Dagblaðið Vísir - DV - 02.01.1999, Qupperneq 33
LAUGARDAGUR 2. JANÚAR 1999
*
■ *
★ *
37 ,
íbúar nokkurra ríkja Miö-Ameríku munu seint gleymafyrstu dögunum í nóvember þegar fellibylurinn Mitch fór þar um og skildi eftir sig dauóa og eyöi-
leggingu. Þúsundir manna týndu lífi og mikill fjöldi missti heimili sín í náttúruhamförunum sem fylgdu í kjölfar Mitch, öflugasta fellibyls sem átt hefur
upptök sín í Atlantshafi í ein tvö hundruö ár. Hondúras varö verst úti í hamjorunum en einnig uröu miklar skemmdir í Níkaragva. Háttsettur starfsmaöur
matvœlastofnunar Sameinuöu þjóöanna, sagöi í nóvemberbyrjun aö efnahagsklukkan í þessum heimshluta heföi fcerst aftur um tuttugu ár. Rœktarland eyöi-
lagöist í stórum stíl og þar meö uppskeran. Þá varö einnig gríöarleg eyöilegging á samgöngumannvirkjum af öllum tegundum. íbúar Miö-Ameríku sendu út
neyöarkall og brugöust ríki heims vel við og lofuöu mikilli aöstoö.
Ekki hefur ein kona skekiö
forsetaembættiö í Bandaríkjun-
um jafnmikiö og Monica
Lewinsky. Nánast allt nýliöið
árfjölluöu bandarískir fjöl-
miölar um lítiö annaö en ástar-
samband þessa fyrrum lœrlings
í Hvíta húsinu og Bills Clint-
ons forseta.
Forsetinn var meöal annars
sakaöur um aö bera Ijúgvitni,
misbeitingu valds og aö hindra
framgang réttvísinnar í tengsl-
um viö rannsókn málsins. Sér-
legur saksóknari, Kenneth
Starr, eyddi gífurlegum tíma
ogfé í aö rannsaka samband
Clintons og Monicu og í sept-
ember skilaöi hann mörg þús-
und blaósíöna skýrslu til full-
trúadeildar Bandaríkjaþings.
Þar tilgreinir hann fjölda
ákœruatriöa á hendur forsetan-
um. Fulltrúadeildin samþykkti
síöan tvö ákæruatriöi skömmu
fyrirjól. Málið er nú í höndum
öldungadeildarinnar. Búist er
viö aö réttarhöld hefjist yfir
forsetanum á næstu dögum en
nœsta víst er aö tilskilinn <
meirihluti, tveir þriöju hlutar
atkvœöa, er ekki til aö sakfella
forsetann og hrekja hann úr
embætti.
Suharto Indónesíuforseti sagöi af sér í maí síöastliönum.
Hann haföi þá stjórnaö landinu meö haröri hendi í þrjá ára-
tugi. Tíöar róstur höföu oröiö í helstu borgum Indónesíu vik-
urnar og mánuöina fyrir afsögn forsetans, meðal annars
vegna mikilla efnahagsþrenginga sem landiö haföi rataö í,
rétt eins og fjölmörg önnur ríki í Asíu. Námsmenn fóru fyrir
andófinu gegn ríkisstjóminni og kröföust þeir meöal annars
lýörœöislegra umbóta. Suharto og fjölskylda hans voru sökuö
um mikla spillingu og gífurlega auösöfnun á valdaferli forset-
ans fyrrverandi. Veriö er aö rannsaka mál hans nú.
I$S;í$í8ÍJS-