Dagblaðið Vísir - DV - 15.08.1998, Page 25

Dagblaðið Vísir - DV - 15.08.1998, Page 25
r ■33'LAUGARDAGUR 15. ÁGÚST 1998 ^tlönd 25 Brátt er þess minnst að eitt ár er síðan Díana, prinsessa af Wales, lát lífið í bílslysi í París: Fleiri vefsíður tileinkaðar prinsessu fólksins en Kristi ímyndir eiga til að fölna með tim- anum en ímynd Díönu heitinnar, prinsessu af Wales, er enn kristalls- tær og lifandi, um ári eftir dauða hennar. ímynd Díönu er afar sterk meðal bresku þjóðarinnar, að mati sagnfræðinga, félagsfræðinga og kirkjunnar manna. Sumir ganga svo langt að áhugi þeirra á Díönu jaðrar við sértrú. Hins vegar eru margir sem eru mjög afhuga öllu er viðkemur Díönu og með timanum hafa þeir orðið ófeimnari við að lýsa skoðun- um sínum á því sem þeir kaila Díönuáráttima. Allir vilja græða Áhuginn á Díönu birtist i mörg- um myndum. Netið er þar engin undantekning. Er fullyrt að hún slái við sjálfum frelsaranum þegar kem- ur að fjölda vefsiðna sem tileinkað- ar eru henni. En áhuginn birtist líka í hefðbundnari myndum en misgeðfelldum þar sem nafn hennar er notað til að selja hluti eins og postulín, bangsa og jafnvel smjör- líki. Þá eru ótaldar bækumar um Díönu, p rinsessu fólksins eins og Tony Blair, forsætisráðherra Breta, kallaði hana. Allir vilja græða. Þótt Díana sé dáin og grafm er hún reglulega á forsíðum dagblaða og tímarita um allan heim, ekki síst „æsifréttablaðanna" sem sökuð voru um að hrekja hana í dauðann. í sjónvarpsþáttum hefur margsinnis verið fjallaö um bílslysið í undir- göngum Parísar og aðdraganda þess og jafnvel meint samsæri sem á að hafa legið að baki. Þá má sjá áhrif- in af dauða Díönu í auknum vin- sældum námskeiða í háskólum sem fjalla um dauðann og þjóðfélagið. Nú, þegar ár er liðið frá slysinu, má búast við mikilli Díönubylgju í fjölmiðlum um allan heim. Þessi umfjöllun er aðeins smábára í því mikla ölduróti. Eins og Elvis Mánudaginn 31. ágúst verða fánar dregnir í hálfa stöng á öllum opin- berum byggingum að skipan Elísa- betar drottningar. Þeim, sem ekki syrgðu Díönu kann að finnast þetta fúlllangt gengið, jaðra við móður- sýki. „Við erum stöðugt vitni að óhefl- aðri og og litt þroskaðri tilfinninga- semi. Þetta Díönumál er ekkert annað en árátta," segir klerkur einn i York. Hann sagðist eiga von á að Díönuæðið muni réna með tíman- um en í ákveðnum hópum yrði hún áfram tilbeðin og fá sömu stöðu og Elvis Presley og Graceland í hugum Elvisaðdáenda. David Hope, erkibiskup af York, varaði nýlega við því að Díana yrði tekin í guðatölu. Tilefni varnaðar- orða hans var þegar bróðir Díönu, Spencer jarl, opnaði Díönusafn ásamt kapellu nærri gröf hennar. „Fólk má ekki enda í tilbeiðslu. Við verðum að halda lífi okkar áfram og varast að hengja okkur á ímyndina," segir biskup. En það eru ekki allir kirkjunnar menn sem tala á þessum nótum. Björtu hliðarnar þykja þær að Díana hefur fengið fólkið til aö fara í kirkju, þó ekki sé til annars en árita minningarbók um hana. Aðrir telja viðbrögðin við dauða Díönu endurspegla aukinn áhuga Breta á andlegum málefnum og aukinn trú- arhita. Þannig „bjargaði" minning- in um Díönu ófáum vakningafund- ímyndir eiga til að fölna