Dagblaðið Vísir - DV - 15.08.1998, Blaðsíða 33

Dagblaðið Vísir - DV - 15.08.1998, Blaðsíða 33
LAUGARDAGUR 15. AGUST 1998 Stóri dagurinn nálgast - Reykjavíkur maraþon fer fram sunnudaginn 23. ágúst Nú er ekki nema rúm vika þar til Reykjavíkur maraþon fer fram. Sunnudaginn 23. ágúst verður þessi stóri við- burður og útlit er fyrir að þátttaka verði jafnvel meiri en undanfarin ár, vegna þess að skipuleggjendur mótsins hafa bætt við einni vegalengd, 7 km. Það er gert til þess að koma til móts við þá sem hafa talið 3 km of stutta vegalengd til að það taki því að vera með, en talið 10 km vera of langa vegalengd. Það ættu því flestir að geta fundið vega- lengd við sitt hæfi í hlaupinu, í samræmi við persónulega getu sina. Fjölmargir hlauparar hafa leynt og ljóst æft fyrir RM og eru komnir í fyrirtaksæfingu. Það er mikilvægt fyrir þá að haga undirbúningi og út- færslu rétt, til þess að ná há- marksárangri. Flestir setja sér einhver markmið fyrir hlaupið, að komast innan ákveðinna tímamarka, eða einfaldlega að bæta sig frá siðasta ári. Kolvetnarík- og auðmeltanleg fæða hentar vel fyrir löng hlaup sem þessi, sérstaklega fyrir þá sem leggja í hálfa- eða heila mara- þonið. Þess vegna er upplagt fyrir þá sem ætla sér í hlaupið að mæta í pastaveisluna sem boðið er i kvöld- ið fyrir hlaup. Pastaréttir þykja sér- lega heppilegir fyrir langhlaupara. Það er ekki nægjanlegt að borða létta máltíð, það skiptir máli hvað lega á innanverðum lærum. Sumir eru sérlega viðkvæmir á geirvörtum og í verstu til- fellum getur blætt undan núningi við venjulegan bómullarbol. Hægt er að koma í veg fyrir það með því að plástra yfir. Þeir sem eru óvanir því að taka þátt í keppnishlaupum falla oft í þá gryfju að fara of geyst af stað. Það er mikil- vægt að fylgjast með kíló- metramerkingunum og helst að vera með úr á hendinni. Ef hlauparar finna að þeir mega við meiru þegar lokið er um 2/3 af hlaupinu er ástæða til þess að auka hraðann. Það er mjög algengt að hlauparar sprengi sig, af því að þeim líð- ur svo vel þegar þeir eru bún- ir með 1/3 af hlaupinu og Umsjón ísak Örn Sígurðsson borðað er. Það er til dæmis út- breiddur misskilningur að salatrétt- ir séu heppilegir. Þeir hafa þann galla að veita ekki nægjanlega orku miðað við umfang. Best er að borða sem minnst morguninn fyrir hlaup. Brauðmeti er ágætt og fint að fá sér banana, en epli og appelsínur hafa tilhneigingu til þess að valda uppþembu. AUir ættu að gæta þess að drekka vel af Margir falla í þá gryfju í hita leiksins að fara miklu hraöar af stað en þeir ætluöu upphafi. vatni fyrir hlaupið. Þeir sem fara lengri hlaupin verða að notfæra sér drykkjarstöðvarnar, þá sérstaklega orkudrykkina. Margir hafa flaskað á því að sleppa því að næla sér i orku og misst kraftinn milli drykkj- arstöðva. Útbúnaður Gæta verður að núningsflötum, sérstaklega í lengri hlaupunum. Það getur verið óþægilegt að fá sár í miðju hlaupi og mörg dæmi eru um að menn gefist upp þegar þeir lenda í slíku. Mikilvægt er að vera í þunn- um og góðum sokkum og gott að bera vaselín á viðkvæma stað, helst tærnar og nárann. Þó að stutfbuxur virki þægilegar til að byrja með geta þær átt það til að særa illilega í lengri vegalengdum. Hjólabuxur geta komið i veg fyrir núning af þeim, en án þeirra er gott að nota vaselinið á þeim stöðum þar sem buxurnar núast við líkamann, aðal- Reykjavíkur maraþon Hlaupaáœtlun fram að 23. ágúst Mánudagur Þriöjudagur Miðvikudagur Flmmtudagur Föstudagur Laugardagur Sunnudagur Hraðaæflng: Vaxandi: Skemmtlskokk hvíld 30-40 mín. rólega hvíld 20-30 mín. rólega hvíld hvíld Reykjavíkurmaraþon 10 km byrjendur hvíld 30mín. vaxandi hvíld hvíld 20-30 mín. rólega hvíld Reykjavíkurmaraþon 10 km lengra komnir hvíld 40 mín. vaxandi hvíld eða léft skokk hvíld eða létt skokk hvíld hvíld eða létt