Dagblaðið Vísir - DV - 15.08.1998, Blaðsíða 50

Dagblaðið Vísir - DV - 15.08.1998, Blaðsíða 50
myndbönd LAUGARDAGUR 15. ÁGÚST 1998 O t MYHDBAHDA Oscar and Lucinda: Allt lagt að veði irki-. Oscar er afar trúrækinn prestur en hald- inn ólæknandi spilaflkn. Lucinda er sveita- stúlka sem neyðist til að flytja til stórborgar- innar en þar fellur hún fyrir sjarma spilamennskunnar. Það er svo vel við hæfi að tilviljun skuli ráða því að þau hittast um borð í flutninga- skipi nokkru en samvistir þeirra þar reynast aðeins fyrsta ævintýrið af mörgum. Þessi kvikmynd er gerð eftir mikilli skáldsögu ástralska rithöfundar- ins Peters Careys og hlaut hann fyrir hana Booker-verðlaunin árið 1988. Þetta er í annað skiptið á skömmum tíma sem leikstjórinn Gilli- an Armstrong ræðst í flytja skáldsögu yfir á kvikmyndatjaldið en hún gerði kvikmyndina Little Women árið 1994. Líkt og þá hefur hann með sér einvalalið leikara. Fyrirferðarmest eru þó Ralph Fiennes og Cate Blanchett er leika spilafíklana. Nýstirnið Blanchett fer vel með hlut- verk sitt og verður spennandi að fylgjast með henni á næstu árum en hún hefur þegar tryggt sér fjölda hlutverka. Fiennes er með betri leik- urum samtímans og er ekkert út á frammistöðu hans að setja, þó mér þyki gervi hans full „fuglahræðulegt". Þá er myndin vissulega nokkuð langdregin en brosleg og áhrifamikil atriði á víxl halda áhorfendum við efnið. Útgefandi: Skífan. Leikstjóri: Gillian Armstrong. Aðalhlutverk: Ralph Fienn- es og Cate Blanchett. Áströlsk/bandarísk, 1997. Lengd: 130 mín. Bönnuð innan 16 ára (I). -bæn Appetite: Kostulegt persónugallerí ★★Á Miðpunktur myndarinnar er æði dularfullt hótel en á því á öll atburðarás hennar sér stað. Hver gesturinn öðrum sérstæðari sækir hótelið heim í upphafi myndarinnar og ekki er starfsfólk hótelsins hversdagslegra. Ekki líður á löngu þar til mikil spenna magnast á milli persóna en vart er á bætandi innri spennu þeirra. Það er snemma ljóst að mikið á eftir að ganga á. Styrkur myndcirinnar er fyrst og fremst fólginn í frábærri útlitssköp- un. Mætti einna helst líkja henni við Delicatessen þótt Appetite sé fjarri því að var jafn „súrrealísk". Persónurnar falla vel inn í sviðsum- gjörðina og flestir leikaranna leysa hlutverk sín vel af hendi. Söguþráð- urinn er spennandi og áhugaverður framan af en þegar á að fara leysa úr hinni miklu flækju myndarinnar fer heldur að síga á ógæfuhliðina. Lausn myndarinnar er vægast sagt ódýr og fer forvitnileg uppbygging hennar fyrir lítið. Eftir stendur að myndin er kjörin tilbreyting frá þorra þeirra kvikmynda sem alla jafna er að finna á hvíta tjaldinu. Er það ekki síst við áhorf myndbanda sem þessa að maður þakkar fyrir tilvist myndbandstækisins. Útgefandi: Skífan. Leikstjóri: George Milton. Aðalhlutverk: Ute Lemper, Trevor Eve og Christien Anholt. Lengd: 102 mín. Bönnuð innan 12 ára. -bæn Dead Stop: Hrærigrautur ★Á Samkvæmt samningi bandarísku leikstjóra- samtakanna mega leikstjórar ekki afneita myndum sínum þótt þeir séu óánægðir með útkomuna. Til er sú undantekning á þessari reglu að þeir geta skotið máli sínu til samtakanna, og ef þau meta það svo að gerðar hafa verið svo miklar breytingar á klippiborðinu að myndin sé gjörbreytt frá því sem leikstjórinn ætlaði, þá má stroka leikstjórann út af kreditlistanum og setja dulnefnið Alan Smithee í staðinn. Þessi margrómaði Alan Smithee er skráður sem leik- stjóri myndarinnar Dead Stop, sem er undarleg mynd. Svo virðist sem leikstjórinn hafi ætlað sér að búa til dularfullan Lynchískan smábæjar- hrylling