með timanum en ímynd Díönu heitinnar, prinsessu af Wales, er enn kristallstær og lifandi, um ári eftir dauða hennar. Símamynd Reuter um hjá heittrúarsöfnuðum í London. Skipuleggjandi vakningasam- koma í London segir að eftir dauða Díönu hafi fólk verið ófeimnara við tilfinningar sínar og verið móttæki- Erlent fréttaljós --1—t—------:-------S— , |®f§§ legra fyrir boðskap um náungakær- leika, gjafmildi og skyldur gagnvart þeim sem minna mega sín. prins, maðurinn sem hún kvaldist með i mörg ár, í því að tala við blómin. Mitt í öllu Díönuæðinu eru marg- ir sem gangast upp í að vera á móti henni, hreykja sér af því að hafa ekki lagt blóm utan við heimili hen- nar eftir slysið eða minnst hennar á nokkum hátt. I þessum hópi eru margir menntamenn og menningar- spírur. Tony Walter félagsfræðing- ur að það sé beinlínis snobbað fyrir þessari afstöðu í sumum menning- arhópum. „Það sýnir einfaldlega hve margt mennta- og menningar- fólk er úr takt við tímann," segir Walter. Brandari Fjöldi grínista sem hafa atvinnu af uppistandi hafa gert sér mat úr dauða Díönu. Á Edinborgarhá tíðinni á dögunum veltu grínarar sér upp úr Díönu við misjafna hrifningu. Einn gerði stólpagrín að jarðarförinni og fólkinu sem sótti hana. Þó grínið hafi hlotið misjafnar móttökur er gamanleikrit sem byggir á mýtunni um samband Díönu og Karls frumsýnt í Edinborg um þessar mundir. Sá er leikur Karl segir að ári eftir hið hörmulega slys sé hlátur kannski það sem fólk þurfi á að halda. Þó að minningin um Díönu kunni að fölna verður fólk minnt á hana svo lengi sem synir hennar Vilhjálmur og Harry lifa. Þeir eru nær daglegt umíjöllunarefni fjölmiðla. Vilhjálmur, 16 ára, næstur í erfðaröðinni á eftir Karli, föður sínum, þykir nauðalíkur móður sinni. Er talið að hann muni öðrum fremur halda minningu hennar á lofti. Reuter o.fl. Ekkurl Kottín - anginn livílur syknr! ÁÝá!*/ A>ri t ’t- A r< „Eftir að hafa prófað Carbo Lode hleðslu- kolvetni og notað Squeezy gelið í maraþoni erekki aftursnúið" Ingólfur Gissurarson íslandsmeistari í maraþoni 1995,1996 og 1997 „Úr meðalmennsku ó toppinn með orkudrykk frá Leppin" Leppin sport vörurnar fóst um altt land í fþróttavðruverslunum, Hagkaupum/Nýkaupum og líkamsræktarstððvum. JARÐVEGSÞJÓPPUR Ýmsat stæróir, toensín eds disii Gædi á g óðu verðí. Eykur blóðstreymið út í fínustu æðarnar SkólavörSustíg, Kringlunni, Smáratorgi og Skipagötu 6, Akureyri Snobbað gegn Díönu Flestir sem vettlingi geta valdið hafa tekiö þátt í Díönu-æðinu á einn eða annan hátt. Og enn reyna menn. Þanngi mun Gordon Brown, fjár- málaráðherra Breta, hafa lagt til að gerður yrði sérstakur Diönugarður við Kensingtonhöll, þar sem hún bjó. Sumum flnnst sú hugmynd fá- ránleg, bæði íbúum í nágrenninu, sem óttast umferðaröngþveiti hvern dag, og hinum, sem benda á að Díana hafi ekki haft neinn áhuga á garðrækt. Hins vegar sé Karl Breta- ^ Takið þátt í \ krakkapakkaleik Kjörís og DV! Klippið út Tígra og limið á þátttökuseðil sem fæst á næsta sölustað Kjörís krakkapakka. Sendið svo inn ásamt strikamerkjum af "S krakkapökkum. Halló krakkar! Fylgist meó í DV KLIPPTU ÚT l

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.