Dagblaðið Vísir - DV - 02.01.1999, Page 14
14
LAUGARDAGUR 2. JANUAR 1999
Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF.
Stjómarfomnaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON
Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: EYJÓLFUR SVEINSSON
Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON OG ÓLI BJÖRN KÁRASON
Aðstoðarritstjóri: JÓNAS HARALDSSON
Auglýsingastjóri: PÁLL ÞORSTEINSSON
Ritstjóm, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift: ÞVERHOLT111,105
RVÍK, SÍMI: 550 5000
FAX: Auglýsingar: 550 5727 - RITSTJÓRN: 550 5020 - Aðrar deildir: 550 5999
GRÆN númer: Auglýsingar: 800 5550. Áskrift: 800 5777
Stafræn útgáfa: Heimasíöa: http://www.skyrr.is/dv/
Vísir, netútgáfa Frjálsrar flölmiðlunar: http://www.visir.is
Ritstjórn: dvritst@centrum.is - Auglýsingar: dvaugl@centmm.is. - Dreifing: dvdreif@centrum.is
AKUREYRI: Strandgata 25, sími: 462 5013, blaðam.: 462 6613, fax: 461 1605
Setning og umbrot: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF.
Filmu- og plötugerð: ÍSAFOLDARPRENTSMIÐJA HF. - Prentun: ÁRVAKUR HF.
Áskriftarverð á mánuði 1900 kr. m. vsk. Lausasöluverð 170 kr. m. vsk., Helgarblað 230 kr. m. vsk.
DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins I stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds.
Orlagamál á tímamótaárí
Á síðasta ári tuttugustu aldar stöndum við á tímamót-
um í mörgum málum, sem varða okkur miklu. Viðhorf
til kvóta í atvinnulífi, mannvirkja á hálendi og til ým-
issa þátta einkavæðingar, einkavinavæðingar og einka-
leyfavæðingar hafa verið að mótast og breytast.
Þetta er líka kosningaár, sem kann að gefa kjósendum
færi á að segja álit sitt á þessum málum í deiglunni. Hitt
er þó líklegra, að ryki verði af gömlum vana varpað
ffaman í kjósendur og að þeir kæri sig ekki heldur um
að axla sjálfir ábyrgð á framvindu deilumála.
Fólk fagnar því, að Hæstiréttur hefur slegið á fingur
valdhafa og veitenda gjafakvóta í sjávarútvegi. Það ætl-
ast til, að rétturinn staðfesti þá stefnu í frekari málaferl-
um. En það verður tregt til að taka sjálft á slíkum mál-
um í vor við val fulltrúa sinna á Alþingi.
Samt er ljóst, að innleiða má réttlæti í kvótakerfið
með því að bjóða kvótana út á almennum markaði, þar
sem allir megi leggja fram tilboð. Þar með eru allir jafn-
ir fyrir lögunum. Bjóða má kvótana út til fimm ára í
senn í fimm jöfnum hlutum á fimm ára tímabili.
Þetta er ein leið af mörgum, sem nefndar hafa verið í
umræðunni að undanfórnu. Hún hefur þann kost, að
hún mildar áhrif breytingarinnar á núverandi handhafa
gjafakvóta og mildar einnig áhrif hennar á umfang
markaðarins með því að dreifa sölunni á nokkur ár.
Vaxandi meirihluti er fyrir því, að valdhafar fari að gá
að sér í misþyrmingu ósnortins víðernis í þágu stóriðju.
Fólk vill ekki, að Þjórsárver og Eyjabakkar fari undir
dauð uppistöðulón með breytilegri vatnshæð. Fólk telur
sig hafa ráð á að varðveita fágætar náttúruperlur.
Hitt er svo önnur saga, að fólk er tregt til að taka af-
leiðingum þessara sjónarmiða sinna í vali á fulltrúum
sínum á Alþingi. Það vill frekar væla utan í ótraustum
fulltrúum sínum heldur en að hafna því beinlínis að
velja ótrausta fúlltrúa til að setja lög um þessi mál.
Endurheimt þjóðareignar á fiskimiðum og varðveizla
ósnortins víðernis eru skýr dæmi um mál, þar sem
meirihluti fólks hefur snúizt á sveif með öðrum mál-
staðnum og getur beitt sér í alþingiskosningum ársins,
en mun samt tæpast notfæra sér þá aðstöðu.
Flóknari er málaflokkurinn, sem snýst um orðið
„einka“. Þar er um að ræða þá þverstæðu, að í senn er
verið að einkavæða sum ríkisfyrirtæki, einkavinavæða
önnur og einkaréttarvæða enn önnur svið. Einstakir
þættir framvindunnar stangast á við aðra.
