Dagblaðið Vísir - DV - 02.01.1999, Síða 32
*
★
36 *
■*
ttmni
■ ____
★ ★
LAUGARDAGUR 2. JANÚAR 1999 JLlV
‘T’P' -W * r fc * T< A $7 i \Y*-> Á * AiV'/
Með Leppin í líkamsræktina
ALVORU ORKA
H www.iin.is/iappin
iBppin
■ ISPORT
Frábær fæðubótaefni!
AAA/ * F 4AAÍ * Ti A^/ i V
jr .*/
\ i I
Allir langhlauparar þekkja hve erfitt það er að hlaupa í miklum kulda.
Heitt kakó
„Tvær drykkjarstöðvar voru á
leiðinni, annars vegar við Grafar-
vogslaugina og hins vegar við Ár-
bæjarlaugina. Þar voru hinir hefð-
bundnu orkugjafar, bananar og
orkudrykkir, en við Grafarvogs-
laugina var reynd sú nýjung að
bjóða upp á heitt kakó. Margir
voru hræddir við að bjóða upp á
slíkan drykk fyrir langhlaupara,
en hann reyndist vel við að ná
hlýju í kalda kroppa á þessum
degi. Kakóið hafði einnig að
geyma mikla orku,“ sagði Krist-
ján.
Kristján Ágústsson var einn
þeirra 8 sem hlupu allan tímann á
meðan dagsbirtunnar naut. Hann
er búinn að vera virkur í lang-
hlaupum á árinu. „Þetta er sjö-
unda hlaupið á árinu sem er 42
km eða lengra hjá mér. Ég er ekki
viss um að ráðlegt sé að hlaupa
svo mörg langhlaup á einu ári,
allavega ef stefnan er að bæta
tíma sinn,“ sagði Kristján. Það
virðist þó ekki hafa dregið úr ár-
angri Kristjáns því hann bætti
tíma sinn i mörgum langhlaupum
á árinu. Mest var bætingin hjá
Kristjáni í Laugavegshlaupinu
(milli Landmannalauga og Þórs-
merkur) 55 mínútur.
-ÍS
Fróðleikur fyrir skokkara
ur lengi vel verið af skomum
skammti. Á síðustu árum hefur þó
orðið breyting í þeim efnum. Þeir
sem til dæmis hafa aðgang að tölvu
og Netinu geta fylgst með fréttum
og áhugaverðum greinum á heima-
síðu Félags maraþonhlaupara, en
þar em birt úrslit hlaupa og ýmsar
fróðlegar upplýsingar fyrir skokk-
ara. Heimasíða Torfa H. Leifssonar
hefur einnig þjónað vel sama hlut-
verki. Heimasíðu Félags maraþon-
hlaupara er hægt að nálgast á slóð-
inni - http://rvik.is-
mennt.is/~gisasg - og heimasíðu
Torfa H. Leifssonar á
http://www.mmedia.is/hlaup/ -.
Það búa ekki allir svo vel að hafa
aðgang að Netinu þó þeim fari ört
fjölgandi. Tvö áhugaverð tímarit
fyrir skokkara em gefin út hér á
landi. Trimmsíðan hefúr þegar
greint frá tímaritinu Hlauparinn
sem Sigurður Pétrn- Sigmundsson
gefur út. Hitt tímaritið, sem að
stórum hluta er ætlað skokkurum,
er Frjálsíþróttamaðurinn og gefið
út af Frjálsíþróttadeild ÍR. Ritstjóri
er Kjartan Rolf Ámason. í því riti
em margar áhugaverðar greinar
fyrir skokkara, birt úrslit í helstu
götuhlaupum, hlaupaskrár, afreka-
skrár og viðtöl við fremstu lang-
hlaupara landsins.
-ÍS
Aðgangur áhugamanna að upp-
lýsingum um almenningshlaup hef-
fVILTU MINNKA
FITUHLUTFALL
UKAMANS?
HA, játakk!
flmino Lean toflurnar
viðhalda vöðvamassa og
auka fitubrennslu.
2 töflur tvisvar á dag.
Góð þátttaka í Sólstöðuhlaupi:
Hlaupið
í 8 stiga
frosti
Þátttaka í almenningshlaupum
hefur verið með besta móti á líð-
andi ári þrátt fyrir að framboð
hafi aldrei verið meira. Eitt af síð-
ustu langhlaupum ársins er Sól-
stöðuhlaupið sem fram fór síðast-
liðinn laugardag, 19. desember.
Það er erfitt hlaup, þrátt fyrir að
vera félagshlaup en ekki keppnis-
hlaup. Þeir sem hlaupa lengst
hlaupa sleitulaust frá sólampprás
til sólarlags og leggja því að baki
ansi mikla vegalengd.
Umsjón
Isak Örn Sigurðsson
Sólstöðuhlaup var haldiö hér í
fýrsta sinn á síðasta ári og er
þetta því í annað sinn sem hlaup-
ið er haldið. HQaupadaginn sjálfan
vom aðstæðin- ekki eins og best
verður á kosið. í Reykjavik var þá
8 stiga frost, en þó var það hlaup-
urum í hag að veður var stillt og
götur snjólausar. Allir lang-
hlauparar þekkja hins vegar hve
erfitt það er að hlaupa í miklum
kulda, en það aftraði samt ekki
einum 19 þekktum langhlaupur-
um frá því að leggja af stað í þessu
hlaupi klukkan 11.20 að morgni
(við sólarupprás).
Meðal þeirra var Kristján
Ágústsson, þekktur hlaupari sem
tekur þátt í flestum lengri al-
menningshlaupum ársins. „Sól-
stöðuhlaupið er fyrst og fremst fé-
lagshlaup en ekki keppnishlaup
og af þeim sökum var stefnt að því
að hver kílómetri yrði hlaupinn á
5,5-6 mínútum. Af einhverjum or-
sökum var hraðinn miklu meiri í
upphafi hlaupsins. Við fengum
þær upplýsingar að loknum 15 km
að meðalhraðinn væri 5.04 mín. á
hvem kílómetra,“ sagði Kristján.
“Það var fullmikill hraði við
þessar aðstæður og hópurinn
hægði á sér eftir það. Fimmtán
manns komu inn í hlaupið á ein-
hverjum stigiun þess og þvi voru
það alls 34 sem tóku þátt í Sól-
stöðuhlaupinu. Þeir voru samt
sem áður ekki nema 8 sem hlupu
allan tímann, frá sólaruppkomu
til sólarlags (klukkan 15.30). Þá
hafði reyndar eitthvað teygst úr
hópnum. Þeir sem hlupu lengst
höfðu lagt að baki um 47 km, en
þeir sem hlupu „styst" voru búnir
að fara um 42 km. Af þessum 8 var
einn hlaupari sem aldrei hafði
hlaupið lengri vegalengd en hálft
maraþon (um 21 km). Hann var að
vonum ánægður að hlaupinu
loknu, enda hissa á því að hafa
haldið út allan þennan tíma í 8
stiga frosti."
1