Dagblaðið Vísir - DV - 11.02.1999, Blaðsíða 34

Dagblaðið Vísir - DV - 11.02.1999, Blaðsíða 34
34 FIMMTUDAGUR 11. FEBRÚAR 1999 Afmæli Guðjón Þ. Viggósson Guðjón Þráinn Viggósson, útvegsbóndi í Rauðanesi II, Borgar- hreppi, verður sextugur á morgun. Starfsferill Guðjón fæddist í Rauðanesi og ólst þar upp í foreldrahúsum. Hann var í barnaskóla að Brennistöðum þar sem nú er félagsheimili sveitar- innar og stundaði síðan nám við Héraðsskólann í Reykjanesi við Djúp en þá voru þar jafnframt kenndar verklegar greinar, s.s. smíðar, bókband og vélfræði. Þá tók Guðjón hið meira ökupróf 1958 auk þess sem hann sótti námskeið og lauk prófum til skipstjómarréttinda fyrir þrjátíu tonna skip 1998. Guðjón hóf búskap í Rauðanesi 1958. Fyrst stundaði hann búskap í samvinnu við foreldra sína en stofn- aði síðan nýbýlið Rauðanes II. Þar hefur hann stundað búskap síðan og frá 1965 í samvinnu við konu sína og síðar böm. Guðjón stundaði akstur hjá Loftorku um skeið, samhliða bú- skapnum. Þá hefur hann stundað sjómennsku frá bamæsku, einkum laxnetaveiðar sem tíðkuðust á hans heimaslóðum til 1996. Á yngri árum var Guðjón virkur í félagsstarfi, þ.á m. í ungmennafélagshreyfmg- unni og í Félagi far- stöðvaeigenda á íslandi. Þá hefur hann verið virk- ur í kórstarfi um árabil og syngur nú með Sam- kór Mýramanna og Kirkjukór Borgarnes- kirkju. Fjölskylda Guðjón kvæntist 22.8. 1965 Oddnýju Kristjáns- dóttur, f. 2.2. 1935, hús- freyju. Hún er dóttir Kristjáns Guð- mundssonar og Veroniku Narfadótt- ur. Kristján og Veronika hófu bú- skap í Grísatungu í Stafholtstung- um 1920, fluttu þaðan að Akurholti í Eyjahreppi og loks að Fáskrúðar- bakka í Eyja- og Miklaholtshreppi 1946. Börn Guðjóns og Oddnýjar eru Guðbjörg, f. 30.6. 1965, húsmóðir á Dalvík, gift Birni Bjömssyni, kenn- ara og skólastjóra, og eiga þau þrjú börn; Kristján Viggó, f. 2.3.1967, raf- eindavirki; Inga Lóa, f. 8.7. 1969, verslunarmaður í Kópavogi og á hún eitt bam; Fjóla Veronika, f. 20.8.1971, búfræðingur en sambýlis- maður hennar er Francois Claes húsasmið- ur; Ómar Hafberg, f. 10.12. 1973, húsasmiður. Systkini Guðjóns era Sig- urbjörg, f. 1940, bóndi og verslunarmaður i Rauða- nesi III; Herdís, f. 1945, læknaritari á Akranesi; Rósa Margrét, f. 1949, bóndi í Rauðanesi I; Steinar Bragi, f. 1950, skipatæknifræðingur, bú- settur í Hafnarfirði. Foreldrar Guðjóns: Viggó Jónsson, f. 27.12. 1908, bóndi í Rauðanesi, og Ingveldur Rósa, f. 2.8. 1916, húsfreyja. Ætt Viggó er sonur Jóns, steinsmiðs og rafvirkja í Reykjavík, Ólafsson- ar, b. á Efri-Hömrum í Holtahreppi, Einarssonar. Móðir Jóns var Ragn- hildur Filippusdóttir. Móðir Viggós var Ólöf Sigurðardóttir frá Suður- koti á Vatnsleysuströnd. Ingveldur Rósa var dóttir Guð- jóns, bónda á Ferjubakka, bróður Gróu, móður Helga Sigurðssonar hitaveitustjóra. Bróðir Guðjóns var Teitur, afi Teits Jónassonar lang- ferðabílstjóra. Hálfbróðir Guðjóns, sammæðra, var Vilhjálmur, húsa- smíðameistari í Reykjavík, faðir Óskars, garðyrkjustjóra Reykjavík- urbæjar, og Guðrúnar, húsmóður og kennara í Reykjavík. Guðjón var sonur Jóns, b. á Hvanneyri, Jóns- sonar, b. á Ausu, Pálssonar, b. í Ár- túni, bróður Tómasar, b. í Auðs- holti, langafa Hannesar Þorsteins- sonar, ritstjóra og þjóðskjalavarðar, Þorsteins Þorsteinssonar hagstofu- stjóra og Tómasar Guðmundssonar skálds. Móðir Guðjóns á Ferjubakka var Ingibjörg Teitsdóttir, b. á Hvanneyri og ættföður Teitsættar, Símonarsonar, bróður Jóns, b. í Efstabæ, langafa Magnúsar