Dagblaðið Vísir - DV - 02.01.1999, Síða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 02.01.1999, Síða 8
8 %eikerinn LAUGARDAGUR 2. JANÚAR 1999 T>V Matur stútfullur af næringu Sólveig Eiríksdóttir á Grænum kosti gefur uppskrift að hollum og bragðgóðum réttum eftir ofát hátíð- anna. Orkusúpa Þessi súpa er ótrúlega fljótleg og mjög holl. Hægt er að borða hana á hvaða tíma dags sem er, t.d. er hún fínn morgunmatur. Einnig er hún góður kostur 1 hádeginu með fersku salati. Orkusúpan hjálpar líkaman- um í jafnvægi eftir jólin. 2 dl vatn eða komsafi Smásöl eða annar þari 2 dl spirur, s.s alfalfa eða mung eða baunaspírur 1 dl grænt grænmeti, t.d. lambhagasalat (eða annað eiturefhalaust kál). Einnig má nota ýmislegt grænmeti, s.s. spergilkál, gulrætur, sætar kartöflur, blómkál, fennikel sellerí eða það sem þið eigið i ísskápnum. Ávextir, s.s. 1 epli eða 1 ein pera og/eða 1 banani 1 avókadó Allt er sett í blandara nema avókadóið og blandað vel í ca 2 min. Þá er avókadóinu bætt út í og bland- að í ca 10-20 sek. Tofubollur m/sólþurrkuðu tómatamauki og spírusalati Tofu er búið til úr sojabaunum og er því sérstaklega prótínrik fæða sem fæst í mörgum stórmörkuðum og heilsubúðum. Heilsufæði hefur oft haft það orð á sér að það sé afar seinlegt að elda. En þessi réttur af- sannar það, hann er bæði fljótlegur, sérstaklega bragðgóður og stútfullur Nýkaup l’ar st'm fcisklcikiiui bvi 1 pk sólþurrkaðir tómatar, ca 85 g. 11/2 dl þurrristaðar heslihnetur eða furuhnetur eða pecanhnetur 2 hvítlauksrif ca 5 væn blöð af fersku basil 2 msk. græn ólífuolía, kaldpressuð (má sleppa og nota eplasafa í staðinn) 1/2 dl sítrónusafi úr ca 1 stórri sítrónu smásalt smácayennepipar Hellið sjóðandi vatni yfir tómatana og látið standa í ca 15-30 min. Setjið þá í matvinnsluvél, geymið vatnið. Restinni af upp- skriftinni er bætt út í og svolitlu, ca 1/2 dl, af vatninu. Ef þið viljið þynnra mauk Þú ert það sem þú borðar, segir Sólvesg á Grænum kosti. er hægt að bæta meira vatni út í. Allt er maukað saman og bragð- bætt með salt og pipar. Spírusalat 25 g graskerfræ, þurrristuð á pönnu eða í ofni (200‘c í ca 3-5 mín.) 1/2 haus eikarlauf (frá Lambhaga, fæst í stórmörkuðum), rifið niður 250 g spírur, t.d. alfa alfa, mimg, baunaspínn'. 2 vorlaukar eða 1 búnt graslaukur 1 avókadó, afhýtt og skorið í teninga 1 kiirbitur (eða 1/2 agúrka) skorinn í stafi smásöl 1 hnefi af fersku kóríander (má nota steinselju eða annað grænt krydd) Graskerfræin eru þmrristuð og kæld, eikarlaufið rifið niður í skál, spírumar settar út í, vorlaukurinn er saxaður niður og bætt út í, avóka- dóið er afhýtt og skorið í teninga og bætt út í, kúrbíturinn er skorinn í sneiðar og síðan í stafi og bætt út í, smásöl eru klippt yfir og ferskt kóríanderið er saxað sett út í. Blandið vel saman og stráið graskersfræjunum yfir. af næringu. 