Dagblaðið Vísir - DV - 02.01.1999, Síða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 02.01.1999, Síða 6
LAUGARDAGUR 2. JANÚAR 1999 JjV 6 í (útlönd ** * stuttar fréttír Styttist í forsetakosningar í Bandaríkjunum: Maöur ársins Bill Clinton forseti er maður ársins í Bandaríkjunum sam- kvæmt nýrri Gailupkönnun. Vinsældir for- setans eru meiri nú en fyrir Monicu- málið svokall- aða. Næstur á eftir Clinton í vinsældum er Jóhannes Páll páfi jj en kona ársins var að sjálfsögðu I forsetafrúin, Hillary Clinton. Sex dóu í snjjóflóði Sex manns létust og 25 slösuð- ust í snjóflóði í bænum Rouyn- Noranda i norðvesturhluta j Quebec í Kanada í gær. Snjóflóð- I ið féll á íþróttahús með fyrr- I greindum afleiðingum. Enn er ! nokkurra saknað. ISprenging i klósetti Fjölskyldu í bænum Monster í Hollandi brá heldur í brún á i gamlárskvöld þegar klósettið á | heimilinu sprakk skyndilega í loft upp. Óprúttnir náungar höfðu kveikt í flugeldum I nær- liggjandi skolpröri. Byltingarafmæli 2 Borís Jeltsín, forseti Rúss- | lands, sendi í gær ámaðaróskir til Fidels Castrós, leiö- toga Kúbu. Tillefnið var að 40 ár eru liðin frá því kommúnistar undir forystu Castrós náðu völdum í landinu og steyptu ein- ræðisherranum, Fulgencio Batista, af stóli. Vilja hefja björgun Öryggisráð Sameinuðu þjóð- j anna samþykkti í gær að krefjast ' þess af angólskum stjómvöldum að fá að hefja leit að fjórtán manns | sem vora í flugvél á vegum SÞ. | Flugvélin var skotin niður. Ófriöur í Frakklandi Mikil ólæti vora í Frakkland á nýársnótt. Mest voru lætin í | Strasborg þar sem lögregla hand- tók 17 ungmenni sem höfðu kveikt í 38 bifreiðum. Ungmenn- inn létu ófriðlega og grýttu lag- anna veröi. Sigurviss Ekki blæs byrlega fyrir Benja- min Netanyahu, forsætisráð- herra ísraels, þegar nýjustu skoðanakann- anir eru ann- ars vegar. For- sætisráðherr- ann, sem nú heyr kosninga- baráttu, er þó sigurviss og segist alltaf fá slæma útkomu í könnunum en góða í kosningum. Kosningar verða haldnar í ísrael 17. maí nk. Volvo tekur upp evru Lars Persson, framkvæmdastjóri Evrópudeiidar Volvo, segir í viðtali við Svenska Dagbladet að sú ákvörð- un Svía að taka ekki þátt í myntsam- starfi Evrópu muni skaða fyrirtækið um hundrað milljóna sænskra króna árlega. „Þetta kemur okkur afar illa. Óstöðugleiki sænsku krónunnar eyk- ur viðskiptaáhættuna verulega en Volvo-samsteypan er mjög viðkvæm fyrir gengissveiflum og þátttaka Sví- þjóðar í evrunni var tækifæri til að snúa við þeim baki,“ sagði Persson. Stjóm Volvo-samsteypunnar ætlar upp á sitt eindæmi að reka öll sín við- skipti á grundvelli evrunnar frá 1. janúar 2001 og verður breytingunni komið á í áföngum. Frá og með þess- um áramótunum mun Volvo m.a. krefjast greiðslna fyrir framleiðslu- vörumar í evrum frá viðskiptavinum i myntsambandslöndunum. „Við ger- um þetta til að fá gleggri verðsaman- burð,“ sagði Lars Persson. SÁ Al Gore gefur kost á sér til forseta A1 Gore, varaforseti Bandaríkj- anna, skilaði inn formlegu framboði sínu í forvali vegna forsetakosning- anna sem verða árið 2000. Þetta kom fram í dagblaðinu Washington Post í gær. Skjölin sem A1 Gore lét af hendi á gamlársdag gera honum kleift að hefja formlega undirbúning kosn- ingabaráttunnar. Gore mun þegar hafið ráðið starfsfólk og leigt sér skrifstofúhúsnæði. Starfsfólki kosn- ingaskrifstofúnnar verður meðal annars ætlað að safna ekki minna en 20 milljónum Bandaríkjadala en það þykir lágmarksupphæð ætli menn að komast áfram í kosningabaráttu. Tveir aðrir demókratar kanna nú jarðveginn fyrir framboði. Þetta era Bill Bradley, fyrrum öldunga- deildarþingmaður og Paul Wellstone sem nú á sæti í öldungadeildinni fyrir Minnesotaríki. Gore þykir þó likleg- astur þeirra þriggja til að verða val- inn frambjóðandi demókrata. Ýmsar blikur era einnig á lofti meðal repúblikana. Öldungadeildar- þingmaðurinn og fyrrum stríðs- fangi í Víetnam, John McCain, varð fyrstur flokksfélaga sinna tll að tilkynna framboð. í næstu viku er gert ráð fyr- ir framboði Johns Ashcrofts. Þá þykja útgefandinn Steve Forbes og fyrrum varaforseti, Dan Quayle, líklegir til að bætast i hóp frambjóðenda á næstu vikum. Sá sem hefur komið best út úr skoð- anakönnunum meðal repúblikana er þó forsetasonurinn George W. Bush. Hann mun ekki gefa neitt út um hugsanlegt framboð sitt fyrr en í apríl næstkomandi. Jl mlMgm Í0 Gríöarleg