Dagblaðið Vísir - DV - 19.12.1998, Qupperneq 2

Dagblaðið Vísir - DV - 19.12.1998, Qupperneq 2
LAUGARDAGUR 19. DESEMBER 1998 2 fréttir__________________________________________________ ★ iz Ekkert lát á gosinu í Vatnajökli: Bannsvæði er í kringum gosstað Almannavarnanefnd lýsti í gær svæði í 10 km radíus frá gosstaðn- um í Vatnajökli bannsvæði. Að sögn Sigurðar G. Tómassonar, upplýs- ingafulltrúa Almannavarnanefndar, eru leiðir á Grimsfjall taldar lífs- hættulegar. „Það er ekkert lát á gos- inu,“ sagði Sigurður í samtali við DV í gærkvöld. „Þessu fylgir ösku- fall sem leggur til suðausturs og að auki eru kröftugar sprengingar sem valda hættu í nágrenni eldstöðvar- innar. Það er ekkert vitað um fram- vindu gossins en það er í fullum gangi og er nú þegar orðið stærra en gosið 1983.“ Vísindamenn munu fylgjast með gosinu og fara í birt- ingu á morgun á vettvang. Aðspurð- ur um flugumferð yfir gosstað sagði Sigurður að öskufall væri mikið og hún væri hættuleg fyrir flugvélar og því yrðu flugmenn að gæta var- úðar. Almannavamanefnd vill einnig beina því til fólks að vera ekki á ferli utan vega á Skeiðarár- sandi. Gæsla verður á svæðinu í nótt en viðvörun um hugsanlegt hlaup hefur verið gefin út. -hb Flugmaðurinn sem sá eldgosið fyrstur: Stórkostleg sjón „Ég sá eitthvað sem ég hélt að væm skýhnoðrar fram undan. Stuttu seinna kom blossi og því næst sá ég eldingar. Þá áttaði ég mig á því hvað um væri að vera,“ segir Óskar Tryggvi Svavarsson, flugmaður hjá Flugfélagi íslands, sem var fyrstur manna til að sjá gosið úr lofti um tíu- leytið i gærmorgun. Með Óskari í för var Sigríður Einarsdóttir flugstjóri en þau vom að koma frá Egilsstöðum þegar þau urðu skyndilega vör við eldgosið í Grímsvötnum. „Við fóram til Egilsstaða í myrkri upp úr kl. 8 í gærmorgun og urðum eðlilega ekki vör við neitt. Svo þegar við flugum frá Egilsstöðum var skýjað í klifinu til að byrja með en þegar við vorum komin í um sex þúsund feta hæð sáum við skýhnoðrana. Fljótlega eftir það feng- um við tilkynningu frá flugstjóm sem staðfesti að eldgos væri haflð. Þetta var alveg mögnuð sjón.“ Óskar hefur einu sinni áður séð eldgos á svipuð- um slóðum en það fyrir tveimur ámm, einnig úr flugvél. Óskar segist alltaf hafa myndavél með sér þegar hann flýgur og það hafl heldur betur komið sér vel að þessu sinni. „Ég er vanur að mynda landslagið, flugvélar og flugvelli, en hef ekki áður myndað eldgos. Það var gaman að vera fyrstur að sjá þetta,“ segir Einar. Myndir Ein- ars vom svo fyrstu myndimar sem birtust í fjöl- miðlum af gosinu en þær birtust á fréttavefn- um Vísi.is þegar klukk- una vantaði Qórðung í tólf. -hb Myndin til hiiðar er fyrsta myndin sem var tekin af gosstað og birtist í fjölmiðium. Óskar Tryggvi Svavars- son flugmaður tók myndina en hún birtist á Vísi.is. ILeigubílstjórinn enn í dái: Lögreglan leitar að vitnum Leigubilstjórinn sem nær lést í fangageymslum lögreglunnar síðastliðinn þriðjudagsmorgun er enn í öndunarvél eftir aðgerð. Lögreglan einbeitir sér nú að því að finna vitni að