Dagblaðið Vísir - DV - 02.01.1999, Page 46

Dagblaðið Vísir - DV - 02.01.1999, Page 46
 ★ 50 ★ ★ ★ ★ tyndbönd MYNDBAJIDA GAGNRYNI GIA Gia Fólk deyr af völdum tískuframa ó/ X ★★ Gia var fyrirsæta sem varð rosalega vinsæl um skeið en tapaði sér síðan í dópneyslu, varð ein af fyrstu kvenkyns eyðnisjúklingunum og dó 26 ára gömul. Þessi HBO-sjónvarpsframleiðsla byggir að Wuta til á bók sem gerð var um ævi hennar en skáldar í eyðumar eftir þörfum. Myndin er að grunni til einfalt drama um litla og barnalega sál sem tapar sér i frægðinni í hinni grimmu veröld og má lúta í lægra haldi. Þetta er mikil harmsaga og átakanleg en grunnhyggnar söguskýringar og einfaldanir draga úr áhrifa- mætti tragedíunnar. Samkvæmt myndinni eru það gífurlegar kröfur tísku- iðnaðarins sem sjúga lifsorkuna úr stúlkunni og gera henni óbærilegt að lifa í þeirri ómögulega fullkomnu glansmynd sem búin er til af henni. Ein- hvem veginn finnst manni samt líklegra að hún hafi einfaldlega verið for- faliinn dópisti. Það má þó finna til með greyinu og myndin virkar að nokkm marki sem tragedía þótt hún detti ofan í melódramatískt og merk- ingarlaust táknsæi í lokin. Þetta er auðvitað sjónvarpsmynd og takmörkuð sem slík, sérstaklega em tepruleg nektar- og kynlifsatriði fremur vandræða- leg. Angelina Jolie stendur sig nokkuð vel í aðalhlutverkinu, ef maður tek- ur tiilit til þess að varla er hægt að krefjast þess að hún sé algjörlega trú- verðug sem flottasta tískumódel í heimi, og aðrir leikarar standa sig einnig með mun meiri sóma en venjan er í sjónvarpsmyndum. Útgefandi: Bergvik. Leikstjórí: Michael Cristofer. Aðalhlutverk: Angelina Jolie, Mercedes Ruehl og Faye Dunaway. Bandarísk,1998. Lengd 120 mín. Bönnuð börn- um innan 16 ára. -PJ JKVMKKH \MKtm l'Atl. Hl 01» n.'í)BJK(.T-. \inx;no\ The Objectof MyAtfectinn „Happí“ Holywood ★★ Nina Borowski (Jennifer Aniston) fellur fyrir bamakennaranum indæla George Hanson (Paul Rudd) sem henni þykir fúllkominn að öllu leyti nema hvað að hann er samkynhneigður. (Það gerir hann að vísu enn frábærari en þar sem Nina er gagnkynhneigð get- ur hún ekki nýtt sér þann kost hans). Hún ákveður engu að síður að gera harrn að uppeldisfoður verðandi bams síns og slítur sambandi sínu við verðandi föður (þ.e. líffræðilega séð). Heldur fer þó gam- anið að káma þegar George fellur fyrir ómótstæðilegum leikara. Mér er með öllu ómögulegt að kveða upp úr með hvort þessi kvikmynd sé dæmi um að jafnréttisbarátta samkynhneigðra sé á réttri leið. Myndin er á yfirborðinu gjörsamlega „fordómalaus" hvað varðar kyn, kynhneigð og ólíka kynþætti (enda enginn slæmur (hvað þá vondur) gæi í myndinni). En manni er spum hvort myndin horfi ekki fram hjá hinum fjölmörgu samfélagslegu vandamálum er samkynhneigðir, blökkumenn, konur (og reyndcir fLestallir þurfa að glíma við). Þess í stað em allir bara svakahappí. Happí, happí, happí og aftur happí. Útgefandi Skrfan. Leikstjóri Nicholas Hytner. Aðalhlutverk: Jennifer Aniston, Paul Rudd, Alan Alda og Nigel Hawthorne. Bandarísk, 1998. Lengd 107 mín. Öllum leyfð. -bæn Indíánamynd úr samtímanum ★★★i Kunningjamir Victor (Adam Beach) og Thom- as (Evan Adams) yfirgefa vemdarsvæðið sem þeir búa á til að sækja líkamsleifar nýlátins föður þess fyrr- nefiida. Sá hét Amold (Gary Farmer) og yfirgaf konu sína og Victor, þá tólf ára gamlan, og