Dagblaðið Vísir - DV - 11.02.1999, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 11.02.1999, Blaðsíða 11
FIMMTUDAGUR 11. FEBRÚAR 1999 11 Fréttir Tuttugu nuddarar útskrifaöir árlega: Engin kraftaverk en góður streitubani Nudd gerir engin kraftaverk. En nudd er fyrirbyggjandi aðgerð, vöm gegn sjúkdómum og gott fyrir jafh- vægi líkama og sálar. Aðalatriðið er að fólk lifi heilsusamlegu lífi, borði rétt, stundi útivist og hreyfmgu, segir Margrét Birgisdóttir, varaformaður Félags íslenskra nuddara, þar sem fé- lagar em á þriðja hundrað talsins. Fé- lagið rekur Nuddskóla íslands og út- skrifar um 20 nuddara árlega. Með bættum efnahag og stórauknum áhuga fólks á hollustu og heilbrigði nýta æ fleiri sér þessa þjónustu og í simaskrá má greina að nuddstofur era fjölmargar í landinu og fjölgar ár frá ári. Nuddskólar era þrír. Margrét segir að hjá Nuddskóla íslands, sem er stærstur skólanna, séu flestar teg- undir nudds kenndar. Klassískt nudd eða heilnudd er mest notað gegn vöðvaverkjum og algengast. Sogæða- nudd er sífellt að verða vinsælla, milt og slakandi, og við það era notaðar ýmsar ilmkjamaolíur að vali nudd- ara. Þetta nudd losar um spennu og bjúg i líkamanum. Fleiri nuddtegund- ir era notaðar, allt eftir þvi hvers eðl- is viðfangsefni nuddarans er. Hér má nefna svæðanudd (iljanudd), það örv- ar orkuflæðið, hver depill iljanna vís- ar til ákveðinna liffæra og annarra svæða líkam- ans. Shíatsu er japönsk þrýstipunktameðferð, ekki ólík vinnubrögð og við svæðanudd. Craníósakral, höfúð- beina- og spjaldhryggs- meðferð og fleira. Margrét leggur áherslu á að fólk verði að vinna sjálft að eigin heilsugæslu. Nudd sé prýðis- Nuddari að störfum, Gita Larsen frá Dan- mörku með tíu ára reynslu. Hún segir nudd vera góðan streitubana en nuddþeginn verður að hjálpa til og lifa heilbrigðu Iffi. DV-mynd Hilmar Þór en ekki ein og sér. „Ef við fáum fólk sem er fullt af vöðvabólgu og vinnur undir mikilh streitu og álagi - liflr kannski auk þess frekar óheilsusamlegu lífi, þá getmn við kannski ekki gert annað en taka þennan verk í burtu tima-. bundið. Haldi viðkomandi áfram i sinni streitu og borði sitt drasl heldur þetta óheppilega ferli áfram,“ sagði Margrét. Nudd eykur slök- un og vellíðan, örvar blóðrás og orkuflæði, hreinsun og efna- skipti í líkaman- um. En hér era engin kraftaverk á ferðinni, aðeins rökrétt afleiðing af aðgerðinni. Bætt lífsgæöi „Ég hef orðið vitni að því margoft að enda þótt nudd sé eng- in kraftaverka- lækning hefúr fólk sem kemur reglulega i nudd upplifað stórbætt lifsgæði," segir Gita Larsen, danskur nuddari. Hún flutti hingað frá Bandaríkjunum. Gita segir að nudd sé ákjósanlegasti streitubaninn sem völ sé á. Nudd dragi úr vægi streituhormóna en auki Helgi Hjörvar um tillögur um skipulagsmál: Umræða um framtíð- armöguleika Borgarráð Reykjavíkur sam- þykkti í fyrradag að fela borgar- verkfræðingi og skipulagsstjóra að gera frummat á fimm tillögum um landfyllingu í nágrenni Reykjavík- ur. Fyrsta tillagan er gömul tillaga frá Björgun um svokallaða Hólma- byggð, önnur um Örfirisey þar sem gert er ráð fyrir allt að 20 þúsund manna byggð. Þessi tillaga er svip- uð og landfyllingartillaga Miðbæjar- samtakanna um byggð í kringum Akurey. í þriðja lagi er um að ræða tillögu um landfyllingu fyrir flug- völl í Skerjafirði sem yrði alls um 83 hektarar. Landið sem flugvöllurinn stendur nú á er um 140 hektarar. I górðu tillögu er lítil landfylling fyr- ir 700 manna íbúðahverfi sem Björg- un hefur gert og