því þegar maður- I inn féll niður í Skúlatúninu í « Reykjavík. | „Sérfræðingar segja okkur að ! ómögulegt sé aö segja til um hvort maðurinn fékk höfuðáverkann við fall eða högg. Við verðum að finna vitni til að vita hið sanna eða þá 1 að bíða eftir að maðurinn komist I til meðvitundar og geti sagt okkur | þetta sjálfur," sagði talsmaður lög- 1 reglunnar í gær. -EIR Tónlistarhús risið í Kópavogi á einu ári: Allar óskir uppfylltar í gær var fréttamönnum sýnt hið nýja, glæsilega tónlistarhús í Kópa- vogi, nákvæmlega ári eftir að eigin- legar byggingarframkvæmdir hófust þar. Skólakór Kársness undir stjóm Þómnnar Bjömsdóttur, Martial Nar- deau, Guðrún Birgisdóttir, Jónas Ingimundarson og Auður Gunnars- dóttir sýndu með lifandi tónlistar- flutningi frábæra eiginleika hússins, en hljómburður þar er eins fullkom- inn og verða má. „AUar óskir hafa verið uppfylltar," segir Jónas Ingi- mundarson píanóleikari. Tónleikasalurinn tekur 300 manns og hentar 70-80% tónlistar- viðburða á höfuðborgarsvæðinu. Hann er klæddur greni úr Skorra- dal sem er sérstaklega tUsniðið sam- kvæmt kröfum hljóðverkfræðinga, 60% rúnnað, 40% kantað. Lausir flekar eru úr hlyni, stólarnir em hannaðir á Ítalíu og sessurnar með loftgötum sem gera það að verkum að hljómburðurinn er jafngóður hvort sem salurinn er fuUur af fólki eða tómur. „Það er ekki sjálfgefið að geta talað án hjálpartækja og náð jónas Ingimundarson sem átti hugmyndina að tónleikasalnum í baksýn og Vigdís Esradóttir, nýráðinn forstöðumaður Tónlistarhúss Kópavogs. DV-mynd E.ÓI. aftur á aftasta bekk,“ sagði Jónas, „þetta er ákveðinn galdur." Og Bergþór Pálsson óperusöngvari sagði að alveg mátulega létt væri að syngja í salnum því ómtíminn væri hárréttur og bergmál ekkert. Opnunarhátíð hússins verður 2. janúar kl. 14.30 en um kvöldið verða raðtónleikar frá kl. 18 þar sem fram koma margir af fremstu tónlistar- mönnum landsins, gestum að kostn- aðarlausu. -SA Leikskóli opnaður í Grafarvogi: Vantar um þriðj- ung starfsfólks Nýr leikskóli við Mururima í Grafarvogi var opnaður með við- höfn í gær. Þrjár af fjórum deildum era komnar í gagnið. Ekki hefur gengið nógu vel að fá starfsfólk við leikskólann. Bergur Felixsson, framkvæmda- stjóri Dagvistar barna, sagði að hægt væri að treysta því að starfs- fólk yrði komið upp úr áramótum. „Við höfum verið róleg yflr þessu því skólinn er nýfarinn af stað og byrjar á sama tíma og aðrir skólar em að ráða til sín leikskólakennara en það vantar alltaf fagfólk." Við skólann starfa um 2/3 þess starfsfólk sem þarf. Meirihluti starfsfólksins er ófaglærður. Það sama á við um aðra leikskóla. Burtséð frá starfsmönnum sagði Bergur að leikskólinn yrði fullnýtt- ur upp úr áramótum. „Við getum svo sem ekki fyllt leikskólann strax og byrjað með öll böm samtímis. Það þarf að venja þau við.