Dagblaðið Vísir - DV - 15.08.1998, Blaðsíða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 15.08.1998, Blaðsíða 30
38 LAUGARDAGUR 15. ÁGÚST 1998 Minneapolis: Mýflug Mýflug hf. var stofnað árið I1 1984 og byggðist starfsemin fyrstu árin nær eingöngu á út- sýnisflugi. Árið 1990 hóf Mýflug daglegt flug milli Reykjavíkur og Mývatns, frá miðjum maí fram í miðjan september, og síðasta sumar bættist við ný flugleið milli Mývatns og I Hafnar í Hornafirði. | Fyrr í sumar ;; reisti Mýflug í samvinnu við flugmálastjóm nýja 100 fer- metra flugstöð við Reykjahlið- arflugvöll. Hótel í miðri sveit Fyrr í sumar opnaði nýtt hótel, Hótel Dyrhólaey, á Brekkum í Mýrdal. 14 tveggja manna herbergi era á hótel- inu, tvö e i n s manns og veitinga- salur sem tekur 40 manns í s æ t i . Brekkur eru 8 km v e s t a n Víkur og er þaðan fagurt út- sýni til allra átta. Eigendur hótelsins | era Margrét Harðardóttir og Steinþór Vigfússon. Endurvinnsla í lofti í Bandaríkjunum endur- vinna flest flugfélög gosdósir og aðrar drykkjarumbúðir sem farþegar drekka úr meðan á flugi stendur. Hjá Flugleiðum fengust þær upplýsingar að engin endurvinnsla færi fram á drykkjarumbúðum um borð en þó væru dagblöð send í end- urvinnsluna. Rjómabú Viðey: Skemmtiferð á góðum degi Viðey er stærsta eyjan á Kollafirði og á hverju ári heimsækja hana á bil- inu 18-21.000 manns. „Við- eyjarferjan er með ferðir tvisvar á dag á virkum dögum en um helgar eru ferðir á klukkutímafresti frá klukkan 13-17,“ segir Flosi Kristjánsson, aðstoð- arskólastjóri og sumar- afleysingamaður fyrir Þóri Stephensen, staðar- haldara í Viðey. „Á fóstu- dags-, laugardags- og sunnudagskvöldum erum við einnig með ferðir til og frá landi fram eftir kvöldi. Það kostar 400 krónur fyrir fullorðna að taka ferjuna og 200 krónur fyrir böm.“ Skemmtileg dagskrá Staðarhaldarinn í Við- ey er með skipulagða dag- Á hverju ári fara á bilinu 18-21.000 manns út í Viðey. skrá fyrir gesti og kostar 9estum í göngu- og fræðsluferðir um eyjuna þeim að ekkert að vera með. „Við bjóðum upp 14.15. Gangan er sambland af hressi- á gönguferðir um eyjuna á þriðjudags- legum göngutúr og fræðslu og í dag kvöldum klukkan 20.30 og endurtökum ætlum við til dæmis að ganga um og sama túrinn á laugardögum klukkan rifja upp þátt Jóns Arasonar í sögu A þriðjudögum og föstudögum fer staðarhaldarinn með kostnaðarlausu. Viðeyjar." Á þeim tíma sem Milljónafélagið rak útgerð og verslun í Viðey myndað- ist allstórt þorp á eyjunni þar sem bjuggu á bilinu 100-150 manns. „í skólahúsinu í Viðey hefur verið sett upp áhugaverð sýning sem rekur sögu þorpsins Sund- bakka sem myndaðist í Viðey í byrjun aldarinnar og stóð fram undir lok seinni heimsstyrjaldar. Sýningin hefur verið í húsinu síðastliðin 3-4 ár en auk þess er húsið mik- ið notað undir lítil nám- skeið og fundarhöld. Á sunnudögum býður stað- arhaldarinn upp á staðar- skoðun en þar er farið yfir það helsta í sögu eyjarinn- ar og sagt frá húsunum í Viðey. í Viðeyjarstofu er opin kafflaðstaða allan daginn og á kvöldin er boðið upp á kvöldmat. Hjólaleiga er á eyjunni og einnig er hægt að komast á hest- bak.