Dagblaðið Vísir - DV - 11.02.1999, Blaðsíða 21

Dagblaðið Vísir - DV - 11.02.1999, Blaðsíða 21
20 FIMMTUDAGUR 11. FEBRÚAR 1999 FIMMTUDAGUR 11. FEBRÚAR 1999 21 íþróttir Latrell Sprewell, hinn nýi liðsmaö- ur New York í NBA-deildinni i körfu- knattleik, er kominn á sjúkralistann og verður frá naestu 6 vikurnar vegna meiðsla í hæl. Sprewell er frægastur fyrir að hafa slegið þjálfara Golden State i andlitið á æfingu liðsins fyrir tveimur árum og fékk fyrir vikið 14 mánaða keppnisbann. Miami Heat varð lika fyrir áfalli i vikunni þegar Voshon Leonard og Jamal Mashburn urðu báðir fyrir meiðslum. Mashburn verður frá i tvær vikur en Leonard í 8-10 vikur þar sem hann þarf að fara í upp- skurð. Faruk Hadzibegic var í gær ráðinn landsliðsþjálfari Bosníumanna í knattspymu. Hadzibegic var fyrirliði landsliðs Júgóslaviu sem náði langt á HM á Ítalíu 1990. Bjarni Magnússon og Brynjar Sig- urösson eru hættir að spila með ÍA í úrvalsdeildinni í körfuknattleik. Skagamenn sögðu upp samningum sínum við þá vegna fjárhagserfið- leika. Anders Giske, þjálfari norska knatt- spymuliðsins Brann, var ekki ánægð- ur með frammistöðu Stefáns Þ. Þóröarsonar þegar liðið gerði 2-2 jafntefli við Stabæk á Spáni í fyrra- dag. Giske sagði við Bergensavisen aö Stefán hefði átt að skora funm mörk i fyrri hálfleik, svo illa hefði hann farið með tækifærin. Stefán gerði eitt mark í leiknum. Valur Fannar Gíslason, knatt- spymumaður hjá Strömsgodset i Noregi, lék reynsluleik með Örgryte i Svíþjóð í gær en liðið vann þá Hacken, 6-1. Valur lék bæöi á miðju og í vöm og stóð sig vel. Gunnar Einarsson knattspyrnumaö- ur, sem hefur leikið með MVV Maastricht í Hollandi, er kominn á ný til Roda, þriðja efsta liðsins í hol- lensku A-deildinni. Gunnar hefur verið á leigu hjá MVV í tvö ár, eða- siðan hann samdi við Roda í ársbyrj- un 1997. föjjj ENGLAND B-deildarlióiö Watford, lið Jóhanns B. Guómundssonar, hefur fengið liðsstyrk fyrir lokasprettinn í B-deild- inni. Tony Daley, útheijinn snjalli sem lék með Aston Viila og Wolves, hefur samiö viö Watford út þessa leiktíð. Daley hefur gengið í gegnum mikil meiðsli á sínum ferli en er all- ur að braggast. Hann mun verða Watford góður styrkur enda félagið í harðri baráttu um að komast í A- deildina. Marcel Desailly, franski landsliös- maðurinn hjá Chelsea, sagði i samtali við blaðið L’Equipe í gær að það væri of mikil harka í ensku knattspyrn- unni. „Ég verð sjálfur að spila af hörku, annars er bara valtað yfir mig,“ sagði Desailly, sem hefur ekki verið þekktur fyrir neina linkind til þessa. Franck Leboeuf, félagi Desaillys í fé- lagsliði og landsliði, lét lika til sín heyra og sagði i viðtali við France Football að hann vildi fá hærri laun hjá Chelsea. „Ken Bates segist hafa gert bestu kaup ævinnar þegar hann fékk mig. Ég fékk góðan samning þeg- ar ég kom, hann hefur veriö hækkað- ur um helming, og ég vonast til þess að fá aðra heimingshækkun innan skamms. Ef ekki, fer ég að hugsa