Dagblaðið Vísir - DV - 02.01.1999, Qupperneq 28
32
LAUGARDAGUR 2. JANÚAR 1999
Sirkuskeppni í
Mónakó
Áhuga-
menn um
fjölleikahús
munu vænt-
anlega þyrp-
ast til dverg-
rikisins
Mónakó
þann 14. jan-
úar næst-
komandi en
þá hefst árleg
hátíö sirkus-
fólks þar í landi. Þetta er í 23.
skipti sem hátíðin er haldin og
er hún undir verndarvæng
Rainiers fursta sem veröur við-
staddur opnunarhátíðina.
Alls munu 22 sirkushópar
frá 14 löndum koma fram og
keppa í hinum ýmsu greinum.
Verðlaunin er að sjálfsögðu
trúður, bæði úr gulli og silfri.
Síðasti dansinn
Einum frægasta veitingastað
New York borgar, The Rain-
bow Room, var lokað skömmu
fyrir jól mörgum fastagestinum
til hrellingar. Rainbow Room
hefur einkum verið frægur
meðal fína og fræga fólksins og
meðal gesta i gegnum árin má
nefna Frank Sinatra, Bob
Hope, Bob Dylan og meðlimi
Rolling Stones hljómsveitar-
innar. Rainbow Room var stað-
ur í fínni kantinum og það
þótti tíðindum sæta þegar
rokkarinn Keith Richards lét
svo lítið að setja upp bindi
áður en hann gekk inn á stað-
inn fyrir fáeinum árum.
Ástæðu lokunar hins eftirsótta
veitingastaðar má rekja til þess
að húseigendurnir voru orðnir
of gírugir og hugðust hækka
árlega leigu úr litlum þremur
milljónum dollara í fjórar
milijónir.
Ilmandi Metró
Parísarbúar þurfa ekki leng-
ur að bíða neðanjarðarlestar-
innar í ólykt á borð við svita-
og hlandlykt. Franska metróið,
en svo kallast neðanjarðarkerfl
Parísar, mun nefnilega anga
hér eftir af ilmnum _.Made-
ur úr blóma-, trjáa- og ávaxta-
lykt og ætti að öllum líkindum
að falla farþegum vel í geð. í
upphafi hvers mánaðar verður
einu og hálfu tonni af ilmnum
góða dælt i hreinsiefni sem not-
uð eru í neðanjarðargöngun-
um. Það er mál manna að
Metróið hafa lyktað illa allt frá
I opnun þess árið 1900 og nú sé
mál að linni.
Vara við háloftaveiki
Nepalir hafa sett af stað her-
Íferð sem ætlað er að gera fjall-
göngumenn meðvitaðri um
hættuna sem stafar af hálofta-
veiki. Háloftaveiki gerir gjama
vart við sig hjá fjallgöngu-
mönnum sem komnir eru í
meira en 3 þúsund metra hæð
án þess aö leyfa líkamanum að
jafna sig nægilega á leiðinni
upp.
Björgunarsveitir i Himalaya-
fjöllum áætla að 20% þeirra 90
þúsund fjallaklifrara sem
heimsækja landið árlega fái
einhver einkenni háloftaveiki.
Einkennin sem eru höfuðverk-
ur, svimi, lystarleysi og ógleði,
geta valdið dauða ef ekkert er
að gert. Öruggasta meðferðin
er þó alltaf að halda niður á
við.
Jeppadeild Útivistar með fjölbreyttar ferðir í upphafi árs:
Þrettándanum fagnað í Básum
Þrettándaferð Jeppadeildar Úti-
vistar er örlítið seint á ferðinni
þetta árið, eða þann 9. janúar. Þá
verður haldið í kyrrðina i Básum.
„Þetta er fyrsta ferð ársins og tilval-
ið að ná úr sér áramótaskjálftanum
og byggja sig vel upp í byrjun árs,“
segir Guðfmnur Pálsson hjá Útivist.
Jeppadeildin er sjálfstæð eining
innan Útivistar og var stofnuð árið
1995. „Tilgangurinn með stofnun
sérstakrar jeppadeildar var að
koma til móts við breyttar forsend-
ur i ferðaháttum fólks. Við vildum
leggja okkar af mörkum við að auð-
velda sfvaxandi fjölda jeppaeigenda
að aka af öryggi og njóta útivistar í
leiðinni," segir Guðflnnur.
Fleiri ferðir eru á döfinni hjá
Jeppadeildinni nú í janúar. Farið
verður í Landmannalaugar helgina
15. til 17. janúar. Það þykir alltaf
mikið ævintýri að heimsækja Laug-
amar að vetri enda náttúrufegurðin
engu minni en að sumri. Gist verð-
ur í Hrauneyjum fyrri nóttina en í
Landmannalaugum þá seinni.