hélt út í óvissuna, plagaður af axarsköftum er hann hafði framið undir áhrifúm áfengis. Thomas á honum þó líf sitt að launa en Amold bjargaði honum úr sama eldsvoða og foreldrar Thomasar létust í. Victor og Thomas em ólíkir að eðl- isfari en nálgast hvor annan á langri leið. Indíánabókmenntir urðu nokkuð áberandi með frelsisbyltingu sjöunda áratugarins (og fiallar Smoke Signals reyndar á æði írónískan og skemmti- leg£m máta um tengsl hippans og indíánans) en nú fyrst virðist sjónarhom þeirra á lífið og tilveruna vera að skila sér inn í heim kvikmyndanna. Líkt og í flestum minnihlutaverkum fer fram markviss leit að eigin eðli, sjálfsvit- und og tilgangi i annarlegum heimi. Sömuleiðis býr myndin yfir frumlegri sýn á hefðbundna vestræna menningu (“Af hverju sjást ekki tennumar í John Wayne?“) þótt hún byggi auðvitað um leið á vinsælustu afúrð hennar, sjálfri kvikmyndinni. Smoke Signals er sjarmerandi litil mynd sem á meira erindi til áhorfenda en „stórvirkin" mörg hver. Útgefandi Skífan. Leikstjóri Chris Eyre. Aðalhlutverk: Adam Beach, Evan Adams, Irene Bedard og Gary Farmer. Bandarísk, 1998. Lengd 91 mín. Bönnuð innan 12. -bæn Shadowbuilder Skuggabaldur ★i Myndin er byggð á smásögu eftir Bram Stoker en er færð i nútímabúning. Michael Rooker leikur e.k. kirkjunnar stríðsmann og hefst myndin þar sem hann brýst inn á samkundu djöfladýrkenda og plaff- ar þá alla niður. Hann er þó aðeins of seinn því þeir hafá vakið upp illan vætt úr helvíti, djöfúl sem ræð- ur yfir skuggum. Hann heldur til smábæjarins Grand River og gerir þar allt vitlaust en takmark hans er að fóma hjartahreinum 12 ára strák til að snúa sköpuninni við og eyða heimin- um. Gamaldags, gotneskur biblíuhryllingurinn virkar skemmtilega hjá- kátlega sviðsettur í nútimánum. Sérstaklega er gaman að töffaralegum og leðurjakkaklæddum prestinum sem er hið mesta hörkutól. Michael Rooker leikur hann reffilega en aðrir leikarar em fremur ósannfærandi. Einhver peningur hefúr verið settur i framleiðsluna og brellumar virð- ast nokkuð fagmannlega gerðar en hönmmin er slök, sérstaklega á meg- inóvininum, skrímslinu úr neðra, sem minnir helst á vannærðan Svart- höfða. Þetta er eiginlega hálfgert drasl en ég hafði samt lúmskt gaman af þessu. Svo biður maður bara þolinmóður eftir því að almennileg hryll- ingsmynd komi einhvem tíma. Útgefandi Myndform. Leikstjóri Jamie Dixon. Aðalhlutverk: Michael Rooker, Leslie Hope, Shawn Alex Thompson og Tony Todd. Bandarísk/kanadísk, 1997. Lengd 92 mín. Bönnuð innan 16 ára. -PJ LAUGARDAGUR 2. JANÚAR 1999 DV Jolabíó Um hver einustu jól fær kirkjan loks óskipta athygli fjölmiðla og landsmanna flestra og predikar hún þá markvisst hin hefðbundnu Ijöl- skyldugildi. Jólin skulu vera tími sátta, vináttu og friðar; en sjaldnast er nú horft út fyrir strendur lands- ins. Þá er sú kaup- og neysluhyggja sem fylgir jólunum gagnrýnd kröft- uglega. Það sem vekur mesta furðu er að hin ógnvænlega stofnun, Hollywood, sem jafnan er versti óvinur sumra trúmanna (og þá oft frekar sértrúarsafnaða en kirkjunn- ar) vegna ofbeldis- og kynlífsum- fjöllunar sinnar er í jólamyndum sínum svo samofin ,jólagildunum“ að vart er mikill rnunm- á því að fara í kirkju eða horfa á slíkar myndir (sem líta án undantekning- Jólin eiga margt skylt með kvik- myndum. Um er að ræða ákveðið uppbrot á hinum