“ Reiknað er með 83 bömum en tæplega 70 börn eru þegar í leikskólanum. Leikskólinn er hönnun Ingimund- ar Sveinssonar arkitekts. „Við höf- um heyrt að byggingin sé tilnefnd til arkitektaverðlauna á meginlandi Evrópu." -SJ Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgarstjóri opnaði í gær formlega leikskólann við Mururima í Grafarvogi. DV mynd E. Ól. stutiar fréttir Ólögmæt Hæstiréttur |: úrskurðaði í | gær að ákvörð- un Guðmundar Bjamasonar umhverfísráð- | herra um að ' ilytja starfsemi ; Landmælinga Sríkisins til Akraness væri ólög- mæt. Guðmundur ætlar þrátt fyr- Íir dóminn að reyna að afla sér lagaheimildar til flutningsins áð- ur en jólafrí Alþingis hefst, svo hægt verði að flytja starfsemina til Akraness sem íýrst. RÚV sagði frá. Metaösókn að Visi.is Metaðsókn var að netmiðlinum Vísi.is í gær. Undir kvöld stefhdi í að heimsóknir yrðu nærri þrjátíu þúsund. Fram að þessu höfðu gestakomur ekki farið upp fyrir tuttugu þúsund á sólarhring. Vís- ir.is greindi í gær stöðugt frá eld- gosinu í Vatnajökli og birti fyrir hádegi fyrstu ljósmyndina sem tekin var á gosstað eins og ffam | kemur annars staðar í DV i dag. Skiltiö tekiö niður ILyfsalinn í Borgarapóteki slökkti í gær á skiltinu umdeilda sem á stóð LYFJAbúð í kjölfar lögbannsbeiðni sem barst Sýslu- mannsembættinu í Reykjavík í / gær, en hann hafði áður lýst þvi [í yflr að hann myndi ekki slökkva á því þrátt fyrir úrskurð Sam- I keppnisstofnunar um að skiltið br Deilur um kvótann Harðar deil- | m- voru á Al- ! þingiígærum breytingar á flmmtu grein laga um fisk- / veiðistjórnun og varðist Þor- steinn Pálsson árásum gagnrýnenda af mikilli j hörku. Lyfjakostnaður hækkar | Gert er ráð fyrir að greiðslur al- | mannatrygginga í lyfjakostnaði verði 200 milljónum io-óna hærri | á næsta ári en gert var ráð fyrir í j fjárlögum ársins 1998. yti í bága við samkeppnislög. Tölvuleikir og spil á Vísi.is Vöruflokkum á Hagkaup@Vis- j ir.is hefur fjölgað. Nú em í boði auk bóka, geisladiska og mynd- f banda, tölvuleikir og spil. Net- í verslunin hefur verið opin í þijár j’ vikur og hafa Islendingar tekið þeirri nýjung vel að versla heima | eða í vinnu og fá vöruna senda heim næsta dag. Fordæmia loftárásir l Sósíalistafélagið hefur sent frá | sér ályktun um loftárásir Breta og * Bandraikjamanna á írak. Þar kem- ur fram að félagið fordæmir að- gerðimar og krefst þess að íslensk stjómvöld dragi stuðning sinn við * þessar villimannlegu árásir tfl ; baka og beiti sér fyrir því að við- skiptabaimið á írak verði afnumið : og irösku þjóðinni aftur leyft að j færa líf sitt i eðlflegt horf. Thor Heyerdahl til íslands Landkönn- I uðurinn og : fræðimaðurinn t Thor Heyer- dahl kemur j ásamt eigin- konu sinni ; Jaqueline tU ís- lands í næstu ; vUcu og dvelja þau hér tU 29. des- j ember. Þau era gestir forseta ís- ; lands og munu auk dvalar í Reykja- vik verða um jól á sveitabæ í ná- ; grenni Skálholts. Ástþór vill skýringar Astþór Magnússon, talsmaður Friðar 2000, krefur Halldór Ás- : grímsson utanríkisráðherra um nánari skýringar þeirri ákvörðun | utanrikisráöuneytisins að synja j því að senda áfram tU Sameinuðu f þjóðanna erindi Friðar 2000 um j mannúðarflug tU íraks. -BÓE ákvörðun
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.