Dagblaðið Vísir - DV - 19.12.1998, Síða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 19.12.1998, Síða 26
26 LAUGARDAGUR 19. DESEMBER 1998 ,#igf fólk Nemendur Myndlista- og handíðaskólans sem unnu að verkefninu ásamt kennara sinum, Halldóri Ásgeirssyni myndlistarmanni. DV-myndir Hilmar Þór Myndlistarneminn Frosti við hluta verks síns sem hann vann fyrir Vegagerðina. „Þetta gæti veriö æðakerfi eða vegakerfi enda vegirnir æðar samfélagsins." segir Frosti. Listin þarf ekki að spari Nemendur á öðru ári í skúlptúr- deild Myndlista- og handíðaskóla ís- lands hafa beitt nýstárlegum leiðum til þess að koma á tengslum við líf- ið fyrir utan skólann. Hafa puttana á púlsinum, eins og einhver myndi segja. Þau völdu sér fyrirtæki eða stofnun og komu á samningavið- ræðum við forráðamenn um að fá að gera myndlistarverk á vinnustað þeirra. Nemendurnir gerðu margir samninga við fyrirtæki eða stofnan- ir sem maður heldur að nýstárleg myndlist eigi ekki sérstaklega upp á pallborðið hjá; Vegagerðina, rútu- bílafyrirtæki, reiðhjólaverslun og radarverkstæði, svo eitthvað sé nefnt af þeim sautján fyrirtækjum sem nú hýsa myndlistarverk hóps- ins. Sum verkin verða nokkra daga í fyrirtækjunum, önnur nokkra mánuði og einhver til frambúðar. Halldór Ásgeirsson myndlistar- maður hefur umsjón með verkefn- inu og aðspurður hvemig hugmynd- in hefði kviknað segir hann að hún hafi fyrst látið á sér kræla fyrir mörgiun árum. Þá hafi honum dott- ið í hug svipað verkefni fyrir sjáifan sig sem myndlistarmann. „Ég hef staðið í viðræðum við ís- lenska erfðagreiningu í eitt og hálft ár um að vinna fyrir þá verk en tæki- færið til þess að hefjast handa hefur ekki gefist enn,“ segir Halldór. „Nú nýverið fékk ég svo upphringingu frá framkvæmdastjóranum sem sam- þykkti að ég ynni þar myndlistar- verk. Það geri ég væntanlega á næsta ári. Þá ræður fyrirtækið mig sem starfsmann á sviði myndlistar en ekki líftækni. Ég byrja á núlli og vinn verkið á staðnum en hef ekki neinar fyrirfram ákveðnar hugmyndir.“ Halldór tók síðan að sér að kenna námskeið í Myndlista- og handíða- skólanum og stakk upp á þvi að nem- endumir nýttu sér þessa hugmynd hans. Hann lagði fyrir nemendurna það verkefni að hver og einn veldi sér fyrirtæki eða stofnun og ynni þar myndlistarverk, efnistök yrðu mjög frjálsleg en helst þyrfti að setja verk- ið upp á staðnum. „Það er gaman að sjá myndlistar- verk 1 nýstárlegu umhverfi. Ekki er það aðeins skemmtilegt að búa tfi listaverk sem staðsett verður í þessu umhverfi, heldur líka að fást við and- rúmsloftið á staðnum. Verkið getur ýmist verið spunnið út frá félagsleg- um þætti, rými eða hverju sem er. Sem dæmi má nefha að í Radíómiðun er verkið staðsett innan um radar- anna sem verið er að búa til,“ segir Halldór. Halldór segist vera þannig gerður að hann þurfi álltaf að vera að leita að nýjum formum og nýjum tækifær- um og hafa þá trú að það sé nauðsyn- legt hverjum myndlistarmanni. í kennslunni reyni hann að forðast for- sjárhyggju og hvetji nemendurna til þess að vera sjálfstæða í list sinni, enda sé þeim i þessu verkefni kastað út úr skólanum og þeir látnir bjarga sér. Þeir voru svo fyrri hluta annar að þreifa fyrir sér og nauðsynlegt þótti einnig að vinna ákveðna rann- sóknarvinnu fyrir gerð verkanna. Halldór segir að allur gangur sé a hvort nemamir séu styrktir af fyrir- tækjunum eða ekki, það fari eftir því hvernig samkomulag náist. í sumum tilvikum sé mjög náið samband við fyrirtækið en I öðrum sé það mjög formlegt. En hvernig finnst honum hafa tek- ist til við verkið? „Mér sýnist það hafa tekist vel. Við erum opin fyrir því að prófa nýjar leiðir og ég vona að verkefnið opni einnig fyrir umræðu og sé fordæmi fyrir aðra til þess að gjöra slíkt hið sama. Verkin eru fjölbreytt og ég hef fulla trú á að tilraunin opni nýja möguleika og nýtt samtal í myndlist- inni. Það er ánægjulegt og nauðsyn- legt að rífa sig út úr þessum verndaða heimi myndlistarinnar, en sem kunn- ugt er þekkist hann bæði úr myndlist- arskólum og eins þegar myndlistar- fólk byrjar að sýna þegar það hefur lokið námi. Það er nýstárlegt og skemmtilegt að snúa ferlinu við. Að draga ekki fólkið inn til sín i sér- hannaða sýningarsali, heldur sækja það heim á þá vinnustaði og þær stofnanir sem það þarf að heim- sækja.“ Halldór segir að oft séu líka í gangi fordómar í garð myndlistarfólks og liður í verkefninu sé að leyfa fólki að sjá hvernig listaverk verður til. Fylgj- ast með vinnuferli myndlistarmanns- ins. Það brjóti niður vissa múra. „Fólk hefur ef til vill aðeins þá hug- mynd að myndlist sé annað hvort málverk eða skúlptúr. En þessi hug- tök eru svo víðtæk og margræð. Það er líka hægt að vinna verkin á svo margvíslegan hátt og alveg eins hægt að tengja þau beint við hversdagslífið eins og við höfum verið að gera. Þetta sannar líka að listin þarf ekki alltaf að vera spari. Þvert á móti getur hún fylgt okkur í daglega lífinu líka.“ -þhs Þvörusleikir Fullt nafn: Þvörusleikir Grýlu- og Leppalúðason. Fæðingardagur og ár: Man það ekki. Maki: Enginn. Börn: Engin. Starf: Jólasveinn. Gott starf: Ein törn og mikið frí. Skemmtilegast: Að sleikja sleifar. Leiðinlegast: Að sleikja ekki sleifar. Uppáhaldsmatur: Eitt- hvað sem maður borðar með sleifum. Uppáhaldsdrykkur: Allt sem tollir í sleifum. FaHegasta manneskjan (fyrir utan maka): Mamma, hún er fjallmynd- arleg. Fallegasta röddin: Ómar Ragnarsson. Uppáhaldslíkamshluti: Tungan. Hlynntur eða andvígur ríkisstjórninni: Sumir jólasveinar eru ekki ekta. Með hvaða teiknimynda- persónu myndir þú vilja eyða nótt: Bamba. Uppáhaldsleikari: Ketill Larsen. Uppáhaldstónlistarmað- ur: Ómar Ragnarsson. Sætasti stjórnmálamað- urinn: Birgir í-sleif-ur Gunnarsson. Uppáhaldssjónvarpsþátt- ur: Jóladagatal RÚV. Leiðinlegasta auglýsing- in: Auglýsingar með amer- íska jólasveininum. Leiðinlegasta kvikmynd- in: Santa Clause. Sætasti sjónvarpsmaður- inn: Ólafur Sigurðsson.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.