Dagblaðið Vísir - DV - 11.02.1999, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 11.02.1999, Blaðsíða 10
enning FIMMTUDAGUR 11. FEBRÚAR 1999 DV 10 *★ ★ Tllnefningar til Menningarverðlauna DY í bókmenntum: ISímon Kúran spinnur Nú stendur yfir fyrsta myndlistarsýningin í röðinni Þetta vil ég sjá í Menningarmiðstöð- inni Gerðubergi. Kári Stef- ánsson, forstjóri íslenskrar erfðagreiningar, valdi verkin á sýninguna sem eru effir íslenska myndlist- armenn þriggja kynslóða, Kristján Davíðsson, Magn- ús Kjartansson og Sigtrygg Bjama Baldvinsson. Við opnunina á laugar- daginn var gekk fiðluleikarinn Símon Kúran um sýninguna og túlkaði með fiðluleik þau hughrif sem hann varð fyrir af myndunum. Þetta tókst vel og vegna afar góöra undir- tekta viðstaddra mun hann heimsækja sýn- inguna aftur bæði á laugardaginn og sunnu- daginn kl. 15 og spinna meira. Samarnir fara Fram undan er síðasta sýningarhelgi á verkum fimm samískra listakvenna sem staðið hefúr yfir í sýningarsölum Norræna hússins. Listakonumar eru: Maj Lis Skaltje, Marja Helander, Britta Marakatt Labba, Merja-Aletta Ranttila og Ingunn Utsi og verk- in þeirra eru fjölbreytt: ljósmyndir, teikning- ar, grafik, textílar, skúlptúr og verk unnin í S skinn. I Á sýningunni era einnig sýnishom af |; handverki Sama og í anddyri Nomæna húss- | ins er ljósmyndasýning sem sýnir daglegt líf Sama og bústaði þeirra frá því mn aldamót- ! in. Síðasta helgi Magnúsar Síðasta sýningarhelgi er einnig fram und- ■|i an á ljósmyndum Magnúsar Baldurssonar frá Indlandi og Tíbet. Hann ferðaðist um þau lönd samtals í tvö ár og sýnir úrval ljós- myndanna sem hann tók af fólki og umhverfi f í Tjarnarsal Ráðhússins og verður opið kl. , 12-18 bæöi laugardag og sunnudag. Morgunþula í stráum eftir Thor Vilhjálmsson Sögusvið þessarar bókar er Sturlungaöldin og ferð Sturlu Sighvatssonar til Rómar. Stund- um er þó engu líkara en Sturla ferðist um þá Sturlungaöld sem menn hafa orðið vitni að í gömlu Júgóslavíu án þess að það sé sagt ber- um orðum. í mögnuðu orðfæri Thors lifnar hryllingur samtímans í nýju samhengi. Hér kristallast öll bestu höfundareinkenni Thors: sterk myndbygging, ljóðrænn stUl, kröftugt tungutak og næm tilfinning fyrir blæbrigðum mannlegs lífs. Vargatal eftir Sigfús Bjartmarsson Vargatal eftir Sigfús Bjartmarsson sætir tið- indum í íslenskum bókmenntum vegna sér- stæðrar náttúrusýnar, kraftmikils stíls og magnaðs tungutaks. Hér fer saman einstæð frá- sagnargáfa og málkynngi ljóðskálds sem leikur á alla strengi tungumálsins í lýsingum á nátt- úrunni frá öðmm sjónarhornum en við eigum að venjast. Útkoman er óvenjulegt og ferskt verk sem situr lengi í minni lesandans. Langar þig að læra að syngja? Ingveldur Ýr mezzósópran verður með sitt vinsæla söngnámskeið í Gerðubergi á laugar- dag og sunnudag og hefst það kl. 12 báöa dagana. Það er ætlað byrjendum á öllum aldri, engin fyrri reynsla eða nám nauðsynlegt. Þátttakendur læra grunnatriði i söng, öndun, heilbrigða líkamsstöðu og einfaldar raddæftngar. Kennt er í hóptímum en allir fá líka einn einkatíma. Skráiö ykkur fyrirfram hjá Ingveldi Ýr eða í Gerðubergi. Umsjón Silja Aðalsteinsdóttir Kraftur, hlýja og galdur Jarðarför Ömmu Sylvíu Leikfélag MosfeUsbæjar ræðst í það stór- virki að sýna í fyrsta sinn á íslandi leikritið Jarðarfor Ömmu Sylvíu sem gengið hefur í íjögur ár í Soho Jewish Theatre í New York. Þetta er spunaverk leikaranna við húsið en aðalhöfundarnir eru Glenn Wein og Amy Lord Blumsack. Félagar i Leikfélagi Mosfellsbæjar þýddu verkið sjálfir. Leikurinn fer fram á Helsenrott útfararstofn- uninni við Þverholt í Mosfellsbæ (öðm nafni Bæjarleikhúsinu) þar sem fram fer athöfn í minningu Sylvíu Schildner Grossman. Rabbí Wolfe blessar en minningarorð um gömlu konuna flytja fimm aðstandendur hennar. Mitzvah máltiðin verður framreidd þegar athöfnin er hálfnuð, eins og segir í frétt frá leikhúsinu. Leikstjóri er Guðný María Jónsdóttir og frumsýning er annað kvöld kl. 20.30. Stuttmyndahátíð 29. alþjóðlega stuttmyndahátíðin í Tampere í Finnlandi verður haldin frá 10.-14. mars og geta gestir skráð sig með tölvupósti: film.festival@tt.tampere.fi Geysimikið úrval mynda verður á hátíðinni, meðal annars flokkur sem lýsir lífinu í Berlín fyrir og eftir fall múrsins og Edgar Allan Poe í stuttmyndum, einstakt úrval af stuttum hryllingsmyndum eftir sögum meistarans. 