Dagblaðið Vísir - DV - 11.02.1999, Blaðsíða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 11.02.1999, Blaðsíða 5
FIMMTUDAGUR 11. FEBRÚAR 1999 5 Fréttir Loönuleitin gengur erfiðlega: Enn ekki vísbending- ar um aukinn kvóta DV, Akureyri: „Nei, ég get ekki svarað þeirri spumingu játandi að hægt verði að auka við loðnukvótann en við erum hins vegar ekki búnir að ljúka þessum leiðangri og þetta getur breytst," segir Hjálmar Vil- hjálmsson, leiðangursstjóri á hafrannsóknaskipinu Áma Frið- rikssyni sem hefur verið við loðnuleit meira og minna í heil- an mánuð. Hjálmar segir að enn sé eftir að finna loðnu sem er austar en sú ganga sem veiðst hefur úr við Ingólfshöfða undanfarna sólcir- hringa. „Ég er hræddur um að það geti tekið einhverja daga því við þurfum að leita þá loðnu uppi og höfum ekki í neitt ákveð- ið að ganga. Við verðum að halda áfram þangað til þessi mál eru komin á hreint en við þurf- um að finna talsvert magn fyrir austan til þess að hægt verði að auka við kvótann," segir Hjálm- ar. Hann segir loðnuna á svæðinu við Ingólfshöfða vera í skárri kantinum miðað við það sem sést hafi á vertíðinni og þar sé tiltölulega hátt hlutfall af fjög- urra ára loðnu. Meðalþyngd sé hins vegar ekki nema rúmlega 19 grömm og um 65 hrygmrr í hverju kílói. „Ég er hræddur um að það eigi ekki eftir að lagast og það er líklegra að sú loðna sem við eigum eftir að finna austar sé enn smærri," segir Hjálmar. Upphafskvótinn á vertíðinni nam 688 þúsund tonnum og eru nú veidd um 390 þúsund tonn. Það þýðir að ekki eru eftir óveidd nema tæplega 300 þúsimd tonn og ef ekki verður bætt veru- lega við kvótann yrði það mikið áfall fyrir alla sem koma að þess- um veiðum og þjóðarbúið í heild. -gk Hjálmar Vilhjálmsson: „Bjartsýnin hefur ekki aukist enn þá“. Hús að gjöf DV, Siglulirði: Landsmönn- um stendur til boða að fá hús- eignina Lækj- argötu 7b á Siglufirði að gjöf og jafn- framt fjárupp- hæð til að gera endurbætur á húsinu. Húsið, sem er eign bæjarsjóðs Siglufjarðar, var nýlega auglýst i bæj- arblaðinu. Jafnframt eru gefin vilyrði um peninga- upphæð en skilyrði sett um fullnaðar- frágang húss- ins að utan þannig að útliti og nánasta um- hverfi verði komið í viðunandi horf. Guðmundur Guðlaugsson bæj- arstjóri sagði í samtali við frétta- mann að bærinn hefði eignast húsið seint á síðasta ári og þá með því ákvæði að það yrði ekki rifið næstu sex mánuði. Ljóst er að nið- urrif þess mun kosta bæjarsjóð einhver peningaútlát og þvi hafi vaknað sú hugmynd að gefa fólki kost á að eignast húsið ef það vildi leggja vinnu og fjármagn í endur- gerð þess. Guðmundm sagði að þarna væri þó ekki um stefhumarkandi aðgerð af hálfu bæjaryfirvalda að ræða varðandi gömul hús. Hins Húsið sem fólki stendur til boða að eignast. DV-mynd Örn vegar teldi hann að slíkt yrði met- ið í hverju einstöku tilfeúi. Þarna sé áberandi hús sem setji óumdeil- anlega nokkurn svip á miðbæinn og þvi vilji bæjaryfirvöld reyna þessa leið. í auglýsingu bæjarins kemur fram að beiðni um styrkfjárhæð