Það væri verðugt verkefni þjóðarinnar á þessu kosn-
ingaári og síðasta ári aldarinnar að ákveða, hvert skuli
stefna með orðið „einka“. Á að einkavæða eða á að
einkavinavæða? Á að hefja að nýju útgáfu einkaleyfa eða
á að afturkalla öll ný og gömul einkaleyfi?
Ljóst er, að siðferðilegur og markaðslegur munur er á
einkavæðingu og einkavinavæðingu. Ennfremur er ljóst,
að himinn og haf er á milli einkavæðingar og veitingar
einkaleyfa. Kjósendur geta ákveðið að taka sér vald til að
fá botn í þetta, en þeir munu tæpast nenna því.
Við getum, ef við viljum, notað lokaár aldarinnar til
að knýja fram skynsamlega stefnu í stíl við breyttan tíð-
aranda á öllum þessum sviðum og ýmsum fleiri.
Spurningin er hins vegar, hvort við séum menn til að
taka á þessu eða látum landsfeðurna eina um hituna.
Spurningin er sennilega sú, hvort við viljum yfirleitt
vera borgarar, sem standa á tímamótum, eða hvort við
viljum vera þegnar, sem látum aðra ráða ferð.
Jónas Kristjánsson
Hættur úr austri og vestri
Góöu fréttirnar á síðustu árum hafa margar verið
tengdar hnattvæðingu í efnahagsmálum, stjómmál-
um og menningu heimsins. Þetta á bæði við um þann
uppgang sem verið hefur í efnahagslífi fjölmargra
ríkja heimsins og um þá jákvæðu þróun í lýðfrelsi,
mannréttindum og alþjóðlegri menningu sem víða
má sjá stað. Stóraukin samtenging hagkerfa heimsins
hefur hins vegar líka hættur i för
með sér. Á nýbyrjuðu ári verða lík-
lega oft sagðar fréttir af hættulegri
keðjuverkun í alþjóðlegum efna-
hagsmálum og af tilraunum manna
til að verjast nöprum vindum utan
úr heimi.
Blaðra fyrir vestan
Hér í Bandaríkjunum, en þar er
þessi grein skrifuð, virðist almenn
bjartsýni ríkjandi á áffamhaldandi
verðhækkanir á hlutabréfum. Stór
hluti af spamaði almennings er nú í
hlutabréfúm þannig að auk marg-
víslegra áhrifa á peningamál getur
þróun á verði hlutabréfa haft úr-
slitaáhrif á almenna eftirspurn í
hagkerfmu. Athugasemdum um
hættur ffarn undan i þessum efnum
er yfirleitt
fálega tekið hér í Bandaríkjunum
og gjaman svarað með aðdróttunum
um skilningsleysi viðkomandi
manns á nýjum aðstæðum í banda-
rísku hagkerfl. Það er hins vegar aðeins tvennt sem
getur réttlætt bjartsýni á verð hlutabréfa. Annað er
trú á vaxandi hagnað bandarískra fyrirtækja, sem
fátt virðist benda til að eigi við rök að styðjast. Hitt
er trú á áframhaldandi hækkun hlutabréfa, og þá era
menn komnir í hring. Það er í rauninni trúin á trúna
á frekari hækkanir sem heldur verðinu uppi, og sú
trú gæti bilað nokkuð snögglega. Afleiöingar af miklu
verðfalli á Wall Street gætu orðið mjög víðtækar,
bæði vegna þess hve stór hluti af spamaði almenn-
ings er í hlutabréfum og eins vegna þess hve mörg
hagkerfi sem nú eiga í erfiðleikum em háð eftirspurn
á Bandaríkjamarkaði.
veikleikum og nú má sjá í bankakerfi Kina. Það flæk-
ir þetta mál mjög að pólitískur styrkur kínversku
stjómarinnar fer minnkandi. Nýjasta slagorðið í
Kína er „stöðugleiki ofar öllu“. Byltingarkenndar
breytingar síðustu ára gera þetta slagorð hins vegar
að óskhyggju stjórnvalda sem eiga sífellt erfiðara
með að hafa stjóm á atburðarásinni. Um leið og harð-
línumenn hafa verið að sækja í sig
veðrið í Beijing, hefúr mátt greina
merki um mikla gerjun og opnun í
kínversku þjóðfélagi. Þó að þetta sjá-
ist betur á sviði menningarmála en í
stjórnmálum þá er ástæða til að ætla
að kínversk stjómmál séu að verða
flóknari en áður og svigrúm stjórn-
valda minna.
Þróun snúið við?