stemning var á Times Square í New York á nýársnótt. Ekki er talið aö færri en hálf milljón manna hafi veriö á torginu þegar klukkan sló tólf. Fimm þúsund lögregluþjónar gættu þess aö allt færi vel fram. Þá er áætlað aö milljarður manna hafi horft á hátíðarhöldin í sjónvarpi. Símamynd Reuter 300 milljónir Evrópubúa deila evrunni á mánudag: Sögulegri stund fagnað Evran, sameiginlegur gjaldmiðill Evrópusambandsins, tók formlega gildi í gær. Með evrunni þykir hafa verið stigið stórt skref i sameining- arátt í Evrópu en evran mun leysa gjaldmiðla ellefú aðildarlanda sam- bandsins af hólmi. Löndin sem standa utan evrunnar era Danmörk, Svíþjóð, Bretland og Grikkland. Þúsundir starfsmanna banka og fjármálastofnana undirbjuggu sig í gær undir notkun evrunnar á fjár- málamörkuðum á mánudag. Ástralir verða fyrstir til að nota eevruna á mánudagsmorgun en Finnar vora hins vegar fyrstir til að fá hana því nýársdagur rann fyrst upp hjá þeim. Mikil eftirvænting ríkti í aðildar- löndunum ellefu og víða var skotið upp flugeldum bæði til að fagna nýja árinu og ekki síst evrunni. Mest var eftirvæntingin í Frank- fúrt þar sem Seðlabanki Evrópu er staðsettur, og þar áttu fyrstu við- skiptin með evra sér staö. Það var yf- irmaður Visa sem keypti kampavín aðeins nokkrum sekúndum eftir mið- nætti og greiddi fyrir með korti sínu. f fyrstu verðu evran aðallega not- uð í hlutabréfaviðskiptum, íjár- magnsflutningum og öðrum seðla- lausum viðskiptum. Það verður ekki fyrr en árið 2002 að seðlar og mynt verða formlega tekin i notkim. j Bretar rann- saka mannrán- ið í Jemen | Bresk stjómvöld ákváðu í 2 gær að senda Ijóra rannsöknar- | menn til Jemen til þess að ! rannsaka hvemig björgunarað- | gerðum var háttað þegar her j landsins gerði tilraun til að frelsa 16 erlenda feröamenn J sem voru í gíslingu þjá róttæk- ! um hryöjuverkasamtökum. | Þrír Bretar og Ástrali létu lífið : í áhlaupi hersins. | í gær sagði Brian Smith, einn | þeirra sem komust af, við ! Reutersfréttastofuna að ómögu- | legt væri að segja til um hvor J aðilinn hefði hafið skotárásina. j „Enginn okkar sem lifðum af | árásina mun geta svarað því,“ | sagði Brian meðal annars. | Auk bresku rannsóknar- mannanna mun fulltrúi ástr- I alskra stjómvalda á leið til Jemen og þá hefúr FBI-alríkis- 1 lögreglan einnig sent sína menn á staöinn. j Shakespeare í maður árþús- | undsins I William Shakespeare var t kosinn maður árþúsundsins í í breskri útvarpskönnun. Meira j en 45 þúsund hlustendur tóku ? þátt í valinu. Yfirgnæfandi | meirihluti taldi að Shakespeare S hefði með ódauðlegum 3 bókmenntaverkum sínum lagt 1 mest allra Breta af mörkum á 5 síðustu þúsund árum. Meðal annarra kandidata á I listanum voru stórmenni á j borð við Winston Churchill, 3 William Caxton, Oliver !! Cromwell, Charles Darwin og sir Isaac Newton. Hásætið fyrir bæði kynin Danir vilja breyta lögunum um rétt elsta sonar til krúnunn- ar. Sex af hverjum tíu sem svör- uðu könnun danska blaðsins Jyllands Posten vora á þessari skoðun. í ljósi þess að Margrét drottning hefur verið farsæll þjóðhöfðingi þykir ekki stætt á því að neita hugsanlegri prinsessu um hásætið í framtíð- inni. Danir era nefnilega famir að hugsa til hugsanlegra bama Friðriks krónprins sem tekur við krúnunni af móður sinni í framtíðinnL _J§|____ [ Hlynntir evrunni I Danir era hlynntari evrunni, 2 nýrri mynt Evrópubandalags- ‘ ins, en nokkru sinni áöur. Sam- ! kvæmt nýrri Gallupkönnun R sögðust 48% Dana styðja aðild j; að EMU en 42% voru andvígir. 1 Óákveðnir vora 10% aðspurðra. Í' Ekki áður hefur meirihluti fylg- ismanna aðildar að myntbanda- laginu verið umfram skekkju- mörk. Hvenær Danir fá að kjósa um aðildina í þjóðarat- kvæðagreiöslu liggur ekki fyrir á þessari stundu. Lestur kemur í : veg fyrir fituát Þeir sem lesa á umbúðir mat- væla era líklegri til að kaupa hollari og fitusnauöari mat en hinir sem ekki nenna að kynna sér innihaldslýsingar. Þetta kemur fram í nýrri rannsókn á vegum Fred Hutchinson sjúkra- hússins í Seattle í Bandaríkjun- um. Alls tóku 1450 manns þátt í rannsókninni og kom í ljós mikill munur var á vali fólks á I matvælum. Um 80% sögðust lesa á umbúðir en stærstur hluti þess hóps reyndust há- skólagengnar konur. Reykmga- menn komu illa út og virðast ekki fast mikið um hvað þeir láta ofan í sig.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.