1 pakki stíft (firm) Tofu, ca 375 g 1/2 dl brauðmylsna eða haframjöl 1/2 dl hnetusmjör (sykurlaust úr heilsubúð er besti kosturinn), má sleppa og nota sojamjöl í staðinn 1 gulrót, fint rifin 1 laukur, smátt saxaður 1-2 marin hvítlauksrif 1-2 msk tamari sojasósa (má líka nota misoið frá síðasta heilsuflippi) 1 tsk. oregano 1 tsk. basil (einnig er gott að nota ferskt basil og þá alveg 1 hnefa) smácayennepipar salt eftir smekk 2 msk. ferskt kóríander eða fersk steinselja, smátt saxað Tofuið er tekið úr pakkanum og vatninu hellt af. Það er síðan vafið inn í gamalt viskustykki eða eldhús- rúllu og kreist (ekki of fast) svo að afgangsvatnið fari úr. Síðan er það maukað í höndunum og restinni af uppskriftinni er bætt út i. Þetta er hnoðað vel saman i nokkrar mínútur og síðan eru mót- uð buff sem eru sett á bökunarpapp- ír á ofnplötu. Þetta er síðan bakað við ca 180"c i 15 mín. eða þar til þau eru orðin gyllt. Mauk úr sólþurrkuð- um tómöt- tgæðingur vikunnar Sítrónusoðin smálúða með grænmeti Fyrir 4. 800 g smálúða i bitum, roðflett og beinlaus 2 dl vatn 1 tsk. salt 2 msk. sítrónusafi Meðlæti og sósa 1 bakki smámaís 12 stk. vorlaukar 2 stk. paprika, græn og rauð 4-5 stk. sellerístilkar 1-2 stk. gulrætur 3 msk. ólífuolía 1 tsk. rósmarín 4 dl kjúklingasoö 1/2 dl sítrónusafi 4 msk. maizenamjöl eða sósujafnari Sjóðið 2 dl af vatni með salti og sítrónusafa. Gufusjóðið smá- lúðubitana í 6-7 mlnútur. Skipt- ið á diska og berið fram meö meðlæti og sósu. Meðlæti og sósa Hreinsið vorlaukinn, sneiðiö og skerið annað grænmeti í ten- inga, smámaísinn í strimla. Létt- steikið í olíunni. Bætið sítrónusafa og kjúklingasoði saman við ásamt rósmarín. Lát- ið suöuna koma upp, þykkið meö maizenamjöli eða sósujafn- ara. Sjóðið áfram í 1-2 mínútur. Annað meðlæti Berið fram með soönum, smá- um kartöflum. Áætlið 3-4 stk. á mann. Uppskriftirnar eru fengnar frá Nýkaupi þar sem allt hráefni í þær fæst. Maríneruð lúða að hætti Ásu Gerður G. Bjarklind er matgæð- ingur DV í fyrsta helgarblaði árs- ins. Hún gefúr uppskrift að rétti sem í Mexíkó er nefndur Chevitche, en Gerður kýs að kalla maríneraða lúðu. „Þennan rétt fékk ég fyrst hjá Ásu systur minni sem býr í Mexíkó. Hann er ofboðslega sterkur en þegar ég bauð upp á hann, bæði í fertugs- og fimmtugsafmæli mínu, hvarf hann ofan í fólk eins og dögg fyrir sólu. Jafnt ungir sem gamlir boröuðu réttinn með bestu lyst,“ seg- ir Gerður. Það sem þarf að hafa er 450 g af lúðu. Lúðan verður að vera mjög góð og ný og nauðsynlegt að hafa flskinn feitan. Hor- aðan fisk er ekki hægt að nota. Byrjað er á að taka bein og annað frá og skera stykkið í lengjur, en síðan litla bita þannig að þeir verði á stærð við sykurmola. Bitamir eru lagðir í fat og klappað vel ofan á. Á þessi 450 grömm er notað innan úr fjórum sitrónum, þær kreistar vel í sítrónu- pressu og safanum hellt yfir fiskbitana. Mikil- vægt er að vera með tá- hreinar hendur, því að fiskurinn er fergður vel; það er klappað ofan á hann til þess að hann nái allur að sósast í sitrónusafanum. Laukur, tómatar og paprikur eru skorin í litla bita og grænmetið hrært saman og sett á fiskinn. Til þess að dreifa því sem best Gerður G. yfir lúðuna eru aftur not- að sterkri aðir guðsgafflamir. Gerður segist ekki nenna að vera með neinn pempíugang í því. Grænmetinu og lúðunni er blandað vel saman og aftur fergt með hendinni, örlítilli ólífuolíu bætt út í og salti og pipar eftir