mér til hreyfings," sagði Leboeuf. -GH/VS Þór A. Fylkir 14 14 11 10 2 3 1 369-263 24 1 389-274 23 Vikingur 12 8 3 1 335-234 19 Breiöablik 13 6 1 6 326-310 13 Fjölnir 14 5 2 7 334-320 12 Hörður 13 3 1 9 263-334 7 Völsungur 12 3 1 8 246-320 7 Ögri 14 0 1 13 227-434 1 KR 15 15 0 1124-695 30 ÍS 15 11 4 897-750 22 Keflavík 15 9 6 864-828 18 Njarðvík 15 4 11 763-1058 8 Grindavík 15 4 11 746-870 8 ÍR 15 2 13 766-959 4 Linda Stefánsdóttir skoraði 13 stig fyrir KR sem vann ÍR af öryggi en þó með minni mun en búast mátti við. DV-mynd Hilmar Þór 1. deild kvenna í körfuknattleik: ÍS aftur á ról - öruggir sigrar KR, ÍS og Keflavíkur ÍS komst aftur á ról í 1. deild kvenna eftir bikartapið gegn KR með því að vinna 20 stiga sig- ur, 67-47, i Njarðvík en 3 efstu liðin unnu öll í gær ör- ugglega og staða deildarinnar breytt- ist ekkert. ÍS vann sinn sjö- unda KR-lausa leik í röð og allir leik- menn liðsins fengu að njðta sín í Njarð- vík. Sjö leikmenn skoruðu 5 stig eða meira. Hin úkra- ínska Liliya Sushko Signý Hermanns- dóttir lék vel með ÍS í Njarðvík. kann greinilega best við sig á Suður- nesjum en hún gerði 18 stig í gær. Signý Hermannsdóttir var einnig sterk, gerði 11 stig, tók 14 fráköst og gaf 5 stoðsendingar. Alda Leif Jóns- dóttir átti 6 stoðsendingar, stal 6 boltum og varði 3 skot auk 8 stiga. Hjá Njarðvík snerist leikur heimamanna um Kerri Chatten og Rannveigu Rand- versdóttur sem gerðu 35 af 47 stigum og tóku 35 af 52 skotum Njarðvíkur í leiknum. Chatten tók 14 fráköst og hitti úr 15 af 18 vítum sínum í leiknum en hún fiskaði 13 af 22 villum sem ÍS fékk á sig. Stig Njarðvíkur: Kerri Chatten 25, Rannveig Randversdóttir 10, Eva Stefánsdóttir 4, Arndís Sigurð- ardóttir 3, Pálína Gunnarsdóttir 3, Berglind Kristjánsdóttir 2. Stig ÍS: Liliya Sushko 18, Signý Hennannsdóttir 11, Kristjana Magnúsdóttir 11, Alda Leif Jóns- dóttir 8, Lovísa Guðmundsdóttir, María Leifsdóttir 6, Georgia Kristi- ansen 5. Átjándi sigurinn í röð KR vann sinn 18. sigur í röð á ÍR í Seljaskóla, 78-53. KR-lið- ið lék án hins ísraelska leik- manns Limor Mizrachi sem er heima í fríi en ÍR- stóð nokkuð í hin- um nýkrýndu bik- armeisturum. Guð- björg Norðfjörö var mjög góð, skor- aði 23 stig, tók 12 fráköst og stal 6 boltum í leiknum. Stig ÍR: Sóley Sig- urþórsdóttir 15, Gréta Grétarsdóttir 13, Hild- ur Sigurðardóttir 13, Guðrún Sigurðardótt- ir 10, Jófríöur Hall- dórsdóttir 2. Stig KR: Guðbjörg Norðfjörð 23, Hanna Kjartansdóttir 17, Linda Stefánsdóttir 13, Sigrún Skarphéð- insdóttir 10, Helga Þorvaldsdóttir 9, Kristín Jónsdóttir 2, María Guð- mundsdóttir 2, Sólveig Ragnars- dóttir 1, Þóra Bjamadóttir 1. Margar efnilegar Keflavík sigraði Grindavík nokkuð örugglega, 56-32, þegar liðin mættust í Keflavík í gær- kvöldi. Keflavík spilaði sterkan vamarleik allan leikinn og þá sérstaklega í fyrri hálfleik og leiddi þá 24-15. Allir leikmenn beggja liða fengu að spreyta sig í þessum leik og var gaman að sjá hve margar ungar og