ef ein flugbrautin verður lögð af eftir 5-7 ár opnast möguleikar að stækka hverfið í 1100 íbúðir. Fimmta tillagan snýr svo að landfyllingu framan við Sæbraut fyrir hafnarstarfsemi og miðborgar- starfsemi, m.a. tengdri þjónustu við skemmtiferðaskip og annað þess háttar. Allar þessar tillögur, sem bomar vora fram af borgarfulltrú- um Reykjavíkurlistans, voru sam- þykktar með öllum fimm greiddum atkvæðum. Eflir miðborgarstarfsemi Helgi Hjörvar, borgarfulltrúi R- listans, segir þessar tillögur byggj- ast allar á því að á þessum landfyll- ingum rísi annars konar byggð en Helgi Hjörvar borgarfulltrúi. borgarbúar eru vanir. „Þarna er um að ræða mun þéttari byggð, nokk- urs konar borgarbyggð. Og það að byggja slík hverfi þétt leiðir til hag- kvæmni í öllum innviðum. Þannig verður miklu hagkvæmara að leggja veitukerfi og innra gatnakerfi og rekstrarkostnaður verður eðli- lega lægri. En ein spumingin sem þarf að svara er hvort hagkvæmnin af þessu vegi upp á móti kostnaðin- um við að fylla upp landið. Önnur spuming, sem menn hljóta að horfa nokkuð til, er hvort eftirspum eftir íbúðahúsnæði í vesturbæ og Hlíð- um leiði til þess að íbúðir á þessum landfyllingum verði verðmætari markaðsvara heldur en íbúðir ann- ars staðar á nýbyggingarsvæðum," segir Helgi. Hann segir ljóst að það þurfi einnig að horfa til þeirra tæki- færa sem þessar framkvæmdir gætu gefið til þess að efla miðborgina. „AIIeu þessar hugmyndir gera ráð fyrir því að fjölga geysilega á 20-30 árum íbúum vestan Kringlumýrar- brautarinnar og ef af því yrði myndi það auðvitað efla allt mið- borgarlíf og miðborgarstarfsemi til mikilla muna.“ Hann segir að hér sé verið að horfa til framtíðar og jafn- vel til áratuga fram í tímann um þróun byggðar í borginni. „Það er fyrst og fremst verið að skapa um- ræðu um þessa framtíðarmöguleika. í þeim eru auðvitað mörg álitaefni. Stærri áform, eins og flugvöllur í Skerjafirði, vekja fleiri spumingar, svo sem um Vatnsmýrina og um- ferðartengingar við, og um þau gæði sem felast í strandlengjunni og Skerjaffrðinum og ýmsa aðra þætti sem búast má við að um verði skipt- ar skoðanir. Þá er mikilvægt að gera sér grein fyrir því að áfram- haldandi uppbygging verður á aust- ursvæðum borgarinnar eins og áformað hefur verið. Þannig hefst úthlutun lóða í Grafarholti síðar á árinu enda er í þannig hugmyndum verið að horfa tU miklu lengri fram- tíðar,“ sagði Helgi. -hb endorfinið. En hún tekur undir það að nuddþeginn þurfi að koma til móts við nuddarann með heilbrigðu lífi utan nuddbekkjarins. -JBP Vann Nike- fatnað á Vísi.is Nýverið lauk netleik á Vísi.is sem tengdist frumsýningu met- aðsóknarmyndarinnar The Waterboy. Gafst gestum Vísis.is kostur á aö panta sér miða á myndina frumsýningarhelgina, en uppselt var á nánast allar sýningar þá helgi. Það var Díana Espersen sem var sú heppna og hlaut fyrsta vinninginn, 50.000 kr. vöraúttekt frá Nike búðinni Frísport. Leio \jp Hjálp við höndina NICORETTE innsogslyf Þegar þú vilt hœtta að reykja Febrúartilboð á „STARTPAKKA” hjá eftirtöldum aðilum: Apótek Austurbæjar Árbæjar Apótek Borgar Apótek Breiöholts Apótek Fjarðarkaups Apótek Grafarvogs Apótek Háaleitis Apótek Holts Apótek Hraunbergs Apótek Ingólfs Apótek Laugavegs Apótek IMesapótek, Seltj. Vesturbæjar Apótek Háteigsvegi 1 Hraunbæ 102 b Álftamýri 1 Mjódd Hólshrauni 1 b Hverafold 1-5 Háaleitisbraut 68 Glæsibæ Hraunbergi 4 Kringlunni 8-12 Laugavegi 16 Eiöistorgi 17 Melhaga 20-22

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.