með slettum af Cronenberg og jafnvel smá pervertísku blóðbaði a la Kevin J. Lindenmuth (Addicted to Murder). Myndin er hins vegar fremur ruglingsleg og afkáraleg og nær engan veginn áhrifum í sam- ræmi við metnaðinn, hvort sem leikstjóranum eða öðrum er um að kenna. Hún hefði svosum aldrei oröið neitt meistaraverk, því versti galli hennar er hinn ævintýralega lélegi leikhópur. Það má þó hafa lúm- skt gaman af sumum atriðunum. Útgefandi: Myndform. Leikstjóri: Allan Smithee. Aðalhlutverk: Robert McFaul, Chris Chinchilla, Tina Mosner og Gina Brunton. Bandarisk, 1995. Lengd: 90 mín. Bönnuð innan 16 ára. -pj Traveler: Svindlarar ★★ Hér segir frá stórfjölskyldu nokkurri sem lifir á því að svíkja fé út úr fólki með alls kyns bellig- brögöum. Þau safnast saman i heimabæ sínum um jólin og meðan úrslitin i hafnaboltanum standa yfir, en annars eru þau á ferðinni að stunda sín við- skipti“. Mark Wahlberg leikur ungan fjölskyldu- meðlim í læri hjá Bill Paxton. Vegna fjárhagsvand- ræða konu sem hann er hrifinn af (Julianna Margulies úr ER) samþykk- ir Paxton djcufa áætlun gamals svikahrapps sem á vegi þeirra verður, en það á eftir að koma þeim i koli. Þetta er sæmileg svindlaramynd sem slík, en líöur fyrir skort á ferskum hugmyndum og tilraunamennsku. Söguþráður, persónusköpun, kvikmyndataka og klipping er algjörlega hefðbundin og myndin er svolítið langdregin. Þó má alltaf hafa svolítið gaman af bellibrögðunum sem svikahrapparnir beita. Einnig standa áð- umefndir leikarar sig mjög vel, miðað við aðstæður, en James Gamm- on stelur þó senunni í hlutverki gamla svindlarans. Útgefandi: Myndform. Leikstjóri: Jack Green. Aðalhlutverk: Mark Wahlberg, Bill Paxton og Julianna Margulies. Bandarísk, 1997. Lengd: 101 mín. Bönn- uð innan 16 ára. Pétur Jónasson Martin Scorsese (borið fram Skorsessí) er einhver virtasti leikstjóri samtím- ans og hefur haft gríðarlega mikil áhrif á kvikmynda- gerð undanfarinn aldar- fiórðung. Hann kann manna best að nota myndmál og hefur skapað sinn eigin stíl sem er afar sjónrænn. Jafn- framt er hann mikill sögu- maður og eitt af aðals- merkjum hans er mikil áhersla á persónusköpun en þaðeru jafnan persónumar sem drífa söguþráðinn áfram hjá honum frekar en aðstæður sem þær lenda í. Þessar persónur eru gjarn- an einfarar og/eða á skjön við umhverfi sitt og standa stöðugt í einhvers konar innri baráttu. Stíll hans er sennilega sprottinn upp úr klassísk- um Hollywood-kvikmynd- um, frönsku nýbylgjunni og neðanjarðarmenningu sjöunda áratugarins í New York, heimaborg Scorsese. Margar mynda hans gerast í New York og ófáar í Litlu- Ítalíu, hverfinu sem hann ólst upp í. Hann hefur aldrei fylgt hefðbundnum gildum HoOywood og alltaf búið til persónuleg stílverk fremur en myndir sem gætu höfðað til fiöldans en þrátt fyrir það hefur hann náð meiri frægð en flestir þeirra sem reyna hvað þeir geta að þóknast fiöldanum. Kannski er það þess vegna sem hann hefur aldrei hlot- ið óskarsverðlaun þrátt fyr- ir þrjár tilnefningar fyrir leikstjórn (Raging Bull, Tha Last Temptation of Christ, GoodFellas) og tvær fyrir handrit (GoodFellas, The Age of Innocense). Martin Scorsese við gerð nýjustu kvikmyndar sinnar, Kundum. Hætti við prestinn Martin Scorsese fæddist 17. nóv- ember 1942 í Flushing í New York. Hann er sonur ítölsku innflytjand- anna Charles og Catherine Scorsese (sem ásamt honum sjálfum hafa bæði oft komið fram í litlum hlut- verkum í myndum hans. Margir muna eftir móður hans í hlutverki móður Joe Pesci í GoodFellas og leikstjórinn sjálfur