Dagblaðið Vísir - DV - 11.02.1999, Blaðsíða 23

Dagblaðið Vísir - DV - 11.02.1999, Blaðsíða 23
FIMMTUDAGUR 11. FEBRÚAR 1999 23 Iþróttir Einu sinni samherjar — nú mótherjar. Magnús Árnason, markvörður FH-inga, og Bergsveinn Bergsveinsson, markvörður Aftureldingar, halda hér á milli sín á bikarnum sem liðin munu kljást um á laugardaginn. Bergsveinn stóð í marki FH-inga þegar þeir urðu bikarmeistarar fyrir 5 árum þegar FH lagði KA í úrslitaleik. DV-mynd Hilmar Þór Bikarpunktar Afturelding og FH mætast nú 1 sín- um fyrsta bikarleik frá upphafl. Mos- fellingar eru að leika sinn fyrsta bik- arúrslitaleik en FH-ingar að jafna met Víkinga með því að leika sinn ti- unda frá upphafi. Afturelding veröur 14. félagiö til að komast í bikarúrslitin en 8 af 13 lið- um hafa tapað frumraun sinni í bik- arúrslitum, þar af 6 af síðustu 8. Að- eins Haukar (1980) og ÍBV (1991) hafa unnið sinn fyrsta leik frá 1979. FH-ingar hafa fimm sinnum orðið meistarar og vinni þeir á laugardag geta þeir jafnað árangur Vikinga sem hafa oftast allra orðið meistarar eða 6 sinnum, þar af fjórum sinnum i röð, 1983-86. Valsmenn hafa náð bestum árangri þeirra liða i bikarúrslitum sem hafa náð að leika 3 leiki. Valsmenn hafa náð 62,5% árangri, unnið 5 af 8, en Víkingar eru í öðru sæti með 60% ár- angur, 6 sigra í 10 leikjum. FH gæti náð Víkingum á þessum lista með sigri á laugardaginn. FH-ingar eiga markametið i bikarúr- slitaleiknum en þeir skoruðu 30 mörk gegn KA1994. Stærstu sigra eiga síðan Vikingar á KR-ingum 1983 og Vals- menn á Blikum 1988 eða 10 mörk. Valdimar Grímsson er markahæsti leikmaðurinn í bikarúrslitaleik frá upphafi. Valdimar hefur gert 36 mörk fyrir Val og KA í þeim 5 bikarúrslita- leikjum sem hann hefur leikið. Næst- ur er Siguröur Gunnarsson með 26 mörk og Páll Björgvinsson kemur þriðji með 24 mörk. Þetta er 26. bikarúrslitaleikurinn frá upphaft en sá fyrsti fór fram 1. maí 1974 þegar Valur vann Fram, 24-16. Fyrstu 17 bikarúrslitaleikirnir fóru fram eftir að íslandsmótinu lauk en þetta verður sjötti bikarúrslita- leikurinn sem fram fer 1 febrúar. Fimm leikmenn FH-liósins í dag urðu bikarmeistarar með félaginu fyrir 5 árum. Það eru: Kristján Ara- son, Gunnar Beinteinsson, Hálfdán Þóröarson, Guöjón Árnason og Knútur Sigurösson. -GH/ÓÓJ FH og Afturelding leika til úrslita í bikarkeppninni á laugardag: Erfitt fyrir FH - segir Guömundur Guömundsson, þjálfari Fram „Ef maður lítur á stöðu liða í deildinni á Aftureld- ing að vinna yfirburðasig- ur og auðvitað eru meiri líkur á sigri Mosfellinga í þessum leik,“ sagði Guð- mundur Guðmundsson, þjálfari Framara, þegar hann var beðinn að spá fyrir um bikarúrslitaleik FH og Aftureldingar sem fram fer á laugardaginn. Sérstakir leikir „Það er alveg ljóst að lið Aftureldingar er mun sterkara og staða liðsins í deildinni undirstrikar það. En bikarleikir hvað þá úrslitaleikir eru sér- stakir leikir og oftar en ekki hefur liðið sem er sigurstranglegra lent í miklu basli. Ég man til að mynda eftir leik KA og Víkings fyrir nokkrum árum. Þá var KA i topp- baráttunni en Víkingar við það að falla en þrátt fyrir það þurfu KA-menn svo sannarlega að hafa fyrir hlutunum því þetta var mjög jafn leikur." Er það ekki FH-ingum til tekna í þessum leik að þeir hafa reynslu af þvf að spila svona leiki? „Innan raða FH-liðsins eru margir leikmenn sem þekkja þessa stöðu og auð- vitað hjálpar það þeim en þó svo að Afturelding hafl ekki leikið fyrr til úrslita í bikamum eru menn í lið- inu sem hafa staðið í þess- um sporum. Bergsveinn, Sigurður Sveinsson, Bjarki Sigurðsson og Einar Gunnar hafa allir spilað bikarúrslitaleik og Lithá- amir hafa báðir mikla reynslu svo ég held að það sé lítill munur á liðunum upp á þetta að gera,“ segir Guðmundur. „Ég myndi segja að FH- ingar hafi allt að vinna í þessum leik. Það er miklu minni pressa á þeim enda reikna flestir með að Aft- urelding vinni.