efnilegar stelpur eru í þessum liðum. Stig Keflavíkur: Birna Val- garðsdóttir 12, Anna María Sveins- dóttir 11, Tanya Sampson 10, Krist- ín Blöndal 9, Kristín Þórarinsdóttir 6, Marín Karisdóttir 2, Svava Stef- ánsdóttir, Birna Guðmundsdóttir 1. Stig Grindavíkur: Stefanía Ás- mundsdóttir 11, Sólný Pálsdóttir 7, Sólveig Gunnlaugsdóttir 7, Rósa Ragnarsdóttir 5, Alexandra Sini- akova 2. -ÓÓJ/BG Yfirburðir - tvö frá Anelka og auðveldur sigur Frakka á Wembley Frönsku heimsmeistaramir sýndu sitt til að ákveða sem fyrst hver yrði með liðið undir getu. Anelka sýndi að hann Frönsku heimsmeistaramir sýndu sitt rétta andlit á Wembley-leikvanginum í London í gærkvöld þegar þeir unnu tiltölu- lega auðveldan sigur á Englendingum, 0-2. Nicolas Anelka, miðherjinn ungi frá Ars- enal, skoraði bæði mörkin með sjö mínútna millibili eftir miðjan síðari hálfleik. Rétt áður hafði hann átt þrumuskot í þverslána og niður og sjónvarpsmyndir sýndu að bolt- inn fór inn fyrir ensku marklínuna. Englendingar ógnuðu aðeins til að byrja með. Fabian Barthez varði naumlega frá Michael Owen og Martin Keown skaut yfir úr góðu færi, en þar með var það búið. Frakkar tóku völdin og réðu ferðinni til leiksloka. Fyrsti og síðasti leikur Wilkinsons? Howard Wilkinson stýrði enska liðinu í fyrsta skipti, og ekki er ólíklegt að það hafi um leið verið það síðasta. Eftir leikinn hvatti hann enska knattspymusambandið til að ákveða sem fyrst hver yrði með liðið áfram því geysilega mikilvægur Evrópu- leikur væri fram undan gegn Pólverjum þann 27. mars. „Við vorum lakari aðilinn í kvöld. Stundum verður maður að viður- kenna slíkt og segja að betra liðiö hafi sigr- að,“ sagði Wilkinson. Erfiðir í fyrri hálfleik Frakkar höfðu aldrei áður unnið Eng- lendinga á Wembley og aldrei áður skorað mark í fimm viðureignum liðanna á þess- um velli. „Við börðumst vel fyrir þessum sigri. Englendingar voru erfiðir í fyrri hálfleik en við vorum einfaldlega betri. Við erum stolt- ir af okkar leik í kvöld,“ sagði Franck Le- boeuf, franski varnarmaðurinn hjá Chel- sea, eftir leikinn. Vonbrigði með Englendinga „Við spiluðum frábærlega en ég varð fyr- ir vonbrigðum með enska liðið sem spilaði undir getu. Anelka sýndi að hann á heima í fremstu víglinu hjá okkur,“ sagði Zinedine Zidane, sem lék mjög vel á miðjunni hjá Frökkum og átti drjúg- an þátt í báðum mörkunum. Lið Englands: Seaman (Mar- tyn 46.) - Dixon (Ferdinand 72.), Adams, Keown (Wil- cox 85.), Le Saux - Beck- ham, Ince, Redknapp (Scholes 85.), Anderton - Owen (Cole 66.), She- arer. Lið Frakklands: Barthez - Thuram, Blanc (Leboeuf 46.), Desailly, Lizarazu - Deschamps (Candela 90.), Petit, Zidane, Djorkaeff - Pires (Dugarry 46.), An- elka (WUtord 83.) j -VS Iþróttir Bikarúrslitin í handbolta Bls. 22 og 23 Nicolas Anelka, hinn 19 ára gamli sóknarmaður frá Arsenal, sýndi og sannaði að hann er síðasti hlekkurinn sem vantaði í hið sterka franska heimsmeistaralið. Frakkar urðu heimsmeistarar