skálds, Ingimundar, fræðimanns á Hæli, og Leifs prófessors Ásgeirssonar. Jón var einnig langafi Péturs Ottesens alþm. og Jóns Helgsonar ritstjóra. Teitur var sonur Símonar, b. á Hæli í Flókadal, Roða-Teitssonar og Ingi- bjargar Sveinsdóttur. Móðir Ingveldar Rósu var Sigríð- ur Ingibjörg Kristjánsdóttir, b. í Haukadal í Dýrafirði, Össurarson- ar, og Ragnheiðar Pétursdóttur. Guðjón og fjölskylda verða með opið hús í félagsh. Valfelli eftir kl. 20.00 á afmælisdaginn, 12.2. Guðjón Þráinn Viggósson. Ellen Sighvatsson Ellen Henriette Sighvatsson, hús- móðir og fyrrv. formaður Skíðaráðs Reykjavíkur, Amtmannsstíg 6, Reykjavík, er níræð í dag. Starfsferill Ellen fæddist á Udlejer, búgarði á Ölstykke á Sjálandi í Dan- mörku, um þrjátiu og fimm kíló- metra norður af Kaupmannahöfn, og ólst þar upp i foreldrahúsum. Ellen lét fljótt að sér kveða í íþróttum, keppti m.a. í handbolta fyrir Ölstykke Idrætsforening, sýndi fimleika og vann til verð- launa í fimmtarþraut kvenna. Ellen lauk barna- og imglinga- námi frá Svestrupskóla og hélt síðan til Englands i enskunám en þar starfaði hún um tíma á Bowingden-House, herragarði í Hertfordshire, þar sem hún var verkstjóri yfir fjölmennu þjón- ustuliði. Ellen kom fyrst til íslands i stutta heimsókn 1929 en síðan al- komin hingað sumarið 1930. Iþrótt- ir, ferðalög og útivist hafa alla tíð verið helsta hugðarefni Ellenar. Hún hefur ferðast mikið um há- lendi íslands og þekkir landið mjög vel. Er Ellen missti eiginmann sinn, tók hún við rekstri fyrirtækis þeirra hjóna og starfrækti það til 1975 er það var selt. Ellen átti lengi sæti í Skíðaráði Reykjavíkur og var formaður þess í tíu ár, fyrsta konan sem gegndi því starfi. Þá starfaði hún mikið með Ferðafélagi íslands í fjölda ára. Ellen hefur lengi verið félagi í Zonta-klúbbnum, alþjóðlegri kvennahreyfingu, sem starfar að líknarmálum en hún var formaður klúbbsins 1953-54. Þá hefur hún unnið ötult starf fyrir Anglíu og verið í stjórn þess félags. Frá þvi Ellen flutti til íslands bjó hún á Amt- mannsstíg 2 í Reykjavík en það hús þekkja flestir skíðamenn sem komnir em til vits og ára enda var það um árabil nokk- urs konar skíðaheimili Reykjavíkur. Fjölskylda Ellen kvæntist 15.4. 1930 Sigfúsi Pétri Sighvatssyni, f. 10.10. 1903, d. 3.7. 1958, tryggingafræðingi og for- stjóra Vátryggingastofu Sigfúsar Sig- hvatssonar. Hann var sonur Sig- hvats Kristjáns Bjarna- sonar, f. 25.1. 1859, d. 30.8. 1929, jústitsráðs og bankastjóra í Reykjavík, og k.h., Ásgerðar Ágústu Sigfúsdóttur húsmóður, f. 9.1. 1864, d. 30.5. 1932, hús- móður. Dóttir Ellenar og Sigfúsar er Ágústa Guðrún Sigfús- dóttir, f. 21.6. 1941, sjúkra- þjálfari við Elli- og hjúkr- unarheimilið Grund í Reykjavík en dætur henn- ar er Valdís Vífilsdóttir, f. 26.8. 1969, innanhúsarkitekt, búsett í Mexíkó; Brynja Xochitl Vífilsdóttir, f. 13.4. 1973. Foreldrar Ellenar vora Jens Peter Mortensen, smiður, bóndi og hrepp- stjóri, og Anna Mortensen húsfreyja. Ellen Henriette Sighvatsson. Ingibjörg Guðmundsdóttir Ingibjörg Guðmundsdóttir hús- móðir, Syðri-Gunnólfsá í Ólafsfirði, verður sjötug á morgun. Starfsferill Ingibjörg fæddist í Berghyl í Austur-Fljótum og ólst upp í Fljót- unum. Hún var í Barnaskóla á Siglufirði, stundaði nám við kvöldskóla í einn vetur á vegum Iðnskólans og við Húsmæðraskól- ann Ósk á ísafirði 1948-49. Ingibjörg fór fimmtán ára í vist til Siglufjarðar og stundaði síðan vinnu á Siglufirði og á Akureyri fram að giftingu. Hún vann tvö sumur við sumardvalarheimili í Ljósavatnsskarði, 1951 og 1952, og vann hjá Fötum hf. í Reykjavík veturinn 1953-54. Ingibjörg hóf störf hjá Hraðfrysti- húsi Ólafsfjarðar 1955 og starfaði þar að meira eða minna leyti á hverju ári til 1996 eða í rúma fjóra áratugi. Hún vann í síld á sumrin frá 1955, lengst af við gæðaeftirlit hjá H.