hversdagslega veruleika. Uppbrot sem lýtur ákveðnum lögmálum um upphaf og endi, ákveðnar hefðir og skyldur, útlit, persónnr, o.s.frv. Jólin þarf að undirbúa með tiltekt, skreytingum og matargerð áður en hægt er að njóta jólaumhverfísins og bjóða heim gestum. Rétt eins og kynna þarf persónur og sviðsetningu/ar áður en hið eiginlega drama hefst í kvikmyndum sem er ekki ósvipað sjálfu aðfangadagskveldi og öðrum veisluhöldum þar á eftir. Þegar allt er svo loks komið á fulla ferð og flestallir í (jóla)stuði kemur þetta leiðindahlé og sumir neyðast til að fara i vinnu en aðrir fá sér popp og kók. Eftir hléið stigmagnast síðan spennan aftur og nær hámarki um áramótin með miklum hraða, há- vaða, kossaflensi og litríkum sprengingum. Að loknu hæsta risi fjar£ir myndin út og viðtekur hefð- bundið norm hversdagsins. I’ll Be Home for Christmas. Nýjasta jólamyndin. Klassísk myndbönd Miracle on 34th Street (1947) ★★★★ lilvist jólasveinsins sönnuð Doris Walker (Maureen O’Hara) er einstæð móðir á framabraut og sér m.a. um jólaskrúðgöngu verslunar- samsteypunnar sem hún vinnur hjá. Leikarinn sem á að fara með hlutverk jólasveinsins reynist ölvaður og fær þá Doris til liðs við sig vegfaranda sem titlar sig Kris(s) Kringle (Ed- mund Gwenn) eða Santa Claus - jóla- sveinn. Hann heillar íbúa New York upp úr skónum og sérstæðir við- skiptahættir hans innan leikfanga- deildar fyrirtækisins bera óvæntan ávöxt og vilja því ráðamenn fyrirtæk- isins alls ekki sjá af honum. Þegar hann heldur því aftur á móti blákalt fram að hann sé í raun og veru jóla- sveinninn renna á suma þeirra tvær grímur. Það er ekki síst sálfræðiráð- gjafi fyrirtækisins sem vill Kris(s) burt og telur hann þjást af þjakandi samviskubiti yfir „prakkarastrikum" úr frumbemsku. Doris vill einnig losna við Kris(s) framan af því ímyndaðar figúrur á borð við jólasveininn stangast á við uppeldi hennar á dótturinni Susan (Natalie Wood). Doris telur að eigi dóttirin að komast til mikils þroska og ná að spjara sig sem best i heimi hinna fullorðnu beri að flækja hana ekki í heima ímyndunar og fantasíu. Góðvinur móður hennar, lögfræðing- urinn Fred Gailey (John Payne), er nú ekki sáttur við slíka tilburði og kem- ur Susan í kynni við jólasveininn. Þegar hann er síðan lokaður inni á geðveikrahæli fyrir að halda fast í framburð sinn um að vera í raun jóla- sveinninn fer Fred með málið fyrir dómstóla og hefst þá eitt svakalegasta réttardrama kvikmyndanna - og þó hafa mörg verið ansi svæsin. Og er þar í eitt skipti fyrir öll sönnuð tilvist jólasveinsins. Miracle on 34th Street kann að vera vinsælasta jólamynd allra tima og ekki að ástæðulausu. Hin sigilda úr- vinnsla hennar á hagsmunum kaupa- héðna og kærleiksboðskap jólanna (at- hugið að engin afstaða er tekin til trú- arbragða í myndinni) virðist ekki eiga síður erindi til okkar nú en þá. Þá er andstæðunum raunsæi og fantasiu sjaldan skellt saman af jafnmiklu hug- viti og í þessari mynd, enda virðist jólasveinninn öðrum figúrum hent- ugri til slíks. Myndin var endurgerð 1994 með Richard Attenborough í hlutverki jólasveinsins. Fæst í Vídeóhöllinni. Leikstjóri: George Seaton. Aðalhlutverk: Maureen OíHara, John Payne, Ed- mund Gwenn og Natalie Wood. Bandarísk, 1947. Lengd 96 mín. Öllum leyfö. -Björn Æ. Norðfjörð

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.