án þess að vera með afgerandi markaskorara, en nú er hann fundinn, væntanlega í eitt skipti fyrir öll. Anelka gerði bæði mörk Frakka í gærkvöld og var óheppinn að skora ekki þrennu því löglegt mark hans var ekki tekið gilt. Reuter Þýski handboltinn: Essen og Magde- burg í undanúrslit íslendingaliðin Essen og Magdeburg komust i gærkvöld í undanúrslit þýsku bikarkeppninnar í handknattleik ásamt Essen og Kiel. í undanúr- slitum í Hamborg 27. mars leikur Magdeburg við Kiel og Essen við Lemgo og sigurvegaram- ir mætast í úrslitaleik á sama stað daginn eftir. Essen marði sigur á B- deildarliði Nordhom, 29-28, eftir tvær fram- lengingar. Stefan Hecker tryggði Essen sigurinn þegar hann varði vítakast á lokamínútunni en hann varði 22 skot í leiknum og þar af þrjú vítaköst. Páll Þórólfsson skor- aði ekki fyrir Essen og Patrekur Jó- hannesson er enn frá vegna meiðsla. Magdeburg burstaði B-deiIdarlið Ólafur Stefánsson skoraði 4 mörk í gærkvöld. Dormagen, 26-17, eftir að hafa komist í 11-2. Ólafur Stefánsson skoraði 4 mörk fyrir Magdeburg en Héðinn Gilsson gerði 4 fyrir Dormagen og Daði Hafþórsson 1. Kiel vann Dutenhofen, 29-22, og Lemgo vann B- deildarlið Bielefeld, 34-25. í A-deildinni gerðu Nett- elstedt og Niederwúrz- bach jafntefli, 28-28, og Gummersbach vann Schutterwald, 28-23. Hameln, lið Alfreðs Gíslasonar, burstaði Herdecke, 28-14, og er efst í norðurriðli B-deildarinnar með 47 stig í 24 leikjum. Nordhom er með 46. Hameln er eina taplausa liðið í tveimur efstu deildimum. -VS Sparaði 210 milljónir - eru umboðsmenn óþarfir? Bakvörðurinn Ray Allen hefur skrifað undir sex ára samning við Milwaukee Bucks. Allen fær um 500 milljónir króna á samningstímanum en hann er tal- inn með efnilegri mönnum í NBA- deildinni í körfubolta um þessar mundir. Allen verður launahæsti leikmað- ur Milwaukee frá upphafi. Samning- ur hans við Milwaukee er sérstakur EM kvenna: Byrjað í Úkraínu Samið hefúr verið um leik- daga í Evrópukeppni kvenna- landsliöa í knattspymu en þar er ísland í 3. riðli með Úkraínu, Italíu og Þýskalandi. Dagsetningarnar á leikjum ís- lenska liðsins em sem hér segir: Úkraína-Ísland..22. ágúst 1999 Ísland-Ítalía ... 22. september 1999 Þýskaland-ísland .. 14. október 1999 Italía-Ísland.....7. júní 2000 Ísland-Þýskaland .... 17. ágúst 2000 Ísland-Úkraína .22. ágúst 2000 Efsta liðið fer beint í úrslita- keppni EM sem fram fer um mánaðamótin júni-júlí árið 2000 en liðin í 2. og 3. sæti leika auka- leiki um laus sæti í úrslita- keppninni við lið í riðli 2 en þar eiga sæti Noregur, England, Portúgal og Sviss. Liöið sem hafnar í neðsta sætinu leikur aukaleiki um fall í annan styrk- leikaflokk við sigurvegarann úr riðli 7 en þar eiga sæti Hvíta- Rússland, Rúmenía, Eistland, ísrael og Slóvakía. -GH fyrir þær sakir að umboðsmaður kom þar hvergi nærri. Stráksi sá einn og sér um samningaviðræðum- ar við Herb Kohl, eiganda Milwaukee. Þessi fyrirhyggja spar- aði leikmanninum litlar 210 