“ Útiloka ekki FH „Þetta verður mjög erf- iður leikur fyrir FH og það kæmi mér mjög á óvart ef titillinn færi ekki upp i MosfeUsbæ. Hins vegar vil ég aUs ekki úti- loka FH-liðið í þessum leik. FH er stemningarlið sem á góðum degi getur leikið mjög vel,“ sagði Guðmundur að lokum. -GH Kristján Arason, þjálfari FH-inga: Getur jafnaö og slegið met - takist FH aö leggja Aftureldingu að velli Kristján Arason, þjálfari og leikmaður FH, stjórnar nú liði í bikarúrslitum í þriðja sinn. Hann stýrði einnig FH tU sigurs 1992 og 1994. Ef Kristján og félagar vinna á laugardag slær Kristján bæði og jafnar met. í hóp með Reyni og Kowalsczyk Kristján kemst þá í hóp með ekki ómerkari þjálfurum en Reyni Ólafssyni og Bogdan Kowalczyk sem báðir hafa stjórnað liði tU sigurs í þremur bikarúrslitaleikjum, Reynir með Val 1974 og FH 1976 og 1977 og Bogdan með Víkinga 1979, ‘83 og ‘85. Metið sem Kristján myndi slá er að hafa oftast unnið bikarinn sem spUandi þjálfari en Alfreð Gíslason og Kristján eiga metið nú saman. Alfreð stýrði KA-mönnum tU sigurs innan sem utan vaUar bæði árin 1995 og 1996. Kristján hefur nýlega tekið fram skóna að nýju og átti stóran þátt í að koma FH í úrslitaleikinn þegar FH sigraöi lið Gróttu-KR. 17 ár frá fyrsta úrslitaleik Kristjáns Annað met sem Kristján mun örugglega hrifsa af Alfreð er að vera sá leikmaður sem á að baki lengsta bikarúrslitaleikjasögu. Þegar Kristján spilar á laugardaginn verða 17 ár liðin frá því að hann lék fyrst í HöUinni með FH gegn KR. Hjá Alfreð liðu 15 ár frá þeim sama leik þar til hann spUaði gegn Haukum 1997. -ÓÓJ/GH Bikarpunktar 1999 ^ FH og Afturelding leika til úrslita í bikarkeppninni í Höllinni kl.16 á Iaugardaginn. Bikarúrslitaleikurinn í fyrra milli Valsmanna og Framara var sá þriðji i sögunni til aö verða framlengdur en árið 1980 fór reyndar fram aukaleik- ur. 12 af þessum 26 bikarúrslitaleikj- um hafa endaö með 0-2 marka mun en 8 sinnum hefur munurinn orðið meiri en 5 mörk. Þaö liö sem hefur haft yfir í hálfleik hefur unnið i 17 skipti af þessum 25 en 6 sinnum hefur liðið sem er undir náð að vinna, þar á meðal í fyrra. Skúli Gunnsteinsson, þjálfari Aftur- eldingar, getur orðið einn af górum mönnum í sögu bikarúrslitaleiksins til að fagna sigri bæði sem fyrirliði og þjálfari. Skúli, sem var fyrirliði Stjömunnar 1989, kæmist þá í hóp með Gunnari Einarssyni (fyrirliöi FH1975 - þjálfari Stjömunnar 1989), Páli Björgvinssyni (fyrirliði Vikings 1978 og 79 - þjálfari Stjömunnar 1987) og Ólafi H. Jónssyni sem er sá eini sem náði þessu sama árið með Þrótti 1981. Valur Arnarson FH-ingur er einnig á leiðinni í sögubækur bikarúrslitaleiks. Hann spilar nú sinn fimmta bikarúr- slitaleik með sínu þriðja liði. Valur lék með Val gegn FH 1992 og gegn Selfossi 1993, KA gegn FH 1994 og gegn Val 1996. Valur hefur tvisvar tapað úrslita- leik gegn FH en nú fær hann tækifæri til að vinna með félaginu. Faðir hans, Örn Hallsteinsson, stjómaði FH í bik- arúrslitaleiknum 1978 en þá tapaði FH fyrir Vikingi. Valur kemst þá í hóp með Sigmari Þresti Óskarssyni sem hefur leikið Qóra bikarúrslitaleiki með þremur fé- lögum og unnið þóá af þeim. Sigmar var meistari með Stjömunni 1987, ÍBV 1991 og KA 1995 en tapaði einnig úr- slitaleik með KA 1994. Fjórir leikmenn Aftureldingar hafa spilað leikið til úrslita í bikamum en það eru Bjarki Sigurösson (Vikingi ‘86, ‘90 ‘91), Einar G. Sigurösson (Selfoss ‘93), Siguröur Sveinsson (‘92, ‘94) og Bergsveinn Bergseinsson (‘89, ‘92, ‘94). -ÓÓJ/GH

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.