Dagblaðið Vísir - DV - 15.08.1998, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 15.08.1998, Blaðsíða 8
sælkerinn LAUGARDAGUR 15. AGUST 1998 Gísli Marteinn Baldursson fréttamaður getur eldað: Fiskisúpa „Undanfarin ár hefur það verið þannig í mínum vinahópi að menn eru í millibilsástandinu sem skap- ast eftir að ungir drengir flytja að rieiman og áður en þeir ná sér í kvonfang. Ég og Vala, unnusta mín, höfum því verið dugleg að bjóða drengjunum, vinum okkar, í mat og þessi fiskisúpa hentar sérlega vel þar sem hún er ekki aðeins fljótleg, holl og góð heldur er lika auðvelt að stækka eða minnka uppskriftina eftir því hve margir eru í mat. Hún er líka góð upphituð, sem kemur sér vel þegar ég er að vinna fram eftir á fréttastofunni," segir Gísli Marteinn Baldursson, fréttamaður á Sjónvarpinu og sælkeri vikunnar. Hann gefur okkur uppskrift að gómsætri fiskisúpu sem bragðbætt er með eðalvininu pernó. Hér kemur svo uppskriftin sem á að duga ofan í fjóra: N y ka u p :'!V MllifhlLliClÍiÍlairr "" Lax með rjóma- soðnum spergli Fyrir 6 6 stk. laxasneiðar úr stórum flökum 10 stk. ferskir sperglar Spergilsósa 2 stk. skalottlaukur 2 dl þurrt freyðivín 1 dl fisksoð (eða vatn og teningar) 2 dl rjómi salt og pipar hvítur sósujafnari Meölætið 12 stk. kartöflur, tilskornar 6 tsk. svartur kavíar ¦ Setjið sneiðarnar í smurt, eldfast mót. Kryddið með salti ög pipar. Stráið söxuðum lauknum yfir og hellið vini og soði yfir. Setjið lok eða álpapp- ír á mótíð og bakið við 180 gráð- ur C í 10-15 mínútur. Færið fiskinn upp og haldið heitum, skiptið sósunni á 6 heita diska og leggið laxásneiðarnar ofan á. Skreytið með kavíarnum og berið fram með kartöflunum. Sósan Afhýðið spergilinn og skerið í strimla. Helliö soðinu úr eld- fasta mðtinu 1 pott og bætið rjómanum, salti og pipar í. Þykkið með sósujafnaranum. Setjið spergil- inn í og sjóðið við vægan hita í 2-3 mín- útur. Meðlætið Afhýðið hráar (kartöflurnar jmeð hníf svo * þær verði jafn- stórar og í laginu eins og ólífur. Sjóðið í léttsöltu vatni í 12-15 mínútur. Hollráð Þennan glæsilega rétt má einfalda mjög með því t.d. að nota mysu í stað freyðivíns og nota venjulegar soðnar kartöfl- ur. Þá mætti t.d. nota 3 liti af papriku sem grænmeti. Uppskriftirnar eru fengnar frá Nýkaupi þar sem allt hráefni f þær fœst. 800 g smálúða hörpudiskur, rækjur eða annað sjávarfang (í því magni sem menn vilja) 1-1 1/2 1 kjúklingasoð (eða kjúklingateningur og vatn) 1 msk. pernó 2 dl hvítvín 2 dl rjómi 2 gulrætur 1 stöngull sellerí 1/2 kúrbítur 1 laukur 4-6 hvítlauksrif 1 msk. smjör örlítið salt og pipar Gisli tek- ur fram að magn og teg- und græn- metisins eigi algjör- lega að fara eftir smekk kokks og gesta, eða því sem til er í ís- skápnum. Byrjið á að mýkja grænmetið smjörinu. kjúklingasoðinu út í. Sjóðið í 10 mínútur. eð pernó Bætið þá út í og kryddið með salti og pipari. Sjóð- hvítvíninu og ið í fimm mínútur. Skömmu áður en smálúðunni, súpan er borin á borð skulu rækj- skorinni í bita, urnar og hörpudiskurinn sett út í, hún bragðbætt með örlitlu pernói og rjómanum hellt út í. Skreytið með steinselju og berið *i fram með góðu „Baguette" með brieosti sem hefur verið mýktur í heitum ofni. Verði ykkur að góðu! Gísli Marteinn Baldursson frétta- maður undirbýr fiskisúpuna, bragð- bætta með pernói. DV-mynd E.ÓI. ,,.. matgæðingur vikunnar • Björn Roth listamaður er öðruvísi kokkur: Selsteik og marhnútasúpa! „Hvort tveggja er þetta einfalt og gott að matreiða. Ég viðurkenni að það geti verið pínulítið snúið að ná sér í hráefnið en það er allt hægt ef viljinn er fyrir hendi," seg- ir Björn Roth, listamaður í Mosfellsdal og matgæðingur vikunnar, sem gefur okkur sérstæðar og skemmtilegar uppskriftir. Annars vegar erum við að tala um marhnúta- súpu og hins vegar selsteik. Gengur líklega vel saman í máltíð sem forréttur og aðalréttur. Björn tekur það skýrt fram að marhnútana skal alls ekki fá frá bryggjupollunum þar sem sá fiskur sé óætur með öllu. Leita verði til grásleppukarlanna þvi þeir fái oft stóra og fallega marhnúta sem nærast á úthafi á öllu holl- ara fæði en bræður þeirra viö bryggjurnar! „Alvörumarhnútur er mjög bragðgóður fiskur, i ætt við humar á bragðið sem og undir tönn. Þetta er mjög