milljón- ir króna. Allen hefur getið sér gott orð i kvikmyndaleik en hann skor- aði 19,5 stig að meðaltali fyrir Milwaukee á síðustu leiktíð. -SK Fylkir fellur í 2. deild - óháð stigafjölda liðsins í vetur Nú liggur það ljóst fyrir að lið Fylkis fellur úr 1. deild karla í körfu- knattleik í vor, óháð því hversu mörg stig félagið fær í deildinni. Eins og fram hefur komið hefur körfuknattleiksdeild Fylkis átt í erf- iðleikum. Allt stefndi í að starf deildarinnar legöist af en eftir viö- ræður aðalstjómar Fylkis og KKÍ var ákveðiö að þessir aðilar tækju saman höndum til að tryggja rekstur deildarinnar fram á vor. Eftir þann tíma verður rekstur og skipulag deildarinnar endurskoðað. Stuðningur KKÍ felst í því að lána Jón Kr. Gíslason landsliðsþjálfara til Fylkis fram á vor og mun hann stýra liðinu í þeim leikjum sem eftir era ásamt því að stjórna æfingum. Körfuknattleiksdeild Fylkis hefur samþykkt það skilyrði KKÍ fyrir veittri aðstoð að deildin muni ekki senda lið í 1. deild að ári heldur taka þátt í 2. deild. Ástæðan fyrir skilyrði sem þessu af hálfu KKÍ er að sam- bandið getur ekki hjálpað einu félag- inu sem er í fallbaráttu við önnur lið innan KKÍ. -GH Skíðagöngukennsla SKI: Mikill áhugi á Austurlandi Skíðagöngukennarar Skíða- sambands íslands hafa undanfar- ið verið á Austurlandi og ljóst að áhugi fyrir skíðagöngu er mikill í þeim landshluta. SKÍ hefur boðið upp á skíða- göngukennslu í grunnskólum landsins imanfamar vikur. Hafa viðtökur krakkanna verið frá- bærar og SKÍ stefnir að því að gera þetta aö langtímaverkefni. Mikill áhugi hefur verið sunn- anlands á skíðakennslunni og margar fyrirspurnir borist til SKÍ. Ef nægur snjór verður til staðar síðari hluta febrúar og í mars verða kennaramir á ferð- inni sunnanlands á ofangreind- um tíma. Dagskráin fram undan: 11. febr.....Stöðvarfjörður og .........Breiðdalsvlk kl. 20.00 13. febr... Skíðadagur í Oddsskarði 18. febr.....Akranes kl. 20.00 20. febr. .. . Skíðahelgi i Reykjavik 21. febr. .. .Skiðahelgi i Reykjavík. -SK Þórey og Vala yfir 4,10 Þórey Edda Elísdóttir, FH, og Vala Flosadóttir, ÍR, stukku yfir sömu hæð í stangarstökki á innanhússmóti í Malmö í gærkvöld. Þær stukku báðar yfir 4,10 metra. Vala notaði færri tilraunir og hafnaði því í 3. sæti á mótinu en Þórey Edda í fjórða sæti. Vésteinn Hafsteinsson frjálsíþrótta- frömuður var á áhorfendabekkjunum í Malmö í gærkvöld: „Þær áttu báðar mjög góðar tilraunir við 4,20 og það var hrein óheppni að þær stukku ekki hærra. Mér sýnist þær báð- ar vera á réttri leið og ef Vala stekkur 4,20 metra á næsta móti held ég að hún fari verulega i gang. Þórey Edda er enn í mikilli framfor og að mínu áliti á hún að geta stokkið yfir 4,30 metra mjög fljót- lega. Hún er mikið efni og er alltaf að öðl- ast meiri reynslu. Hún keppir á mörgum mótum á næstunni og það kemur sér vel fyrir hana,“ sagði Vésteinn Hafsteinsson í samtali við DV í gærkvöld. Anzhela Balahkonova sigraði á mótinu og stökk 