Ó., en hafði þá unnið flest önnur störf hjá fyrirtækinu, frá fiskaðgerð til verkstjómar. Ingibjörg sat í stjórn Hraðfrysti- húss Ólafsfjarðar í tólf ár eða þar til Sæberg yfirtók reksturinn, vann mikið að verkalýðsmálum, sat í stjóm Einingar, Ólafsfjarðardeild, er félagi í slysavarnardeild kvenna, var ritari í kvenfélagi Kvíabekkjar- kirkju og situr í stjórn Félags eldri borgara í Ólafsfirði. Fjölskylda Ingibjörg giftist 27.8. 1953 Jóni Árnasyni, f. 27.6. 1928, bónda og hljóðfæraleikara. Hann er sonur Árna Jónssonar, útvegsbónda á Syðri-Á, og Ólínu Sigvaldadóttur húsfreyju. Systkini Ingibjargar eru Unntu- Guðmundsdóttir, f. 17.12. 1921, ekkja, en synir hennar eru Þórólf- ur Sveinsson, á Ferjubakka í Borg- arfirði, varaformaður Bændasam- taka íslands, og Reynir Sveinsson, bóndi í Mýrarkoti við Hofsós; Guð- rún Ólöf Guðmundsdóttir, f. 28.9. 1926, ekkja en börn hennar eru Sigurlína K. Kristinsdóttir, útibús- stjóri KS í Ketilási, og Guðmundur Kristinsson, verkstjóri hjá Skipa- vík í Stykkishólmi. Fósturbróðir Ingibjargar var Benedikt Stefánsson, f. 15.4. 1915, d. 5.1. 1999, en böm hans eru Stefán, bifreiðarstjóri í Minni-Brekku í Fljótum, og Jóna Ingibjörg, húsmóð- ir í Vestmannaeyjum. Foreldrar Ingibjargar vora Guð- mundur Benediktsson, f. 19.7. 1893, d. 7.10. 1970, bóndi í Berghyl í Fljót- um, og k.h., Jóna Kristín Guð- mundsdóttir, f. 29.12. 1899, fyrrv. húsfreyja i Berghyl, nú búsett á Dvalarheimili aldraðra á Sauðárkróki. Ingibjörg tekur á móti gestum í Húsi eldri borgara í Ólafsfirði, laugardaginn 13.2. frá kl. 18.00. DV Til hamingju með afmælið 11. febrúar 85 ára Friðrik H. Sigurðsson, Skógarbæ, Árskógum 2, Reykjavik. 75 ára Rósa Kemp Þórlindsdóttir, Barrholti 7, Mosfellsbæ. 70 ára Auðunn Bergsveinsson, Gullsmára 11, Kópavogi. 60 ára Anna Aöalsteinsdóttir, Arnarhrauni 22, Hafnarfirði. Karl Ketill Arason, Akurbraut 15, Njarðvík. 50 ára Ásta Sigurðardóttir, Böðvarsgötu 6, Borgamesi. Bent Frisbæk, Birkigrund 25, Kópavogi. Elín Pálsdóttir, Kársnesbraut 37, Kópavogi. Elís Björn Klemensson, Stafnesvegi 4, Sandgerði. Haukur Gunnarsson, Norðurbrún 22, Reykjavík. Magnús Jónsson, Minni-Hattardal, Súðavík. Ólafur Jakobsson, Keilusíðu 7 F, Akureyri. Óli Bjöm Gunnarsson, Garðhúsum 8, Reykjavík. Þórir Jakobsson, Njálsgötu 34, Reykjavík. 40 ára Anna Atladóttir, Baugstjörn 23, Selfossi. Berglind Björk Jónasdóttir, Laufvangi 3, Hafnarfirði. Bjarki Bjarnason, Seljalandsvegi 4, ísafirði. Esther Birgisdóttir, Áshamri 46, Vestmannaeyjum. Halldór Jónasson, Heiðarvegi 33, Reyðarfirði. Jóhanna Sigríður Bjamadóttir, 1145 Skana Drive, Tawwassen, B.C. Kanada. Jón Erlingur Jónasson, Tómasarhaga 40, Reykjavík. Kári Guðmundsson, Brekkutanga 14, Mosfellsbæ. Mendanita Eyrún Cruz, Miðholti 8, Akureyri. Sigríður Nanna Sveinsdóttir, Huldubraut 34, Kópavogi. Sigrún Halldórsdóttir, Hraunbæ 196, Reykjavík. Sigurður Kristjánsson, Borgarvegi 36, Njarðvík. Sigurjón Gunnarsson, Klapparholti 5, Hafnarfirði. Sólveig Brynjarsdóttir, Stafholti 12, Akureyri. Unnur Ósk Kristjónsdóttir, Smiðsbúð 10, Garðabæ. Þórhildur Guðmundsdóttir, Áshamri 13, Vestmannaeyjum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.