1998 var gjöfult bókmenntaár. Samkvæmt Bókatíðindum voru frumútgefin íslensk skáldverk í óbundnu máli og bundnu, fyrir börn og fulloröna, um 100 talsins, og vora margar þeirra bóka kallaðar þó að dómnefnd um bókmenntir hafi aðeins fengið að tilnefna fimm til Menningarverðlauna DV. Þegar litið er á listann vekur athygli hvað „litli risinn“ í íslenskri bókaútgáfu gerir sig gildandi. Bókaútgáfan Bjartur á ekki fæmi en þrjá af tilnefndum titlum, Fylgjur, Góða íslendinga og Vargatal. „Ég tek auðvitað bara við þessum handritum," sagði Snæbjörn Arngrimsson hjá Bjarti hæverskur þegar blaðamaður hafði samband við hann. - Færðu mikið af handritum? „Ég taldi í október hittifyma og þá höfðu 135 borist á árinu. Ég taldi ekki í fyrra!“ - Og hvað gafstu margar bækur út? „Átta eða níu 1997 og einar fjórtán í fyrra.“ Snæbjörn sagði að aðeins örfáar af útgáfubókum sinum kæmu til sín í handritum beint af götunni, eins og hann orðaði það, langflest- ar hefur hann pantað hjá höfundum. Til dæmis sagðist hann hafa les- ið smásögu eftir Jón Karl Helgason árið 1987 og suðað í honum síð- an að skrifa bók. Út úr því suði kom heimildaskáldsagan Næturgal- inn sem Bjartur gaf út fyrir jólin. - Er þá engin útgáfustjóm sem þarf að bera ákvarðanir undir? „Nei. En ef ég er í vafa fæ ég einhverja kappa til að lesa yfir fyrir mig.“ - Þú ert þá í rauninni einvaldur? „Já,“ segir Snæbjörn og hlær vandræðalega. „Það er ágætt að mörgu leyti að flækja ekki hlutina með því að hafa of marga í þessu. En maður verður auðvitað dálítið tens að vera svona einn á báti. Ég er í öllu, handritalestrinum, kápunum, dreifingunni, bókhaldinu. Öllu.“ Bjartur stofnaði klúbbinn Neonbækur á árinu 1998 einkum til að gefa út nýjar þýðingar. Sala á þýddum skáldverkum hefur heldur dal- að að undanfomu en Bjartur notar þá beitu að bjóða alveg glænýjar bækur eftir virta og fræga höfunda. Núna er Bookerverðlaunasagan Amsterdam eftir Ian McEwan að koma út í Neon og Snæbjörn er kominn með handrit í hendur frá Paul Auster sem kemur út í Banda- ríkjunum í haust en Snæbjöm vonast til að geta gefið út í sumar þannig að hún komi fyrst út á íslandi. „Neonbókunum hefur verið tekiö rosalega vel,“ segir Snæbjöm. „Ég hef alltaf veigrað mér við simasölu af því mér finnst hún svo leið- inleg en okkur hefur tekist að ná í alveg viðunandi fjölda áskrifenda með hljóðlátari hætti.“ Kemst þótt hægt fari, mætti segja um Snæbjöm Amgrímsson, út- gefanda, kápuhönnuð, lagermann og bókhaldara, sem bókmennta- nefnd DV heiðrar með þremur tilnefningum í ár. í nefndinni sitja Sigríður Albertsdóttir, gagnrýnandi DV, Friðrika Benónýs bók- menntafræðingur og Andri Snær Magnason rithöfundur. Eftirfarandi bækur eru tilnefndar: Fylgjur eftir Harald Jónsson I Fylgjum Haraldar Jónssonar tala ólíkar persónur til okkar en tíðindin era ekki alltaf markverð og sjaldnast er heil saga sögð. Mörk skáldskaparins verða óljós og varla er hægt að fella persónusafnið inn í neitt form því þetta eru ekki smásögur og ekki örsögur en þó er alltaf sterk tilfinning fyrir stærri sögu á bak við hverja rödd. Jafhframt því að brjóta upp hið hefðbundna sagnaform gæðir höfundur hversdagsleikann galdri og dýpt. Góðir íslendingar eftir Huldar Breiöfjöró Nýstárleg ferðasaga ungs manns sem tekur sig upp af Kaffibamum í Reykjavík, kaupir sér Lapplanderjeppa og ferðast inn í landið í grimmustu vetrarhörkunum, ákveðinn í að finna kjarnann i sjálfum sér. Góðir íslendingar er skemmtileg og fjörleg frásögn sem varpar ljósi á margbreytileika íslands og íslendinga, lífshætti þeirra, sér- kenni og sérvisku. Hlýlegur, gáskafullur og myndrænn stíll höfund- ar gæðir ferðalagið leiftrandi lífi og gerir söguna að eftirminnilegum skemmtilestri. Lokaðu augunum og hugsaðu um mig eftir Kristínu Ómarsdóttur Ljóðabók Kristínar Ómarsdóttur, Lokaðu augunum og hugsaðu um mig er vandað verk og sterkt. Ljóðin em öguð og leiftrandi, full af óvæntum tengingum, hlýju og kímni. Hér lofar skáldið líkamann og ástina á annan og ferskari hátt en við eigum að venjast í íslenskum bókmenntum og útkoman er ljóðabók sem er allt i senn frumleg, falleg og fyndin og snertir lesandann djúpt.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.