smekk. Grænar ólífur er einnig gott að setja með og skera þær þá í sneiðar. Tabascosósa er síðan sett eftir hendinni, ekki hellt með lát- um, heldur smáhellt og kokkurinn verður að smakka sig áfram, því mjög misjafnt er hversu mikið tabasco fólk þolir. Rétturinn er látinn standa í sex klukkustundir og borðaður innan sólarhrings frá því hann er gerður. Þegar maríneraða lúðan hefur verið borin fram er best að hafa með henni seytt rúgbrauö með svolitlu smjöri. Líka er hægt að hafa með henni annars konar brauð eða litlar kexkökur, ekki með sterku bragði þó, því að bragðið af réttinum er svo sérstætt og gott að ekki má skyggja á það. Gott er að hafa réttixm sem forrétt en hann er einnig hentugur i kokkteilboðum og þá jafnvel hægt að setja litla skammta af honum í múffuform. Gerður skorar á umsjónarmann Samfélagsins í nærmynd, Sigríði Pétursdóttur, að vera næsti mat- gæðingur DV. Bjarklind las jólakveðjurnar fyrir okkur í útvarpið en gefur okkur nú uppskrift lúðu frá Mexíkó. DV-mynd Pjetur Nykaup iHtrSt'm b'isLlt'iUim l’\ i Tortellini með fyllingu og grænmeti Fyrir 4. 500 g fyllt tortellini, ferskt 2- 3 1 vatn 2 tsk. salt |--------I 1-2 msk. ólífúolía í 1 vatnið I Meðlæti 1 3- 4 stk. gulrætur 1 1 stk. kúrbítur 1 stk. paprika, rauð 1 1 bakki smámais I 4 stk. hvítlauksrif 1 _ 2 msk. nýr engifer 1 bakki baunablanda, fersk 2 dl ostrusojasósa 2 msk. appelsínumarmelaði 2 dl grænmetissoð (vatn og teningur/kraftur) 1 tsk. kóríanderduft salt og svartur pipar úr kvöm 5 msk. matarolía til steikingar Skraut 6 stk. vorlaukar Sjóðið pastað í 3 mínútur og kælið síðan. Meðlæti Fínsaxið hvítlauk og engifer, steikið í olíu en látið ekki brenna. Skerið gulrætur og kúrbít í þunn- ar flögur (t.d. með ostaskera eða flysjara). Bætið öðru grænmeti á pönnuna, nema fersku baimun- um. Bætið síðan ostrusojasósu, marmelaði, grænmetissoði og kórianderdufti út í og látið sjóða áfram í 1-2 mínútur. Að síðustu er pastanu bætt saman við og látið hitna i gegn. Skipt á diska. Baunablöndunni stráð yfir og vorlauknum, skáskomum í þimn- ar sneiðar, í kring. Kjúklingabrínga meí rauðvínssósu og sveppum Fyrir 4. 4 stk. kjúklingabringm-, beinlausar 3 msk. matarolía salt og pipar Rauðvínssósa með sveppum 400 g sveppir 3 stk. laukur 1 tsk. oregano 1 tsk. timian 4 dl rauðvín, óáfengt 1 bréf rauðvínssósa, Knorr eða Toro 3 msk. matarolía Meðlæti 4 stk. bökunarkartöflur Snöggsteikið kjúklingabringum- ar í heitri olíunni, bragðbætið með ; salti og pipar. Setjið í eldfast form og steikið í ofiii við 200" C í 20 mín- útur. Takið úr ofhin- um, skerið hverja 1 bringu í þrjá hluta og leggið ofan á sós- una þegar borið er fram. Rauðvínssósa með sveppum Sneiðið lauk og brúnið í heitri oliu, sneiöið sveppina og bætið á pönnuna. Bætið þá kryddi, rauð- víni og rauðvínssósudufti á pönn- una, hrærið vel saman og sjóðið í 2-3 mínútur. Setjið á diska og kjúklingabringumar ofan á. Meðlæti Bakaðar kartöflur henta vel meö þessum rétti. Bakið þær í 45-60 mínútur við 180-200'C (eftir stærð). Uppskriftirnar eru fengnar frá Nýkaupi þar sem allt hráefni í þær fæst. HWWIH

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.