eftir- sóttur fiskur í Frakklandi og vinsæll í fiskisúpur þar," segir Björn. Um selsteikina segir hann mjög mikilvægt að kjötið sé fitulaust og vel hreinsað, til að losna við lýsisbragðið. Að uppfylltum þeim skilyrðum sé selkjötið afskapiega ljúf- fengt og mjúkt. Það sé bragðlítið þegar búið er að hreinsa fituna og þarfnist því góðra krydda. „Með nýjum, íslenskum kartöflum og smjöri þá er þetta magnað," segir Björn og bendir á að frekar auðvelt sé að fá selkjöt af Vestfjörðum og Breiðafirði. Fyrst kíkjum við á uppskriftina að mar- hnútasúpunni en báðar uppskriftirnar miðast við fjóra í mat: 2 stórir marhnútar 1 humar saffran sterkt paprikuduft salt 1 bolli hvírvín 1 lítri vatn 2 laukar Roðflettið, hreinsið og þverskerið mar- hnútana, fínskerið laukinn og sjóðið ásamt humrinum í hálfa klukkustund. Bætið vatni í eftir þörfum. Síið súpuna og látið suðu koma upp á ný. Notið kryddið og hvítvínið til að fá fram æskilegt bragð. Lát- ið sjóða í stutta stund. Einnig má nota þriðja marhnútinn, kjötið af honum skorið í bita og látið standa í súpunni áður en hún er borin fram. Selsteikin 800 g selkjötsvöðvi hveiti smjör 1 rauðlaukur 10 litlir perlulaukar nýjar, litlar kartöflur salt svartur pipar (grófur) púðursykur Steikið eða mallið kartöflurnar með hýðinu í vænni klípu af smjöri. Bætið sneiðum af rauðlauk og perlu- lauk út á og passið að brenni ekki. Þegar steikt er, salt- ið þá og sykrið og hrærið vel. Skerið kjötið í þunnar steikur, veltið upp úr hveiti og steikið mjög létt í smjöri. Piprið vel og saltið. Björn skorar á móður sína, Sigríði Björnsdóttur myndlistarkonu, sem næsta matgæðing. Segtr hana sérfræðing í ungversku gúllasi. -bjb Björn Roth sveiflar hér pönnunni af hreinni snilld og selshreifarnir taka flugið. DV-mynd S Nýkaup Lambalundir með gráðaostasósu Fyrir 6 1200 g lambalundir smjör til steikingar salt og pipar | Gráðaostasósa 11 peli rjómi "" 3 dl kjötsoð (eða vatn og 1-2 teningar) 100 g gráðaostur salt og pipar kjötkraftur sósujafnari Blandað salat 1 búnt lambhagasalat 1/4 haus jöklasalat 1/2 haus eikarlauf 6 stk. cherrytómatar 1/4 stk. agúrka Meðlæti 6 stórir tómatar 12-18 stk. kartöflur 50 g bráðið smjör Lagið sósuna. Brúnið lundirnar I smjöri álpönnu. Setjið á ofngrind og steikið síðan í 2-4 mínútur í 180 C gráðu heitum ofni. Skiptið kjötinu á 6 heita diska og setjið 1 litla ausu af sósu ofan á hvern skammt. Berið fram með kartóflum, bökuðum tómötum og salati. Gráðaostasósa Setjið soð, rjóma og gráðaost í pott og sjóðið þar til osturinn er uppleystur. | Kryddið með ögn af salti og nýmöluð- \ um svörtum pipar. Þykkiö með sósu- | jafnara, bragðbætið með kjöfkrafti. Blandað salat Skolið salatið og rífið niður. Skerið I tómatana í tvennt og agúrkuna í | strimla. Blandið vel saman, bleytið í j með ólífuolíu. Meðlæti Afhýðið kartöflurnar og steikið í olíu á pönnu, þannig að þær brúnist allan hringinn. Setjið í ofnskúffu og bakið í 30 mínútur við 180 gráður á C á blæstri eða 200 gráður á C án blásturs. Kryddið með salti og pipar. Skerið kross í hýðið á tómötunum og dýfið í bráðið smjör (eða penslið), myh'- ið svartan pipar yfir og bakið við 200 gráður á C í 10 mínútur. Súkkulaðiís Stefaníu ömmu Fyrir6 5 stk. eggjarauður 80 g sykur safi úr 1/4 sítrónu 1/2 lítri rjómi 100 g fínt saxað suðusúkkulaði 12 blöð matariim 11 askja fersk jarð- arber Súkkulaðisósa 1 dl mjólk 1 dl rjómi 1 msk. hunang 100 g súkkulaði Leggið matar- I límið í bleyti í kalt vatn. Þeytið saman sykur og eggjarauður uns það er létt og | ljóst. Þeytið rjómann og bætið varlega | í eggjamassann með sleif. Bætið : súkkulaðinu saman við. Bræðið matarlímið í sítrónusafanum og bætið rðlega út í. Hrærið i á meðan matarlíminu er hellt í til að það kekk- ist ekki í ísblöndunni. Sett í form og fryst. Borið fram með heitri súkkulaðisðsu og ferskum jarðarberj- um. Súkkulaðisósa Sjóðið rjóma og mjólk, bætið í hun- I angi og súkkulaði. Hrærið þar til j súkkulaðið er uppleyst. Kælið. Hollráð Þegar matarlím er tekið úr vatni er nauðsynlegt að vinda vatnið vel úr blöðunum. Matarlím er oft sett í ísrétti til þess að þeir standi lengur á fati. Uppskriftimar eru fengnar frá Nýkaupi þar sem allt hráefni í þær fæst.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.