Dagblaðið Vísir - DV - 15.08.1998, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 15.08.1998, Blaðsíða 18
18 * * •k heygarðshornið '+ k LAUGARDAGUR 15. ÁGÚST 1998 Hann ekur burt en kemst aldrei burt Óhugurinn sem grípur mann gagnvart atburðunum á Reykja- nesbraut á dögunum er ekki síst vegna nagandi grunsins um að við séum öll samsek. Þeir sem blússuðu fram hjá konu í neyð um nótt voru fulltrúar okkar, fólk eins og við - það vorum við. Því þeir sem óku hjá og stöðv- uðu ekki gerðu það vegna þess hvernig þeir hugsuðu. Og þeir hugsuðu eins og meirihlutinn. Þeir voru fórnarlömb þess út- breidda hugsunarháttar í íslensku nútímasamfélagi að maður skuli ekki blanda sér í mál annarra, maður skuli ekki láta aðra menn láta sig of miklu varða, maður skuli hyggja að sínu - annað fólk sé önnur vídd. Þessi hugsunarháttur fylgir þéttbýlismyndun. Hann getur lýst sér sem umburðarlyndi og tilhliðr- unarsemi við aðra - ég skipti mér ekki af því sem náunginn gerir svo lengi sem hann lætur mig í friði. Hann getur líka vitnað um samfélagslegt skeytingarleysi: svo lengi sem ég fæ gott kaup skipti ég mér ekki af pólitík. Og loks vitnar hann um kaldlyndi: ég rétti ná- unga mínum ekki hjálparhönd, ég gæti meitt mig. Þessi hugsunarháttur er afleið- ing afkristnunar samfélagsins, þess sem kallað er sekúlarísering: í huga okkar fara ekki af stað af- dráttarlaus siðaboð um rétta breytni við öfgafullar aðstæður; við teljum það undir okkur komið að vega það og meta hverju sinni hvernig bregðast skuli við. Við skynjum engan Guð að fylgjast með okkur, eigum ekki von á því að okkur verði refsað fyrir svo ranga breytni. Við skulum samt ekki bera um of í bætifláka fyrir hina dáð- lausu ökumenn: Sá sem stöðvar ekki fyrir konu í neyð um nótt úti á miðjum vegi heldur ekur áfram eins og hér fari það fram sem honum komi ekki við - 1 lf - ^^^ W&m éátm '¦' ' ,' Jfei,- lL ¦ Guðmundur Andri Thorsson hann er að bregðast öllum skyld- um sínum, við aðra menn og sjálfan sig. Hann bregst í grund- vallaratriðum siðlegrar breytni. Hann ekur burt. Hugsar hann eitthvað? Sennilega ekki - hann er að aka bil. En ef við ímyndum okkur samt að hann hugsi þá er það sennilega eitthvað á þá leið að hann vilji ekki láta ráðast inn ílífsitt. Þá gleymist mikilsvert atriði. Hann gleymir því á þess- ari örlagastund að hann hefur þegar látið ráðast inn í líf sitt. Að innrásin í líf hans hefur þegar átt sér stað, og hann fær ekki að vera í friði, hann mun aldrei vera í friði: hann þarf að búa við þá staðreynd það sem eftir er lífs hans að hann brást konu í neyð um nótt úti á miðjum vegi þeg- ar villidýr í mannsmynd réðst á hana. Tilvera þess manns sem brást er eftir þetta saurguð. Hendur hans eru flekkaðar. Samviskan lætur hann ekki í friði. Maður fær það alltaf aftur í hausinn þegar maður breyt- ir rangt. Hann ekur burt en hann kemst aldrei burt. í af- skiptaleysinu felast alltaf af- skipti. Þótt þú viljir ekki blanda þér inn í vandamál sem á vegi þínum verður þá hefurðu áhrif á atburðarásina hvort sem þér er ljúft eða leitt. Um leið og þú ert á staðnum ertu orð- inn þátttakandi í atburðarásinni, og það sem meira er: undir þér komið hvernig fer. Félagssálfræðilegir bætiflákar kunna að vera