Dagblaðið Vísir - DV - 02.01.1999, Síða 4
LAUGARDAGUR 2. JANÚAR 1999 DV
éttir
■ ★ ★
Portúgalskt/ítalskt blaðamannapar stóð sem bergnumið í Perlunni á gamlárskvöld:
Hefði ekki getað
dreymt þessa sjón
„Við vorum í Perlunni um mið-
nættið á gamlárskvöld. Þaðan var
mjög fallegt að sjá yfir. Fyrirfram
hefðum við ekki getað látið okkur
dreyma um að íbúar í heilli borg
væru að skjóta upp flugeldum - ekki
bara sumir heldur allir. Aðalsýning-
in stóð yfir frá klukkan hálftólf til
hálfeitt," sagði Portúgalinn Jorge de
Carvalho sem eyddi áramótunum í
Reykjavík ásamt hinni ítölsku konu
sinni Simona Artanidi. Þau búa í
Bologna á Ítalíu og eru bæði íþrótta-
fréttamenn. Jorge sagði það fjarri
lagi að hin íslenska áramótaflugelda-
sýning væri sóun á fjármunum.
Hann sagði að þau Simona hefðu
ákveðið i byrjun desember að fara
til Islands til að eyða þar áramótun-
um. „Ég á vin á Ítalíu sem er full-
trúi Flugleiða. Hann sagði okkur
frá því að hér væri athyglisvert að
vera um nýárið. Svo við sögðum:
Portúgalinn Jorge de Carvalho og hin ítalska Simona Artanidi voru afar
ánægð með íslensku áramótin. Gleðin skein úr andlitum þeirra þegar þau
gengu niður Skólavörðustíginn á nýársdag. DV-mynd Pjetur
„Allt í lagi, við fórum bara.“
Við viljum ekki ferðast þangað
sem allir aðrir fara í frí, t.d. til Spán-
ar, Maldiveeyja (í Indlandshafi) eða
Kanaríeyja. Þess vegna ákváðum við
að koma hingað og upplifa eitthvað
frábrugðið. Reyndar höfðum við von-
ast til að sjá norðurljósin. En senni-
lega hefur ekki verið nægilegt frost
til þess. Á gamlársdag fórum við í
rútuferð og sáum þá ýmislegt hér á
íslandi sem við höfum aldrei upplif-
að áður.“
Jorge sagði að þau Simone væru
ávallt heppin með veður þegar þau
ferðuðust:
„Já, alveg grínlaust, við finnum
alltaf sól þegar við erum í fríi. Líka
hér á íslandi. Á síðasta ári fórum við
t.d. til London. Þá var sól alla helg-
ina,“ sagði Jorge de Carvalho. Hann
og kona hans fara af landi brott á
morgun, sunnudag. -Ótt
íslendingar eru þekktir fyrir að fagna nýju ári með miklum sprengingum og Ijósadýrð. Borgin var uppljómuð þegar Ijósmyndari DV brá sér í turn
Landakotsspítala og tók mynd af herlegheitunum. Áætlað er að íslendingar hafi skotið upp flugeldum fyrir um 400 milljónir króna og sést vel að ekkert var
sparað til að gera áramótin sem eftirminnilegust. DV-mynd Hilmar Pór
Elínborg Hanna Andrésdóttir.
DV-mynd Teitur
Aldrei veriö
svona heppin
Elínborg Hanna Andrésdóttir,
einstæð tveggja bama móðir,
vann Daihatsu Sirion bifreiö aö
verðmæti 988.000 krónur í Jóla-
potti Sjónvarpskringlunnar.
„Þiö eruð að plata mig. Ég hef
aldrei á ævinni verið svona
heppin,“ sagöi Elínborg þegar
bíllinn blasti við henni framan
við heimili hennar. Haraldur
Haraldsson frá Sjónvarpskringl-
unni afhenti henni lyklana að
bifreiðinni. -SJ
Nýársávarp forseta íslands:
Samstaða um að efla
og styrkja menntun
Forseti íslands, Ólafur Ragnar
Grímsson, gerði mennta- og menn-
ingarmál að höfuðumtalsefni í
nýársávarpi sínu til þjóðarinnar í
gær. Hann minnti á að á undan-
förnum misserum hefðu íslending-
ar fengið margvíslegar viðvaranir
um að þeir væru að síga neðar í
stigatöflu alþjóðlegs samanburðar
um menntun en flestir höfðu
vænst. Aðrir væru óðum að fara
fram úr okkur og þar með tapaðist
vígstaða sem nauðsynleg væri til
að geta áfram notið þeirrar hag-
sældar sem best þekktist.