4,30 metra. Hún átti ágætar til- raunir við 4,40 metra en tókst ekki að fara yfir þá hæð. Kínversk stúlka varð í öðra sæti á mótinu og stökk 4,20 metra. Vala Flosadóttir tekur næst þátt í móti í Þýskalandi en Þórey Edda keppir næst í Svíþjóð. Jóhann Már Marteinsson, ÍR, keppti í 60 metra hlaupi á mótinu í gærkvöld. Hann var í riðli með ekki ómerkari hlaupara en Linford Christie frá Bret- landi. Startblokkin gaf sig í upphafi hlaupsins hjá Jóhanni. Hann kom í mark á 6,99 sekúndum sem dugði ekki til að halda áfram keppni. -SK Brynjar í viðræðum - dvelur hjá Örgryte fram aö helgi Brynjar Gunnarsson, landsliðsmaður í knattspyrnu, kom til Gautaborgar í gær og hóf viðræður við Örgryte um að ganga til liðs við félagið. Hann æflr hjá Örgryte í dag og á morg- un en ljóst er að Erik Hamrén, þjálfari Örgryte, hefur mikinn áhuga á Brynjari. Hamrén þjálf- aði AIK þegar liðið mætti KR í Evrópukeppn- inni fyrir tveimur áram og sagði við DV að þar hefði hann í raun séð nóg til hans. „Mér líst vel á það sem ég hef þegar séð. Ég á ekki von á því að það verði mikið vandamál fyrir mig að losna frá Válerenga því það er ljóst að Egil „Drillo” Olsen, þjálfari liðsins, ætlar ekki að nota mig,“ sagði Brynjar við DV í gær- kvöld. Olga Einarsdóttir, unnusta Brynjars, var með í fór en hún hefur verið íslandsmeistari með KR tvö undanfarin ár. Líkur era á að hún gangi til liðs við Öxaback eða Jitex, sem era tvö af sterkari félögum Svíþjóðar, ef Brynjar semur við Örgryte. Brynjar æfði hjá Sheffield United og Sout- hampton í Englandi og leist vel á sig hjá Sout- hampton. „Þeir þurftu vamarmann sem gat byrjað að spila strax og ég var ekki í nægri æfingu til þess,“ sagði Brynjar. -EH/VS Sendur til baka úr Hólminum Portúgalski körfu- knattleiksmaöurinn Gil- borto Darcio Dias Baptista var í gærkvöld sendur til baka með rútu frá Snæfelli í Stykkis- hólmi eftir aðeins rúm- lega sólarhringsdvöl hjá félaginu. Hann fór þang- að til reynslu eftir að Grindvíkingar höfðu prófað hann og ákveðið að bjóða honum ekki samning. -VS Arnar ekki með í deildabikarnum: Ekki á Wembley - ef Leicester kemst í úrslitaleikinn Arnar Gunnlaugsson með boltann í fyrsta leik sínum með Leic- ester. Amar Gunnlaugsson, sem nú dvelur með félögum sínum í Leicester á Kanaríeyjum, leikur ekki með liðinu gegn Sunder- land næsta miðvikudag en það er síðari leikur liðanna í undan- úrslitum deildabikarsins. Arnar hefur leikið einn leik með Bolton í þeirri keppni og er þar með ekki löglegur með Leicester. Hann fær þvi ekki að spila úrslitaleikinn á Wembley þó liðið komist þangað en mögu- leikarnir á því era góðir því Leicester vann fyrri leikinn við Sunderland á útivelli, 2-1. „Það er mjög svekkjandi að fá ekki að vera með því ég er hand- viss um að Leicester kemst á Wembley. Ég er sannfærður um að strákarnir gera alit sem þeir geta til að vinna keppnina og tryggja okkur Evrópusæti á næsta tímabili," sagði Amar í viðtali á heimasíðu Leicester I