til. Helgi Gunn- laugsson félagsfræðingur benti á það "í Morgunblaðinu að hefðu voðaatburöirnir gerst á fáfarnari stað en Reykjanesbrautinni og vegfarandi komið aðvífandi eru allar líkur á því að hann hefði komiö konunni til hjálpar. En um leið og fyrsti bíllinn ekur framhjá henni smitar slík hegðun út frá sér, verður ríkjandi og eðlileg hegðun og jafnframt óeðlilegt að stöðva bílinn og hleypa konunni upp í. Þetta er mannlegt hátterni. Það er eins og við hættum að vera einstaklingar og breytumst í múg, hóp - og hópurinn hegðar sér alltaf ranglega, meirihlutanum skjátlast. Við felum okkur inni í hópnum og konan á veginum sem kallar í neyð sinni á hjálp, hún er kannski eiginlega ekki þarna, ekki úr því að næsti bíll á undan lét eins og hún væri ekki þarna: kon- an er á einhvern máta óraunveru- leg. Hún er í annarri vídd. Við erum á hund- rað kílómetra ferð und- ir stýri - þegar við erum stigin upp í bíl- ana er eins og við miss- um raunveruleika- skynið á einhvern máta; og hér á íslandi er litið á bílinn sem griðastað og kastala einstaklingsins - öll mannréttindamál á ís- landi snúast um rétt- inn til hraðaksturs. í bílnum er íslendingur- inn bæði friðhelgur og stikkfrí. Félagssálfræðilegir bætiflákar kunna að vera til. Við skulum eftir sem áður vona að við séum ekki hýenur. Við skulum vona að það að maður rétti manni hjálparhönd sé ekki einvörðungu bundið þjóðfélagsleg- um kringumstæðum - heldur hjartalagi. Við verðum að vona að þetta voðaverk skeyting- arleysisins verði til þess að fólk reyni að hugsa svolítið - jafnvel þótt það sé á ferð í bíl - ef svo skyldi fara að það keyri fram á fólk í neyð: það má ekki gleymast að hefði einhver sinnt borgara- legri skyldu sinni á Reykjanes- brautinni og stöðvað þá hefði kon- unni verið bjargað frá misþyrm- ingum: það má ekki gleymast. Og andspænis neyðinni erum við aldreí stikkfrí: þó við séum inni í bílnum okkar þá erum við samt í sömu vídd og aðrir. ¦k •k gur í lífí íslandsmeistaradagur í lífi kylfingsins Sigurpáls Geirs Sveinssonar: Búinn að brjóta ísinn „Ég vaknaði um níuleytið á sunnudagsmorgninum og við tóku hin hefðbundnu morgunverk. Koma sér á lappir, klæða sig, bursta tennurnar og borða hollan og góðan morgunmat. Þá var að koma sér á mótsstað og keyrði kærasta mín, Jóhanna Garðars- dóttir, mér til Keflavíkur um klukkan tíu. Við tókum Birgi Har- aldsson upp í, félaga minn hjá Golfklúbbi Akureyrar sem endaði síðan í fimmta sæti á mótinu. Við vorum komin að Leirunni korter í ellefu, klukkutíma áður en við áttum að fara út. Veðrið var ekki hið besta, algjört hvassviðri, þannig að maður klæddi sig upp og skipti yfir í betri golfpoka. Hann er stór og vatnsþéttur og hægt að hafa fullt af dóti í honum. Þegar við komum var verið aö ræða hvort fresta ætti mótinu um tvo tíma vegna veðurs. Mótshald- arar hættu við það þannig að ég fór út á æfingasvæðið og hitaði mig upp. Vel stemmdur Ég fann að ég var mjög vel stemmdur. Var búinn að spila vel, betur en bæði Þórður Emil og Björgvin Sigurbergs á þriðja degin- um, þannig að ég hugsaði með mér að ég gæti alveg eins gert það aftur. Vegna veðursins gekk mótið hægt fyrir sig og rástíma okkar seinkaði. Við Þórður og Björgvin fórum út tuttugu mínútur