Forseti íslands minnti jafnframt
á aö einnig gæfi að líta fjölmörg
dæmi um það hvernig menntun,
þekking og vísindi réðu nú á ís-
landi úrslitum um vöxt nýrra at-
vinnugreina, auðguðu mannlíf,
listsköpun og menn-
ingu ásamt því að efla
orðstír okkar íslend-
inga á sviðum sem æ
meir mótuðu álit þjóða
og áhrif. Hann sagði
brýnt að samstaða
skapaðist um að efla
og styrkja menntun í
landinu svo að kraft-
urinn sem byggi í
ungu fólki næði að
njóta sín til hlítar svo
að sérhver kynslóð
fengi sjálf að nýta
kosti þess að vera í
senn góðir íslending-
ar og sannir heims-
borgarar.
Forseti minntist eiginkonu sinn-
ar, Guðrúnar Katrinar Þorbergs-
dóttur, sem lést á ný-
liðnu ári eftir harða
baráttu fyrir heilsu
sinni og lífi. Hann
þakkaði þann samhug
og hlýju sem löngum
hafa á erfiðum stund-
um veitt íslendingum
eina sál og einn vilja
og veitti honum sjálf-
um og fjölskyldu hans
styrk í glímu þeirra
við sorg og söknuð.
„Ég færi ykkur ein-
lægar þakkir fjöl-
skyldunnar og óskir
um að hið nýja ár
verði ykkur til gæfu
og gleði,“ sagði forseti íslands m.a.
í nýársávarpi sínu til þjóðarinnar.
-SÁ
Forseti íslands, Ólafur
Ragnar Grímsson.
IttÉHI
Sumir hætta
Nú er það loks staðfest að Stefán
Jón Hafstein er hættur sem rit-
stjóri á Degi. Sandkorn vakti
Ireyndar athygli á þvi fyrir nokkru
að Stefán væri á útkikki. Hann fær
víst í nógu að snúast
enda ætlar hann í
harkið, að starfrækja
eigið fyrirtæki í út-
gáfu, dagskrárgerð
og annars konar
fjölmiðlastarfsemi.
En hvaö Dag varð-
ar hefur fáum
dulist að litlir kær-
leikar hafa verið milli nefnds Stef-
áns og Kolbrúnar Bergþórsdótt-
ur, bókmenntagagnrýnanda með
meiru. Er skemmst að minnast
þess að þau skömmuðust hvort út í
annað í greinum í blaðinu þar sem
þau gengu undir nöfnunum „sum-
ir“. En þar sem sumir eru hættir
| getur Kolbrún nú skammað Stefán
umbúðalaust...
Betri söngvari
I nýútkomnu Sportveiðiblaði er
m.a. viðtal við Halldór Nikulós-
son, veiðivörð við Norðurá, sem lét
af þeim starfa sl. haust eftir rúm-
lega 20 ár á bökkum árinnar. Á
þeim tíma hefur
Halldór skiljanlega
séð tD margra veiði-
manna, misgóöra
jað sjálfsögðu, því
: ekki eru allir l)urö-
ugir við veiðarnar
þótt þeir vilji láta
jsjá sig í hópi
veiöimannanna
við „flottu" árnar. Halldór segir í
viðtalinu m.a. frá því að hetjutenór-
inn Kristján Jóhannsson hafi
komið til veiða í Norðurá með 10
manna fylgdarlið og þegar veiði-
vörðurinn fyrrverandi var spurður
hvort Kristján væri góður veiði-
maður var svarið: „Hann er miklu
betri söngvari og býsna skemmti-
legur náungi sem gaman var að
rabba við...“
Fram vinnur
Þorbjörn Jensson, landsliðs-
þjálfari í handknattleik, er áhuga-
maður um stangaveiði, sérstaklega
silungsveiði, og er sem slíkur í við-
tali í nýútkomnu Sportveiðiblaði.
Þar er víða komið við
en undir lokin er Þor-
björn spurður um
handknattleikinn, og
þá hverjir veröi ís-
landsmeistarar í
karlaflokki í vor.
Þorbjörn heldur
því þar fram að
Fram verði íslands-
meistari og muni mestu að Titov
línumaður verði kominn til liðs við
Framara í mars og april þegar úr-
slitakeppnin fer fram. Varla þarf að
taka fram að Eggert Skúlason
fréttamaður, sem skrifaði viðtalið
við Þorbjöm, brosti niður að oln-
bogum við þetta svar, enda gegn-
heill Framari sjálfur....
Skífuþeytir
Samkeppni skemmtistaðanna er
grimm og neyta þeir hvers færis sem
gefst til að olnboga sig áfram.
Skuggabarinn er búinn að vera með
auglýsingu i gangi upp á síðkastið
þar sem segir „lofúm
engu, gerum fullt“.
Segja kunnugir að
þetta sé skot á ann-
an skemmtistað
sem lofaði að fljúga
til landsins fullri
vél af berum Play-
boy-stelpum en
stóð víst ekki nákvæmlega
við það. En fyrst verið er að tala mn
Skuggabar þá var Björk þar með
partí og iðkaði þá list að þeyta skif-
ur af kappi ásamt breskum köppum.
Er samdóma álit að Björk sé barasta
nokkuð lagin við að þeyta...
Umsjón Haukur L. Hauksson
Netfang: sandkorn @ff. is