lindu gat ekki staðist. Þá hefðu sést áverkar á líkinu. Nær mánuður leið þar til réttar- læknar sendu frá sér skýrslu. Þar kom fram að Lindu hafði ekki aðeins verið nauðgað heldur hafði henni einnig verið misþyrmt áður en hún var kyrkt en þó þannig að ytri áverkar vora litlir sem engir. Fyrir réll Þann 1. nóvember 1996 var Charles Rathbun leiddur fyrir rétt, ákærður fyrir hafa myrt Lindu Sobek. Málið var sótt hart af ástæðum sem vikið verður að hér á eftir og gat verjandi litið gert til að forða sektardómi. Því ollu bæði beinar og óbeinar sannanir. Rathbun fékk lifstiðarfangelsi. Þótt máli Lindu væri lokið er máli Rathbuns ekki lokið, eða svo segir lög- reglan á Hermosa-strönd sem og rit- höfundurinn Clifford L. Lineckers en hann hefur sent frá sér bókina Death of a Model (Dauði fyrirsætu). Þar held- ur hann því fram að ferill Rathbuns sé miklu ljótari en fram komi af þeim dómi sem hann hafi fengið. Leiðir höf- undur líkur að þvi að Rathbun hafi ekki aðeins myrt Lindu heldur Kimberly Pandelios og fleiri fyrirsæt- ur sem hann hafi kynnst í starfi sínu, en hafi horfið og telja verði látnar. Er niðurstaða Lineckers því á þá leið að Rathbun hafi gerst sekur um raðmorð. Skýrir þessi grunur, sem lá fyrir áður en réttarhöldin hófust, afstöðu sak- sóknarans. Lögreglan telur ekki að lengra verði komist í rannsókn þeiira mála sem um er fjallað í bókinni. Vísbendingar skorti og því kunni eina vonin um að upplýsa megi þessi hvörf að vera sú að sá sem þau framdi lýsi yfir sekt sinni. Elaine Sobek var tuttugu og sjö ára ljósmyndafyrirsæta í Los Angeles. Þann 16. nóvember 1995 hvarf hún sporlaust. Að morgni þess dags ræddi hún við móður sína í sima og sagði henni að hún færi til fundar við þrjá aðila þann dag. Fyrst myndi hún hitta ljósmyndarann Chuck, síðan færi hún í reynslupptöku vegna sjónvarpsþátt- ar, sem hún hefði verið ráðin til að leika í, og loks til annars ljósmynd- ara. í raun var þetta venjulegur dagur hjá Lindu. Hún var eftirsótt fyrirsæta, ekki síst af ljósmyndurum bíla- og lík- amsræktarblaða, því hún var vel vax- in og vel þjálfuð. Hún lét gjaman taka af sér myndir í bikíni-fótum en hafh- aði tilboðum um að sitja fyrir nakin og bar fyrir sig trúarástæður. Linda var lífsglöð og átti marga vini. Hún hafði verið fremst í hópi sem nefndi sig „The Raiderettes" en um var að ræða stuðningshóp knatt- spymuliðsins „The Los Angeles Raiders". Vinir hennar vom einkum úr hópi knattspymumanna og áhuga- sams líkamsræktarfólks. Hún var alin upp í Lakewood, útborg Los Angeles, en leigði nú einbýlishús á Hermosa- strönd ásamt tveimur öðrum fyrirsæt- um. Enginn kannaðist við nafnið Linda mætti ekki til fúndar við síð- ari aðilana tvo sem hún hafði nefnt við móður sína. Hún kom ekki heim um kvöldið og hringdi ekki til móður sinnar næsta morgun. Þá urðu for- eldrar hennar og vinir hræddir og báðu lögregluna um aðstoð. Lögreglan á Hermosa-strönd fær margar tilkynningar um mannshvörf, en hvarf Lindu vakti sérstaka athygli af því hún var þekkt fyrir reglusamt lifemi og fastar venjur. En það var ekki einá ástæðan. Nokkru áður höfðu fundist lík af ljósmyndafyrir- sætum sem höfðu verið myrtar. Vísbendingar í málinu vom fáar. Linda hafði farið að heiman í hvítum Nissan 240 SX sportbU tU að hitta ljós- myndarann „Chuck“. En það gat vel verið gælunafn sem Linda hafði gefið honum því engin vinkvenna hennar eða kunningja kannaðist við fyrir- sætuljósmyndara með því nafni. Nú liðu fimm dagar án þess að lög- reglunni yrði nokkuð ágengt. En 21. nóvember fann starfsmaður skóg- ræktar tösku í ruslafötu í Angeles Forest, stórum skógi. Linda hafði átt töskuna. Áköf en stutt leit Þessi fundur varð tU þess að lög- reglan ákvað að iáta hendur standa fram úr ermum. Taskan hafði fundist nærri þeim stað i skóginum þar sem lík tveggja fyrirsæta, Kimberly Pand- elios og Kym Morgan, höfðu fundist grafm. Taliö var að sami maður hefði myrt þær báðar en engar visbending- ar höfðu komið fram um hver hann gat verið. Nú hófst mikU leit. Fyrir