yfir tólf. Þetta fór ágætlega af stað hjá mér fyrstu tvær holurnar. Ég var þremur höggum á eftir Þórði. Svo kom bakslag á þriðju holunni. Hana fór ég á sex höggum, þremur yfir pari. Eftir fimm holur var ég orðinn sex höggum á eftir Þórði þannig að útlitið var ekki alveg nógu gott. Ég stappaði í mig stálinu og fékk góðan stuðning frá vinum mínum að norðan. Á næstu tveimur hol- um náði ég fugli, einu undir pari, þannig að ég sá alveg að þetta var hægt. Bara að vera ákveðinn. Þórður gaf forskotið Á áttundu holunni var ég óheppinn og fékk skolla, einn yfir pari, og aftur náði Þórður sex högga forystu. Síðan gerist það á næstu funm holum að Þórður spilar samtals sex höggum yfir pari og hreinlega gefur mér for- skotið. Á þessum holum spilaði ég ágætlega, ekkert meira en það. Ég hef aldrei séð Þórð fá svona „kast" á fimm holum í röð. Ég ákvað að reyna að halda einbeit- ingunni. Ég hafði engu að tapa en Þórður þurfti kannski að verjast þar sem hann var búinn að leiða mótið. Á fjórtándu holunni fékk ég fugl og náði eins höggs forskoti á Þórð. Um fimmleytið vorum við komnir á síðustu holurnar. Þegar ég sló annað höggið beint inn á flöt á átjándu holunni, sem er par fimm, vissi ég að þetta var komið hjá mér. Þórður þurfti að setja niður 80 metra högg til að eiga von. Ég endaði þá átjándu á fugli, var nálægt því að fá örn, tveimur undir pari. Það var ótrúlega góð tilfinning að vera búinn að vinna, jafnvel betri en þegar ég vann 1994 á Akureyri. Oft hefur verið sagt að það sé ekkert mál að vinna íslandsmeistaratitilinn einu sinni en erfitt að ná í hann aftur. Nú er ég búinn að brjóta ís- inn. Þegar búið var að fara yfir skorkortin og fara í nokkur viðtöl tók verðlaunaafhendingin við. Að henni lokinni tóku við fleiri við- töl og hamingjuóskum hélt áfram að rigna yfir mig. Viö lögðum af stað til Reykjavíkur um sjöleytiö en við þurftum að hafa hraðann á til að ná flugvél til Akureyrar hálfníu. Þegar ég kom á flugvöll- inn mundi ég að ég hafði ekkert borðað siðan um morguninn. Mér tókst að klára eina samloku áður en kallað var upp í vél. & Sigurpáll Qeir Sveinsson, íslandsmeistari í golfi, lýsir fyrir okkur degin- um í Leirunni þegar hann skaust á toppinn með frábærum endaspretti. Eins og sjá má hélt hann einbeitningarsvipnum og fór ekki að fagna fyrr en á síðustu holu. Sigurpáll er á leið til Bandaríkjanna á næstu dögum þar sem hann heldur áfram golfæf ingum við bestu aðstæður í Louisiana og háskólanámi í íþrótta- og viðskiptafræðum. DV-mynd BG Móttaka á flugvellinum Þegar lent var á Akureyri korter í tíu sá ég að fullt af fólki var kom- ið til að taka á móti mér. Forráða- menn golfklúbbsins, vinir og fjöl- skylda leystu mig út með blóm- vöndum og gjöfum. Þetta kom mér skemmtilega á óvart og gerði heim- komuna ánægjulegri. Síðan fór ég heim og horfði á upptökur af landsmótinu á Sýn, spólaði fram og til baka. Það var ótrúlega skemmtilegt að sjá þetta. Þarna sannfærðist ég um að ellefta holan var vendipunkturinn. Þar.fór Þórður á sex höggum en ég á fjór- um. Við horfðum á upptökurnar fram yfir miðnætti og maöur fór í hátt- inn upp úr klukkan eitt, vel þreytt- ur en ánægður eftir daginn."
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.