gær. „Mitt takmark á þessu tíma- bili er að ná fótfestu hjá félaginu og að spila eins marga leiki og mögulegt er. Þegar ég lék með Bolton í efstu deildinni í fyrra fékk ég bara að vera tvisvar í byrjunarliði og ég vil reyna að bæta það sem fyrst,“ sagði Am- ar. -VS 9 NBA-DEILDIN Charlotte-Cleveland......77-87 Coleman 16, Wesley 16, Phills 12 - Kemp 20, Sura 15, Knight 14. New Jersey-Orlando.......81-89 Van Hom 17, Burrell 17, Gill 12 - Anderson 21, Hardaway 21, Grant 15. New York-Washington . . . 101-88 Johnson 18, Ewing 16, Ward 16 - Howard 29, Richmond 25, Jackson 9. Houston-Sacramento .......92-82 Olajuwon 19, Barkley 16, Price 16, Pippen 12 - Webber 21, Williamson 16, Williams 16. Denver-LA Lakers ........98-103 Lafrentz 24, Mcdyess 21, Billups 13 - O’Neal 29, Bryant 21, Jones 21. Golden State-Seattle.....82-89 Starks 32, Mills 19, Cummings 12 - Payton 24, Schrempf 17, Ellis 16. Portland-Indiana ........100-92 Rider 26, Stoudamire 23, Williams 14 - Smits 23, Best 20, Rose 13. Vancouver-LA Clippers . . 105-99 Rahim 35, Bibby 18, Parks 10 - Murry 21, Olowokandi 17, Piatkowski 15. Seattle hefur unnið alla sína fjóra leiki í NBA og fara verður sex ár aftur til að finna hlið- stæða byrjun. Denver stóð í Lakers en liðið hefur tapað öllum fjórum leikj- unum til þessa. Shaquille O’Neal skoraði aðeins eitt stig í fjórða leikhluta. Nýliðinn Lafrentz hjá Denver hefúr komið geysilega á óvart með framgöngu sinni fram að þessu. Vancouver fagnaði sínum fyrsta sigri í vetur þar sem Ra- him skoraði 35. -JKS EVRÓPUKEPPNIN 6. riðill Kýpur-San Marino.............4-0 1-0 Melanarkitis (18.), 2-0 Constantin- ou (32.), 3-0 Constantinou (45.), 4-0 Christodoulou (88.) Kýpur 4 3 0 1 8-5 9 Austurríki 3 2 1 0 8-2 7 ísrael 3111 7-3 4 Spánn 2 10 1 4-4 3 San Marino 4 0 0 4 1-14 0 8. riðill Malta-Júgóslavia.............0-3 0-1 Nad (22.), 0-2 Nad (55.), 0-3 Milosevic (90.) Irland 3 2 0 1 7-1 6 Makedónía 3 2 0 1 8-4 6 Júgóslavía 2 2 0 0 4-0 6 Króatía 3 2 0 1 7-5 6 Malta 5 0 0 5 2-18 0 Vináttuleikir Albanía-Makedónia............2-0 1-0 Vata (48.), 2-0 Bogdani (90.) Pólland-Finnland (á Möltu) . . 1-1 1-0 Kowalczyk (1.), 1-1 Johansson (20.) Króatía-Danmörk .............0-1 0-1 Sand (45.) Portúgal-Holland.............0-0 Írland-Paraguay .............2-0 1-0 Irwin (39.), 2-0 Connolly (73.) Ítalia-Noregur...............0-0 England-Frakkland............0-2 0-1 Anelka (69.), 0-2 Anelka (76.) Oman-Sviss...................1-2 0-1 Comisetti (9.), 0-2 Comisetti (33.), 1-2 Mubarak (90.) Túnis-Svíþjóð ...............0-1 0-1 Alexandersson. Ikvöld Úrvalsdeildin í körfubolta: ÍA-Tindastóll .... 20.00 Skallagrímur-Snæfell . . . .... 20.00 Grindavík-Keflavik .... 20.00 Haukar-KR .... 20.00 Valur-Þór A . . . . 20.00 1. deild karla í körfubolta: ÍR-Þór Þ.....................19.00 Undanúrslit karla í blaki Þróttur N.-KA................19.30 Stjarnan-ÍS..................19.30

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.