Kinverjum væri síst hagur i að auka
viðskiptahindranir. Tilraunir til
þess að ná auknum stöðugleika í
eöiahagsmálum á tímum vaxandi
vandræða í stjómmálum gætu hins
vegar myndað slíkar hindranir. Um
leið hefur samdrátturinn í Japan
knúið japönsk fyrirtæki til að draga
úr fjárfestingum um allan heim og
það sama er að segja um Suður-
Kóreumenn. Hættur í þessum efn-
um koma þó ekki síður
að vestan en að austan. Viðskipta-
halli Bandaríkjanna fer hríðversn-
andi og ef verðfall verður á hlutabréfum má búast við
falli dollarans, ekki síst ef evran fer vel af stað, og
einnig minnkandi eftirspurn eftir ffamleiðslu ann-
arra landa. Hér vestra er jafnan stutt í kröfugerð um
viöskiptahindranir þegar illa árar í efnahagsmálum.
Þessi áramót virðast menn hérlendis trúa því tvennu
að flest sé í lagi heima fyrir en að vondir vindar blási
að utan. Það er víðar sem menn trúa einhverju svip-
uðu og ekki ólíklegt að hnattvæðingin verði siður
vinsæl í ár en í fyrra.
Erlend tíðindi
Jón Ormur Halldórsson
Blaðra fyrir austan
Þó að Kína hafi sloppið betur
en flest önnur Asíuríki við
kreppuna þar í álfu, þá hefur
hagvöxtur í Kína stórlega dreg-
ist saman. Þó opinberar tölur
gefi annað til kynna þá er
nokkuð ljóst að samdráttur er
hafinn á mörgum sviðum. At-
vinnuleysi fer ört vaxandi, eft-
irspum fer minnkandi og enn
verr horfir en áður með hagn-
að eða halla fyrirtækja í land-
inu. Það alvarlegasta við þró-
unina í Kína er þó staða banka-
kerfisins. Sparnaði almennings
í Kína, sem er mjög mikill, er
veitt í gegnum bankakerfið til
fyrirtækja, sem mörg hver eru
rekin með miklum halla. Mikið
af þessum peningum er tapað
fé, þó almenningur í Kína viti
minnst um það mál. Um leið
fer innstreymi fjár minnkandi,
einkum frá Japan og Hong
Kong, sem ásamt með Taivan
skipta mestu máli í þessu sam-
bandi.
Ein mikilvægasta lexían sem
menn lærðu í fyrra af vand-
ræðum Asíuríkja var um þær
hættur sem stafa af svipuðum
„Á nýbyrjuðu ári verða Ifklega oft sagðar fréttir af hættulegri keðjuverkun í al-
þjóðlegum efnahagsmálum og af tilraunum manna til að verjast nöprum vindum
utan úr heimi.“
íoðanir annarra
Úrslitastundin runnin upp
„Það sem næstum allir ísraelar virðast vera
sammála um er að nú sé runnin upp úrslitastund í
þeirri viðleitni að tryggja öryggi landsins, ef ekki
frið við arabíska nágranna þess. Hver ríkisstjórn
Bandaríkjanna á fætur annarri hefur reynt að færa
deilendurna í aldargamalli deilu ísraela og
Palestínumanna nær markmiðum sínum, öryggi
landsins annars vegar og eigin ríki hins vegar. Það
hefúr þó kostað sitt og áhætturnar hafa verið
rnargar."
Úr forystugrein Washington Post 28. desember.
Óviðeigandi íhlutun
„Á sama tíma og aukinn stuðningur er við það
innan öldungadeildarinnar að refsa Bill Clinton
forseta, hefur aðalskúrkur repúblikana reynt að
stöðva þá vinnu á hrokafullan hátt. Tom DeLay
hefur boðið öldungadeildarþingmönnum sem em
andvígir langvinnum réttarhöldum til að svipta
Clinton embætti tU að skoða dularfull gögn gegn
forsetanum sem hafa ekki verið gerð opinber eða
látin Hvíta húsinu í té, en sem
fulltrúadeildarþingmenn einir hafa aðgang að. Þetta
er móðgun við réttarreglur og óviðeigandi ihlutun í
umfjöUun öldungadeUdarinnar."
Úr forystugrein New York Times 26. desember.
Nýtt stríð í Kosovo
„Lýðræðið og stjómmálin í Evrópu hafa beðið
hnekki vegna Kosovo. Ný alda ofbeldisverka, sem
kostað hefur að minnsta kosti fjórtán mannslíf frá
því á aðfangadag, veldur því að erfitt er að ímynda
sér að hægt veröi að snúa þróuninni við. Á undan-
fomum vikum hafa Serbar feUt uppreisnarmenn
sem komu frá Albaníu og Albanir hafa myrt hóp
ungra Serba í bænum Pec. Ný stefna Richards Hol-
brookes má sín lítUs gagnvart þessu og á hverja
ætti að vera hægt að varpa sprengjum? Svo gæti far-
ið að endalokin yrðu vetrarstríð í Kosovo."
Úr forystugrein Aftonbladet 29. desember.