Þótt jólin séu ekki liðin eru Úti-
vistarmenn þegar búnir að skipu-
Jeppadeild Útivistar var stofnuðu fyrir fjórum árum. Síðan þá hefur deildin
staðið fyrir fjölbreyttum ferðum árið um kring.
Utivistarmenn fagna þrettándanum um næstu helgi í fögru umhverfi Þórs-
merkur.
leggja þorrablót vetrarins. Helgina
20. til 21. febrúar ætlar Jeppadeildin
að storma á Hveravelli. Ekið verður
norður Langjökul, meðfram Þursa-
borgum og Péturshomi áleiðis að
Hveravöllum. Þorramaturinn verður
að sjálfsögðu tekinn með í þessa ferð.
Ferð fyrir börnin
„Dagsferðimar hefjast hjá Jeppa-
deOdinni þann 23. janúar og verður
byrjað i nágrenni höfuðborgarinnar.
Ætlunin er að heimsækja Mosfells-
heiði og tilvalið að taka bömin með
og jafnvel snjósleðana ef vel viðrar,“
segir Guðfinnur.
Hin gamla hraundyngja, Lyngdals-
heiðin, verður ekin af félögum Jeppa-
deildarinnar þann 6. febrúar. Þá er
stefnt áð því að aka fram hjá Hrafna-
björgum, Kálfstindum og inn að
Hlöðufelli. í lok febrúar er áætluð
ferð að Skjaldbreiði og í bytjun mars
verður farið með ljósmyndara í
Hveradali en hann mun leiðbeina
fólki um landslagsmyndatöku.
Yfir vetrartímann heldur Jeppa-
deild Útivistar fundi mánaðarlega
þar sem ferðirnar fram undan em
kynntar en einnig em sýndar mynd-
ir úr eldri ferðum o.fl. Öllum sem
hafa áhuga á að fylgjast með gangi
mála er heimilt að sækja fundina.
-aþ
Samvinnuferðir-Landsýn byrja árið í Taílandi:
Golfvellirnir líkastir skrúðgörðum
Ferðaskrifstofan Samvinnuferðir-
Landsýn byrjar árið með Taílands-
ferð sem er einkum ætluð golfá-
hugamönnum. Að sögn Kjartans L.
Pálssonar fararstjóra seldist strax
upp í ferðina sem hefst þann 7. jan-
úar næstkomandi. Þess vegna
hyggst ferðaskrifstofan nú bæta um
betur og bjóða til annarrar
Taílandsferðar í lok mánaðarins.
Lagt verður upp þann 27. janúar
og komið heim aftur 19. febrúar.
Dvalið verður á Pattaya-ströndinni
sem er margrómuð fyrir fegurð. Þar
eru golfvellir á hverju strái en að
sögn Kjartans er seinni ferðin ekki
eingöngu hugsuð fyrir kylfinga þótt
þeir séu að sjálfsögðu velkomnir.
„Við ætlum að vera meira á al-
mennum nót-
kringum þúsund krónur sem þykir
víst ekki mikið.
Nóg framboð verður af skoðunar-
ferðum og nefnir Kjartan sérstak-
lega ferð til árinnar Kwai sem er
frægust fyrir brúna sem Japanir
létu breska hermenn byggja í seinni
heimsstyrjöldinni. Um brúna var
síðan gerð kvikmynd eins og marg-
ir þekkja.
„Þá verður auðvitað farið í skoð-
unarferð til Bangkok. Borgin sjálf
er afar heillandi og við munum að
sjálfsögðu skoða markverðustu stað-
ina, svo sem musteri sólarlagsins og
búddalíkneskið fræga sem er úr
skíragulli," segir Kjartan.
Aðspurður um veðurlag á þessum
árstíma segir Kjartan það ekki geta
Golfvellirnir á Pattaya-ströndinni í Taílandi þykja afskaplega fallegir og
minna margir á skrúðgarða.
Fíllinn er vinsæll meðal ferða-
manna sem heimsækja Taíland.
um í þessari
ferð. Við verð-
um með marg-
ar spennandi
skoðunarferðir
þannig að allir
eiga að finna
eitthvað við sitt
hæfi. Hvað
golfáhuga-
mennina
áhrærir þá er
auðvitað bæði
ódýrt og gott að
leika golf á
þessu svæði.
Margir golfvall-
anna eru einna
líkastir skrúð- Bangkok, stundum kölluð borg englanna, er afar spennandi og falleg borg.
görðum og það
er afskaplega
gaman að spila þarna," segir Kjart- verið betra. „Fólk ætti að geta verið hlýjan sjó í stórkostlegu umhverfi,"
an. Hver vallarhringur kostar í öruggt með mikla sól, gott veður og segir Kjartan L. Pálsson. -aþ