skokk Reykjavíkurmaraþon 8 x 200 m meö 200 m rólegu skokki á milli spretta. Hraðinn sé meiri en kepnishraði t 10 km hlaupi en alls ekki sprettur á fullri ferð. Byrja rólega fyrstu 5—10 mín., auka síðan hraðann og reyna að fara hraðar en væntanlegur keppnishraði, skokka rólega 5—10 mín. í lokin. Gunnar Páll 1998 Hlauparar verða að gæta þess vel að teygja fyrir hlaup. vilja bæta við, en ráða síðan ekki við hraðaaukninguna. Það er mjög mikilvægt aö halda einbeitingunni og missa ekki móð- inn þó einhver fari fram úr. í mörg- um tilfellum nær maður þessum sama manni sem er að sprengja sig. Þú ert ekki endilega þreyttasti mað- urinn í hópnum, hinir eru í mörg- um tilfellum miklu þreyttari en þú. Þannig er óþarfi aö hætta eða gefast upp þó að menn finni fyrir þreytu- tilfinningu. Hún líður oftast nær hjá, sérstaklega ef hægt er að ná ákveðnum ryþma í hlaupinu. Hlaupið er fyrst og fremst spurning um hugarfar. Komdu og fáðu hlaupaskó sem hepta: * þinni þyngd og hlaupalagi * þinni vegalengd og því undirlagi sem þú hleypur á Mesta úrval landsins af hlaupaskóm og sérhæfóum hlaupafatnaði Skoðum hvernig þú stígur niður. Notum hlaupabretti og upptökubúnað. Láttu fagmennina finna iK STOÐTÆKNl on eh réttu skóna fyrir þig. Fætur eru okkar fag 8 dagar til Reykjavíkur maraþons * wnnin 4i* Fram undan... !23. ágúst: Reykjavíkur maraþon Hlaupið hefst klukkan 10.00 i^ Lækjargötu. Vegalengdir: 3 km og 7 km skemmtiskokk án tímatöku. 10 km, hálfmaraþon og maraþon með tímatöku hefst klukkan 10.00. Meistaramót íslands í maraþoni. Flokkaskipting, bæði kyn. 14 ára og yngri, 15-17 ára (10 km), 16-39 ára (hálfmaraþon), 18-39 ára (10 km og raaraþon), 40-49 ára, 50-59 ára, 50 ára og eldri konur (hálf- maraþon og maraþon), 60 ára og eldri. Allir sem ljúka keppni fá verðlaunapening og T-bol. Verö- laun fyrir þrjá fyrstu í hverjum ^ flokki. Útdráttarverðlaun. Sveita- keppni. Forskráningu lýkur 20. ágúst, eftir þann tíma hækkar skráningargjald á öllum vega- lengdum um 300 krómir, nema í skemmtiskokki, þar sem verður engin hækkun á þátttökugjaldi. Upplýsingar á skrifstofu Reykja- víkur maraþons í Laugardal í síma 588 3399. 30. ágúst: Esjuhlaup Hlaupið hefst klukkan 13.00 og skráning er frá klukkan 11.00. Upplýsingar hjá Hjálparsveit skáta í Reykjavík í síma 896 3611. 5. septemben Brúarhlaup UMF Selfoss Hlaupið hefst klukkan 14.00 við' Ölfusárbrú, hálfmaraþon hefst klukkan 13.30. Vegalengdir: 2,5 km, 5 km, 10 km og hálfmaraþon með tímatöku. Flokkaskipting, bæði kyn: 12 ára og yngri (2,5 km), 13-17 ára, 16-39 ára (hálfmaraþon), 18-39 ára, 40-49 ára, 50-59 ára og 60 ára og eldri. Einnig er keppt í 12 km hjólreiðum og hefst sú keppni klukkan 13.00. Allir sem ljúka*" keppni fá verðlaunapening og T- bol. Úrslit verða send í pósti. Upp- lýsingar gefur Kári Jónsson í síma 482 3758 og skrifstofa UMFÍ, Fells- múla 26, Reykjavík. 5. septemiier: Hausthlaup UMFS Upplýsingar gefur VUhjálmur Björnsson á Daivík í síma 466 1121. 12.septemher: Grafarvogshlaup Fjölnis Hlaupið hefst klukkan 14.00 við verslunarmiðstöðina Torgið og^ skráning er frá kl. 12.00-13.45. Vegalengdir: 3,5 km án tímatöku ! og flokkaskiptingar og 10 km með, | tímatöku. Flokkaskipting, bæði [ kyn: 39 ára og yngri, 40 ára og eldri. Sveitakeppni. Upplýsingar | gefa Júlíus Hjörleifsson í síma 588 \ 6116 og Hreinn Ólafsson í síma 587 ! 8152. 26. september: Öskjuhlíðarhlaup ÍR Hlaupið hefst klukkan 11:00 við Perluna. Vegalengd: 5 km með tímatöku. Flokkaskipting bæði kyn: 12 ára og yngri, 13-14 ára, 15- 16 ára, 17-39 ára, 40-49 ára, 50-59 _ ára, 60 ára og eldri. Skráning frá* klukkan 12:30-13:30. Upplýsingar gefur Kjartan Árnason í shna 587 2361, Hafsteinn Óskarsson í síma 557 2373 og Gunnar Páll Jóakims- son í sima 565 6228. • M < Str
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.