“ Það er greinilega margt hægt að skoða í Viðey og tilvalið fyrir borgarbúa að skreppa út í eyju og eiga þar góðan dag. -me Lifandi borg vifl allra hæfi Eina rjómabúið á landinu sem stendur eftir með öllum búnaði er rjóma- búið á Baugs- stöðum. Búið tók til starfa 21. júní 1905 og var starf- rækt til á r s i n s 1952. Þegar best lét var hátt á þriðja tug rjómabúa starfandi víða á landinu en búið á Baugsstöð- I um var „langlífast“. Fyrir til- stuðlan síðustu rjómabús- stýrunnar, Margrétar Júníus- dóttur, og aðstoðarkonu henn- ar, Guðrúnar Andrésdóttur, tókst að halda áhöldum og hús- næði Baugsstaðarjómabúsins við og árið 1971 var stofnað varðveislufélag um rjómabúið á Baugsstöðum. Rjómabúið hefur verið til sýnis almenn- ingi á sumrin frá árinu 1975. Ris í ferflaþjónustu á Hawaii Að undanförnu hefur ferða- mönnum frá Asíu til Hawaii fjölgað mikið. Ástæðan ku ' vera hið nýja getuleysislyf, Vi- agra, en afar auðvelt er að komst yfir það á Hawaii. Læknar á Hawaii segjast ekki hafa við að selja lyfið og séu Japanir langfjölmennasti við- skiptahópurinn. Japanska ferðaskrifstofan Flight More býður nú sérstakt tilboð til Hawaii. Flugmiði og heimsókn til læknis sem útvegar 30 Vi- agra töflur, í einum pakka. -me Minneapolis er hvort tveggja í senn kraftmikil, heillandi stórborg og notalegur staður þar sem gott er að dveljast og njóta þess að vera til. Minneapolis er önnur svonefndra „tvíburaborga" á bökkum Miss- issippi en hin er Saint Paul, höfuð- borg Minnesota frá árinu 1849. í Minneapolis geta allir fundið eitthvað við sitt hæfi hvort sem það er af menningarlegum toga, búðar- ferðir eða skemmtanalíf. Yfir 50 leikhús era í borginni og eru það fleiri leikhús á hvern íbúa en í nokkurri annarri borg í Bandaríkj- unum að New York undanskilinni. Leikhús-, menningar- og listavið- burðir setja mikinn svip á borgarlíf- ið. Listasafnið, Institue of Arts, þyk- ir eitt af bestu listasöfnum í Banda- ríkjunum og The Walker Art Center er einnig víðfræg listamiðstöð, helguð nútímalistum. í Orchestra Hall era haldnir klassískir tónleikar allan ársins hring og að auki eru þar tónleikar af ýmsu öðru tagi, dægurtónlist, popp, rokk og djass. Fyrir fjörkálfa Matgæðingum og fjörkálfum ætti ekki að leiðast á Mississippi River- bank og Warehouse District þar sem er fjöldi úrvals veitingastaða. Eftir góðan málsverð er tilvalið að njóta kvöldsins í gamanleikhúsi eða hlusta á kántrítónlist, rokk, popp eða djass í notalegum klúbbi. Fjöldi dansstaða er einnig á svæð- inu. í miðborg Minneapolis er víð- fræg göngugata, Nicolet Mall þar sem eru fjölmargar stórar verslun- armiðstöðvar eins og City Center og Gaviidae Common og aragrúi sérverslana. Verslanir og vöruhús eru tengd saman með ótal göngu- stígum og yfirbyggðum göngu- brúm. í Bloomington, útborg Minn- eapolis, er Mall of America sem er stærsta yfirbyggða verslana- og af- þreyingarhöllin í Bandaríkjunum. Sannkallaður ævintýraheimur sem laðar til sín meira en 40 milljónir gesta á hverju ári. í vetur bjóða Flugleiðir beint flug til Minneapolis. Menning, verslanir, veitinga- og skemmtistaðir. Allt þetta og ýmislegt fleira er að finna í Minneapolis. -me Austuníki: Jól á skíðum Það er ekki amalegt að eyða jólafríinu á skíðum í Austurríki. St. Anton er af mörg- um álitið eitt besta skíðasvæði í heimi. Það er í hjarta Arlberg-svæð- isins í Austurríki og oft nefnt paradís skíða- mannsins. Skíðalyftur tengja saman skíða- svæði St. Anton, St. Christoph og Lech, Zurs og Stuben. í St. Anton er þægilegt andrúmsloft og vinalegar göngugötur þar sem er fjöldi góðra veitingastaöa, kaffihúsa, íþróttavöru- búða o.fl. Píanóbarir og krár eru opn- ar fram eftir nóttu. í St. Anton eru úr- vals skiðaskólar og brekkur bæði fyr- ir byrjendur og lengra konma. Bærinn Lech, sem einnig er á Arl- berg-svæðinu, er þekkt skíðasvæði um allan heim. Arlberg-skíðapassinn gildir fyrir allar lyftur í bæjunum Lech, Zurs, Zug, Stuben, St. Christoph og St. Anton og geta því allir fundið brekkur við sitt hæfi. í Lech er skemmtilegt næturlíf, góðir ísbarir og þekktir næturklúbbar. Úrval-Útsýn bjóða ferðir til þessara staða yfir jólin og áramótin. -me
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.