er eftirminnileg- ur í hlutverki farþega sem hefur í hyggju að myrða einkonu sína í Taxi Driver). Hann ólst upp í Litlu- ítaliu en asmi og fleiri kvillar komu í veg fyrir að hann gæti tekið þátt í íþróttum og hann náði því aldrei að mynda tengsl við krakkana í hverf- inu. Hann leitaði því á náðir kvik- myndahúsanna í hverfinu og fékk mikinn áhuga á kvikmyndum. Upphaflega ætlaði hann að verða prestur og innritaði sig í presta- Klassísk myndbönd | Taxi Driver:____★★★★. Eins manns krossferð leigubílstjóra HHHH Taxi Dri- ver markar einn af þremur hápunktum ferilsins hjá Martin Scorsese og er hans fyrsta meistara- verk. Myndin hlaut Gullpálmann kvik- myndahátiðinni í Cannes og var til- nefnd til fernra ósk- arsverðlauna. Ro- bert De Niro fékk tilnefningu sem besti leikarinn, Jodie Foster sem besta leikkonan í aukahlutverki, Bemard Hermann fyrir bestu frum- sömdu tónlistina og myndin fékk einnig tilnefningu sem besta mynd- in. Þá var myndin valin besta mynd ársins af landssamtökum gagn- rýnenda og Robert De Niro og Jodie Foster verðlaunuð fyrir hlutverk sín. Myndin komst síðan aftur í fréttirnar árið 1981 þegar John Hinckley reyndi að myrða Ronald Reagan, en morðtilraunin var sprottin upp úr þráhyggju hans gagnvart Jodie Foster og myndinni. Mikið mæðir á Robert De Niro í aðalhlutverkinu, en hann er í nán- ast hverri einustu senu í myndinni. Hann leikur Travis Bickle, sem keyrir leigubíl á næt- umar og fyllist við- bjóði á „soranum" á strætum borgarinnar. Hann er einangraður og á erfitt með að fóta sig í samfélaginu. Eftir misheppnaðar tilraun- ir til að vinna ástir konu sem hann hrífst af hrakar honum and- lega. Hann leggur upp í eins manns krossferð gegn sóðalegu um- hverfi sínu og missir sig út i draumóra um að myrða forsetaframbjóðanda og bjarga 12 ára gamalli vændiskonu úr klóm hórmangara. Sagan segir að Robert De Niro hafi unnið tólf tíma vaktir í einn mánuð sem leigu- bílstjóri til að búa sig undir hlut- verkið. Hann skilar magnaðri frammistöðu sem þessi grátbroslegi geðsjúklingur sem er gerður að hetju þegar hann fer endanlega yfir- um. Þess má geta að framleiðendur myndarinnar höfðu um tíma í huga að fá Brian De Palma til að leikstýra henni, en eftir aö hafa séð Mean Streets (þar sem Scorsese leikstýrði De Niro í fyrsta skipti), buðu þeir Scorsese að leikstýra, með því skil- yrði að hann fengi De Niro í aðal- hlutverkið. Óhætt er að segja að þeir hafi veðjað á rétta hesta. Myndin er byggð á handriti eftir Paul Schrader og tekst á við þemu eins og ofbeldi og einangrun. Travis Bickle er einmana einstaklingur, týndur í stórborgarlifinu. Löngun hans til að vera samþykktur af sam- félaginu snýst upp i löngun til að rísa yfir umhverfi sitt og gera eitt- hvað sem geti talist merkilegt. Myndin endar á kaldhæðnislegum tón, þegar hinn sturlaði Travis Bickle er gerður að hetju fyrir að bjarga 12 ára vændiskonu, eftir blóðugan skotbardaga þar sem hann drepur þrjá menn, en stuttu áður hafði hann naumlega sloppið undan lífvörðum forsetaframbjóöanda, sem hann ætlaði að myrða. Mynda- taka, klipping, tónlist og leikur tvinna saman grípandi stemningu og gefa myndinni mjög truflað, en þó raunsætt, yfirbragð. Myndin líð- ur ekki auðveldlega úr minni og hún er skylduáhorf fyrir alla þá sem hafa áhuga á klassískum kvikmynd- um. Fæst í Vídeóhöliinni. Leikstjóri: Martin Scorsese. Aðalhlutverk: Robert De Niro, Jodie Foster, Har- vey Keitel og Cybil Shepherd. Bandarísk, 1976. Lengd: 116 mín. Pétur Jónasson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.