utan iög- regluþjóna og skógarverði tóku hundnið vina og kunningja Lindu þátt í henni, aö nánustu ættingjum hennar ótöldum. En leitin bar ekki ár- angur og eftir hálfan annan dag var Charles Rathbun. henni að mestu hætt. Nokkrir vinir Lindu héldu þó enn áfram að leita, og það bar þann árangur að daginn eftir fundu þeir snyrtitösku hennar, nærri Clear Creek skógarvarðastöðinni, en hún er fjóra kUómetrum frá þeim stað þar sem handtaska hennar hafði fund- • ist. í snyrtitöskunni var lítU bók yfir stefnumót sem Linda hafði skráð hjá sér en .blaðið yfir þau sem hún ætlaði á 16. nóvember hafði verið rifið úr. í snyrtitöskunni var hins vegar samn- ingur við bUaieigu um Toyota Lexus 450 LX bU, dagsettur 16. nóvember. Ljósmyndarinn finnst Um það leyti sem samningurinn fannst tiikynnti eigandi Danny’s-veit- ingahússins I Torrance að hvítur Nissan 240 SX sportbUi hefði staðið á stæði veitingahússins í viku. Það reyndist bUl Lindu. Danny’s-veitingahúsið var kunnur verustaður ljósmyndafyrirsæta í vinnuhléum og ein af afgreiðslustúlk- unum minntist þess að ljóshærð stúlka hafði gengið út á stæðið þann 16. nóvember tU að ræða við ljós- myndara. Hún hafði síðan ekið burt með honum. Af- greiðslustúlkan sagðist muna það vel því maðurinn hefði verið i spánnýjum Lexus 450 LX bU en þeir vora þá ekki komnir á aimennan markað. Loks hafði lögreglan eitt- hvað tU að fara eft- ir. Leigusamning- urinn leiddi í ljós að Lexus-bíllinn hafði verið leigður ' ljósmyndara að nafhi Charles Edg- ar Rathbun en hann vann einkum við að taka myndir af vel vöxnum fyrirsætum og bUum, bæði fyrir auglýs- ingabæklinga og bUatíma- rit. Erfiðar yfirheyrslur Rannsóknarlögreglu- maðurinn PaiU Saldana hringdi tU Charles Rathbun. Hann staðfesti að hann hefði hitt Lindu Sobek við Denny’s-veit- ingahúsið. Hann sagðist ekki hafa þekkt hana fyr- ir. Aðspurður um hvort hún hefði farið með hon- um í bílnum sagði hann þaö ekki hafa gerst. Linda hefði ekki hentað tU þess verkefnis sem hann hefði haft í huga og hefðu þau kvaðst við veitingahúsið. Saldana bað Rathbun að koma tU viðræðna síð- ar um daginn og féllst hann á það en mætti ekki. Er lögreglan kom heim tU hans var hann ölvaður og veifaði skammbyssu. Hljóp skot úr henni í handiegg lög- reglukonu. Eftir Jangar og strangar yfirheyrsl- ur viðurkenndi Rathbun að hafa tekið Lindu upp í bUinn. Hann hefði hins vegar verið ókunnur bíinum og þegar hann hefði ætlað að sýna Lindu hvers bUIinn væri megnugur, meðan hún stóð hjá og fylgdist með, hefði hann misst stjóm á honum og ekið yfir hana. Er honum hefði orðið ljóst að hún var látin hefði hann fyUst skelfi ingu, ekið með líkið á afskekktan stað og grafið það. Hann gæti hins vegar ómögulega munað hvar sá staður væri. Síðar hefði hann kastað eigum hennar á tvo eða þrjá staði. Sér hefði hins vegar orðið það á að kasta samn- ingnum mn bUinn um leið. Þeim stóð ógn af honum Charles Rathbun var fæddur og al- inn upp í Michigan-ríki. Er hann var táningur nauðgaði hann konu sem hann reyndi síðan að myrða. Er það mál var að baki gerðist hann ljós- myndari og þótti góður en honum var hvað eftir annað sagt upp af því að fýrirsætur neituðu að vinna með hon- um. Bám þær því við að þær þyldu ekki augnatiilit hans. Lögreglan komst að því að Rathbun hafði myndað Lindu Sobek nokkrum sinnum en einnig fyrirsætumar tvær sem fundist höfðu myrtar. Hafði hann sést oftar en einu sinni á Denny’s-veit- ingahúsinu með Kumberly Pandelios. Er þetta lá fyrir þótti ijóst að Rathbun heföi myrt Lindu. Ráðlegast var þó talið að gera honum ekki grein fyrir því og láta sem sögu hans um slysið hefði verið trúað. Líkið finnst Þremur vikum eftir að Linda hvarf bauðst Rathbun tU að aðstoða við leit- ina að gröf hennar. Var lagt af stað í lögregluþyrlu en með henni flugu þyrlur með fféttamönnum og nokkram vinum Lindu. Flogið var nær aUt síðdegið án þess að Rathbun gæti bent á nokkum stað, Líkið borið úr gilinu. Horfnu Ijósmynda- fyrirsæturnar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.