Dagblaðið Vísir - DV - 11.02.1999, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 11.02.1999, Blaðsíða 32
32 FIMMTUDAGUR 11. FEBRÚAR 1999 Fréttir Kaírín Guðmundsdóttir handavinnukennari og eiginmaður hennar, Kristján Ragnarsson, bæjarverkstjóri á Eskifirði. DV-mynd ET Aldraðir í handavinnu DV, Eskifirði: í Hulduhlíð, sem er dvalarheimili cddraðra, kennir Katrín Guðmunds- dóttir frá Ísafirði handavinnu tvisvar í viku. Kennslan er bæði ætluð vistmönnum Hulduhlíðar, svo og eldra fólki sem býr í kaupstaðn- um. Um átta manns, aðallega konur, nýta sér kennsluna. Fólkið er afar ánægt og nýtur þess að nema fjöl- breytta handmennt sem boðið er upp á. Katrín er mikilhæfur handavinnu- kennari. Allt kann Kata, eins og hún er kölluð, og bætir úr ef við ger- um vitlaust það sem við erum að sauma eða mála. Við kennsluna nýt- ur Kata fulltingis ungrar og fallegr- ar stúlku, Lindu Bragadóttur, sem kann vel til verka eins og meistari Katrín. Mér er sagt að Katrín sé með flinkustu handavinnukennurum á íslandi - og er þá mikið sagt þar sem víða um land eru fráhærir handavinnukenn- arar. Verst þykir mér þó hversu oft Katrín hefur þurft að taka sér frí frá kennslunni þar sem hún er í svo margvíslegu öðru félagsstússi, enda eftirsóttur starfskraftur í félagsmál- um. En eftir að hún hætti sem vara- bæjarfulltrúi sinnir hún kennslunni mikið betur. Katrín rekur á Eskifirði listasmiðju sem heitir Verkstæði Kötu. Þar kennir margra grasa. Þar heldur hún m.a. keramik- námskeið og mörg fógur listaverkin er þar að sjá, bæði eftir Kötu og aðra. Það er sko fengur fyrir Esk- firðinga að hafa einstaklinga eins og Katrínu Guðmundsdóttur. Við eldri borgarar í Hulduhlíð fáum sex tíma í handavinnu á viku og tvo tíma í boltaleik sem nefnist bossi. Svo kemur Hallgrímur Einarsson, fyrr- verandi skrifstofumaður hjá Alla ríka, oft í kærkomnar heimsóknir til okkar og spilar á harmonikku í tvo klukkutíma. Þá verður glatt á hjalla, sumir fara að syngja og sum- ir aö dansa. -Regína. jr- Gísli Einarsson, ritstjóri Skessuhorns. Skessuhorn í áskrift DV, Vesturlandi Frá og með 18. febrúar verður Skessuhom, fréttablað Vestlend- inga, selt í áskrift. Sama dag verð- ur blaðið eins árs. „Þetta fyrsta ár hafa Vestlendingar fengið blaðið frítt,“ segir Gísli Einarsson rit- stjóri. Skessuhorni hefur verið mjög vel tekið enda hefur blaðið að geyma fjölbreyttar fféttir af öllu því sem er að gerast á Vestur- landi. Einnig hafa misalvarlegir leiðarar ritstjórans vakið athygli. Að sögn Gísla var ákveðið að fara með blaðið í áskrift í þeirri von að þannig mætti skapa svigrúm til að efla það enn frekar. Sú stað- reynd hve blaðinu hefur verið vel tekið hvetur aðstandendur þess til að gera enn betur. „Með því að selja blaðið í áskrift vonum við að hægt verði að sinna betur þjón- ustu við alla íbúa Vesturlands. Einnig vonumst við til að ná til fólks utan Vesturlands en fréttir af Vesturlandi og Vestlendingum eiga erindi til allra.“ Gísli segir að útgefendurnir renni blint í sjóinn hvað varðar fjölda áskrifenda. „Við erum vongóðir en við reynum ekki að giska á fjöldann. Ef marka má þau við- brögð sem við höfum fengið þá gæti það orðið góður hópur.“ Söluátak verður gert um leið og breytingin á sér stað. „18. febrúar munu söluhópar á okkar vegum ganga í hvert hús í þéttbýlisstöð- unum á Vesturlandi og bjóða blaðið í áskrift. Einnig verður haft samband við íbúa dreifbýlis- ins. Þá geta allir sem vilja, hvar sem þeir eru niðurkomnir í heim- inum, haft samband við skrifstof- ur blaðsins og gerst áskrifendur.“ Áskriftargjaldið fyrir Skessuhorn verður 800 krónur á mánuði og áskriftarsíminn er 437 2262. -DVÓ ASO/V(/S7UAUGLYSII\IGAR rs^a 5 5 0 5 0 0 0 Skólphreinsun Er stíflað? Fjarlægi stiflur úr wc, vöskum, baðkerum og niðurföllum. Nota ný og fullkomin tæki, rafmagnssnigla. Röramyndavél til að mynda frárennslislagnir og staðsetja skemmdir. Ásgeir Halldórsson Sími 567 0530 Bílasími 892 7260 œ VISA BÍISKURS OG IÐNAÐARHURÐIR ildvarnar- Öryggis hiirAir GLÓFAXIHF. hnrAir riuruir Ápkái’n a ao ■ qík4i ao'ík iiuruií STEYPUSÖGUN VEGG- OG GÓLFSÖGUN KJARNABORUN LOFTRÆSTI- OG LAGNAGOT MURBROT OG FJARLÆGING NVTT! LOFTPRESSUBÍLL. NÝTT! ALHLIÐA SMAGROFUÞJONUSTA ÞEKKING • REYNSLA • GOÐ UMGENGNI SIMI 567 7570 • 892 7016 • 896 8288 Garðarsson Kársnesbraut 57 • 200 Kópavogi Sími: 554 2255 • Bfl.s. 896 5800 LOSUM STÍFLUR ÚR Wc Vöskum Niðurföllum O.fl. MEINDÝRAEYÐING VISA/EURO ÞJÓNUSTA ALLAN SÓLARHRINGINN 10 ÁRA REYNSLA VÖNDUÐ VINNA Vinnuvélaréttindi Aukin ökuréttindi (meira-próf) Almenn ökukennsla Upplýsingar gefur Svavar Svavarsson löggiltur öku- og vinnuvélakennari, alla daga vikunnar í símum 893 3909 og 588 4500. Geymið auglýsinguna. Dyrasímaþjónusta Raflagnavinna ALMENN DYRASÍMA- OG RAFLAGNAÞJÓNUSTA. Set upp ný dyrasímakerfi og geri við eldri. Endurnýja raflagnir í eldra húsnæði ásamt viðgerðum og nýlögnum. Fljót og góð þjónusta. JÓN JÓNSSON LÖGGILTUR RAFVERKTAKI Sími 562 6645 og 893 1733. Snjómokstur - Steypusögun - Kjarnaborun Snjómokstur allan sólarhringinn Steypusögun - Kjarnaborun - Loftpressur Traktorsgröfur - Múrbrot Skiptum umjarðveg, útvegum grús og sand. Qerum föst verðtilboð. =1 VELALEIGA SIMONAR HF., SIMAR 562 3070 og 892 1129. STIFLUÞJONUSTR BJflRNR Símar 899 6363 • SS4 6199 Fjarlægi stíflur úr W.C., handlaugum, buðkörum og frúrennslislögnum. m [E Röramyndavél til a& ástands- skoða lagnir Dælubíll til að losa þrær og hreinsa plön.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.