er algjörlega óháð endanlegri ákvörðun bæjarstjómar um fjár- hæðina en getur haft áhrif á val bæjarins á viðtakanda sýni fleiri en einn málinu áhuga. Þess má geta að frestur til að skila inn er- indum varðandi húsið er til 20. febrúar. Fram að þeim tíma geta áhugasamir fengið að skoða eign- ina. -ÖÞ Starfs- menn DV á Hólmavík DV; Hólmavík: Dreifing DV á Hólmavík hvilir á herðum mæðgnanna Jensínu Páls- dóttur og Hólmfríðar Ýrar Ey- steinsdóttur. Við bætta þjónustu alls flutnings á pósti hin síðari ár eftir að nær daglegar ferðir em orðnar að veruleika hér má segja að þær dreifi blaðinu til viðtak- enda ofast sex daga í viku flestar vikur ársins. Jensína er auk þess umboðsmaður blaðsins á Hólma- vík og hefur verið það undanfarin ár. Kann hún vel starfmu fyrir blaðið. -Guðfinnur Jensína Pálsdóttir og dóttir hennar, Hólmfríður Ýr Eysteinsdóttir. Þær bera hitann og þó aðallega þungann af dreifingu DV á Hólmavík. DV-mynd Guðfinnur Sunnutindur við hafnarbakkann f nýrri heimahöfn á ísafirði. DV-mynd Hörður Sunnutindur keyptur til ísafjaröar: Verður gerður út á rækju Skuttogarinn Sunnutindm- SU 59 hefur verið keyptur til ísafjarðar. Kaupendur eru Aðalbjörn Jóakims- son, gjaman kenndur við Bakka, og Aðalsteinn Ómar Ásgeirsson á ísa- firði. Sunnutindur, sem er 489 brúttó- tonn að stærð, var smíðaður í Nor- egi árið 1978 en keyptur til íslands 1981. Togaranum var breytt í frysti- skip árið 1997. Að sögn Aðalsteins Ómars verður sama áhöfn á skipinu og verið hefur. Sagði hann að togar- inn væri keyptur án kvóta og hann yrði gerður út á rækju. Keyptur verður kvóti á togarann til viðbótar því sem þeir félagamir ráða þegar yfir. Verið er að setja rækjulínu í skipið og ráðgert er að hægt verði aö hefja veiðar í lok næstu viku. Ekki fekkst uppgefíð hvert kaup- verð skipsins er. -HKr. Aðalsteinn Ómar Ásgeirsson, annar af nýjum eigendum Sunnutinds sem keyptur hefur verið til l'safjarðar. DV-mynd Hörður Loðnuvertíðin: Víkingur AK aflahæstur DV, Akureyri: Víkingur AK er aflahæstur þeirra 42 skipa sem hafa komið með loðnu að landi á haust- og vetrarvertíð- inni. Skýrsla Samtaka fiskvinnslu- stöðva um afla einstakra skipa frá í fyrradag nær yfir ríflega 361 þúsund tonna afla og vom þá óveidd af byrj- unarkvóta um 327 þúsund tonn. Víkingur AK var þá með 19.602 tonn en næstu skip voru: Börkur NK, 17.084 tonn, Örk KE, 16.297 tonn, Hólmaborg SU, 15.566 tonn, Jón Kjart- ansson SU, 13.544 tonn, Háberg GK, 12.512 tonn, Súlan EA, 12.016 tonn, Sigurður VE, 11.873 tonn, Grindvík- ingur GK, 11.622 tonn, og Faxi RE, 11.337 tonn. Kvótastaða einstakra skipa, miðað við upphafsúthlutun, er mjög mismun- andi. Sum skipin eiga enn eftirlO-18 þúsund tonn en önnur eiga ekki eftir nema nokkur hundruð tonn eða örfá þúsund tonn. Sjómenn bíða því margir spenntir fregna af loðnuleitarleiöangri Hafrannsóknastofnunar sem staðið hefúr yfir frá því um 10. janúar en tíð- inda um frekari úthlutun á kvóta mun að vænta á næstu dögum. -gk

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.